Morgunblaðið - 05.08.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982
ntmmn
/ Kanr'/sag^i hún-,/Eg oii giPtast f>-kr ,
p^ringanna vegtnA" Og ui’<^ höfum buio
áaimaia * Lukkuniaar ueistarvdi siöam ''
Með
morgunkaffinu
Nei, ég er ekki að biðja um launa-
hækkun heldur bara einn og einn
lélagsmálapakka svona öðru
hvoru?
HÖGNI HREKKVÍSI
„Ekkert verk Halldórs Laxness verður framar látið liggja milli hluta. Hvort sem sumum finnst ýmis þeirra grynnka
við „pólitískan ofsa“ (Jakob F. Ásgeirsson) eða dýpka við „kristna þjáningardulhyggju platónsk-ágústínskrar
guðfræði“ (sr. Gunnar Kristjánsson) — þá geta lesendur og áhorfendur verið vissir um að nóbelsskáldið okkar
kristallar ævinlega einhverja mannlega sögu eða mannleg viðhorf á þann hátt, að sársaukinn, ef einhver verður,
kemur til af góðu. Því skáldið er að sýna okkur mannkynið, sem það þekkir.“
Skáldið er að sýna
okkur mannkynið,
sem það þekkir
Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri
hjá Leikfélagi Akureyrar, skrifar í
Stykkishólmi 29. júlí:
„Vinsæli Velvakandi.
11. júlí síðastliðinn birtist í
Morgunblaðinu grein eftir röskan
blaðamann, Jakob F. Ásgeirsson,
undir fyrirsögninni „Atómstöðin
og Keflavíkurmálið". Af orðum
hans í inngangi má ráða, að
kveikjan að samanburði þessum
hafi meðal annars verið sú, að
fyrir dyrum standi að kvikmynda
skáldsöguna. Skrif hans hafa síð-
an dregið svolítinn dilk á eftir sér
í dálkum þínum, sem að líkum
lætur, því að flest verk Halldórs
Laxness hafa þann brodd eða þá
dýpot, að menn sperra eyrun og
endurmeta sitt af hverju, þegar
þau eru „opnuð“ almenningi betur
með upplýsandi umfjöllun og
greiningu. Og mun það víst vera
reyndin um verk skáldsnillinga
fyrr og síðar.
Leikfélag Akureyrar hefur
ákveðið að hefja leikárið á hausti
komanda með nýrri leikgerð „At-
ómstöðvarinnar", sem víðkunnur
leikhúsmaður vinnur nú að. Vand-
að verður til sýningarinnar á allan
hátt eins og vonlegt er á afmælis-
ári. Nú kann svo að fara, að ýmsir
muni aðeins sjá þar „Keflavíkur-
samninginn 1946“ og jarðarför
þjóðernishugsjónarinnar, — og
kannski eins og Jakob virðist
óttast, í falsaðri og skrumskældri
mynd. Aðrir munu þó ef til vill
fyrst og fremst sjá „leit söguhetj-
unnar (Uglu) að frelsi og sjálf-
stæðri tilveru“ (Hermann Páls-
son). Og sumir munu örugglega
fara annað og víðar, hugsa um
„það stríð, sem háð er í hvers
manns hug“ (Kristinn E. Andrés-
son) eða hugleiða stöðu alþjóða-
stjórnmála núna. Og enn aðrir
munu hugsanlega finna í verkinu
þá þræði sem eftir er að rekja og
greina.
Árið 1972 var frumsýnd eldri
leikgerð Sveins Einarssonar og
Þorsteins Gunnarssonar af „At-
ómstöðinni“, sem síðan birtist á
þú rÆGÐ ElTT SIMTAL."
Þessir hringdu . . .
Hildur Bjarnadótt-
ir verði tilnefnd
fréttamaður ársins
Bergljót Ingólfsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar að koma á framfæri þeirri
tiilögu að Hildur Bjarnadóttir,
fréttamaður útvarps, verði til-
nefnd férttamaður ársins og þar
með þakkað fyrir óvenjulega og
bráðfyndna frásögn af frétta-
mannafundi með sendinefndar-
mönnum frá æðsta ráði Sovétríkj-
anna í kvöldfréttum föstudaginn
Hildur Bjarnadóttir
30. júlí sl. Það er ekki oft sem
hægt er að skellihlæja að slíkum
frásögnum og jafnvel fá vitneskju
um það sem ósagt var látið, eins
og gerðist í fyrrnefndum frétta-
tíma. Þessi frásögn er vel þess
virði, að hún verði endurtekin,
helst í útvarpinu, svo að frásagn-
armáti Hildar nyti stn, en að öðr-
um kosti á prenti.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lescndur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvKðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.