Morgunblaðið - 27.06.1982, Page 48

Morgunblaðið - 27.06.1982, Page 48
Sími á ritstjórn og skrifstotu: 10100 ircggatilrifaftifr Síminn á afgreiðslunni er 83033 JHt»rj5itnI)Int»tí> SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 >■ jp- Breki og lóuunginn Um þessar mundir eru ungar mófuglanna að „taka fyrstu sporin" úr hreiðrum sínum og ástæða til að biðja fólk að fara varlega á bílum um mólönd, þvi það ber ekki mikið á hnoðrunum sem trítla oft ófleygir eftir vegunum. Drengurinn á myndinni, Breki, var á ferð um Skerjafjörðinn og rakst á lítinn lóuunga sem var i vandræðum. Sá litli hljóp ungann uppi og flutti hann í hóp systkina sinna, en strauk honum aðeins við kinn áður, í kveðjuskyni. I.jósmynd Mbl. Kagnar Axekwon Stjórnvöld gegn hækk- unum í Verðlagsráði VEKÐLAGSRÁÐ heimilaði hækkanir á öli og gosdrykkjum, smjörlíki, brauðum og flugfarmiðum innan- lands frá og með deginum í gær, eins og skýrt var frá í Mbl., en þá höfðu hækkunarbeiðnir frá nokkrum þess- ara aðila legið fyrir ráðinu í margar vikur án afgreiðslu. Sem dæmi um það má nefna, að hækkunarbeiðni vegna öls og gos- drykkja kom upp á borð ráðsins fyrir 6 vikum, en beiðnin hafði þá legið hjá Verðlagsstofnun um nokkra hríð. Þessi dráttur hefur komið sér mjög illa fyrir mörg fyrirtæki, en þess eru dæmi, að fyrirtæki hafi ekki fengið úrlausn mála sinna fyrr en eftir 2—3 mán- uði. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hafa stjórnvöld lagt mjög hart að Verðlagsráði að halda öllum hækk- unum í skefjum, a.m.k. fram yfir lausn yfirstandandi kjaradeilu ASÍ og VSÍ. Bæði hafa beiðnir legið lengi inni eins og áður sagði og hækkunarprósentunni hefur enn- fremur verið haldið niðri eins og kostur hefur verið hverju sinni. Góður humarafli og ýsuhrota í trollið „ÞAÐ hefur verið skrambi gott fiskirí hjá trollbátunum hérna að undanfornu og við erum alveg ánægðir með okkar hlut i hurnar- veiðinni. Þetta er svona rjátl, góð hundrað kíló í hali, en hjá trollbát- unum er þetta mest ýsa,“ sagði Lýður Ægisson, skipstjóri á Ófeigi III frá Vestmannaeyjum, í tal- stöðvarsamtali við Morgunblaðið í gær þar sem hann var á leið út frá Hornafírði, en þangað sóttu þeir ís. „Við höfum verið á Breiðamerk- urdýpinu og við Tvískerið og það er fallegur humarinn hérna, alveg ágætur," sagði Lýður, „aflinn hjá trollbátunum hefur hins vegar verið slikur að tveir humarbátar lögðu inn leyfin sín og fóru á fiski- troll og annar þeirra fékk 10 tonna hal í gær, þannig að það er líf og fjör í þessu og skemmtilegt að það skuli vera góðar fréttir frá okkur núna, því þetta mátti vissulega lagast. Annars er slegist um fleira en fiskinn, því það er mikill hörg- ull á ís á Hornafirði og einir 10 eða 12 bátar gátu ekki fengið ís- mola þar í gær. Veðrið er með slík- um ágætum hér að það minnir helst á Reykjavíkurtjörn og er það nú eitthvað annað en við áttum að venjast í vetur. Morgunblaðið reyndi að ná talstöðvarsambandi við togarana á Vestfjarðamiðum, en þeir svör- uðu ekki loftskeytastöðinni og sögðu loftskeytamenn að það væri gleggsta merkið um að þeir væru að fiska, enda höfðum við frétt af dágóðum afla togara á Vestfjarða- miðum. Miklar deilur innan Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur: Borgarmálaráð virðir að vettugi sam- þykkt aðalfundarins um hafnarstjórn MIKII. ólga ríkir nú innan Alþýðu- bandalagsfélags Keykjavíkur vegna kosningar Guðmundar Þ. Jónssonar í hafnarstjórn Keykjavíkur. Telja félag- ar í Alþýðubandalagsfélaginu að með því hafi verið sniðgengin samþykkt að- alfundar félagsins um að Dagsbrúnar- maður skuli sitja i hafnarstjórn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var það upphaflega sam- þykkt innan borgarmálaráðs Al- þýðubandalagsins með 9 atkvæðum gegn 4, að Guðmundur Þ. Jónsson skyldi eiga sæti í hafnarstjórn. Að- alfundur Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur setti þá ofan í við borg- armálaráð og samþykkti með 70 at- kvæðum gegn 1 að dagsbrúnarmað- ur skyldi sitja í hafnarstjórn, en 5 eða 7 sátu hjá. Hafði aðalfundinum þá borizt áskorun þess efnis frá um 30 félögum innan Dagsbrúnar. Borgarmálaráð tók málið síðan upp að nýju og virti þá samþykkt aðal- fundarins að vettugi með því að samþykkja með 10 atkvæðum gegn 7, en tveir sátu hjá, að 'þrátt fyrir allt skyldi Guðmundur Þ. Jónsson sitja í hafnarstjórn eins og raunin varð. Vegna þessa máls hefur Guð- mundur J. Guðmundsson, sem sæti hefur átt í hafnarstjórn um árabil, ritað grein, sem birtist í Morgun- blaðinu síðastliðinn föstudag og seg- ir hann þar meðal annars: „Þennan leik hugðist ég nú endurtaka. „Int- ellígensían" í flokknum (Alþýðu- bandalaginu, innskot Mbl.) hugðist nú leggja mig á nýju bragði. Þeir þorðu ekki að senda mann úr sínum hópi til höfuðs mér, heldur völdu til þess ungan mann, uppalinn norður á Ströndum, sem hefur um nokkurt árabil búið í Reykjavík og lengst af unnið við framleiðslu á pillunum „Hóstið ekki“ (ég áskil mér rétt til að hósta þegar mér sýnist). Þessi ungi maður hefur, að makleikum, hafist til áhrifa í sínu stéttarfélagi, auk þess að þykja efnilegur í flokkn- um. Svo efnilegur raunar, að segja mætti mér að hann yrði þar efni- legur til sjötugs. Þetta er vænn pilt- ur og vammlaus, og þótt hann rati ekki um höfnina, þá hefur hann næga greind til að þræða sig eftir því skýra korti, sem er í síma- skránni. Nú; ef allt um þrýtur eru hafnarverkamenn það hjartagóðir að þeir segja þeim skýrlega til vegar sem villur gengur þar um bakka." „Svartsýnt fólk flytur suður á bóginn“ — segir Alfreð Jónsson sem setið hefur 24 ár í hreppsnefnd Grimseyjar „SVAKID er nú eiginlega bæði já og nei. Auðvitað er það alltaf eitthvað sem maður saknar, en það er líka gott að vera sloppinn og reyna eitt- hvað nýtt,“ sagði Alfreð Jónsson frá- farandi oddviti í Grimsey, þegar Mbl. hafði samband við hann, en hann lætur nú af setu i hreppsnefnd eftir 24 ár. „Það er um að gera að veita yngri og duglegri mönnum tæk- ifæri til að spreyta sig.“ Aðspurður hvort yngri menn þyrftu nauðsynlega að vera lífmeiri, sagði hann að þeir ættu aii« ver* lífmeiri, ef allt væri með felldu. I Grímsey er kosning óhlutbund- in. „Hér eru allir í kjöri og enginn veit fyrr en seinni partinn á morg- un, hverjir koma til með að sitja í hreppsnefnd. Annars erum við yfirleitt með þeim fyrstu að koma með úrslit, oft búnir um hádegi. Þetta gengur fljótt fyrir sig, þegar fólk er samtaka. Það hefur verið mjög gott sam- starf hér í hreppsnefndinni, enda er það lífsspursmál fyrir svona lít- ið sveitarfélag, og sem betur fer eru engar horfur á að það breytist. Tíðarfar hefur verið afleitt. Þótt það hafi veriu ~CÍI vedur nokk.ra undanfarna daga, þá er lofthiu sáralítill, og þó það sé-afskaplega fallegt veður þegar horft er út um gluggann, þá breytist það fljótt þegar út er komið," sagði hann þegar hann var spurður um veður- farið. „Gæftir hafa verið sæmilegar, en aflinn heldur rýr. Menn eru nú að þrífa báta sína og búa þá á handfæri, eftir að hafa verið á net- um í vetur." Þegar Alfreð var spurður hvern- ig hljóðið væri í fólki, sagði hann: „Hér þrífst ekki nema bjartsýnt fólk. Svartsýnt fólk flytur suður á bóginn, svo hér eru menn bjartsýn- ir.“ Valdimar Örnólfsson Morgunleikfimin 25 ára í gær: „Yngri menn fái tækifæri aö spreyta sig“ „ÉG HEF verið með morgun- leikfímina í 25 ár; það má segja að silfurbrúðkaupið hafi verið haldið í gær. í tilefni afmælisins höfum við Magnús Pétursson ákveðið að draga okkur í hlé og gefa yngri mönnum tækifæri til þess að spreyta sig,“ sagði Valdi- mar Örnólfsson, í samtali við Mbl. en hann var þá staddur í skíðaskálanum í Hveradölum. Þar voru um 140 manns, þar af 80 á námskeiðum og um 30 manns komu um helgina til að renna sér á skíðum i blíðskap- arveðri. „Það er löngu tímabært að ég hætti; ég hef kvalið lands- menn í aldarfjórðung. Hins vegar er ég þess fullviss, að fólk mun sakna Magnúsar, hann er ómissandi," sagði Valdimar. Fyrsta kaup- skipið skráð í Vík 1 Mýrdal KAUPSKIPIÐ Keflavík var í gær skráö í Vík í Mýrdal og verður Vík heimahöfn þess. Eigandi Keflavíkur er skipa- félagið Víkur í Reykjavík og mun þetta fyrsta kaupskipið, sem skráð hefur verið í Vík í Mýrdal. Að sögn Einars Oddssonar, sýslumanns í Vík, en skipið var skráð á skrifstofu hans, mun það öruggt að þetta sé fyrsta skipið, sem skráð hefur verið með heimahöfn í Vík. Sagði hann að heimamönnum þætti þetta góður fyrirboði um að loksins fengist gerð höfn í Vík. Sömuleiðis væri það ánægjulegt að tilkoma þessa nýja skips væri sönnúfi þéSS, sð líf væri í flutningum til og frá landinu, en það væri nauðsynleg- ur þáttur sjálfstæðisbaráttunn- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.