Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
41
fclk í
fréttum
+ ('ordalis-fjölskyldan við
fjölskylduiðjuna, söng og
hljóðfKraslátt. Frá vinstri: Ang-
eliki, Eva, Lucas, Costa og
Ingrid.
Cordalis-
fjölskyldan
sameinast í
tónllstinni
+ „Við Grikkir erum miklir fjölskyldumenn," sagði söngvarinn Costa
Cordalis tilefni af útkomu nýju plötunnar sinnar „Eldurinn deyr út með
tímanum". Og ástæðan fyrir þessum orðum hans er sú að börn hans þrjú
bæði syngja og leika með honum á plötunni. Costa Cordalis hefur gengið
frekar illa upp á síðkastið, hann skipti bæði um hljómsveit, umboðsmann
og plötuútgáfufyrirtæki, og varð það honum ekki til framdráttar. Þetta
varð til þess að Costa mundi það að hinn 12 ára gamli sonur hans Lucas
og hin 11 ára gamla dóttir hans Angeliki höfðu einu sinni sungið með
honum og gengið vel. Hann fékk þau þrjú í lið með sér og bætti að auki við
yngstu dóttur sinni Evu, fimm ára gamalli.
COSPER
Ratna Dewi með dóttur sinni, Kartiku.
Ratna
Dewi
+ Ratna I)ewi, ekkja Sukarnos, sem
eitt sinn var foreseti Indónesíu, er nú
42 ára gömul og alltaf jafn undurfríð.
Hún er umsetin af aðdáendum sem
eiga þá ósk heitasta að fá að giftast
henni, en sjálf segir hún að hún
hugsi ekkert um að giftast um þessar
mundir. llún er ekki einu sinni ást-
fangin, hvað þá meir. „Ég er búin að
fá nóg af karlmönnum," segir hún.
Um tíma var hún opinberlega trúlof-
uð spönskum bankastjóra, Fancisco
Paesa að nafni, en það er langt síðan
trúlofun þeirra fór út um þúfur.
Öll ást Rötnu Dewi beinist að
Kartíku, 15 ára gamalli dóttur
hennar sem hún átti með Sukarno.
„Kartíka þarfnast mín,“ segir
Ratna Dewi, en hún bætir því við,
að ef sá maður kynni að birtast
sem fullnægði þeim kröfum sem
hún gerði til karlmanna, myndi
hún giftast honum. „Hann verður
fyrst og fremst að vera vel gefinn
og skemmtilegur, alla vega þannig,
að ég sofni ekki þegar hann er að
segja mér eitthvað. En ég er farin
að efast um að þannig karlmenn
séu til. Hann þarf alls ekki að vera
einhver milli, en hann verður samt
að hafa einhverja peninga á milli
handanna. Ég mundi aldrei vilja
giftast ungum manni sem ég yrði
svo að sjá fyrir.“
Soraya
fyrrverandi
keisaraynja
+ Soraya fyrrverandi keisaraynja
af Iran varð fimmtug í sumar. For-
eldrar hennar, þau Khalil Esfandi
ary og hin þýska kona hans, Eva
Karl, þótti hún svo fallegt barn að
þau skýrðu hana eftir sjöstirninu,
sem á farsi-máli er Soraya. Þau
grunaði ekki þá að dóttir þeirra
yrði stjarna og að talan sjö myndi
verða áhrifarík í lífi hennar.
Þegar Soraya var 19 ára göm-
ul, árið 1951, giftist hún keisar-
anum af íran, Múhammeð Reza
Pahlevi. Hún gat ekki eignast
börn og varð það til þess að eftir
að hafa verið gift í sjö ár skildi
keisarinn við hana.
Eftir það fiutti Soraya til Evr-
ópu og bjó ýmist í Sviss, Ítalíu,
Frakklandi eða Þýskalandi. Hún
virtist einatt frekar óhamingju-
söm þar til að hún kynntist ít-
alska kvikmyndaleikstjóranum
Franco Indovina og varð ástfang-
in af honum. Ást þeirra varði í
sjö ár. Þá hrapaði flugvél með
Indovina innanborðs og hann
fórst.
Soraya sést oft á götum
Múnchen-borgar þar sem for-
eldrar hennar búa og hún er líka
tíður gestur í Köln þar sem Bijan
bróðir hennar býr. En fólk er
hætt að góna á hana á götum úti,
hún er að falla í gleymsku. Pahl-
evi-keisaraættin gleymir henni
þó ekki og það er hún sem alltaf
heldur áfram að halda Sorayu
uppi.
Soraya, sjöstirnið sem hrapaði.
59ao COSPER
I»ví miður get ég ekki kynnt þig fyrir manninum mínurn
rétt í augnablikinu.
TOTO ^
ERU MÆTTIR
með sína bestu plötu til þessa
TOTO
iocluding:
Rosanrva/Afnca/Make Belteve
I Wont Ho*d You Back/Afraid Of Love
”TOTO IV”
Innihelgur m.a. hið geysivinsæla
lag „ROSANNA“
sUiððfhf
Hljómplótudeild Karnabæjar
OMRON,
OMRON búðarkassar fyrir minni og
stærri fyrirtæki fyrirliggjandi.
Verðfrá 6.895.-kr.
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
Hverfisgötu 33
Simi 20560