Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 19 • Reykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum fóru fram um síöustu helgi. Jafnframt fór fram Norðurlandabik- arkeppni kvenna í frjálsum íþróttum. Margir frægir íþróttamenn og konur tóku þátt í mótinu. Á myndinni hér að ofan má sjá hina frægu hlaupadrottningu Norðmanna, Grete Waitz, í forystu í 1500 m hlaupinu. En í þeirri grein sigraði hún auðveldlega. Ragnheiður Ólafsdóttir er í fjórða sæti. Á bls. 23, 24 og 25 má finna frásagnir af mótinu. Ljósm. köge. Dómstóll KSÍ dæmdi Albert ólöglegan og staðfesti þar meo úrskuro dómstóls KRR „JÁ, ÞAÐ er rétt. Vid staðfestum dóm héraðsdómstóls KRR varðandi kæru ísfirðinga á Valsmenn, og dæmdum Albert Guðmur.dsson ólöglegan með Val,“ sagði Helgi V. Jónsson, sem sæti á í dómstól KSÍ, er Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Er þetta lokaniðurstaða málsins að sögn Helga og hafa Vals- arar því misst stigin tvö sem þeir fengu út úr viðureigninni við IBÍ. Kæra Knattspyrnufélags Akureyrar varðandi Albert, sem nokkrum sinn- um hefur verið frestað, verður tekin fyrir á Akureyri á morgun, og má búast við því að Valur tapi þeirri kæru einnig. Dagblaðið og Vísir skýrði frá því í gær að leikmannanefnd FIFA hefði ekki séð neitt athuga- vert við félagaskipti Alberts til Vals. Helgi sagði um þetta, að af- rit af telexi til FIFA, og svar frá þeim, hefði verið lagt fram í dómnum, „en þeirra mat byggist á öðru en hjá okkur. Þeir kanna bara skjöl milli viðkomandi knattspyrnusamtaka," sagði Helgi. Helgi sagði að i reglugerð KSÍ segði, að stjórn sambandsins verði að samþykkja félagaskipti leik- manna, „og það liggur alveg ljóst fyrir að stjórnin var ekki búin að samþykkja félagaskipti Alberts þegar leikirnir tveir fóru fram. Bandaríska knattspyrnusam- bandið setti þau skilyrði, að Al- bert yrði kominn aftur til Banda- ríkjanna fyrir einhvern vissan tíma, og ég held að KSÍ hafi ekki viljað samþykkja félagaskiptin vegna þessa," sagði Helgi. - SH. Heimsmet í 10 km kvenna BANDARÍSKA hlaupastimið Mary Decker-Tabb, sem sett hefur hvert metið af öðru i sumar, setti nýtt heimsmet í 10 km hlaupi kvenna í Eugene í Oregon-riki á laugardag. Hún hljóp á 31:35,3 mínútum og bætti heimsmetið um rúmar 40 sek- úndur, það var 32:17,19 og í eigu sovézku stúlkunnar Yelenu Sipat- ovu, sett í fyrra. Reyndar hljóp íslenzka stúlkan Lóa Ólafsson, sem búsett hefur verið alla sína tíð í Danmörku, á 31:45,04 mínútum 1978, en það met hlaut aldrei viðurkenningu, þar sem Lóa keppti móti körium. Decker-Tabb setti heimsmetið aðeins klukkustundum eftir að hún kom til sinna heima eftir keppnisferðalag í Evrópu, þar sem hún setti heimsmet í 3.000 metra hlaupi og míluhlaupi. Áður en hún hélt til Evrópu setti hún met í 5 km hlaupi í Eugene, sama vellin- um og hún setti 10 km metið á, Hayward-vellinum fræga. • Mary Decker-Tabb, sem sett hefur fjögur heimsmet í millivega- lengdum og langhlaupi í sumar. Janus hættir hjá F.Köln Janus Guðlaugsson sagði í spjalli við Morgunblaðið um helgina, að sýnt væri að hann léki ekki með Fortuna Köln í Þýskalandi næsta vetur. Janus sagði ekki komið á hrcint með hvaða liði hann kæmi til með að leika, en þau mál skýrðust á næstunni. Hann dvaldist i Köln í síðustu viku, ræddi við forráöamenn félagsins og æfði með liðinu. Fyrst byrjað er að segja frá knattspyrnumönnum okkar í Þýskalandi má geta þess, að Pétur Ormslev og Atli Eðvaldsson eru nú farnir utan að nýju eftir sumarleyfi, og byrjaðir að æfa af fullum krafti með félagi sínu, For- tuna Dusseldorf. Urðu þeir félagar fyrir því óláni að mæta of seint á fyrstu æfing- una, og voru sektaðir um 100 mörk hvor fyrir vikið. I Þýskalandi er greinilega dýrt að koma of seint í vinnuna! • Tom Watson, hinn snjalli golf- leikari frá Bandaríkjunum, sem hér horfir á eftir hvíta boltanum, tryggöi sér um helgina sigur í opna breska meistaramótinu. Er þaö annað stórmótiö sem hann vinnur á rúmum mánuöi. Watson hefur sigrað bæði á breska og bandaríska meistaramótinu í golfi í ár Sá fimmti í sögunni sem tekst að vinna það afrek BANDARÍK JAMADURINN Tom Watson sigraði á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk um helgina. Var þetta í fjórða sinn sem hann sigrar á mótinu, og við sigurinn varð hann fimmti golfleikar- inn í sögunni, sem vinnur bæði breska og bandaríska opna meistara- mótiö á sama árinu. Aðeins er um Bandaríska. Bobby Clampett frá Bandaríkj- unum haföi forystu á mótinu lengi vel og lék mjög vel tvo fyrstu hring- ina, á 67 og 66 höggum. Þriðja hring fór hann síðan á 78 höggum og missti forystu sína niöur í 1 högg fyrir síðasta hringinn. Annar fyrir lokaátökin var Nick Price frá Suður-Afríku, en Tom Watson, sem í lokin stóð sem sigurvegari, var fimmti, tveimur höggum á eftir Price. En eftir 72 holur hafði Watson notaö 284 högg, Nick Price og Peter Ossterhuis, Bretlandi, báöir 285. Price hafði forystu undir lokin en klúöraöi mikilvægum púttum á síðustu holunum og geröi fleiri „gloríur". Er hann átti fimm holur eftir hafði hann tveggja högga for- mánuður síðan hann sigraði á því skot á Watson. Watson kláraöi á 70. og munaði aðeins 1 höggi eftir holurnar 72 eins og áður kemur fram. Efstu menn í mótinu urðu þessir. Skor á hverjum hring er gefið upp og síðan samanlagður höggafjöldi. Tom Watson, Bandaríkjunum 69—71—74—70:284 Peter Oosterhuis, Bretlandi 74—67—74—70:285^ Nick Price, Suður-Afr]ku 69—69—74—73:285 Tom Purtzer, Bandaríkjunum 76—66—75—69:286 Nick Faldo, Bretlandi 73—73—71—69:286 Masahiro Koramoto, Japan 71—73—71—71:286 Des Smyth, írlandi 70—69—74—73:286 Fuzzi Zoeller, Bandaríkjunum 73— 71—73—70:287 Sandy Lyle, Bretlandi 74— 66—73—74:287 Jack Nicklaus, Bandaríkjunum 77—70—72—69:288 Bobby Clampett, Bandaríkj. 67—66—78—77:288 „Ég vorkenni Nick Price og Bobby Clampett,“ sagði Watson eftir keppnina. „Ég hef lent í þessu sama og þeir, og veit því hvernig þeim líður.“ Watson sagði eftir keppnina að hann hefði ekki unnið meö sama glæsibrag nú og á bandaríska mótinu fyrir mánuöi síðan. Þaö var mikiö rétt hjá honum. Þá sigraði hann með einu glæsilegasta skoti í sögu golfsins, frábæru afreki á 71. holu, sem nægöi til að sigra Nickl- aus. Nú færöi Price honum sigur- inn á silfurfati; „nú sigraöi hann með boltann í vasanum,“ eins og það var orðað, því hann haföi lokið keppni er Price klúðraði tækifæri sínu. „Ég bjóst ekki við að vinna,“ sagði Watson. „Ég hef aldrei sigr- að svona áður, að mér hafi bók- staflega verið réttur sigurinn. Ég hef grátið eftir keppni, þegar fór fyrir mér eins og Price og Clampett nú, og vel gæti ég trúiö að eins sé ástatt með þá nú. En þetta er nokkuð sem menn verða aö ganga í gegn um. Þetta gerði mig að miklu ákveðnari spilara, því ég gat ekki hugsað mér þessa líðan oftar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.