Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
3
Einn gestanna á Hótel Sögu heilsar Onnu meö miklum virkt-
um, en þessi sjón var algeng í samkvæminu.
Anna Cronin sæmd
Riddarakrossinum
ANNA Corin er mörgum íslend-
ingum aó góðu kunn sem þurft
hafa að fara til Knglands í
hjartaaðgerðir. Hún hefur veitt
hæði aðstandendum og sjúkling-
um margs konar fyrirgreiðslu og
í sumum tilfellum opnað heimili
sitt í London fyrir þá sem á því
hafa þurft að halda.
Sl. laugardag var Anna
sæmd Riddarakrossinum fyrir
störf sín í þágu þessa fólks.
Svo skemmtilega vildi til að
sama dag var henni haldið hóf
að Hótel Sögu þar sem að-
standendur og sjúklingar
fengu tækifæri til að þakka
henni góð störf. Hófið sóttu
um 200 manns á öllum aldri
víðsvegar að, af landinu.
Ráðningar í kennarastöður:
jr
Astandið er betra
en undanfarin ár
RÁÐNINGAR í kennarastöður við
grunnskóla fyrir næsta skólaár
hafa gengið óvenju vel, að sögn
Sigurðar Helgasonar, deildar-
stjóra í menntamálaráðuneytinu.
Nú er eftir að ráða í um 60
stöður og þar af eru sennilega
umsækjendur um helminginn,
þó umsóknir þeirra hafi ekki
enn borist menntamálaráðu-
neytinu frá skólanefndum víðs-
vegar um land. Eins og staðan
er í dag vantar því að líkindum
ekki nema 20—30 manns, til að
ráðið sé í allar kennarastöður
við grunnskóla fyrir næsta
skólaár, og hefur ástandið í
þessum málum undanfarin ár
ekki verið jafn gott. Þær stöður
sem eftir er að ráða í eru allar
úti á landi, því biðlistar eru eftir
kennarastöðum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. Hlutfall réttinda-
lausra kennara fer stöðugt
minnkandi. Síðastliðinn vetur
voru 82,3% kennara við
grunnskóla með full réttindi, en
til samanburðar má geta þess,
að skólaárið 1977—78 var hlut-
failið 74,7%.
Nýja Suðurlandið í Akraneshöfn
Mynd Árni S. Árnnson.
Nýtt Suðurland
NESSKIP H/F hefur eignast nýtt
Suðurland í stað þess sem fórst
við Færeyjar 25. mars í vetur.
Skipið er 999 brúttórúmlestir
að stærð, með 2.500 tonna
burðargetu. Lestarrými er 164
þúsund kúpikfet og skipið er bú-
ið gámafestingum og getur tekið
120 tuttugu feta gáma í einu.
Það er með kælingu í lestum og
lestarlúga er ein, 52x10,2 metrar
að stærð, jafnstór lestinni. Skip-
ið er búið tveim krönum af Hag-
lund-gerð, með 12 tonna lyfti-
getu hvor. Það er smíðað 1972,
hjá Jjsietaswerft í Hamborg.
Kaupverðið var 6,5 milljónir
þýskra marka. Skipið var afhent
27. maí í Bremerhaven og var
byrjað á að breyta því, setja
kælingu í lestir og annað slíkt,
en skipið var einkum keypt með
saltfiskflutninga í huga, að sögn
Más Gunnarssonar rekstrar-
stjóra Nesskips h/f. Það kom
hingað til lands á laugardaginn
var, með gjallfarm fyrir Sem-
entsverksmiðjuna á Akranesi og
var það í annað skipti sem það
kom til landsins, en það kom
hingað fyrst seinnipartinn í júní
og lestaði saltfisk á Austfjarða-
höfnum, sem það flutti til
Bilbao á Spáni. Nesskip h/f á
auk Suðurlandsins, skipin Akra-
nes, Selnes, Isnes og Vesturland.
Finlayson
bómullarvörur
fyrirliggjandi í miklu
úrvali
—
• Lakaléreft t Handklæði einlit og munstruð í
• Satín sængurfatnaður stæröum:
t Dúkaefni 30x30 50x50
t Sloppar 100% cottorT 50x70 50x100
t Sloppaefni 67% cotton, 33% pol. t Grillhanskar 70x135 80x180
t Pottaleppar t Dúkar í mðrgum stærðum
t Sængurverasett t Svuntur t Diskamottur
^ -d
Friðrik Bertelsson hf.
Heildverslun, Síöumúla 23,
sími 86266 og 86260.
TEPPAVERSLUN FRIDRIKS BERTELSEN
Fjölbreytt úrval ull og gerviefni, breidd 4.00 m
100% Teflon varinn þróður, öll Gram-teppi em
hver þráður heldur frá sér af-rafmögnuð
óhreinindum
TEPPAVERSLUN
FRIDRIKS BERTELSEN
Ármúla 7 Símar 86266 og 86260