Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 172. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Árásir ísraela á Líbanon harðna í bráð og vísi því harðlega á bug að hafa verið þar að verki. Þessari skoðun til stuðnings er á það bent að það sé yfirlýst og ófrávíkjanleg stefna stjórnar Begins að PLO beri ábyrgð á öllum hryðjuverkum sem stefnt sé gegn Gyðingum, hvar sem er í veröldinni. Vestrænir diplómatar í Beirút fullyrtu í dag að þrátt fyrir ákafar tilraunir Habibs, sáttasemjara Bandaríkjaforseta, til að koma á samkomulagi um brottflutning PLO-manna frá Beirút séu engar líkur á því að honum verði ágengt í bráð. Virðist nú helzt sem ísrael- ar leggi megináherzlu á að þvinga PLO-menn til skilyrðislausrar uppgjafar með því að beita þá sí- vaxandi harðneskju með vopna- valdi. Bandaríska tímaritið Newsweek birtir í dag niðurstöðu skoðana- könnunar sem bendir til þess að 60% Bandaríkjamanna séu mót- fallnir innrás Israela í Líbanon og að 43% séu þeirrar skoðunar að hernaðaraðstoð við ísrael verði hætt. Nær helmingur virðist því fylgjandi að Bandaríkjastjórn ræði við leiðtoga PLO milliliða- laust, á meðan 42% virðast því mótfallin. Ítalía: KD vilja Spadolini aftur í forsæti Kom, 9. ágú.st. Al'. LEIÐTOGAR kristilegra demó- krata lögðu í dag til að Giovanni Spadolini, sem baðst lausnar fyrir stjórn sína á laugardaginn var, yrði falið að mynda ríkis- stjórn á Ítalíu. Spadolini er úr Lýðveldisflokknum, en um leið og kristilegir demókratar vott- uðu honum stuðning í viðræðum við Pertini forseta Ítalíu létu þeir í Ijós andstöðu við að efnt yrði til nýrra kosninga á næst- unni, en tvö ár eru enn eftir af kjörtimabili þingsins. Samsteypustjórn Spadolinis féll þegar sósíalistar hættu stuðningi við hana er frumvarp um olíuskatt hlaut ekki brautargengi. í fráfar- andi stjórn Spadolinis voru kristi- legir demókratar, sósíalistar, sósí- aldemókratar, frjálslyndir og lýð- veldissinnar. Ráðherrar sósíalista hafa sakað kristilega demókrata um að styðja olíuskattafrumvarp- ið í orði en greiða svo atkvæði gegn því í leynilegri atkvæða- greiðslu á þingi. Búizt er við því að Pertini ljúki könnunarviðræðum sínum við stjórnmálaleiðtoga á fimmtudag og tilkynni þá hverjum hann feli stjórnarmyndun. — ekki útlit fyrir diplómatíska lausn Beirúl, 9. águ.st. AP. ÍSRAELAR gerðu í dag einhverjar hörðustu og langvinnustu loftárásir sínar á Líbanon síðan þeir gerðu innrás i landið fyrir átta vikum. Meðan á loftárásunum stóð héldu ísraelsk herskip, skriðdrekar og stórskotalið uppi linnulítilli skothríð úr öllum áttum á bækistöðvar skæruliða PLO og Sýrlendinga. Víða gusu upp miklir eldar í Beirút og í fjöllunum í kring. Fréttamenn AP á staðnum segja að viðnám PLO-manna með eldflaugum hafi verið miklu slak- ara nú en að undanförnu. Loftár- ásirnar gerðu ísraelsmenn í tveimur atrennum. Sú fyrri, á stöðvar Sýrlendinga í fjalllendi, stóð í tvær klukkustundir, en hin síðari, á Beirút, stóð í þrjár klukkustundir. I Beirút eru ýmsir þeirrar skoðunar að þessar óvenjuhörðu árásir séu ætlaðar sem hefnd fyrir árásina í París í morgun þar sem sex manns létu lífið og tugir særðust, enda þótt PLO hafi fordæmt ofbeldisverkið Þannig var aðkoman þegar björgun armenn komu i vettvang. París: AP-.símamynd. Óvíst hverjir stóðu að baki árásinni þar sem sex létust París, 9. ájfútrt. AP. FRÉTTASTOFUR í Parísarborg hafa tekið við símaboðum frá „Direct act- ion“, sem lögreglan telur fámennan hóp vinstri sinnaðra franskra öfgasinna, þar sem ýmist er sagt að hópurinn sé valdur að skotárásinni miklu í morgun, þar sem sex manns létu lífið og 22 særðust, eða að hann eigi þar engan hlut að máli. Parísarlögreglan telur sig ekki hafa í höndum neinar sannanir sem bent geti til þess, hverjir hafi verið hér að verki. Eftir því sem næst verður komizt, voru árásarmennirnir, sem ruddust inn í þekktasta veitingahús Gyðinga i fjórða hverfi Parísarborgar, tveir að tölu, en rétt hjá staðnum biðu þeirra tveir eða þrir vitorðsmenn í hvítum bíl, sem ók á brott með miklum hraða þegar ódæðið var um garð gengið. í þessum borgarhluta eru íbúar langflestir af Gyðingaættum. Þetta er í fjórða sinn á viku sem ofbeldis- verk eru unnin í þessu hverfi, en af Bandaríkja- dalur slær met Lundúnum, 9. ágúst. AP. Bandaríkjadalur hefur aldrei staðið betur gagnvart mörgum helztu gjaldmiðlum, svo sem franska frankanum og itölsku lír- unni, og gagnvart sterlingspundi hefur dalurinn ekki staðið betur í nærri sex ár. Vaxtahækkun í Kandaríkjunum, ásamt 900 millj- óna dala óvæntri aukningu i vara- sjóði Bandaríkjanna sem tilkynnt var um á föstudaginn, veldur þessari hækkun, en i Evrópu er því spáð að afleiðingin verði m.a. hækkun á oliu og benzini. Bandarískir ferðamenn í Evr- ópu hafa skyndilega yfir mun vænni sjóðum að ráða en áður og verður víða vart aukinnar kaupgleði þeirra. Samtímis gengishækkun dalsins hefur gullverð snarlækkað og þegar markaði var lokað í Lundúnum í dag stóð gullúnsan í 336,50 en við lokun á föstudaginn var verð á únsunni 346,25. Þegar lokað var í Lundúnum var bandaríkjadalur skráður á 7,02 franska franka, 2,15 svissneska franka, 2,52 v-þýsk mörk, 262,90 yen og sterlingspund skráðist á 1,69. þeim hefur ekki hlotizt manntjón fyrr en í dag. í fyrstu þrjú skiptin lýsti „Direct action" ábyrgð á hend- ur sér, en lögreglan segir þennan hóp hafa fyrst látið á sér kræla fyrir þremur árum. Um leið og ljóst var hvað gerzt hafði í fjórða hverfi í dag, gaf tals- maður PLO-samtakanna í París út yfirlýsingu, þar sem árásin er harð- lega fordæmd og hörmuð örlög hinna saklausu fórnarlamba. Af hálfu ísraelska sendiráðsins í borg- inni sagði, að enda þótt ekki liggi fyrir hverjir standi á bak við glæp- inn, sé þó víst að þeir séu þátttak- endur í hinni alþjóðlegu hryðju- verkastarfsemi sem PLO-samtökin hafi ævinlega verið kveikjan að. Þau sem létu lífið i skotárásinni voru þrjár konur og þrír karlar, þar af einn óeinkennisklæddur lögreglu- maður. Þegar lögreglulið kom á vettvang og hryðjuverkamennirnir voru á bak og burt, létu íbúar hverf- isins í ljós mikla reiði í garð lögregl- unnar fyrir að hafa ekki tryggt ör- yggi í hverfinu, og þegar Mitterand forseti kom ásamt Deferre innan- ríkisráðherra, til að vera við minn- ingarathöfn í samkomuhúsi, gerði mannfjöldi hróp að þeim og brigzl- aði Mitterand m.a. um svik. Sjúkrabílar og lögreglubílar fyrir utan veitingastaðinn þar sem kúlnaregn úr vélbyssum hinna óþekktu árásarmanna lagði að velli sex manns og særði 22 í gærmorgun. AP-símunynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.