Morgunblaðið - 10.08.1982, Page 26

Morgunblaðið - 10.08.1982, Page 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Hljómsveitin Eyeless in Gaza, sem heldur hér tvenna tónleika DÚETTINN EYELESS IN GAZA KEMUR Hljómsveitin Eyeless in Gaza, sem sækir okkur ís- lendinga heim upp úr miöjum þessum mánuði og leikur hér á tvennum tónleikum, er ekki nema tveggja ára gömul. Fer- ill hljómsveitarinnar, sem reyndar telur aöeins tvo meö- limi, hófst í Nuneaton, smá- bæ skammt frá Coventry. Félagarnir tveir, Peter Beck- er og Martyn Bates, voru áöur í hljómsveitinni Reluctant Stereotypes, en eftir aö hafa sagt skiliö viö hana stofnuöu þeir Eyeyless in Gaza. Mörgum kann aö þykja nafn dúettsins kyndugt, en þaö er titill skáld- sögu, sem hinn kunni rithöf- undur Aldous Huxley ritaöi 1936. Fyrsta framlag þeirra Peter og Martyn á þlötusviöinu var tveggja laga afkvæmi, sem bar nafniö „Kodak Ghosts Run Amok“. Gáfu þeir plötuna út sjálfir í aöeins þúsund eintök- um, en fengu góöar viötökur. Upplagið seldist á skömmum tíma og þeir peningar, sem fyrir plöturnar fengust, voru notaöir til aö fjármagna upp- töku á breiðskífu, sem bar nafniö „Photographs as Me- mories". Var sú plata tekin upp og hljóðblönduö á aöeins 24 tímum. Eftir þessa stóru plötu komu út tvær litlar áöur en önnur LP-plata tvímenninganna kom út á þessu ári. Ber hún nafniö „Pale Hands“. Auk þessara platna hafa þeir félagar gefið út ýmist saman eöa hvor í sínu lagi fjölda kassetta. Marga kann e.t.v. aö fýsa aö vita á hvaöa hljóöfæri þessir ágætu drengir leika. Eftir því, sem viö komumst næst, sér Becker um áslátt ýmiss konar jafnhliöa hljómborösleik, en Bates leikur á gítar og syngur. Hann er einnig höfundur allra texta og meginhluta laganna. Eins og áöur sagöi kemur Eyeless in Gaza tvisvar sinnum fram hérlendis. Fyrst á ísafiröi 19. ágúst ásamt hljómsveitinni Van Houtens Kókó, sem gengst reyndar fyrir myndlist- arsýningu og Ijóöalestri fyrr um daginn. Síöari tónleikarnir veröa hér í Reykjavík þann 22. Menn ættu ekki aö láta þaö fæla sig frá, aö meölimir Eye- less in Gaza eru aöeins tveir. Tónlist þeirra, sem Járnsíöan hefur komist yfir, er í senn seiðandi, óvenjuleg og aö auki einkar laglega flutt. Comsat Angels kemur þrátt fyrir hrakfarir Viö skýróum frá því fyrir nokkru, aó félagarnir { hljóm- sveitinni Comsat Angels, sem halda tvenna tónleika hér í Reykjavík dagana 12. og 13. þessa mánaöar, hefóu lent I vandræóum vegna nafns hljómsveitarinnar áður en lagt var upp í fyrirhugaóa tónleikaferö til Bandaríkjanna. Neyddust þeir tíl að breyta nafninu áöur en þeir gátu sótt Bandaríkjamenn heim. Vandræöum þeirra var ekki þar meö lokið. Áöur en langt um leið fékk einn meölimanna heiftarlegt botnlangakast og varö aö gangast undir uppskurö. Sneru hinir meö- limirnir þá heim til Englands, en Kevin Bacon, sá er missti botn- langann, kom á eftir þeim. Þrátt fyrir þessar hrakfarir er fullvíst aö hljómsveitin kemur MSG loks orð- in fullskipuð Michael Schenker Group hefur nú tekiö á sig endanlega mynd, aö sinni a.m.k. Trymbillinn Ted McKenna tekur viö af Cozy Powell, sem hætti fyrir töluveröum tíma. Paul Raymond er ennfremur hætt- ur, en enginn kemur ( hans staö. Því eru nú í sveitinni auk Schenker og McKenna, þeir Chris Glen bassaleikari og Graham Bonnet söngvari. Kvartettinn er þessa dagana aö vinna aö nýrri plötu, en kemur fyrst fram á Reading- rokkhátíöinni í mánaöarlok. hingaö til lands og heldur um- samda tónleika. Veröa þeir báöir í Tjarnarbiói. íslenskar hljómsveitir koma fram á báöum tónleikunum. Fyrra kvöldiö er þaö hljómsveitin Expost, sem Járnsíöan hefur fyrir satt aö sé af Þeys-meiöinum. Síö- ara kvöldiö kemur hljómsveitin Vonbrigöi fram. Nokkrar breytingar hafa veriö geröar á Tjarnarbíói, þannig aö þaö henti betur til tónleikahalds. Hafa m.a. bekkir verið fjarlægöir aö hluta. Forsala aðgöngumiöa er nú í fullum gangi í Fálkanum, Stuö-búöinni og hjá Gramm- útgáfufyrirtækinu, Vesturgötu 53b. Verö miöa er kr. 140. START HÆTTIR — ný hljómsveit með Eirík og Kristján í broddi ffylkingar í buröarliðnum „ÞETTA fór allt fram í mesta bróðerni," sagöi Eiríkur Hauks- son, fyrrum söngvari Start, er Járnsíöan ræddi viö hann á laug- ardag. Start lagói upp laupana um fyrri helgi, en þeir Eiríkur og Ný plata Egó ADDÁENDUR hljómsveitarinn- ar Egó geta kæst því von er á annarri breiðskífu flokksins síö- ar á árinu. Stendur jafnvel til aö taka hana upp í Englandi. Þessa dagana er Egó á fullu viö aö leika um land allt, jafnt á sveitaböllum sem tónleikum. Kristján Edelstein eru ekki af baki dottnir og ætla aö stofna nýja hljómsveit. Flest bendir til þess aö þeir Pét- ur W. Kristjánsson, „búinn aö vera í þessum bransa í 17 ár“, hætti og sömuleiöis Nikulás. Hins vegar er ekki vitað hvaö þeir Jón Ólafsson, bassaleikari, og Davíö Karlsson, trymbill, hyggjast taka sér fyrir hendur. Ljóst er aö Sigurgeir Sig- mundsson, einn fremsti rokkgítar- isti landsins, veröur í hljómsveit- inni meö þeim Eiríki og Kristjáni. Þá hefur veriö rætt viö Rúnar Erl- ingsson, bassaleikara Bodies, og trymbill veröur ungur náungi sem lék áöur meö Tappa tíkarrassi. Rokkhátíð á Melavelli JÁRNSÍÐAN hefur nú fregnaö, að fyrir dyrum standi rokk- hátíð og mun henni vera æt- laöur staöur á Melavellinum þann 28. ágúst. Eftir því, sem komist er næst, munu einar 10 hljómsveitir koma þar fram, þ.á. m. allar fremstu sveitir landsins. Sá sem stendur á bak viö þessa hátíö mun vera sá sami og gekkst fyrir fjögurra daga rokkhátíö fyrir skemmstu. Tókst hún aö sögn manna, sem vel til þekkja, ágætlega og því var ráöist í þetta. Veröur aö segjast eins og er aö hér er þarft framtak á ferö. Meira síö- ar. head ÞEYSARARNIR FÁ ÞRUMUGÓÐA DÓMA HJÁ ENGILSÖXUM aC^eS'eVfv'S'o0!^Wee lceilíJave tn^9 °ut '^U9h- n?9 \ PEYR H.fJ 'pT'e* i As Above . . . Shoui Records LX 001. Distribution: Pinnacle. (jeS^ ^ »\This is the debut for both lceland s finest (the name means w\eh' thaw” in lcelandic) and the new London indpendent Shout ',<^ijCCeSSrv e'Jh'c'ue 9C0r<1». While it is interesting and the bass and drums work 'n9L flrffM °ý + (<eV',lVV wel*' l^e vocals/melodies are ill-defined, Publicity surrounding 6e * * °f cult indie band Killing Joke absconding to lceland, and the possibility of collaboration, should help sales. ÞAD hefur tekió tíma fyrir Þeysara að fá umfjöllun um plötu sína, As Above, í ensku popppressunni, en nú viröist loks, sem aóeins sé aö rofa þar til. Enska vikuritiö Music & Vid- eo Week birti um miðjan júní stutta umfjöllun um plötuna, en á henni var þó ekki mikiö byggjandi. Hins vegar fengu Þeysarar aukinn byr í seglin, ef ekki bara stórstorm, þegar Record Mirror birti plötudóm, sem hljóöaöi upp á fjórar stjörnur (væntanlega af fimm mögulegum). Þar er fariö lofsamlegum oröum um hljóm- sveitina eins og sjá má af úr- klippunum, sem hér fylgja meö. Þá var ekki lakari tónn í blaö- inu Night Out, sem er hliöstætt blaö viö annað sem ber nafniö What’s on in London og er ís- lenskum ferðamönnum vafalítiö af góöu kunnugt. Þar lét blaða- maðurinn, sem um plötuna fjall- aði, sig ekki muna um aö segja aö Þeysarar væru þaö athyglis- veröasta, sem hann heföi heyrt frá því á dögum Birthday Party (hvaö svo sem þaö kann aö vera). Enskumælandi lesendum Járnsíöunnar látum viö eftir aö lesa úrklippurnar sem fylgja meö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.