Morgunblaðið - 10.08.1982, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÍTST 1982
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar:
jt
„Arlega dregið úr rekstri
Landhelgisgæslunnara
EINS OG fram hefur komið í Morg-
unblaðinu samþykkti aðalfundur
Sjómannafélags Reykjavíkur harð-
orða ályktun um málefni Landhelg-
isgæslunnar. Aðalfundurinn lýsti
m.a. undrun sinni yfir þvi vitaverða
skilningsleysi sem núverandi stjórn-
völd hafi á gildi öflugrar landhelg-
isgæslu fyrir ey- og fiskveiðiþjóð
sem ísland væri. í tilefni þessarar
ályktunar hafði Mbl. samband við
Gunnar Bergsteinsson, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, og lagði fyrir
hann nokkrar spurningar.
— Hefur skilningsleysi núver-
andi stjórnvalda á málefnum
©
INNLENT
Landhelgisgæslunnar verið meira
en fyrri stjórnvalda?
„Það held ég nú ekki, þetta hef-
ur verið þróun allt frá því 1975, að
lokið var útfærslu í 200 mílur. Síð-
an hefur verið dregið árlega úr
rekstri Landhelgisgæslunnar."
— Finnst þér ástandið vera í
lagi eins og það er nú?
„Nei, ég er að vonast til að við
réttum við, förum að rísa upp úr
dalnum á ný. Mér skilst að það sé
skilningur stjórnvalda fyrir því,
en hvað tekst, það er undir fjár-
veitingarvaldinu komið."
— í ályktun Sjómannfélagsins
segir að ekki hafi fengist olía á
varðskipin, er það rétt?
„Það er ekki rétt, hins vegar
skilst mér að það hafi verið eitt-
hvað rætt um þetta fyrir um ári
síðan, en það var fyrir mína tíð í
þessu starfi. Það hafa engin vand-
ræði verið með að fá olíu á skipin
síðan ég tók við.“
— Hefur meirihluti varðskip-
anna verið í höfn síðan 1978, eins
og segir í ályktun Sjómannafé-
lagsins?
„Ég þori ekki að fullyrða um
það, en eins og ég sagði áðan hefur
þróunin orðið sú að það hefur ver-
ið dregið úr rekstrinum ár frá
ári.“
— Það mat sjómannanna að
halda þurfi úti 4 varðskipum er
það rétt að þínu mati?
„Já, ég tel það, sérstaklega yfir
vertíðina. Okkur ber að aðstoða
fiskiskipaflotann eftir því sem
þarf á að halda. Eftir því sem við
höfum færri skip þá verður lengra
í varðskip sem getur veitt aðstoð.
Tryggingafélögin hafa gert út
Goðann í þessu skyni en það hefur
verið dregið úr rekstri hans, þess
vegna má búast við þrýstingi á að
varðskipin sinni ennfremur slík-
um störfum."
— Eru eftirlitsmenn Hafrann-
sóknarstofnunarinnar betur
komnir um borð í varðskipunum
en fiskiskipunum sjálfum?
„Þetta atriði hefur verið rætt
við Sjávarútvegsráðuneytið og
Hafrannsóknarstofnunina og við
höfum þegar gert þetta. Þeir hafa
verið tímabundið um borð í okkar
skipum og við höfum fært þá á
milli skipa. Þetta er því nú þegar í
gangi. Núna í augnablikinu er t.d.
eftirlitsmaður um borð í einu
varðskipanna."
— Dómsmálaráðherra sagði í
samtali við Mbl. á laugardaginn
að nú væri visst millibilsástand í
málefnum Landhelgisgæslunnar
og nefnd væri starfandi við að
skoða þessi mál, hvað vilt þú segja
um þetta?
„Þetta er þingkjörin nefnd sem
var falið að gera tillögur um efl-
ingu Landhelgisgæslunnar, þann-
ig að við verðum að álykta að
stjórnvöld og Alþingi hafi skilning
á því að það þurfi einhverja
endurbót á þessum málum."
I
■ já
Hínir þrír nývigðu guðfræðingar. Gísli Gunnarsson, Hreinn Hákonar-
son og Önundur Björnsson. Ljósm. Mbl. kee
Þrír guðfræðingar vígðir
Á sunnudaginn voru 3 guðfræð-
ingar vígðir af biskupi íslands.
Voru það þeir Gísli Gunnarsson til
Glaumbæjarprestakalls, Hreinn
Hákonarson til Söðulsholtspresta-
kalls og Önundur Björnsson til
Bjarnanesprestakalls. Sagði Pétur
Sigurgeirsson biskup í upphafi pré-
dikunar sinnar, að þeir væru vígðir
á þeim tímum, þegar meira væri
leitað til kirkjunnar vegna ófriðar í
heiminum en verið hefði oft áður.
Vígsluvottar voru þeir Gunnar
Gíslason, prófastur í Glaumbæ,
sem jafnframt lýsti vígslu, Ingi-
berg Hannesson, prófastur á
Hvoli, Einar Sigurbjörnsson,
kennari og Magnús Guðjónsson,
biskupsritari.
Að lokinni vígslu var vígslu-
þegum, vígsluvottum og konum
þeirra ásamt foreldrum og
tengdaforeldrum boðið til há-
degisverðar af biskupsembætt-
inu, svo sem tíðkast hefur. Vígsl-
unni var hljóðvarpað beint úr
Dómkirkjunni.
Leikklúbburinn Saga í
leikför til Danmerkur
ÞANN 20. ágúst leggur Leikklúbbur-
inn Saga á Akureyri upp í leikför til
Danmerkur með leikrit Helga Más
Barðasonar, „Önnu Lísu“. Alls verða
17 manns með í forinni. leikarar og
aðstoðarfólk auk höfundarins og leik-
stjórans, Þrastar GuðbjarLssonar. Ak-
ureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga
veittu klúbbnum fjárhagslegan stuðn-
ing til að takast þessa ferð á hendur.
Það er Musikteatergruppen
Ragnarock í Humlebæk á Sjálandi
sem er gestgjafi Akureyringanna.
Ragnarock er unglingaleikhús sem
starfar á likum grundvelli og Saga
og hafa verið allöflug tengsl með
þessum kúbbum nú um nokkurt
skeið. Einnig tekur íslendingafé-
lagið í Kaupmannahöfn þátt í und-
irbúningi heimsóknarinnar.
Áformað er að sýna „Önnu Lísu“
þrisvar sinnum í Humlebæk og um
svipað leyti frumsýnir danski
leikflokkurinn dagskrá er nefnist
„Svart og hvítt". Leikklúbburinn
Saga mun einnig sjá sýningar fleiri
leikhúsa á Sjálandi, í Kaupmanna-
höfn og víðar, og kynna sér starf-
semi áhugaleikflokka í Danmörku.
„AnnaLísa" var sýnd alls 9 sinnum
á Akureyri og Norðurlandi í vor.
Sýningarnar í Danmörku verða
fluttar á íslensku.
Undirbúningur ferðarinnar er nú
hafinn af krafti og unga fólkið til-
búið að takast á við þetta stóra
verkefni. Hugsanlegt er að Ragna-
rock endurgjaldi heimsókn Sögu á
næsta ári, en flokkurinn hefur þeg-
ar heimsótt þrjú Norðurlandanna,
þ.á m. Færeyjar.
Með helstu hlutverk í „Önnu
Lísu“ fara Sóley Guðmundsdóttir,
Sigurður Ólason og Guðbjörg Guð-
mundsdóttir. Ein breyting verður á
hlutverkaskipan: Halldór Bach-
mann tekur við hlutverki Adda af
Adolf Erlingssyni. Formaður
klúbbsins er Jóhanna Birgisdóttir,
en hún samdi einnig tónlist við
leikritið ásamt Helga Má. Ljósa-
meistari í ferðinni verður Baldur
Guðnason, en Þórhallur Jónsson
annast hljóðstjórn. Eins og áður
hefur komið fram fjallar „Anna
Lísa“ um unga stúlku og samskipti
hennar við fjölskyldu, vini og um-
hverfi, frá unglingsárum og þar til
hún stendur á eigin fótum. Ástin
og kynslóðabilið koma við sögu og
að áliti leikhópsins á viðfangsefni
leikritsins ekki síður erindi til ann-
arra þjóða en Islendinga, segir í
frétt frá Sögu.
Við barnaborðið í Ferstiklu sitja afgreiðslustúlkur í gildaskálanum, þær
Steina, Salvör, Munda, Selma, Barbara og Siggi benzíntittur.
Ferstikluskáli stækkaður
NÚ nýverið var gildaskálinn að
Ferstiklu í Hvalfirði stækkaður að
mun. Eru i þessum skálahluta sæti
fyrir 52 og 24 sæti eru í eldri hlut-
anum, sem er orðinn að hinum
vistlegustu básum, fóðruðum.
Áformað er síðan að setja upp nýtt
afgreiðsluborð og stækka eldhús
og frystigeymslur. Við hliðina á
þessari nýju stækkun, þá á að
koma kjörbúð með allar algeng-
ustu vörur fyrir ferðamenn.
Jafnframt þessari stækkun,
þá var nýr benzínskúr tekinn í
notkun. í stækkuninni er barna-
leikhorn, þar sem börn geta
setzt við borð og kubbað úr
LegóKubbum. Margs konar
grillmatur fæst í Ferstiklu og
allt brauð er smurt á staðnum.
Símtöl
til Kanada
lækka
TEKIST hefur samkomulag við
Teleglobe í Kanada um lækkun
talsímagjalda milli íslands og
Kanada.
Frá og með 10. ágúst 1982
lækkar gjald pr. mín. í sjálf-
vali úr kr. 54,00 í kr. 25,00 eða
um 54%. Samsvarandi lækkun
verður fyrir handvirka þjón-
ustu. Fyrstu 3 mínúturnar,
sem er lágmarksgjald, lækka
úr kr. 186,00 í kr. 87,00 og hver
viðbótarmínúta lækkar úr kr.
62,00 í kr. 29,00.
Símnotendur geta í dag val-
ið sjálfvirkt til 79 landa og
hafa eftirtalin lönd nýlega
bæst við:
Landsnúmer:
Ástralía 61
Bahrain 973
Barbados 1809
Bermuda 1809
Brasilía 55
Jamaíka 1809
Kenýa 254
Sameinuðu
arabafurstadæmin 971
Sri Lanka 94
Venezuela 58
„íslenskan er latína norðursins“
„ÞAÐ ER mikið lesið í Rúmeníu,
enda bækur hafðar eins ódýrar og
kostur er,“ sagði Munteanu Valériu,
yfirdósent í germönskum málum við
háskólann i Búkarest, í stuttu spjalli
við Mbl. Valériu hefur þýtt þrjár ís-
lendingasögur, Gísla sögu Súrsson-
ar, Gunnlaugs sögu Ormstungu og
Hrafnkels sögu Freysgoða, á rúm-
ensku og gefið út í heimalandi sínu.
Hann hefur undanfarna daga dvalið
hér á landi í boði menntamálaráðu-
neytisins.
Sögurnar voru gefnar út saman
og seldist upplagið, 40 þúsund ein-
tök, upp á mjög skömmum tíma að
sögn Valérius. „í germönsku deild-
inni eru þeir sem leggja stund á
ensku eða þýsku skuldbundnir til
Munteanu Valériu, norrænufræðing-
ur frá Rúmeníu. (Ljó»m. Mbl. KÖE.)
að læra annað hvort sænsku eða
dönsku í a.m.k. þrjár annir og er
áhuginn heldur meiri fyrir sænsk-
unni en dönskunni, sennilega
vegna þess að mönnum finnst
sænskan ívið léttari en danskan,"
segir hann. „Islenskan er þó lang-
samlega erfiðust af norðurlanda-
málunum, enda elst og „latína
norðursins". Islenska er ekki
kennd sem talmál en þegar germ-
önsk málvísindi eru annars vegar
er ekki hægt að komast af án þess
að leggja íslensku til grundvallar."
Þetta er í þriðja skipti sem
Munteanu Valériu heimsækir ís-
land, en hann kom hingað fyrst
árið 1973 til að sitja alþjóðlegt
þing norrænufræðinga og síðan
aftur árið eftir og sótti þá nám-
skeið í íslensku og Islendingasög-
um við Háskóla Islands. „Áhugi
minn á norðurlandamálunum
vaknaði mjög snemma," segir
hann. „En ég tók samt ekki fíl.
cand, próf frá Uppsalaháskóla
fyrr en árið 1973. Áður hafði ég
kennt ensku, þýsku og germanska
samanburðarmálfræði um árabil
við háskólann í Búkarest.
„Eins og er stunda þar um 25
stúdentar nám í sænsku og nokk-
uð færri í dönsku. Við reynum að
halda uppi nokkuð reglulegu fyrir-
lestrahaldi um Norðurlöndin,
þjóðirnar sem þau byggja og
menningu þeirra. ísland hefur
kannski fengið hvað minnsta um-