Morgunblaðið - 07.09.1982, Side 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982
25
Eyjamenn „stálu“ sigrinum í
þriggja marka hasar í lokin
— Akurnesingar réðu lögum og lofum lengst
af en máttu þola 1—2 tap
ÓHÆTT er að fullyrða, að Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, dómari, hafi ekki
verið í hópi vinsælustu manna eftir leik Akurnesinga og Vestmanneyinga í 1.
deildinni á Akranesi á laugardag. Margir áhorfenda, sem vildu fá vítaspyrnu
Skagamönnum til handa i upphafi leiksins, ætluðu bókstaflega að ganga af
göflunum þegar dæmd var vítaspyrna á heimamenn þegar aðeins fjórar
mínútur voru til leiksloka. Óskaplega vafasamur dómur svo ekki sé meira
sagt, enda gerðu Eyjamenn ekki neitt tilkall til vítaspyrnu, hvað þá að
línuvörður sæi eitthvað athugavert. Úr vítaspyrnunni skoraði Sigurlás Þor-
leifsson örugglega sigurmark Eyjamanna, 2—1. Sigur, sem var á engann hátt
sanngjarn þegar tekið er mið af gangi leiksins. Akurnesingar mega aftur á
móti naga sig rækilega í handarbökin fyrir að bafa ekki innsiglað sigur sinn
fyrir leikhlé.
Strax í upphafi leiks var það
greinilegt að bæði lið ætluðu að
selja sig dýrt, enda áttu báðir aðil-
ar enn möguleika á að krækja í
Islandsbikarinn eftirsótta. A
fyrstu 5 mínútunum gekk knöttur-
inn marka á milli með Ijóshraða,
liggur manni við að segja, slíkur
var ákafinn.
Ekki voru liðnar nema rúmlega
90 sekúndur þegar Páll Pálmason,
besti maðurinn í liði IBV, varði
naumlega skot Sigþórs Ómarsson-
ar af markteig. Þetta var atvikið,
sem heimamenn vildu fá víta-
spyrnu út á. Töldu greinilegt að
Sigþóri hefði verið haldið. Undir-
ritaður sá ekkert slíkt, en var e.t.v.
ekki í sem bestri aðstöðu með
haustsólina beint framan í sig.
Eyjamenn voru snöggir að svara
fyrir sig og hinu megin varði
Davíð vel skot frá Agústi Einars-
syni, og við hinn enda vallarins
mokaði Sigþór Ómarsson knettin-
um yfir í upplögðu færi. Áfram
sóttu Skagamenn af krafti og
Júlíus gekk í
þaö heilaga
JÚLÍUS Pétur Ingólfsson mátti
aldeilis hafa sig allan við á laugar-
daginn. Hann lék með Skaga-
mönnum gegn ÍBV í 1. deildinni á
laugardag. Leiknum lauk um kl.
16.15 og þá varð hann aö skunda í
bað eins og aðrir leikmenn.
Júlíusi lá öllu meira á en venju-
lega því þessi laugardagur var
með þeim merkilegri í lífi hans.
Hann ætlaði nefnilega að ganga í
það heilaga kl. 17. Vitum við ekki
annað en hann hafi komist áfalla-
laust upp að altarinu og óskum
honum til hamingju.
næst var komið að Guðbirni, sem
fór að dæmi Sigþórs.
Að því loknu tóku við t.vær til-
raunir Jóns Askelssonar, en bæði
skot hans fóru rétt framhjá. Guð-
björn tók því næst við á ný, en að
þessu sinni varð Páll Pálmason að
draga fram sparihanskana til að
verja glæsilega.
Þegar hér var komið sögu voru
aðeins 23 mínútur liðnar en þá var
líka gamanið búið. Akurnesingar
fóru að gefa eftir, án þess að Eyja-
menn kæmu nokkru sinni veru-
lega inn í myndina, og ekkert
markvert gerðist fyrr en á loka-
mínútu fyrri hálfleiksins er Páll
greip laglega inn í eftir fallega
sókn Akurnesinga.
Framan af síðari hálfleiknum
sóttu Eyjamenn aðeins í sig veðr-
ið. Viðar Elíasson átti fast skot, en
framhjá á 57. mín. og rétt á eftir
skaut Lási beint á Davíð í góðu
færi eftir aukaspyrnu Ómars. Síð-
an var komið að Skagamönnum á
ný. Sigurður Jónsson, besti maður
vallarins ásamt Árna Sveinssyni,
tók þá laglega rispu og lék á þrjá
Eyjamenn áður en Páll varði laust
skot hans.
Sóknarþunginn jókst stöðugt
hjá Skagamönnum, en markið lét
bíða eftir sér. Sveinbjörn meiddist
og Kristján Olgeirsson kom inn á
og rétt á eftir átti hann þátt í
fyrsta marki leiksins.
Sigurður Jónsson tók horn-
spyrnu frá vinstri á 76. mínútu.
Gaf langa og fallega sendingu yfir
á markteigshornið fjær. Þar skall-
aði Kristján knöttinn niður í
markteiginn og Jón Gunnlaugsson
kom aðvífandi og skoraði örugg-
lega án þess að Páll Pálmason
fengi rönd við reist.
Hvað það var sem gerðist er
| ekki gott að segja, en Akurnes-
ingar ætluðu sér greinilega að
halda fengnum hlut eftir þetta.
Það varð þeim dýrkeypt því aðeins
þremur mínútum eftir markið
náðu Eyjamenn að svara fyrir sig
og var það einkar fallegt mark.
Bræðurnir, Kári og Sigurlás, léku
í gegnum sofandi Skagavörnina
eins og hún væri ekki til og Lási
rak endahnútinn á sóknina með
hnitmiðuðu skoti af vítateig, 1—1.
Skagamenn hófu leikinn á
miðju. Boltinn barst upp í vinstra
hornið þar sem Árni Sveinsson
sneri á þrjá Eyjamenn áður en
hann lagði knöttinn fyrir fætur
Guðbjörns í eins opnu færi og þau
hafa gerst á Akranesi frá því
knattspyrna var þar fyrst leikin.
Á óskiljanlegan hátt sendi Guð-
björn boltann yfir með gapandi
markið fyrir framan sig.
Siðan kom vítaspyrnan um-
deilda, sem tryggði Eyjamönnum
sigurinn, eins og greint er frá hér
í upphafi.
Það verður að segjast eins og er
að tæpast hafa Eyjamenn unnið
sætari sigur í sumar, ekki hvað
síst í ljósi þess að þeir áttu miklu
minna í leiknum og voru reyndar
ekkert með í myndinni fyrr en
undir lokin. Þá sýndu þeir líka
fram á sínar sterku hliðar og um-
fram allt ódrepandi baráttu.
Hjá Akurnesingum voru þeir
langbestir Sigurður Jónsson og
Árni Sveinsson. Sigurður mesta
efni, sem undirritaður hefur séð á
knattspyrnuvelli hérlendis. Vant-
ar kannski örlítið meiri hraða.
Árni var mjög sterkur og sérstak-
lega er á leikinn leið. Sveinbjörn
Hákonarson og Sigurður Lárusson
voru einnig góðir.
Af Vestmanneyingum er rétt að
taka Pál fyrst fram í markinu.
Varði af stöku öryggi allan leik-
inn. Sigurlás var stórhættulegur
frammi strax og litið var af hon-
um og á miðjunni bar mest á
Sveini Sveinssyni. — SSv.
Sigurlás Þorleifsson skoraði bæði mörk ÍBV i Skaganum.
Elnkunnagjðfin
LIÐ KA: LIÐ FRAM: LIÐ AKRANESS: LIÐ ÍBK:
Þorvaldur Jónsson 5 Guðmundur Baldursson 5 Davíð Kristjánsson 5 Þorsteinn Bjarnason
Eyjólfur Ágústsson 6 Þorsteinn Þorsteinsson 4 Guðjón Þórðarson 5 Kristinn Jóhannsson
Guðjón Guðjónsson 7 Trausti Haraldsson 5 Sveinbjörn Hákonarson 7 Rúnar Georgsson
llaraldur Haraldsson 6 Marteinn Geirsson 4 Sigurður Lárusson 7 Ingiber Óskarsson
Erlingur Kristjánsson 8 Kristinn Jónsson 4 Jón Gunnlaugsson 6 Gísli M. Eyjólfsson
Gunnar Gíslason 7 Halldór Arason 5 Jón Áskelsson 6 Ingvar Guðmundsson
Ormar Örlygsson 6 Valdemar Stefánsson 4 Guðbjörn Tryggvason 6 Einar Á. Olafsson
Elmar Geirsson 6 Viðar Þorkelsson 6 Július Pétur Ingólfsson 5 Skúli Rósantsson
Ilinrik Þórhallsson 7 Árni Arnþórsson 4 Sigþór Omarsson 6 Ragnar Margeirsson
Ásbjörn Björnsson 6 Guðmundur Torfason 4 Sigurður Jónsson 8 Óli Þór Magnússon
Steingrímur Birgisson 5 Hafþór Sveinjónsson 5 Árni Sveinsson 8 Kári Gunnlaugsson
Einar Björnsson vm. 4 Daniel Einarsson
LIÐ VÍKINGS: Lárus Grétarsson vm. 4 LIÐ VESTMANNAEYJA:
Ögmundur Kristinsson 7 Páll Pálmason 7 LIÐ KR:
Ragnar Gislason 7 LIÐ ÍBÍ: Viðar Elíasson 6 Halldór Pálsson
Magnús Þorvaldsson 6 Hreiðar Sigtryggsson 6 Ágúst Einarsson 6 Sigurður Indriðason
Jóhannes Bárðarson 7 Einar Jónsson 7 Þórður Ilallgrímsson 5 Magnús Jónsson
Stefán Halldórsson 8 Jón Björnsson 6 Valþór Sigþórsson 6 Ottó Guðmundsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson 6 Amundi Sigmundsson 7 Snorri Rútsson 5 Jakob Pétursson
Gunnar Gunnarsson 7 Örnólfur Oddsson 8 Sveinn Sveinsson 6 Jósteinn Einarsson
Omar Torfason 7 Gunnar Guðmundsson 6 Jóhann Georgsson 5 Agúst M. Jónsson
Jóhann Þorvarðarson 6 Gústaf Baldvinsson 7 Sigurlás Þorleifsson 7 Halfdán Örlygsson
Heimir Karlsson 7 Rúnar Guðmundsson 6 Kári Þorleifsson 5 Elías Guðmundsson
Sverrir Herbertsson 7 Gunnar Pétursson 7 Omar Jóhannsson 5 Sæbjörn Guðmundsson
Þórður Marelsson vm. 5 Jóhann Torfason 7 Birgir Guðjónsson
Jón Oddsson 7 Magnús Guðmundsson
Atli Einarsson vm. Lék of stutt.
7
5
5
6
6
5
6
5
6
5
5
5
7
5
5
6
5
5
5
6
6
6
5
5
!• Ómar Torfason, fyrirliði Víkings, sækir að marki KA en Þorvaldur Jónsson sló knöttinn í þverslá. Þar skall hurð nærri hælum.
Staða Víkings vænleg
eftir sigur á Akureyri
VÍKINGAR STIGU stórt skref í átt að íslandsmeistaratign þegar þeir sigruðu KA 2—0 í 1.
deild Islandsmótsins í knattspyrnu á laugardag. Víkingar þurfa eitt stig til þess að verja
íslandsbikarinn, sem þeir unnu í fyrra í fyrsta sinn í 57 ár. Sigur Víkings á Akureyri var
sanngjarn. Víkingar léku betur, sköpuðu sér fleiri marktækifæri, voru fljótari á knöttinn og
útfærðu leik sinn betur en KA. Staða KA á botni 1. deildar er slæm. Liðið verður að sigra
í síðasta leik sínum til þess að eiga von um að halda sæti sínu í 1. deild.
Það var greinilegt að Víkingar voru staðráðnir í að sigra á Akureyri á laugardag. Þeir
hófu stórsókn um leið og Arnþór Oskarsson, dómari flautaði til ieiks og sóttu línnulítið í
fyrri hálfleik. Þegar á 3. mínútu skall hurð nærri hælum við mark KA. Aðalsteinn
Áðalsteinsson skallaði knöttinn fyrir fætur Sverrís Herbertssonar og skot hans frá mark-
teig skall í þverslánni. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi KA og á 9. mínútu gaf
Jóhann Þorvarðarson góða sendingu fyrir mark KA á Heimi Karlsson, sem skallaði í
þröngri stöðu að markinu. Knötturinn fór fyrir þvert markið og Sverrir Herbertsson var
hársbreidd frá knettinum áður en hann rúllaði hjá stönginni utanverðri.
En sókn Víkings bar árangur á
22. mínútu og var laglega að
markinu staðið. Ragnar Gíslason
bakvörður lék upp að endamörk-
um, lék stórskemmtilega á Elmar
Geirsson og gaf góða sendingu
fyrir mark KA. Sverrir Herberts-
son var eldfljótur að átta sig, —
skoraði með góðu skoti frá mark-
teig, 0—1 og Víkingar fögnuðu
mjög.
Á 41. mínútu skall knötturinn
enn í þverslá marks KA. Stefán
Halldórsson tók aukaspyrnu,
sendi háa sendingu fyrir mark
KA. Þorvaldur Jónsson markvörð-
ur KA virtist misreikna knöttinn,
missti hann hálfpartinn yfir sig
en náði að slá knöttinn í þverslá
og þaðan út á völlinn.
Á 45. mínútu átti KA sitt fyrsta
skot að marki Víkings að heitið
gæti. Ásbjörn Björnsson skaut
hörkuskoti frá vítateig, en knött-
urinn fór naumlega yfir. Staðan í
leikhléi því 0—1.
KA lék að suðurmarkinu í síðari
hálfleik og þegar í upphafi hálf-
leiksins var ljóst, að gerbreytt lið
KA var inni á vellinum. Leikmenn
náðu upp mun meiri baráttu, og
Gunnar Gíslason varð atkvæða-
meiri á miðjunni. Víkingar drógu
sig aftar og treystu vörnina og
beittu skyndisóknum. Á 58. mín-
útu tók Eyjólfur Ágústsson auka-
spyrnu að marki KA, gaf góða
sendingu fyrir markið og þar
stökk Gunnar Gíslason hærra en
aðrir, en fallegur skalli hans fór
naumlega framhjá.
Á 62. mínútu náðu Víkingar
hættulegri skyndisókn. Heimir
Karlsson braust upp vinstri kant-
inn, upp að endamörkum og gaf
góða sendingu á Sverri Herberts-
son sem var aleinn í dauðafæri
fyrir framan mark KA. En skot
hans var misheppnað — knöttur-
inn barst til Jóhanns Þorvarðar-
sonar, sem skaut en Þorvaldur
varði vel.
Á 75. mínútu komu ieikmenn
KA knettinum í net Víkings, en
Arnþór hafði áður dæmt, að brotið
hefði verið á Ögmundi Kristins-
syni, markverði Víkings. Sóknar-
lotur KA urðu sífellt þyngri — á
31. mínútu átti Gunnar Gíslason
gott skot af um 20 metra færi en
Ogmundur Kristinsson var örygg-
ið uppmálað í marki Víkings og
varði örugglega. Hamingjudísirn-
ar brostu við Víkingum á 78. mín-
útu. Þá átti KA snarpa sóknarlotu
— Gunnar Gíslason gaf snjalla
sendingu inn á Elmar Geirsson í
vítateig Víkings. Elmar gaf lag-
lega aftur fyrir sig með hælnum á
Hinrik Þórhallsson við vítapunkt.
Hinrik skaut þrumuskoti að marki
Víkings, en knötturinn small í
þverslánni og þaðan út að víta-
teigslínu. Víkingar sluppu þarna
fyrir horn og segja má, að þetta
hafi verið síðasta sóknarlota KA
sem því nafni gat heitið.
Á 81. mínútu átti Ómar Torfa-
son hörkuskot að marki KA en
Þorvaldur varði vel, hélt þó ekki
knettinum en náði að góma hann
áður en sóknarmenn Víkings
komu aðvífandi.
Á 85. mínútu gerðu Víkingar svo
út um leikinn. En var það Heimir
Karlsson, sem braust upp að enda-
mörkum — lék laglega á varnar-
menn og sendi fasta sendingu
fyrir mark KA. Þorvaldur kastaði
sér niður og hugðist góma knött-
inn en missti hann frá sér og Jó-
hann Þorvarðarson skoraði örugg-
lega af stuttu færi.
Úrslitin ráðin — sigur Víkings í
höfn og Víkingar fögnuðu mjög.
Þegar á heildina er litið var sigur
Víkinga sanngjarn. Þeir höfðu yf-
irburði í fyrri hálfleik og sköpuðu
sér góð tækifæri. I síðari halfleik
beittu Víkingar hættulegum
skyndisóknum, en vissulega
sluppu þeir fyrir horn þegar skot
Hinriks skall í þverslánni. Stefán
Halldórsson átti stórgóðan leik í
vörn Víkings, — eldfljótur, útsjón-
arsamur og stöðvaði ófáar sókn-
arlotur KA og byggði jafnharðan
upp. Hann hefur vaxið mjög í mið-
varðarstöðunni hjá Víkingi í
sumar — lék áður sem miðherji,
en er nú einn besti miðvörður 1.
deildar. Þá var Jóhannes Bárðar-
son sterkur við hlið hans og Ragn-
ar Gíslason, sem varð að fara útaf
í leikhléi vegna meiðsla, átti og
góðan leik. Á miðjunni voru þeir
Omar Torfason og Gunnar Gunn-
arsson sterkir og eftir nokkra
lægð, vex Ómar með hverjum leik.
I sókninni voru þeir Heimir
Karlsson og Sverrir Herbertsson
hættulegir — Heimir skapaði
nokkur tækifæri með krafti sínum
og hraða en var ekki mikið i
marktækifærum. Sverrir hins
vegar hafði vakandi auga fyrir
tækifærum og hefði allt eins getað
skorað fleiri mörk en eitt.
Staða KA er nú ákaflega erfið í
1. deild. í liðinu eru sterkir ein-
staklingar en liðsheildin hins veg-
ar veik. Erlingur Kristjánssson er
mjög sterkur miðvörður og á miðj-
unni kvað mikið að Gunnari Gísla-
syni. Hinrik Þórhallsson var í
strangri gæslu Jóhannesar Bárð-
arsonar og með honum hvarf
mesti broddurinn í sókn KA.
Elmar Geirsson lék með að nýju
eftir fjarveru, en er greinilega í
lítilli æfingu og mátti sín ekki
mikils gegn velþjálfuðum varnar-
mönnum Víkings. Þó munaði litlu
að Elmar legði upp jöfnunarmark
þegar hann gaf snjalla sendingu á
Hinrik, sem skaut í þverslá.
H.Halls.
Tvö mörk Inga Bjarnar
og Valsmenn á lygnum sjó
VALUR bjargadi sér endanlega úr
fallhættunni í gærkvöldi, er liðið
sigraði UBK léttilega 2—0. UBK sit-
ur eftir í suðupottinum og verður að
standa sig gegn KA í síðustu umferð-
inni ef 1. deildar sætið á að haldast.
Þetta var furðu fjörugur leikur mið-
að við aðstæður, Valsmenn léku oft
og tíðum bráöskemmtilega og fengu
i rauninni næg tækifæri til að skora
mörgum sinnum. Blikarnir börðust
vel, en allur leikur þeirra var skipu-
lagslaus og villtur.
Tónninn var gefin strax á 2.
mínútu leiksins, er Hilmar Sig-
hvatsson átti þrumuskot frá víta-
teigslínunni. Guðmundur Ás-
geirsson markvörður UBK varði
snilldarlega og hann átti oft eftir
að halda liði sínu á floti. Grímur
Sæmundsen átti annað gott skot
að marki UBK áður en Valsmenn
náðu forystunni á 25. mínútu.
Hilmar Sighvatsson lék fram með
knöttinn, sendi til Magna Péturs-
sonar og Magni renndi knettinum
inn fyrir vörnina þar sem Ingi
Björn kom á sannkallaðri fleygi-
ferð. Þrátt fyrir asann náði Ingi
að renna knettinum örugglega
fram hjá úthlaupandi markverð-
inum og skora fyrra mark Vals.
Valsmenn áttu aðeins eitt tæki-
færi enn í fyrri hálfleik, ieikurinn
heldur daufur framan af og bar
keim af aðstæðum sem voru fyrir
neðan allar hellur. Umrætt færi
var dauðafæri sem Valur Valsson
fékk á 32. mínútu, en hann
brenndi af.
Síðari hálfleikur var aðeins tólf
mínútna gamall er Ingi Björn
skoraði aftur og var þetta mark
mun glæsilegra en það fyrra. Val-
ur Valsson átti gullfallega send-
ingu til Inga og hann tók sprett að
markinu og skoraði með þrumu-
skoti sem Guðmundur réði ekkert
við. Tveimur mínútum síðar kom-
ust þrír Blikar fram gegn 2 Vals-
mönnum og fengu úr því dauða-
færi. Sævar Geir Gunnleifsson,
efnilegur 2. flokks strákur fékk að
vinna úr því, en skot hans fór
naumlega fram hjá.
Ingi Björn fékk stórgott tæki-
færi til að ljúka við þrennu á 68.
mínútu, fékk þá boltann frá
Þorgrími Þráinssyni og var á auð-
um sjó. Gott skot hans varði Guð-
Staðan í
2. deild
STAÐAN í 2. deild er nú þessi:
Þróttur R. 17 12 4 1 27— 8 28
Þór Ak. 17 7 7 3 33—17 21
Reynir 17 8 3 6 24—16 19
FH 17 6 6 5 19—23 18
Völsungur 17 5 6 6 20—19 16
Einherji 17 6 2 9 23—29 14
Njarðvík 17 5 4 8 22—30 14
Skallagrimur 17 5 4 8 20—28 14
Fylkir 17 1 11 5 12—18 13
Þróttur N. 17 5 3 9 10—24 13
Ellefu jafn-
tefli Fylkis
FYLKIR og Völsungur gerðu marka-
laust jafntefli í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu um helgina, er
liðin mættust á Húsavík. Var það
ellefta jafntefli Fylkis í 2. deildar
keppninni og má með sanni segja að
liðið sé KR 2. deildar, eða kannski
að orða það frekar þannig að KR sé
Fylkir 1. deildar, en KR hefur nú 11
jafntefli að baki í 1. deildinni.
Jafnteflið var nokkuð sanngjörn
endalok á fremur daufum leik,
heimamenn voru ívið sterkari
framan af, en Fylkismenn sóttu
sig er á leið. Hvorugu liði tókst þó
að skora þrátt fyrir fáein færi.
Fylkir er enn í mikilli fallhættu,
hreint voðalegri ef út í það er far-
ið.
Valur: O-fl
UBK ^-u
mundur þó snilldarlega. Vignir
Baldursson klúðraði ágætu færi
fyrir UBK á sömu mínútunni, en
síðan náðu Valsmenn algerum
tökum á vellinum. Höfðu þeir allt
til leiksloka mikla yfirburði og
fengu mýmörg færi til þess að
bæta mörkum við. Tvívegis hefðu
Valsmenn átt að fá vítaspyrnur,
einkum þó á .71. mínútu, er Inga
Birni var greinilega haldið inni í
teignum er hann var að komast í
dauðafæri. Rafn Hjaltalín dómari
gerði enga athugasemd við háttar-
lag Blikans. Hver sóknin af ann-
arri buldi nú á marki UBK og á 83.
mínútu nötruðu næstum öll
mannvirki í Laugardalnum, er
mikið bombuskot Guðmundar
Þorbjörnssonar af 25 metra færi
small neðan á þverslánni, hrökk
niður á marklínuna og út til Vals
Valssonar sem var með markið
hreinlega geispandi fyrir framan
sig. I stað þess að renna knettin-
um rólega í tómt markið, var engu
líkara en Valur ætlaði að spyrna
út í sundlaug og hann var næstum
nær því. Síðustu mínúturnar óðu
Valsmenn svo í færum, Hilmar,
Njáll og Hilmar aftur, auk þess
sem Hilmar „skoraði" sannkallað
gullmark. Hann var hins vegar
ögn rangstæður, en engu mátti
muna. Lokatölur því 2-0.
Valsmenn áttu hrós skilið fyrir
leik sinn, aðstæður voru slæmar,
rok og kuldi, en Valsmenn reiddu
fram skemmtilega sóknarknatt-
spyrnu og var oft gaman að sjá til
samvinnu þeirra Inga Björns,
Hilmars og Vals. Miðjumennirnir
unnu vel og vörnin hleypti litlu í
gegn. Blikarnir voru eins og venju-
lega, suðandi eins og mýflugur um
allt, en skipulag var lítið, kapp oft
meira en forsjá. Taka ber fram þó,
að liðið lék án lykilmannsins Sig-
urðar Grétarssonar, sem var í
leikbanni. Vörnin var oft grátt
leikin, en Guðmundur markvörður
var besti hluti hennar. Aðrir
leikmenn liðsins sýndu aðeins
sprett og sprett.
I stuttu máli:
Laugardalsvöllur, 1. deild: Valur
— UBK 2-0 (1—0)
Mörk Vals: Ingi Björn Albertsson
á 25. og 57. mínútu.
Spjöld: Lítið um slíkt.
Dómari: Rafn Hjaltalín.
• Ingi Björn skoraði bæði mörk Vals.
IÞROTTASKOR
STENZEL UNIVERSAL kr. 625.-
HANDBALL SPURT kr. 723.-
ARGENTINA kr. 417.-
PELE JUNIOR kr. 296.-
HEYNCKES STAR kr. 495,-
Þetta er bara smásýnishorn af því sem viö eigum til.
Ip@rls
vttruvQrxRmni
llnqóHf/ ©/Heqrr/owqirl
Klapparstíg 44, sími 11783