Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 35

Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 35 Frá vinstrí: Erna Gunnaradóttir, Erna Þórarinsdóttir og Eva Albertsdóttir. „Manstu eftir því“ Ný hljómplata Ernu, Evu og Ernu Veisluboð 1 Geithellnahreppi landnám íslands, sem vel mættu hafa varðveist og borist hingað. Af því sem hverju mannsbarni er kunnugt nefndi ég verkfræðiþekk- inguna sem er augljóslega á bak við byggingu pýramídanna í Eg- yptalandi, iðnaðarmannagildi Evrópu á miðöldum sem munu hafa búið yfir leyndri þekkingu á sviði byggingarlistar, og stein- hringana miklu í Bretlandi, sem mega vel vera vitnisburðir um ein- hvers konar stærðfræðiþekkingu og mér skilst að menn kunni litlar eða engar skýringar á. í Morgunblaðsgreininni bætir Einar raunar við einu atriðinu enn sem mér sýnist að styðji þessar athugasemdir mínar, en það er það sem hann nefnir markleiðirn- ar á Bretlandseyjum, og vel er hugsanlegt að geti bent til ein- hvers konar stærðfræðikunnáttu í líkingu við það sem hann byggir kenningar sínar á. En eins og ég nefndi í Tímagreininni þá hef ég enga sérfræðiþekkingu á þessum efnum. Af þeim sökum frábið ég mér að fjalla um þau á opinberum vettvangi, enda snérist áminnst grein mín fyrst og fremst um þá hlið kenninganna sem snýr að Njáls sögu, sem er á fræðasviði mínu. En ég vil undirstrika þá skoðun mína, sem ég setti fram í Tíma- greininni og svar Einars hefur þrátt fyrir allt ekki breytt, að ég tel fulla ástæðu til að vona að rannsóknir hans eigi eftir að verða til þess að auka við þekk- ingu okkar á íslenskri fornöld. Honum virðist, vinnuaðferða sinna vegna, hafa mistekist að ná sambandi við okkur íslenskufræð- ingana með kenningar sínar, en ég held þó að það gæti ekki orðið annað en til góðs og fræðunum til framdráttar ef þar tækist að gera breytingu á. Ég þykist nefnilega hafa séð grilla í ýmsa hluti í kenn- ingum hans, sem ég er alls ekki reiðubúinn til að fordæma að órannsökuðu máli, þótt Einari hafi samt ekki tekist, að því er Njálu varðar, að setja kenningar sínar þannig fram að þær sann- færi mig um að hún sé stærð- fræðilegt lykilverk. í því efni áskil ég mér allan rétt til að halda áfram að ieika hlutverk Tómasar postula, að minnsta kosti meðan heimildunum og röksemdunum er haldið leyndum fyrir mér. Stóru orðin Að lokum langar mig til að nefna eitt enn. í grein sinni notar Einar Pálsson talsvert mörg stór- yrði um persónu mína og Tíma- greinina. Hann segir mig stunda rógburð, vill væna mig um óheil- indi, segir mig slá sig undir belt- isstað, giskar á að ég sé að gera mér upp aulahátt, ég láti eins og hann sé fáráðlingur, ég geri barnalega og vitlausa athuga- semd, sýni honum ódrenglyndi, ég reyni að ómerkja persónu manns í stað þess að glíma við rök hans, og ég tali undir yfirskini sanngirni þótt ummæli mín flokkist frekar undir nið. I lokin spyrðir hann svo okkur dr. Gunnar Karlsson pró- fessor saman sem einhvers konar höfuðóvini þjóðarinnar á sviði ís- lenskra fræða. Varðandi síðast talda atriðið vill svo til að við dr. Gunnar Karlsson erum persónulegir kunn- ingjar, og mér er fullkunnugt að hann er orðinn einn af fremstu sagnfræðingum þjóðarinnar, svo að undan félagsskapnum við hann kvarta ég síður en svo. En varð- andi hin atriðin leyfi ég mér satt að segja að ganga út frá því sem vísu að okkur Einari Pálssyni hafi báðum verið innprentað það vand- lega í bernsku að orðbragð af þessu tagi væri ekki viðeigandi í samskiptum siðaðra manna. Ég er líka þeirrar skoðunar að í fræði- legri umræðu, þar sem nauðsyn- legt er að menn geti haldið uppi vitrænum skoðanaskiptum sín á milli, sé orðaval af þessari tegund ekki heilladrjúgt, ef menn á annað borð vilja í alvöru vinna saman að framgangi fræða sem þeir allir unna. Þess vegna vona ég að mér verði ekki lagt það út til ofmetn- aðar, þótt mér finnist í rauninni að Einar Pálsson skuldi mér af- sökunarbeiðni. Eða er það ekki? Þrjár akureyrskar stúlkur, Erna Gunnarsdóttir, Eva Albertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir, hafa sungið inn á stóra hljómplötu, sem nýlega kom út hjá SG-hljómplötum. Ekkert hefir verið til sparað að gera plötuna eins vel úr garði og nokkur kostur var. Erna, Eva og Erna sungu með Ómari Ragnarssyni inn á plötuna Fugladansinn, sem kom út hjá SG-hljómplötum fyrir jólin í vetur og varð mjög vinsæl. Á nýju plöt- unni eru 11 lög, þar af 9 erlend en með íslenskum textum, en tvö ís- lensk, „Undur er það“ eftir Jóhann G. Jóhannsson með texta eftir Birgi Svan, og „Manstu eftir því?“ eftir Magnús Kjartansson, bæði lag og Ijóð. Textahöfundar eru auk þess Jón Sigurðsson, Iðunn Steinsdóttir, Þrándur Thor- oddssen, Ólafur Gaukur og Krist- ján Hreinsmögur. Magnús Kjartansson sá um hljómborðsleik, útsetti alla tón- list, valdi hljóðfæraleikara og hafði yfirumsjón með hljóðritun og hljómblöndun. Hljóðfæraleik- arar auk hans eru Pálmi Gunn- arsson, Gunnlaugur Briem, Björn Thoroddsen, Þórður Árnason, Björn Thorarensen og Kristinn Svavarsson. Hljóðritun söngs og undirleiks fór fram í Hljóðrita hf., en hljóðritun strengja- og blást- Stuttljóð eftir dr. Svein Berg- sveinsson DR. SVEINN Bergsveinsson hefur gefið út Ijóðabókina „Stuttljóð" og samkvæmt lýsingu höfundar er um að reða „smáljóð, heimspekileg og húmor, sem ekki ættu að bana nein- um við lesturinn, þau eiga heldur að upplífga menn.“ Sum Ijóðanna hafa áður birzt i tímaritinu „Spegillinn“, sem Sveinn tengdist á árunum 1945—1953. Meðal samstarfsmanna hans þar var Halldór Pétursson og myndskreytti hann bæði Ijóð og greinar sem birtust eftir Svein. Nokkrar af teikningum Halldórs fylgja Ijóðum Sveins i Stuttljóðum. Að sögn Sveins hefur danski þúsund- þjalasmiðurinn Piet Hein haft sfn áhrif á stuttljóðin. Dr. Sveinn Bergsveinsson fædd- ist að Aratungu í Hrófbergshreppi í Strandasýslu árið 1907. Hann varð stúdent árið 1932 og hóf þá nám í Háskóla íslands. Sveinn lauk prófi í norrænum fræðum árið 1936 og stundaði framhaldsnám í Berlín og Kaupmannahöfn. Sveinn skrif- aði doktorsritgerð um íslenzka setningarhljóðfræði og hlaut doktorsnafnbót árið 1941. Starfaði um árabil hérlendis, en var boðin staða við háskólann í Berlín og starfaði þar fyrst sem lektor, en frá 1961 sem yfirprófessor við norrænudeildina. Sveinn býr nú f A-Berlín. urshljóðfæra fór fram í Nova Suite Studio í Lundúnum, og ann- ast hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit Lundúna þann hljóð- færaleik. Þær útsetningar eru eftir Del Newman og Mike McNaught, sem báðir eru kunnir útsetjarar, einkum Del Newman, sem útsett hefir tónlist á margar plötur, sem náð hafa metsölu í Evrópu og Ameríku. Erna, Eva og Erna hönnuðu sjálfar plötuumslagið, Studio 28 tók myndir og Prisma prentaði. Sv.P. Eftir Kari Sigurgeirs- son, Melrakkanesi Nú hefur kjörstjórn boðað upp- talningu atkvæða til sýslunefndar og hreppsnefndar 5. ágúst klukkan 16.00. Áð þessu sinni er talið óhætt að kjósendur séu viðstaddir, enda sýslumaður boðsgestur líka. Kærendum hefur ekki enn bor- ist úrskurður sýslunefndar, en samt hefur sýslumaður látið boða upptalningu atkvæða. Samkvæmt 15. grein laga um sveitarstjórnar- kosningar hafa kærendur rétt til að áfrýja úrskurði sýslunefndar til félagsmálaráðuneytis. Er sýslunefnd (sýslumaður) með þessu að reyna að svipta kærendur rétti sínum til áfrýjunar? Annað eins hefur nú komið frá þeim herbúðum. Kæra okkar vegna sýslunefndarkosninga ’79 var aldrei úrskurðuð. En ekki stóð á úrskurði, þegar þeir kærðu kosn- inguna ’78. Er nema von að menn spyrji, hvort ekki sé sama Jón eða séra Jón. Drepum nú aðeins á skollaleik hreppsnefndar. í fundargerð hreppsnefndar 21. júlí telur meiri- hluti hreppsnefndar ekki óeðlilegt að talið verði upp, þar sem at- kvæði féllu svo jafnt. Með auglýs- ingu um endurtalningu viðurkenn- ir meirihluti hreppsnefndar (sem jafnframt er meirihluti kjör- stjórnar) að brotið hafi verið á kjósendum á kjörstað. Hvers vegna gekk meirihluti hrepps- nefndar ekki hreint til verks og úrskurðaði kosninguna ógilda? Það er auðvitað vegna þess að kjörstjórn er hreppsnefnd og dæmir ekki verk sín ólögleg. Þess vegna teljum við algjörlega óhæft að hreppsnefnd skipi sjálfa sig í kjörstjórn. Tilhæfulausar ásakanir for- manns kjörstjórnar, Guðmundar Björnssonar, í Morgunblaðinu 16. júlí um ólæti á kjörstað, eigi ekki við rök að styðjast. Hvar voru þessi ólæti? Þau voru ekki utan dyra. Þau hljóta þá að hafa orðið til inni hjá kjörstjórn. Ragnar Eiðsson oddviti lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu 24. júlí, að hér hafi ekki verið talið fyrir opnu húsi fyrr en ’78 og ’79. Ekki er sannleikurinn í hávegum hafður hjá honum. Fyrrverandi kjör- stjórnarmenn segja að það hafi aldrei verið lokað hús við talningu. Kærunni hefur verið áfrýjað til félagsmálaráðuneytis, en hefur ekki verið úrskurðuð þar ennþá. Hvað meinar hreppsnefnd með því að þrýsta í gegn upptalningu áður en ráðuneytið hefur úrskurðað í málinu? Heldur hún ef til vill að þessi skollaleikur hafi áhrif á úr- skurð ráðuneytis? Karl Sigurgeirsson Melrakkanesi SMITWELD seturgædín áoddinn Rafsuðuvír- RafsuÖuvélar Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. í yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu er frá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. SINDRA Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. Seljum einnig: SMITWELD RAFSUÐUVÉLAR OG ÁHÖLD SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI ÞVÍ EKKI AÐ REYNA? STALHE PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.