Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 25 Einnig hef ég rekið knattspyrnu- skóla fyrir krakka og ætla nú að koma einum slíkum á fót, rétt fyrir utan London. Rithöfundurinn Best! Eitthvað hefurðu verið að skrifa? — Það er rétt. Ég gaf út bók í fyrra. „Where Do I Go from Here?“ hét hún, og það var fyrsta bókin sem ég skrifaði sjálfur. Áð- ur höfðu komið út tvær bækur um mig, en þær voru skrifaðar af öðr- um. Þessi bók er nú að koma út í pappírskilju í Englandi og einnig er möguleiki á því að hún verði gefin út á íslensku. Við höfum rætt við aðila í þessari ferð um það, en samt er allt óráðið ennþá. Ætlarðu að skrifa meira í framtíð- inni? — Ég hef hugsað mér það, já. En það verða ekki sjálfsævisögur. Ég hef mikinn áhuga á því að skrifa skáldsögur og ætla að láta verða af því. Hótaö að myrða hann Einhvern tíma heyrði ég, að fyrir leik hefði verið hótað að skjóta þig á vellinum. Er það satt? — Því var hótað, það er rétt. Þetta var á útivelli gegn New- castle og við unnum eitt núll. Ég skoraði markið. Hvernig leið þér? — Mér leið alls ekki illa. Ég vissi að þetta var bara einhver hálfviti sem hafði hringt. Ég meina, ef einhver hefði ætlað að skjóta mig, hefði hann ekki farið að segja frá því. Snúum okkur aftur aö nútíðinni. Við hvað ertu að fást um þessar mundir? — Ég hef nóg að gera. Hef verið í alls kyns kaupsýslu, og þá hef ég unnið bæði við sjónvarp og útvarp. Ég var t.d. þulur hjá breska sjón- varpinu í London í heimsmeist- arakeppninni. Horfði á leikina í sjónvarpinu þar. „Mjög slök knattspyrna í heimsmeistarakeppninni“ Hvernig fannst þér fótboltinn sem liðin sýndu? — Hann var slakur, hræðilega slakur. Ég kunni vel að meta Frakkana, þeir voru góðir, og svo auðvitað Brasilíumenn. Þeir eru með besta lið í heimi, þrátt fyrir að þeir ynnu ekki keppnina. Sko, þeir léku einn leik illa og það var nóg til að þeir féllu út. Þannig get- ur farið eins og keppnin er skipu- lögð nú. — ítalirnir gerðu það sem þurfti til að vinna keppnina. Þeir fóru rólega af stað, en léku svo vel í fjórum leikjum. Það er nóg að spila vel í fjórum leikjum. Og er upp var staðið áttu þeir sigur skil- inn, því þeir unnu bestu lið keppn- innar. Hvað um bresku liðin? — Norður-írarnir stóðu sig lang best. Enska liðið sýndi alls ekki neitt. í fyrsta leiknum gegn Frökkum lék það þokkalega vel, en eftir það var liðið hræðilegt. Það er ekki nema ein ástæða fyrir lé- legu gengi Englendinganna, þeir voru bara ekki nógu góðir. Svo einfalt er það. — írarnir komu verulega á óvart, en þeir áttu fyllilega skilið að ná svo langt, því þeir börðust hetjulega og lögðu mikið á sig. Þeir börðust meira en nokkurt annað lið í keppninni og þar af leiðandi náðu þeir svo langt. Ef önnur lið hefðu verið eins dugleg, hefðu þau getað náð lengra. — Skotarnir ollu enn einu sinni vonbrigðum. Þeir höfðu marga góða einstaklinga en liðið var ekki nógu sterkt sem heild. Heldurðu að Man. Utd.-liðið sé nógu sterkt nú til að fara að vinna eitthvað aftur? — Já, ég held að í ár eigi þeir góða möguleika á því að vinna til verðlauna, bæði í Englandi og í Evrópukeppni. Þeir eru komnir með mjög sterkan hóp, kannski þann allra sterkasta í Englandi í dag. Ég er sannfærður um að liðið í dag er sterkasta lið Manchester United siðan ég lék með þeim. Leikirnir hér á íslandi eru þeir fyrstu sem þú leikur gegn Manchest- er United. Hvernig kanntu við að leika gegn þínu gamla liöi? — Það er ágætt. Allir leikmenn liðsins eru góðir vinir mínir, þann- ig að það er mjög gaman að hitta þá hér. Ef þér byðist að leika með Man- chester United á ný, tækirðu því til- boði? — Nei, segir Best og hlær, ég lék með þeim í tólf ár og það var fullkomlega nóg. Er hér var komið sögu, ótöld- um tebollum eftir að samtalið nófst, var farið að líða nokkuð nærri leiknum, og brátt þurfti hann að drífa sig til að hitta „fé- laga“ sína í KA-liðinu. Þrátt fyrir að Best sé ekki eins góður leikmaður og þegar hann var á hátindi ferils síns, var engu að síður gaman að fá hann hingað til lands og eiga þess kost að fylgj- ast með honum á velli. Hann hefur skemmt vallargestum víða um heim með skemmtilegum brellum og góðri knattspyrnu í gegnum ár- in og heimsókn hans til Islands var engin undantekning. Takk fyrir komuna George. - SH • Best, Law, Herd og Crerand samgleðjast eftir frækinn sigur í Evrópu- keppninni 1966. • Dæmigerð mynd af George Best hér fýrr á árum. Hér er hann búinn að leika varnarmenn Sheffield Wednesday upp úr skónum. • George Best i dag. Myndin var tekin við komn kappans á Keflavíkurflug- völl á dögunum. 'I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.