Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 3 5 Hörð samkeppni Spánverja V . og Saudi-Araba um virkjun l vind- og sólarorku wm Vind- og sólarorkustöðin í Mazanares. Krá H«*4»u JónsdóUur, rrétUrítara MbL í Burjjon. Fyrsta vind- og sólorkufram- leiðslustöð i heiminum, staðsett í Manzanares í Ciudad Real-sveit á Suðurmið-Spáni, starfar nú við full afköst. Framleiðir stöðin allt að 150 kílóvött, sem er svipað og neysla lítils kauptúns með 400 íbúa. Hér er um að ræða tilrauna- stöð, sem er fjármögnuð af Rann- sóknar- og tæknimálaráðuneyti V-Þýskalands í samvinnu við spænska fyrirtækið Unión Eléctr- ica. Hugmyndin að nýta heitt loft til þess að hreyfa vængjahjól varð fyrir 40 árum einkaleyfi fransks vísindamanns, en tilraunir voru ekki gerðar fyrr en 1979, þegar þýski prófessorinn Schlaich nær athyglisverðum árangri. Verkefn- ið fær stuðning frá ríkisstjórn landsins og hafin er leit að heppi- legum stað fyrir orkustöð á Italíu, Saudi-Arabíu, Brasilíu og á Spáni. Loks verður Manzanares fyrir val- inu þar sem auðvelt er að koma orkuverinu fyrir vegna góðs jarð- vegs og nægileg sólarorka til stað- ar. Framkvæmdir hefjast í febrú- armánuði 1980. Notaðar eru þýskar tækniaðferðir og um stjórn verksins sér spænska fyrirtækið Euroconsult. Unión Eléctrica hef- ur frá upphafi samstarf með framkvæmdaaðilum og kaupir síð- ar landsvæðið og orkuverið og nemur fjárfesting fyrirtækisins 60 milljónum peseta. Áætlun vind- og sólorkustöðvar- innar, sem nær til eins árs og kostnaður áætlaður 3.000.000 marka, hefur kostað þau 2 ár með- an á byggingu hefur staðið 7 millj- ónir marka (300 milljónir peseta). I apríl voru fyrstu prófanir gerðar og fyrstu sólarkílóvöttin mæld. Stöðin krefst aðeins eins eftirlitsmanns. Starf stöðvarinnar er í raun afar einfalt: geislar sól- arinnar hita upp loftið, sem er fyrir neðan viðkomandi svæði (flatarmál þess er 225 díametrar — 40.000 fermetrar og er allt svæðið hulið plasti) og þannig sækir loftið upp um stromp stöðv- arinnar (200 m á hæð) og hreyfir þannig vængjahjólið, sem knýr á rafmagnsframleiðanda, gerðan úr 40 og 150 kílóvatta hópum. Hitastigið fyrir neðan getur náð allt að 60° og hitar á þann hátt lofiö sem kemur frá hliðunum. Hluti hitans safnast saman niðri í jörðinni og leyfir þess vegna að stöðin geti einnig starfað á næt- urnar. Gerðar hafa verið tilraunir með mismunandi plasttegundir með það í huga að ná uppp eins mikilli sólarorku og mörgulegt er, á sama tíma og reynt hefur verið að safna eins miklum hita í jarðveginum og hægt er. I sumar verða gerðar aðrar til- raunir í Manzanares með það í huga, að ljúka 10 megavatta orkuframleiðslustöð fyrir sept- embermánuð næstkomandi. Mikill áhugi á þessu máli er hjá þýskum stjórnvöldum. Þessi stöð þyrfti svæði er samsvaraði fjórum kíló- metrum af díametra og 400 m há- an stromp. Staðurinn fyrir þessa risa vind- og sólarorkustöð er enn óákveðinn. Saudi-Arabía, mesta olíuframleiðsluland í heimi, hefur hvað mestan áhuga á verkefninu. Enn sem komið er hefur ríkis- stjórn Spánar ekki gert tilboð í þessar mikilvægu framkvæmdir enda þótt fyrirtækið Unión El- éctrica kæmi mjög svo til greina hvar sem orkuverið yrði staðsett í heiminum. Núna er verið að kanna ýmis vandamál tæknilegs eðlis (heppi- legt landsvæði, plasttegundir, strompa) og lítur út fyrir að 10 MW stöðin muni ekki hefja fram- leiðslu innan fjögurra ára. Náttúruleg orka Af sjö sólarorkuframleiðslu- stöðvum í heiminum, sem eru starfandi eða langt á veg komnar í byggingu, eru tvær á Spáni. I september 1981 tók SSPS-stöð- in í Almería á S-Spáni til starfa á framleiðslu sólarorku (geta 500 kílóvött). Stöðin er háð alþjóða- samtökum þar sem 9 þjóðir eru meðlimir. í byrjun árs 1983 mun önnur sólarorkuframleiðslustöð taka til starfa, einnig í Almería, nánar til- tekið í Tabernas, með getu til að framleiða allt að 1000 kílóvött. Stærsta sólarorkustöð heims er Solar One í Barstow í Bandaríkj- unum. Hún getur framleitt 10 MW (10.000 kílóvött). Hinar stöðvarn- ar eru á Krímskaga í Sovét- ríkjunum (5.000 kílóvött), Them- is-stöðin í Targasonne, Frakklandi (2.000 kílóvött), í Nío, Japan (1.000 kílóvött) og í Eurolis á Sikiley, sem einnig getur framleitt 1.000 kílóvött. Fyrir liggur spænsk-þýsk áætl- un um byggingu sólarorkufram- leiðslustöðvar í Don Benito, Bad- ajoz, á SV-Spáni. Stöðin verður sú langstærsta í heiminum, mun framleiða 20 megavött. Reynslu- tíma mun ljúka á árinu 1985 og er kostnaður áætlaður 3.960 milljón- ir peseta. Spánn greiðir Vz hluta fjárins. III hefti Vatna og veiði: Tekur yfir svæðið frá Héðinsfirði til Lagarfljóts ÚT KK komið þriðja ritið í ritflokknum „Vötn og veiði", sem l,andssamband veiðifélaga gefur út. Getið er vatna á Norðurlandi og Austurlandi, og má segja að landinu sé „lokað“ með þessu riti, þar sem áður hefur verið gerð grein fyrir ám og vötnum í öðrum landshlutum. Svæði það sem III bindið tekur til er frá Héðinsfirði til Lagarfljóts. Getið er legu vatna og vatnsfalla, stærðar, hæðar yfir sjávarmáli, mesta dýpis, fisktegunda, sölustaða veiðileyfa, vega og vegasambanda, tjaldstæða og fleiri atriða. Vötnin sem um getur í ritinu eru þessi: Héðinsfjarðarvatn, Ólafs- fjarðarvatn, Hörgá, Ljósavatn, ís- hólsvatn, Laxá og Kráká, Laxá ofan brúar, Másvatn, Kringluvatn, Vest- mannsvatn, Langavatn, Suðurvatn, Sigurðarstaðavatn, Blikalón, Hraunhafnarvatn, Deildarvatn, Þernuvatn, Hvilftarvatn og Deildar- vatn, Kollavíkurvatn, Stóra-Viðar- vatn, Þuríðarvatn, Nykurvatn, Þrí- hyrningsvatn, Sænautavatn, Ána- vatn, Ekkjuvatn, Langavatn, Urriða- vatn, Þórisvatn og Gljúfravatn. Kort eru af hverju vatni og yfirlitskort af því svæði landsins þar sem vötnin eru. Þá eru í ritinu greinar um varnir gegn bátaslysum og um nýtingu sil- ungsveiðinnar. Ritið tók saman Hinrik A. Þórðarson. Stykkishólmur: Erfiðleikar í rekstri flóabátsins Baldurs Stykkúihólmi, 5. ágúst. AÐALFUNDUR flóahátsins Baldurs hf., Ntykkishólmi, var haldinn hér fyrir skömmu. Baldur annast áætl- unarferðir um Breiðafjörð. Erfiðleik- ar hafa verið í rekstri bátsins sem að mestu er byggður á greiðslum úr rík- issjóði. Rætt hefir verið undanfarið um að fá hentugri bát i þessa þjón- ustu, enda sá bátur, sem nú annast þessar ferðir, orðinn að mörgu leyti úreltur við kröfur nútímans. Nefnd vinnur nú að þessu máli, en niðurstöður eru ekki enn fyrir hendi og ákvörðun bíður síns tíma. Helstu tekjur ársins 1981 voru ríkissjóðsstyrkur 2,2 milljónir, farmgjöld 400 þúsund og fargjöld 300 þúsund. Gjöld: Laun og launa- tengd gjöld 1397 þúsund kr., olía 344 þúsund og tryggingar og önn- ur rekstrargjöld um 250 þúsund. Stjórn félagsins skipa nú: Finn- ur Jónsson, Stykkishólmi, Jóhann- es Árnason, Patreksfirði, Bjarni Hákonarson, Haga, Einar Guð- mundsson, Seftjörn og Hafsteinn Guðmundsson, Flatey. Fram- kvæmdastjóri er Guðmundur Lár- usson. Fréttaritari. SMITWELD seturgædín áoddínn Rafsuðuvír Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. í yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu er frá SMITWELD. SINDRA Sannar það eitt gæði hans. Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.