Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 32

Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 32
4 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Frambjóðendur á ferð og flugi: Um 80 vinnustaðafundir, auk fjölmargra annarra funda „i>AÐ HAFA þegar verið haldnir 54 vinnustaðafundir hér í Keykjavík vegna kosn- inganna, en ætli þeir verði ekki komnir í um 80 þegar upp verður staðið,“ sagði Sveinn H. Skúlason, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. „Við fórum yfirleitt ekki á fámennari vinnustaði en 25—30 manna, en á sumum fundunum eru allt upp í 200 fundarmenn, eins og hjá Eimskipafélaginu inni við Sunda- höfn. Við /eiknum með að ná til 3000—4000 manns á þennan hátt,“ sagði Sveinn. Sveinn sagði, að 22 efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins færu á vinnustaðafundina. Einnig benti Sveinn á, að margs konar fundir væru í gangi auk vinnustaðafunda. Nefndi hann m.a. fundi með ýmsum félögum, t.d. Lionsmönnum, Kiwanis- mönnum, Fóstrufélaginu, íbúa- samtökum og fleira. Sveinn sagði, að því væri um mun fleiri fundi að ræða en vinnustaðafundina 80, og kvað hann fjölmarga hafa óskað eftir fundi með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar. Davíð Oddsson og Ingibjörg Rafnar á fjölmennum vinnustaðarfundi á Borgarspítalanum. Sigurjón Fjeldsted ræðir borgarmálin á fundi með starfsfólki Eimskipafélagsins. Bananar Leikiist Ólafur M. Jóhannesson BANANAR Höfundar: Rainer Hachfeld og Rainer Liicker Ljóðtextar: Volker Ludwig Hljómlist: Birger Heymann Þýðing: Jórunn Sigurðardóttir Þýðing Ijóða: Böðvar Guðmunds- son Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson Lýsing: David Walters Alþýðuleikhúsið All sjálfstæður hópur innan Alþýðuleikhússins, svokallaður „Pældíðí-hópur", hefur undan- farin misseri sýnt á sviði Hafn- arbíós og í skólum ýmis verk sem hafa þjóðfélagslega skír- skotun, oft kennsluleikrit með pólitísku eða siðferðilegu ívafi. Þannig var fyrsta verk hópsins, „Pældíðí", einskonar kennslu- leikrit á sviði kynferðismála og sömuleiðis „Sterkari en Súper- man“ sem fjallaði um þá erfið- leika sem mæta fötiuðu fólki hvunndags. Nú hafa þeir starfsmenn Alþýðuleikhússins sem skipa „Pældíðí-hópinn" tek- ið þá ákvörðun að gerast tals- niéiiB ákvöðinna sjónarmiða sem teljast verða hápóiitísk. Þftta hafa Alþýðuleikhússmenn gert með því að velja til sýningar leikritið „Banana" eftir þá Rain- er Hachfeld og Rainer Lúcker, en verkið fjallar um þann volaða skika jarðarinnar sem á landa- bréfi er merktur S-Ameríka. Er leikverki þessu einkum ætlað að fræða unglinga um þá ógn og vesöld sem ríkir á fyrrgreindu landsvæði. Vissulega er það staðreynd að í S-Ameríku ríkir slíkt ógnar- ástand að vart líkist öðru en því helvíti sem Dante lýsti í Divina Commedia. Má segja að svo til daglega dynji á manni fréttir af ógeðslegum morðum þar til skip- aðra dauðasveita sem virðast vinna verk sín af vísindalegri nákvæmni. Einstaka sinnum staldrar maður við frétt og frétt en venjulega líða þessar lýsingar gegnum frumskóg vitundarinn- ar. Þess vegna er ágætt að sjá á sviði ástandið sem ríkir á þessu landsvæði. Það er þá máski von að maður sendi svo sem hundr- aðkall í pósti til Amnesty Int- ernational eða steypi sér í ólaun- aðan sykurreyrskurð á ökrum Fidel Kastrós. Ég held ég velji fyrri kostinn eftir að hafa horft á skilgreiningu þeirra Rainer Hachfeld og Rainer Lucker á s-ameríska vítinu. Þeir félagar kunna nefnilega aðeins eina skýringu á volæði Suður- og Mið-Ameríkana: Ofríki auð- hringa. Er ofríkið slíkt að maður sér ekki mun á því og stjórn Fid- el Kastrós og félaga. Annars fannst mér forvitni- legt að fylgjast með viðbrögðum unglinganna sem fylltu bekki Hafnarbíós á annarri sýningu „Banana". Unglingarnir virtust sefjast mjög auðveldlega af þeirri tilfinningaspennu sem fylgdi atburðarásinni. Var greiniiegt að þeir upplifðu þarna leik kattarins að músinni. Mér varð hugsað til þess hvort þessir unglingar gerðu sér ljóst að hinn alvondi köttur sem þarna var teymdur með ginið opið er raun- ar það afl sem er þess valdandi að þau geta í dag etið ódýrari mat en forfeðurnir og hlustað á vasadiskó i frístundum. Eða eru ekki voldugir alþjóðlegir auð- hringir einir þess megnugir í krafti ódýrs vinnuafls og auð- linda Þriðja heimsins, mikils fjármagns og viðamikils dreif- ingarkerfis — að dreifa þeim sæg fjölbreyttra neysluvara sem gerir hið vestræna velferðarríki að veruleika? Ég er hræddur um að án hinna velskipulögðu al- þjóðlegu auðhringa væri bilið í dag milli ríkra og fátækra enn breiðara en það er á Vesturlönd- um. Hinar tiltölulega vönduðu fjöldaframleiddu neysluvörur frá verksmiðjum stóru auð- hringanna hafa þannig gert að veruleika „sósíalismann" þar sem miðstýringarkerfi þeirra Marx og Engels hefur leitt til vöru- skorts sem aftur bitnar harðast á þeim sem minnst mega sin. Á næstu árum munu svo auðhring- arnir taka í þjónustu sína sæg vélmenna sem koma í stað út- jaskaðra latínóa. Þá er þess að vænta að velferðarríkið verði einnig að veruleika i S-Ameríku, svo fremi sem Kastró-Brezhnev klíkan hefur ekki lamað þar efnahagslífið. Eins og sjá má hefur leik- gagnrýnandinn dvalið all lengi við efni nýjasta leikrits Alþýðu- leikhússins. Þetta er gert að ásettu ráði því eins og sagði í upphafi greinar eru „Bananar" „Pældíðí-hópsins" fyrst og fremst kennsluleikrit sem hverf- ist um hápólitiskan kjarna. Ef gagnrýnandinn greinir ekki fyrst þennan kjarna er umfjöll- un hans um hina leiklistarlegu hlið hjóm eitt. Ég álít til dæmis verkið ekki byggt kringum ákveðnar persónur, heldur eru persónurnar einskonar tákn- myndir er lýsa ákveðnu þjóð- félagsástandi. Hér skiptir því ekki máli „stjörnuleikur" heldur að leikarar nái að vinna saman að því að lýsa því samfé- lagsfyrirbrigði sem S-Ameríka er. Ég tel mig heppinn að hafa ekki í þetta sinn dæmt útfrá frumsýningu því á slíkri stund eru leikarar oft „nervös" og ná ekki að vinna mjúklega saman. Á annarri sýningu gerðist hins- vegar undrið, hver og einn naut sín innan hópsins og þar með tel ég ekki ástæðu til að gera upp á milli manna með því að draga þá útúr hópnum á verðlaunapall. Vil bara þakka þeim Sigfúsi Má Péturssyni, Margréti Ólafsdótt- ur, Thomasi Ahrens, Viðari Egg- ertssyni, Jórunni Sigurðardótt- ur, Ólafi Erni Thoroddsen, Gunnari Rafni Guðmundssyni og Birni Karlssyni fyrir notalega kvöldstund. Bríet Héðinsdóttir á þökk og heiður skilinn fyrir að samhæfa svo vel leikkraftana. Þýðingu Jórunnar Sigurðardótt- ur og Böðvars Guðmundssonar vil ég ekki leggja dóm á en lýsing David Walters var ómissandi þáttur hins framandi andrúms- lofts og leikmynd Grétars Reyn- issonar með þeim hætti að varla verður betur gert. Ég vona bara að þessi ágæta leiksýning hverfi ekki of fljótt af fjölunum. Ef hún hjálpar svo sem einu ungmenni frá því að rotna í s-amerískri dýflissu er hið launalausa starf „Pældíðí-hópsins" að fullu greitt. Ég vil enda þennan leik- dóm á því að benda á heimilis- fang þeirra samtaka sem hafa ef til vill opnað hvað flestar mann- legar rotþrær í S-Ameriku: Am- nesty International (íslands- deild, Hafnarstræti 15, pósthólf 7124, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.