Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 38

Morgunblaðið - 10.08.1982, Síða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 l’M MKLGI.NA var haldið svokall- að „Ágústmót Mána“ og er aðal- tilgangur með þessu móti að gera atlögu að gildandi Islandsmetum. Mótið hófst á laugardag með und- anrásum og fyrri sprettum í skeiði og brokki. Á sunnudag voru siðan úrslil og seinni sprettir í skeiði og hrokki. Veður var mjög óhagstætt, á laugardag hæði rok og rigning og tímar eftir því slakir. Meldur lag- aðist þetta á sunnudag, hæði veður og tímar. Kitt íslandsmet var sett í 300 metra stökki og var þar að verki hin unga og efnilega Hylling frá Nýja-Bæ. Átti þetta sér stað í aukaspretti eftir kappreiðar. Var hlaupinn 4(X) metra sprettur og teknir tímar á hæði 300 og 400 metra markinu. Aðeins var tek- inn tími á fyrsta hesti við þrjú hundruð metrana en á öllum við fjogur hundruð metra línuna. Kkki náðist að slá metið í fjögur hundruð metrunum og vantaði „Agústmót Mána“: llylling hin unga setur hér nýtt íslandsmet í 300 metra stökki. Fjær á myndinni er Spóla sem náði hestum tíma í 400 metra stökki. Knapi á Hyllingu er Jón Ólafur Jóhannesson en knapinn á Spólu er María Dóra Þórarinsdóttir. Hylling á nýju íslandsmeti nokkur sekúndubrot upp á. Er þessi árangur Hyllingar vægast sagt frábær því hún er aðeins fimm vetra gömul og jafnframt fyrsta árið hjá henni í keppni. Kr hér á ferðinni eitt efnilegasta hlaupahross sem komið hefur fram á síðustu árum. Frekar var þátttaka lítil í kappreiðunum og er ekki ólíklegt að komin sé þreyta í eigendur og aðstandendur kappreiðahrossa. Kigi að síður voru mætt til leiks flest af fljótustu hlaupahrossun- um hér sunnanlands. Kkki náð- ist umtalsverður árangur að frátöldu áðurnefndu Islands- meti. Veitt voru tvenn aukaverð- laun sem ekki tíðkast að veita í kappreiðum en það var annars- I þrjú hundruð og fimmtíu metra stökki var hörð keppni en þar sigr- aði Tvistur sem er lengst til hægri á myndinni og hljóp hann á sama tíma og Sindri sem var dæmdur sjónarmun á eftir. Lengst til vinstri er svo Mannsi sem varð í þriðja sæti. I.jósm. V.K. vegar veitt fállegasta hestinum og hinsvegar prúðasta knapan- um. Fallegasti hesturinn var valinn Þristur frá Uxahrygg en hann hefur keppt í 250 metra stökki í sumar en var nú reyndur í fyrsta skipti í átta hundruð metra stökki og sigraði hann þar öllum á óvart. Prúðasti knapinn var valinn María Dóra Þórar- insdóttir en hún sat Þrist. En úrslit urðu annars sem hér segir: 150 metra skeið: 1. Torfi, eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, tími 16,1 sek. 2. Frigg, eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi Trausti Þór Guð- mundsson, tími 16,4 sek. 3. Elgur, eigendur Hörður G. Al- bertsson og Sigurbjörn Bárðar- son, knapi Erling Sigurðsson, tími 17,2 sek. 250 metra skeið: 1. Börkur, eigandi Ragnar Tóm- asson, knapi Tómas Ragnarsson, tími 23,5 sek. 2. Villingur, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, tími 23,8 sek. 3. Hjörtur, eigandi Margrét Helgadóttir, knapi Þórður Jónsson, tími 25,1 sek. 250 metra stökk: 1. Hylling, eigandi Jóhannes Þ. Jónsson, knapi Jón Ó. Jóhann- esson, tími 18,0 sek. María Dóra Þórarinsdóttir var af kappreiðardómnefnd valin prúð- asti knapi mótsins og var hún vel að því komin. Eins og sjá má sóp- aði hún að sér verðlaunum og í annarri hendi heldur hún á verð- launum fyrir fallegasta hest móts- ins sem var valinn Þristur frá Uxa- hrygg en María sat hann einmitt til sigurs í átta hundruð metra stökki. 2. Örn, eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi María Dóra Þór- arinsdóttir, tími 18,4 sek. 3. Léttir, eigandi Guðbjörg Þor- valdsdóttir, knapi Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, tími 18,6 sek. 350 metra stökk: 1. Tvistur, eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi María Dóra Þór- arinsd., tími 24,9 sek. 2. Sindri, eigandi Jóhannes Þ. Jónsson, knapi Jón Ó. Jóhann- esson, tími 24,9 sek. (Sindri var sjónarmun á eftir). 3. Mannsi, eigandi Sigurjón Ú. Guðmundsson, knapi Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, tími 25,0 sek. 800 metra stökk: 1. Þristur, eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi María Dóra Þór- arinsd., tími 60,0 sek. 2. Leó, eigandi Baldur Baldurs- son, knapi Kolbrún Jónsdóttir, tími 60,0 sek. (Leo var sjónar- mun á eftir). 3. Don, eigandi Guðríður Hall- grímsdóttir, knapi Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, tími 61,b sek. 300 metra brokk: 1. Fengur, eigandi Hörður G. Al- bertsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, tími 35,4 sek. 2. Trítill, eigandi og knapi Jó- hannes Þ. Jónsson, tími 38,6 sek. Eimskipafélag íslands: Búast má við allverulegum sam- drætti í farskipaútgerð íslendinga „KKKITUHLJÓÐ er í Oeslum erlend- um farskipaútgerðum," segir meðal annars í nýútkomnu fréttahréfi, er Kimskipafélag fslands hefur sent starfsfólki sínu. Segir þar að horfur á alþjóðaskipamarkaði séu taldar léleg- ar, og ekki útlit fyrir hata í bráð. Klutn- ingar Kimskips hafi þó verið óvenju miklir það sem af er árinu. Aukning á innflutningi fyrstu sex mánuði þessa árs nemi 10% miðað við sama tímahil 1981. Klutningar milli erlendra hafna hafi þó dregist saman og á síðari hluta ársins megi búast við áframhaldandi samdrætti. Síðar í fréttabréfinu segir svo, þar sem fjallað er um horfur í alþjóð- legri farskipaútgerð: „Sama er, hvert litið er; verð á nýjum skipum og notuðum, stórum og smáum, til leigu eða sölu, alls staðar er verðfall. Sérstaklega setur offramboð á skipum til leigu- flutninga svip sinn á markaðinn, einkum er mikið framboð á smærri skipum. Þeim er nú óðum lagt, og voru verkefnalaus skip með 10—20 þúsund tonna burðargetu 137 talsins með samtals 1,89 milljónir tonna burðargetu í júnílok miðað við 49 skip, samtals með 657 þúsund tonn í byrjun ársins. Eftirspurn eftir al- mennum vöruflutningaskipum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst um samtals 176.244 brúttótonn, en á sama tíma jókst framboð um 573.901 brúttótonn. Má af þessu ráða, hversu alvarlegt ástandið er. Eru skip jafn- vel leigð undir rekstrarkostnaði, og hafa margir eigendur alfarið neitað að gefa upp umsamið leiguverð, og á það sérstaklega við olíuflutninga- skip. Breskir skipaeigendur, sem talað hafa fyrir daufum eyrum stjórn- valda í nokkur ár vegna ástandsins þar, gera sér nú vonir um, að þeim verði sýndur aukinn skilningur, eftir að mikilvægi skipastóisins kom í ljós í Falklandseyjadeilunni. Við venju- legar aðstæður hefði það haft veru- leg áhrif á markaðinn, að nokkrir tugir farskipa voru teknir í þjónustu breska sjóhersins, en slíkt er ástand- ið, að það breytti sáralitlu. Floti breskra skipaeigenda eldist óðum, og á síðasta ári varð ein sú mesta lægð í sögu flotans, þegar breskum flutn- ingaskipum fækkaði um 147 skip með samtals um 6,5 milljóna tonna burðargetu. Hér innanlands er fyrirsjáanlegur töluverður verkefnaskortur á næstu vikum og mánuðum. Útflutningur hefur dregist saman á öllum sviðum og ætla má að verulegur samdráttur verði í innflutningi. Útgerðir hafa í auknum mæli fundið fyrir greiðslu- erfiðleikum viðskiptamanna, enda hefur bankafyrirgreiðsla minnkað. Á næstunni má búast við allveru- legum samdrætti í farskipaútgerð Islendinga, bæði vegna ástandsins á alþjóðamarkaði og efnahagsörðug- leikum hérlendis."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.