Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 46
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982
Fólk o g fréttir í máli og myr idum
• Já, nú fer að styttast í það að enska knattspyrnan hefjist á nýjan leik. En
sá galli er nú á gjöf Njarðar, að það eru oft svo helv... mikil Iseti á vellinum.
Alls kyns drasli er kastað og oft er bókstaflega stórhættulegt að mseta á
áhorfendapallana. Hvað á maður til bragðs að taka?
Jú, hann var ekki í vandræðum þessi höfðingi. Hann heldur með Cardiff
City og þeir áttu að leika gegn Man. United. Og þeirra áhangendur eru alltaf
með ólæti. Hann brá sér inn i gamla klæöaskápinn og fann hjálminn sinn frá
heimsstyrjöldinni síðari. Og með hann á höfðinu brá hann sér á völlinn. Ekki
fylgdi það sögunni, hvort hann hefði sloppið ómeiddur, en við skulum nú
vona það.
• l»essi glæsilegi hópur fimleikafólks, hélt utan fyrir skömmu og tekur hann þátt í alþjóðlegu fimleikamóti í Sviss.
• 'Mikið fjaðrafok varð á Spáni útaf slagsmálum sem áttu sér stað milli
enskra knattspyrnuáhugamanna og spánskra lögregluþjóna. A myndinni hér
til hliðar má sjá löggurnar lumbra á Englendingunum stuttu fyrir leik
Englands og Spánar í milliriðli HM. Kannst mönnum lögreglan hafa tekið
alltof strangt á „Tjöllunum" og voru þeir ávítaðir fyrir, af lögreglustjóra
landsins.
• Nei, það eru hvorki slöngur né
kviksyndi undir fótum þessara
kappa. Þetta er landslið Nýja-Sjá-
lands í rugby og hér eru þeir aö
framkvæma þeirra fræga heróp,
„Haka“, fyrir landsleik við Frakka á
Parc des Princes í París. Ekki fylgir
sögunni hvernig leikurinn fór, þann-
ig að við vitum ekki hvort herópið
virkaði að þessu sinni.
• Hann segist vera endanlega hættur að keppa i knattspyrnu.
Kappann þarf varla að kynna. Franz Beckenbauer starfaði sem
íþróttafréttamaður á HM-keppninni og lýsti meðal annars leikjum
fyrir útvarp og sjónvarp í V-Þýskalandi. Beckenbauer fékk him-
inháar greiðslur fyrir vikið. Enda er allt gert, sé aöeins nógu mikill
aur i boði. Keisarinn hefur nú undirritað samning við Warner
Brothers í Bandaríkjunum, en fyrir þá mun hann starfa næstu
fimm árin. Koma fram í auglýsingum, reka knattspyrnuskóla að
hluta til á sumrin og fleira í þeim dúr.