Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 41
Vigeo Sigurðsson er alkominn heim til ís- lands eftir þriggja ára dvöl á Spáni og í Þýzkalandi og er byrjaður að æfa á fullu hjá Víkingi undir stjórn Bogdans Kowalczyk. Viggó getur ekki byrjað að leika með Víkingi fyrr en nokkuð er lið- ið á Reykjavíkurmótið, sem hefst í byrjun september. Hann á nefni- lega eftir að taka út þriggja leikja bann, sem hann fékk fyrir að hlaupa niður Hannes Þ. Sigurðs- son dómara eftir úrslitaleik Vík- ings og Vals í Reykjavíkurmótinu haustið 1978. Hannes kærði Viggó og taldi hann hafa brotið viljandi af sér, en Viggó sagði að um óviljaverk hefði verið að ræða. Dómstólar dæmdu í málinu 1979 og töldu refsingu hæfilega ákveðna þriggja leikja bann. Víkingarnir verða ekki á flæði- skeri staddir með útspilara næsta vetur því eftirtaldir leikmenn æfa; Þorbergur Aðalsteinsson, Óskar Þorsteinsson, Steinar Birgisson, w r Viggó Sigurðsson Viggo i 3 leikja Viggó Sigurðsson, Sigurður Gunn- arsson, Gunnar Gunnarsson, Hörður Harðarson og Páll Björg- vinsson, sem ákveðið hefur að vera með í slagnum einn veturinn enn. Er það mat Bogdans þjálfara að ekki muni veita af svo mörgum spilurum vegna þess hve leikjum íslandsmótsins hefur verið fjölgað mikið. Pironi ur leik eftir að hafa slasast alvarlega FRANSKI ökuþórinn Didier Pironi, sem hefur forystu í keppninni um heimsmeistaratitilinn í Grand-Prix- kappakstri slasaðist mjög alvarlega í æfingaakstri fyrir þýska Grand-Prix á Tóstudaginn, er hann ók á hjól- barða á bíl Alain Prost, sem hann sá ekki vegna bleytu. Er talið að Pironi muni aldrei aka kappakstursbil framar. Pironi náðist ekki úr bílflakinu fyrr en eftir 30 mínútur. Piquet frá Brasilíu hafði stöðvað bíl sinn og ákveðið að hætta vegna erfiðra skilyrða, og var hann fyrstur að bíl Pironis. Sá slasaði missti aldrei meðvitund, og bað hann Piquet að hjálpa sér út úr bílnum. Brassinn tók af honum hjálminn og kom síðan auga á „allt blóðið og beinin sem stóðu ut úr samfestingi Pironis." Piquet sagðist hafa gubbað og síðan látið læknana á staðnum um björgunarstarfið. Greinilega ekki glæsileg aðkoma að bílnum. Strax og Frakkinn náðist út úr bílnum var flogið með hann í sjúkrahús og þar gekkst hann undir tæpra sex klukkustunda að- gerð. Hann slasaðist mjög á fótum og minnstu munaði að taka þyrfti hægri fótinn af honum fyrir neðan hné. Á þessu keppnistímabili hafa tveir kappakstursmenn látið lífið í keppni, þeir Giles Villeneuve, sem lést í Belgíu, og Riccardo Paletti, sem lést í kanadíska Grand-Prix, er hann ók aftan á bíl Pironis. 12 áhorfendur slösuðust síðan í franska kappakstrinum fyrir tveimur vikum er bíll Þjóðverjans Jochen Mass lenti á hlífðargirð- ingu. Eins og áður sagði hefur Pironi forystu í keppninni um heims- meistaratitilinn, er með 39 stig. Annar, og sá sem mesta mögu- leika hefur nú á sigri, er John Watson, Bretlandi með 30 stig. Pironi, sem er þrítugur að aldri, er forseti félags atvinnumanna í kappakstri. Hann hefur barist mjög fyrir auknu öryggi keppenda í kappakstri, og lýsti því yfir fyrir stuttu að hann myndi jafnvel hætta keppni ef hann yrði fyrsti Frakkinn til að verða heimsmeist- ari í greininni. Nú eru auðvitað litlar líkur á því að hann nái þeim titli. Þýski Grand-Prix: Frakkinn Tambay sigraði óvænt PATRICK Tambay frá Frakklandi sigraði í þýska Grand Prix-kapp- akstrinum á sunnudaginn. Er það í fyrsta skipti sem hann sigrar i slikri keppni, og óhætt er að segja að skin og skúrir hafi skipst á hjá honum á árinu. Það byrjaði með því að besti vinur hans, Gilles Villeneuve frá Kanada, lést í keppni, og síðan var Tambay tekinn í hóp Ferrariöku- manna, vegna þess að annar góður vinur hans, Didier Pironi, mælti með Golfúrslit LANDSMÓTIÐ í golfi hófst í GrafarhoUinu í g*r og léku þá m.a. keppendur I 1. og 2. flokki. Kfstu menn eftir IN holur eru þessir. 1. flokkur: Ólafur Skúlason CR . 79 Ingólfur Báróarson (>S 80 (■ísli Sigurdsson («K 81 KrLstinn Ólafsson (>K 81 2. fiokkur: (■uólaugur (Tislason (>K 86 Tómas Baldvinsson (>R 88 Stefán llalldórsson (>R 89 Meistarafiokkur hefur keppni á morgun. Nán- ar um mótiA í blaóinu á morgun. - SH. honum við Enzo Ferrari. Er það draumur flestra ökuþóra að fá að aka Ferrari. Pironi sla-saðist mjög illa í æfinga- akstri fyrir þessa keppni eins og kemur fram hér að ofan og keyrir væntanlcga ekki kappakstursbíl framar. „Mér líður nokkuð einkennilega, ég er yfir mig glaður, en einnig mjög sorgmæddur," sagði Tambay eftir keppnina. „Ég get sagt ykkur að þetta var hræðilega erfitt," sagði hann við fréttamenn, „ég hugsaði um Gilles og ég hugsaði um Pironi," sagði hann klökkri röddu. Tambay er nú í 9. sæti í keppn- inni um heimsmeistaratitilinn með 16 stig. Keppnin um helgina var sú 12. af 16 og röð efstu manna er nú þessi: stig: 1. Didier Pironi, Frakkl. 39 2. John Watson, Bretl. 30 3. Keke Rosberg, Finnl. 27 4. Alain Prost, Frakkl. 25 5. Niki LaudarAusturr. 24 Met og metjöfnun Bryndísar og Hrannar EITT íslandsmet féll, annað var jafnað og það þriðja var hárs- breidd frá þvi að falla, er íslensk frjálsíþróttaungmenni kepptu á Norðurlandamóti unglinga í Ber- um í Noregi um helgina. Bryndís Hólm varð þar í 2. sæti í lang- stökki kvenna á nýju íslandsmeti, 5,98 metrum, en greinin vannst á 6 metrum sléttum. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma að Bryndís slær metið. Hugsanlega var þó enn merki- legri árangur Hrannar Guð- mundsdóttur, sem jafnaði ís- landsmet Ragnheiðar Ólafsdótt- ur í 800 metra hlaupi kvenna. Tími hennar var 2:06,22 mínútur. Þá stökk Kristján Harðarson 7,50 metra í langstökki karla, í annað skiptið á fáum dögum sem hann svífur vel yfir gamla Ís- landsmetið hans Vilhjálms Ein- arssonar. En því miður, í báðum tilvikum var meðvindur ívið of mikili og því var met ekki stað- fest. Ljóst er þó, að hinn 18 ára gamli Ármenningur er til allra hluta líklegur á næstunni og sjálfsagt aðeins tímaspursmál hvenær metið fellur. íslendingar tefldu fram að venju sameiginlegu liði með Dönum í karlaflokki og rak dansk/íslenska liðið lestina í stigakeppninni, hlaut 129 stig. Finnar sigruðu örugglega, fengu 217 stig, Svíar urðu í 2. sæti með 175 stig og Norðmenn höfnuðu í þriðja sætinu með 139 stig. Að þessu sinni var í fyrsta skiptið keppt í kvennaflokki og kepptu ' íslenskar stúlkur með þeim dönsku eins og í karlaflokkinum. Svíar og Finnar voru ekki með í Bryndís Hólm hefur verið dugleg að eiga við metin að undanförnu. kvennafiokki, en norsku stúlk- gegn 61 stigi Islands og Dan- urnar sigruðu með 97 stigum merkur. ^f***^^ ...... • Sigursveitin, sveit GS, f.v. Hörður liðsstjóri, Gylfi, Magnús, Hallur og Hilmar. Ljósm. Óskar Sæm. Sveit GS varð hlutskörpust SVEIT Golfklúbbs Suðurnesja bar sigur úr býtum í sveitakeppni GSÍ, sem fram fór á Hólmsvelli við Leiru um helgina. Var sigur sveitarinnar afar öruggur og glæsilegur, en 21 höggi munaði á sveitinni og þeirri næstu sem var sveit GR. Sveit GS lék á samtals 927 höggum, en næst var sem fyrr segir sveit GR á 948 höggum. í þriðja sæti var sveit GK á 957 höggum, sveit GA þar næst á 977 höggum og loks sveit NK á 978 höggum. Sigursveitina skipuðu þeir Gylfi Kristinsson, Hilmar Björnsson, Magnús Jónsson og Hallur Þór- mundsson. Gylfi náði besta skor- jnu, en hann lék 72 holur á 309 höggum. Hilmar, félagi hans, var með næstbesta árangurinn, 311 högg. Magnús lék á 312 höggum og Hallur á 325 höggum. Tvær kvennasveitir mættu til leiks, GR og GK. Sveit GR sigraði á 344 höggum, en sveitina skipuðu þær Sólveig Þorsteinsdóttir, Jó- hanna Ingólfsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir. Sveit GK lék á 374 höggum og veitti því GR litla keppni. — gg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.