Morgunblaðið - 10.08.1982, Page 46

Morgunblaðið - 10.08.1982, Page 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Fólk og fréttir í máli og myndum • Þetta atvik vakti á sínum tíma all mikla kátínu. Það er ekki sem sýn- ist, að QPR-leikmaðurinn hafl ráðist dólgslega á lögregluþjóninn og hent honum í áhorfendastæðin. Hið sanna i málinu var, að Kimon Stain- rod, markaskorari QPR, var á fleyg- iferð eftir knettinum, en missti stjórn á sér og skall þá á hinn grun- lausa vörð laganna. Hvorugur varð fyrir meiðslum og því gátu menn skemmt sér yfir athurðinum án þess að fá slæma samvisku. • Rolla þessi heitir Pico Schutz og er lukkudýr þýska knattspyrnufé- lagsins Werder Bremen með meiru. Að öllu jöfnu er Pico tjóðruð fyrir aftan annað mark Weser-leikvangs- ins, þar sem hún fylgist með gangi leiksins milli þess sem hún jórtrar grængresi sem henni er gefið. En er Werder og Bayern Miinchen mætt- ust í bikarleik á síðasta keppnistima- bili líkaði Pico ekki frammistaða liðsins, reif sig lausa og arkaði inn á leikvöllinn. Frumhlaup hennar var þó ekki vel séð og fyrir vikið verður hún framvegis tjóðruð enn rækilegar en áður. • Er það nokkur furða þó þessi kappi sé ögn rangeygður á myndinni. Þetta er annars hinn sænski Stellan Bengtson, sem hefur um árabil verið í hópi bestu borðtennisleikara ver- aldar. Hann er nú 29 ára gamall, en segist aldrei hafa verið betri en ein- mitt nú hvað svo sem er til í því. Annars birtum við þessa mynd ein- ungis vegna þess að hún er afar skemmtileg, tekin á skemmtilegu augnabliki, er Bengtson virðist halda kúlunni á nefi sínu. • Bandaríski knattspyrnumarkvörðurinn Alan Mayers grípur hér inn í leik- inn. Mayers þessi leikur með Tampa Bay Rowdies og á þessari mynd á félag hans í höggi við San Diego Soccers. Mayers hefur vakið athygli fyrir höfuð- búnað þann er hann ber jafnan í leikjum sínum, en eins og sjá má á myndinni líkist búnaður þessi að mörgu leyti þeim sem ísknattleiksmark- verðir bera af illri nauðsyn. ísknattleiksmennirnir bera grímur vígalegar til þess að stórslasast ekki er leikmenn berja þá í andlitið með kylfum sínum, eða slá hinar litlu grjóthörðu kúlur í þá. Það mun vera ólíkt hættuminna að fá fótknött í andlitið jafnvel þó fast sé spyrnt, heldur en ísknattleikskúlu. En kannski er það ekki það sem Mayers er smeykur við. Það skyldu þó ekki vera takkaskórnir sem hann er að verja sig fyrir? • Svo sérð þú um að skora Jói...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.