Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 35

Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 47 Reglur um utanferðir opínberra starfsmanna: Vonum að þessu fylgi sparnaður — segir Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri RÍKISSTJÓRNIN samþvkkti á fundi sínum í apríl sl. aö fela ráðu- neytisstjórum að auka eftirlit með utanlandsferðum opinberra starfs- manna. Framvegis mun þvi þriggja manna nefnd ráðuneytisstjóra fara yfir umsóknir áður en utanferðir eru samþykktar. Að sögn Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneyti, er hér um innan- hússstarfsreglur að ræða, ekki stjórnartíðindareglur. Áður en þessar reglur tóku gildi, 30. apríl sl., voru utanferðir þessar alfarið í höndum viðkom- andi ráðuneytis. Höskuldur Jóns- son sagði að hinar nýju reglur væru settar til að tryggja að sömu meginlínur giltu í afstöðu til utan- ferða manna. Þá sagði Höskuldur að von manna væri sú að sparnað- ur fylgdi í kjölfar þessarar nýju tiihögunar. Nauðsynlegt þætti að fá nákvæmari vitneskju um það hverjir færu utan og af hverju. Auglýsing Steina hf.: Tilefnið er al- menn lögbrot — í myndbandamálum, segir Jónatan Garðarsson „TILEFNI þessarar auglýsingar er einfaldlega þau almennu lögbrot, sem framin hafa verið í myndbanda- málum að undanförnu,“ sagði Jóna- tan Garðarsson, starfsmaöur Steina hf., er Mbl. spurði hann um tildrög þeirrar auglýsingar sem Mbl. birti frá fyrirtækinu sl. sunnudag. { aug- lýsingunni segir að af gefnu tilefni skuli tekið fram að myndbönd merkt fyrirtækinu Steinum, séu ein- göngu til heimilis- og einkanota, auk þess sé fjöiróldun á efni þeirra óheimil meö öllu. Ennfremur er þess getið að brot á framangreindu varði lögsókn fyrir almennum dómsstól- um. Jónatan Garðarsson kvaðst vona að til lögsókna þyrfti ekki að koma. Auglýsingunni væri einmitt ætlað að afstýra slíku. „Við von- um,“ sagði Jónatan, „að það takist að opna augu fólks og gera því fulla grein fyrir því hve alvarleg lögbrot af þessi tagi eru. Ólöglegar sýningar og fjölföldun mynd- bandaefnis eru stórmál sem lista- menn og aðrir víða um heim eru að vakna til vitundar um. Erlendis er talsverð hreyfing í þá átt að taka mun harðar á höfundarétt- arbrotum en verið hefur." Varnarliðsmenn: Aukin ásókn í leiguhúsnæði Á fundi bæjarstjórnar Keflavík- ur nýlega, kom fram fullyrðing þess efnis, að aukin ásókn varnar- liðsmanna væri í leiguíbúöir í Keflavík. í framhaldi af þessum umræðum samþykkti bæjarstjórn- in, að fundur yrði með utanríkis- ráðherra til að ræða þessa útleigu til varnarliðsmanna. Að sögn Steinþórs Júlíussonar bæjarstjóra í Keflavík, eru ekki til neinar tölfræðilegar upplýs- ingar um það, hversu margir varnarliðsmenn eru í leiguhús- næði í Keflavíkurbæ. Um tíma- bundna þörf gæti verið að ræða, þar sem verið væri að taka í gegn blokkir uppi á Velli. Undanfarið hefðu þeir verið sjálfum sér nóg- ir um húsnæði. En í framhaldi af þessum umræðum, yrði haldinn fundur með utanríkisráðherra, og hefði það verið samþykkt mótatkvæðalaust í bæjarstjórn. Bæjarstjórnin hefði ekki áhuga á að fá leigjendur, sem væru ekki skattborgarar. En varnarliðs- menn hefðu aldrei borgað skatt til bæjarins. n ISUZU PICKUP4WD Isuzu verksmiðjurnar eru heimsfrægar fyrir framleiðslu sína á pick-up bílum og þær njóta alþjóðlegrar viður- kenningar fyrir vinnuvéla- og vörubílagerð. Isuzu pick-up með drifi á öllum hjólum uppfyllir óskir hinna kröfuhörðustu og gerir enn betur. Isuzu pick-up hentar jafn vel sem flutningatæki og ferðabíll. Isuzu pick-up er laglegur, lipur og leggur lýgilega vel á. Isuzu pick-up hefuróhemju burðarþol og 4-hjóladrifiðgerir honum alla vegi færa. Isuzu pick-up vönduð vinnubifreið með aksturseiginleika, útlit og þægindi fólksbifreiðar. Komið og kynnið ykkur hvers vegna Isuzu pick-up nýtur heimsfrægðar. $ VÉLADEILD Ármiila3 f 38900 Komdu í IKEA eldhúsdeildina. Þar sýnum við þér nokkur dæmi um hvernig þitt eldhús gæti litið út. IIKEA eldhúsdeildinni fullvissar þú þig um að góðar og glæsilega hannaðar eldhúsinnréttingar kosta ekki lengur stórfé! IKEA HAGKAUP Skeifunm15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.