Morgunblaðið

Date
  • previous monthAugust 1982next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 33

Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 33 Ár aldraðra - I>órir S. Guöbergsson Vernd — virkni — vellíðan Tíðni slysa í heimahúsum eykst eftir því sem fólk eldist Þegar hugað er að undirbún- ingi efri áranna er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir ýmsum hættum sem geta leynst í heima- húsum. Rannsóknir á Norður- löndum sýna m.a. að tíðni slysa í heimahúsum eykst eftir því sem fólk eldist. Sum þessara slysa teljast þó ekki til meiriháttar slysa eins og t.d. minniháttar tognun, hvers- konar afrifur, minniháttar brunasár o.þ.u.l. Önnur slys geta verið mun al- varlegri eins og t.d. beinbrot, lærbeinsbrot og handleggsbrot. Oftast nær verða þó handleggir fyrir skakkaföllum þar sem við berum þá fyrir okkur um leið og við hrösum eða dettum. í raun virðist eldhúsið hættu- legasti staðurinn á heimilinu þó að fólk slasist líka í tröppum, á stigagöngum, í baðherbergjum o.s.frv. Húsmóðir (eða faðir) elur gjarna aldur sinn mikið í eldhúsi þar sem fjölskyldan kemur sam- an og þar sem hjónin á efri árum borða saman e.t.v. 4—5 sinnum á dag. Stundum þarf að standa uppi á stól eða í tröppu til þess að teygja sig eftir diskum og bollum, oft erum við með sjóð- andi heitt vatn, feiti eða kaffi og berum það frá eldhúsinu og þannig mætti lengi telja. Það er því rík ástæða til þess að hafa allan öryggisútbúnað í lagi í eldhúsinu og vera varkár á allan hátt. Farið gætilega — Varist slysin Flest slys meðal aldraðra eiga sér stað þegar fólk hrasar, renn- ur til eða dettur af einhverjum orsökum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þvi að við- bragðsflýtir okkar minnkar á efri árum, sjón daprast og heyrn skerðist og vald yfir ýmsum lík- amshlutum fer þverrandi. Við þurfum t.d. að gæta okkar á ákveðnum „gildrum" eins og t.d. 1. á hálum og sleipum gólfum 2. á lausum mottum og tepp- um 3. á þröskuldum 4. á baðkörum sem oft eru mjög hál 5. á lélegri birtu og lýsingu 6. á óhentugum húsgögnum. Afleiðing slysa er oft sú að hinn slasaði þarf að liggja rúm- fastur í lengri eða skemmri tíma og getur rúmlegan haft áhrif bæði á líkamlega og andlega líð- an sjúklings. Eftir dvöl á sjúkrahúsi eða hvíldarheimili er oft erfitt að koma heim, sérstaklega ef vistin hefur einkennst af aðgerðarleysi til hugar og handa. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að undir- strika mikilvægi þess að sjúkl- ingurinn stundi æfingar heima eftir vistina og haldi áfram að ná bata og styrkjast á allan hátt. Til þess að svo megi verða þurfa aðstæður að vera sæmilegar heima fyrir. Ég ætla að nefna fáein ráð sem e.t.v. geta orðið einhverjum að gagni: 1. Lausar mottur og teppi er unnt að festa með límbönd- um sem fást t.d. í teppabúð- um, bókabúðum og máln- ingarvöruverslunum og eru með lími báðum megin. 2. Þröskulda sem oft verða mönnum fjötur um fót er unnt að fjarlægja með litl- um tilkostnaði. Ef menn þurfa að nota hjólastóla, fá parkisonveiki eða lamast á einhvern hátt og verða hreyfihamlaðir er oft nauð- synlegt að fjarlægja þrösk- ulda og aðrar álíka hindr- anir. 3. Við baðker og salerni er unnt að festa lítil handföng eða handriði sem fólk getur stutt sig við — og gott er einnig að hafa stamar mottur á gólfinu. 4. Ef kjallari eða ris tilheyra íbúð er nauðsynlegt að hafa góða lýsingu og örugg handrið. 5. Forðist hál gólf, t.d. flísa- lögð baðherbergi með hál- um glerjungi eða bónaða stigaganga, eldhúsgólf o.fl. þ.h. LAUGARDALSVÖLLUR - AÐALLEIKVANGUR Islandsmotiö — 1. deild í kvöld kl. 8 leika ISLANDSMEISTARARNIR og Víkingur Allir þátttakendur í knatt- spyrnuskóla KR sem mæta í Vartabolnum fá frítt inn. Jbreifiitý -----T HÓTEL ÞJÓNUSTA SKÚLAGÖTU 30. SiMAR 1 23 88 & 2 3388 Komdu og horfðu á knattspyrnu með sveiflu. HÓPF€flÐflSKRIFSTOFflN UMFCflÐflRMIÐSTOÐINNI V/TIP.INGBRAUT - PEYKJAVÍK SIMAR: 2-VMlQ — 2*60 J5 'X ) tryggihgamiðstöðik p ./▼ V/ AOALSTRÆTI 6 - REYKJAVÍK Ofurkraftur — ótrúleg ending Það er KR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 168. tölublað (05.08.1982)
https://timarit.is/issue/118760

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

168. tölublað (05.08.1982)

Actions: