Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 * Akæra vegna kaupa á togaranum Einari Ben. RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum vegna kaupa á togaranum Einari Benediktssyni frá Tálknafirði. I'eir eru sakaðir um að hafa í blekkingarskyni veitt rangar upplýsingar um eignaraðild að tveimur skipum til þess að fá innflutningsleyfi fyrir brezkum togara og með því brotið í bága við 147. grein hegningarlaganna. Tálknafjörður: Einar Benedikts- son dreginn til hafnar með úrbrædda vél Tálknafirði, 25. október TOGARINN Einar Benediktsson var dreginn til hafnar hér á Tálkna- firði sl. fimmtudag með úrbrædda vél af hinum nýja togara Grundfirð- inga, Sigurfara, en Einar Bene- diktsson var að veiðum hér fyrir utan. Olíuleiðslurör í vélinni fór, án þess að viðvörunarkerfi gæfi frá sér merki, þannig að olíuþrýsting- ur datt niður. Ennþá er ekki ljóst hvort hægt verður að gera við vélina, eða hvort kaupa þarf nýja vél í skipið. Sérfræðingar frá Vélsmiðju Tálknafjarðar eru um þessar mundir að skoða hana. — Fréttaritari í nóvember 1981 sóttu mennirn- ir um innflutningsleyfi fyrir brezka togaranum Boston Sea- sprite, og jafnframt um leyfi til erlendrar lántöku vegna kaup- anna. Þeir fengu innflutningsleyfi og var togarinn skírður Einar Benediktsson. í umsókn sinni full- yrtu þeir, að vélbáturinn Fálkinn, sem fórst undan Látrabjargi í september 1981, hefði að hálfu verið þeirra eign og einnig kváðust þeir eiga Sæhrímni IS 100. Rannsókn leiddi í ljós, að þeir náðu aldrei eignarhaldi á Fálkan- um og að eignarhald á Sæhrímni var í því fólgið, að annar þeirra var skrifaður fyrir 45% hluta- bréfa. Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að Sæhrímnir hafði verið seldur á nauðungaruppboði þegar þeir sóttu um innflutnings- leyfið. Málið er höfðað fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Þess má geta, að Siglingamálastofnun rikisins hef- ur lagt fram kæru á hendur útgerð skipsins fyrir að gera togarann út eftir að haffærniskírteini rann út 1. júlí síðastliðinn. Olympíuskákmótið: 14 Islendingar utan vegna mótsblaðsins Ólympíuskákmótið hefst um helg- ina og munu íslendingar koma þar mikið við sögu. Friðrik Ólafsson verður í endurkjöri til forseta Al- þjóða skáksambandsins, FIDE, og tvær islenzkar skáksveitir munu keppa, karla- og kvennalandsliðin. Þá mun Jóhann Þórir Jónsson rit- stýra mótsblaði Ólympíumótsins. Hann hélt utan um helgina ásamt ritstjórn blaðsins og hjálparliði — alls fjórtán manns. Með Jóhanni Þóri fóru eftirtald- ir: Guðmundur Arnlaugsson, sem gjörla þekkir sögu skáklistarinnar og sögu Ólympíuskákmótanna, kona hans Alda Snæhólm, túlkur. Bragi Halldórsson og Áskell Örn Kárason munu hafa það hlutverk með höndum að velja og skýra skákir, Birgir Sigurðsson, stofn- andi tímaritsins Skákar, Torfi Ásgeirsson, Illugi Jökulsson, blaðamaður, dr. Jörundur Hilm- arsson, túlkur, Ragnar Aðal- steinsson, lögfræðingur, Sigurður Gizurarson, sýslumaður, sem mun verða Jóhanni innan handar og setjararnir Inga María Sverris- dóttir, Anna Sigurðardóttir og Þórunn Bjarnadóttir. Slapp fyrir horn HARÐIJR árekstur varð á gatnamótum Laugavegar og Kringlumýrar- brautar laust fyrir klukkan eitt á laugardag. Þar rákust saman af miklu afli Toyota—pallbifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut og hugðist ökumaður aka vestur Laugaveg, og Austin Mini, sem ekið var suður Kringlumýrarbraut. Austin Mini—bifreiðin gjöreyðilagðist og má telja mildi að ökumað- urinn skuli ekki hafa stórslasast. Hann hlaut höfuðhögg og var fluttur í slysadeild, en meiðsli hans munu ekki alvarleg. Mynd Mbl. Július. Ók í veg fyrir steypubíl HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Skeiöarvogs og Suðurlands- brautar laust fyrir klukkan tvö í gær. Ökumaður VW Golf— bifreiðar sinnti ekki stöðvunarskyldu á Skeiðarvoginum og ók í veg fyrir steypu- bifreið, sem ekið var vestur Suðurlandsbraut. Fólksbifreiðin er ónýt eftir áreksturinn. Ökumaðurinn var fluttur í slysadeild en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. Flugvél mikið skemmd eftir árekstur á Akur- eyrarflugvelli Akureyri, 23. október. ÁREKSTUR tveggja flugvéla varð á stæðinu framan við flugstöðina á Ak- ureyrarflugvelli í morgun og hlutust af verulegar skemmdir á annarri flugvélinni. Fokker Friendship, áætiunar- flugvél Flugleiða var að koma frá Reykjavík um klukkan 08.45 í morg- un og var að aka inn á flugvallar- stæðið, þegar hraðamælisinntak á bakborðsvæng (nokkurs konar rör, sem gengur fram úr vængendanum) rakst í stél á Mitsubishi skrúfuþotu Flugfélags Norðurlands, en hún stóð ferðbúin á stæðinu. Við áreksturinn kom gat á hlið- arstýri Mitsubishi vélarinnar og það beyglaðist mikið. Hins vegar mun Fokkervélin ekkert hafa skemmzt. Henni var flogið nokkrum sinnum yfir Akureyri áður en hún tók far- þega til Reykjavíkur og ennfremur var hún í skoðun í Reykjavík fram eftir degi, en er nú komin í notkun aftur. Nokkur röskun varð á Akur- eyrarflugi Flugleiða vegna óhapps- ins. Flugvirkjar Flugfélags Norður- lands hafa verið að athuga hliðar- stýri Mitsubishi vélarinnar í dag, en ekki verður ljóst fyrr en í fyrsta lagi á morgun, hvort unnt er að gera við það hér. Ef það tekst verður aðeins um nokkurra daga frátöf að ræða með flugvélina, en ef ekki, verður að fá varahluti frá útlöndum og þá verður hún ónothæf um óákveðinn tíma. Mikið tjón er af rekstrarstöðvun vélarinnar, m.a. verður að fella niður tvær ferðir til útlanda sem ákveðnar voru á næstu dögum, áætl- unarferð til Færeyja fyrir Flugleiðir og leiguferð til Grænlands. Vegna vélarbilunar í annarri vél Flugfé- lags Norðurlands er nothæfur flug- vélakostur félagsins til áætlunar- flugs í lágmarki næstu daga og svigrúm til leiguflugs næsta lítið. Snjóföl var á stæðinu þegar óhappið varð, en engin hálka og bjart yfir. Engar aðrar flugvélar en þessar tvær, voru staddar þar. - Sv.P. Sparnaður þjóðarbúsins ekki minni síðustu þrjá áratugi 'O Hlutfall sparnaðar þjóðarbúsins af þjóöarframleiöslu verður um 19% í ár, en hefur verið um 25% sl. áratug VERULEGUR samdráttur hefur orðið í heildarsparnaði þjóðarbúsins sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu á síöustu tveimur árum og síðustu áætlanir benda nú til þess, að sparnaðarhlutfallið á yfirstandandi ári verði innan við 19%, en svo lágt hefur það ekki verið í yfir þrjá áratugi. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu, sem Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, hélt á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands um fjárfestingarkosti á íslandi. hins vegar mjög skjótur, og var sparnaðarhlutfallið komið í svip- að horf og áður þegar á árinu 1969. Á sjöunda áratugnum hélzt sparnaðarhlutfallið enn að með- altali rúmlega 25%, en sveiflur urðu verulegar, einkum vegna efnahagserfiðleikanna árin 1974—1975. Síðan hefur orðið verulegur samdráttur á sparnaði sl. tvö ár eins og áður sai/ði INNLENT Það kom fram í ræðu Jóhann- esar Nordals, að á árunum 1945—1952 hafi meðalsparnaður þjóðarbúsins aðeins verið um Almennir stjórnmálafund- ir í V-Barðastrandasýslu Sjálfstæðisfélögin í V-Barða- strandasýslu efna til almennra stjórnmálafunda á fimm stöðum í sýslunni í þessari viku. Fyrsti fundurinn verður í félagsheimil- inu á Patreksfirði á morgun, mið- vikudag 27. október og hefst kl. 21 síðdegis. Á fimmtudag verður fundur í Dunhaga Tálknafirði kl. 21. Laugardaginn 30. október verða tveir fundir: að Birkimel í Barðastrandarhreppi, sem hefst kl. 14 miðdegis, og í Fagra- hvammi Rauðasandshreppi, sem hefst kl. 21 síðdegis. Framsögumenn á öllum fund- unum verða þingmennirnir Matthías Bjarnason og Þorvald- MaUhíu Bjarnuon Þorvaldar Garter KrÍHtjánmon ur Garðar Kristjánsson. Síðan verða fyrirspurnir og frjálsar umræður um stjórnmálahorfur og héraðsmál. Fundirnir eru opnir öllu heimafólki. 14,8% af þjóðarframleiðslu. Hins vegar fór fjárfestingarhlutfallið upp í 26%, þegar nýsköpunin stóð sem hæst, en síðan lækkaði það ört vegna fjárhagslegra þreng- inga. Hefði samdráttur fjárfest- ingar orðið mun meiri, ef Marshall-áætlunin hefði ekki komið til og tryggt fé til ýmissa mikilvægra framkvæmda. Á árunum 1953 og 1954 urðu þáttaskil í efnahagsþróuninni, bæði vegna vaxandi útflutnings- tekna og tekna af varnarliðs- framkvæmdum. Leiddi þetta fljótlega til hækkandi sparnað- arhlutfalls, sem komst í 24% að meðaltali á síðari helmingi sjötta áratugarins. Þessi aukning innlends sparn- aðar átti þó eftir að festast enn betur í sessi, þegar kom fram á sjöunda áratuginn, en þá reyndist sparnaðarhlutfallið 25,6% af þjóðarframleiðslu að meðaltali. Mjög skipti þó í tvö horn í þessu efni. Á velgengnisárunum 1961—1966 nam sparnaðarhlut- fallið um 27%, en lækkaði síðan niður í 22% á erfiðleikaárunum 1967—1968. Afturbatinn varð Davíð Qddsson borgarstjóri: Nauðsynlegt að taka á málum miðbæjarins í heild Tilbúinn að standa að uppbyggingu Grjóta- þorps með íbúum, segir Albert Guðmundsson „EIGENDUR húsa í Grjótaþorpi eiga ekki að fara á hausinn fyrir það eitt að vera eigendur húsa þar,“ sagöi Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, á borgarstjórnar- fundi á fimmtudagskvöld, en þá voru rædd málefni Grjótaþorps. Albert sagðist vera tilbúinn til þess að standa að uppbyggingu hverfisins með eigendum þess, en hins vegar gagnrýndi hann kröfur leigjenda í hverfinu um fram- kvæmdir sem þeir sjálfir vildu ekki taka þátt í. Albert sagði að Grjótaþorpið væri ekkert einka- mál þeirra sem þar byggju og sagði að það skipti alla borgarbúa máli. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði við umræðurnar, að niður- staða athugunar á bílastæða- vandamáli miðbæjarins væri væntanleg á næstu dögum, en hugsanlegt bílageymsluhús bar á góma í þessum umræðum. Sagði Daéið að hafnarstjóra og borgar- verkfræðingi hefði verið falið að athuga möguleika á byggingu bílastæðahúss og sú athugun væri á lokastigi. Varðandi Grjótaþorpið og upp- byggingu þess sagði Davíð, að nauðsynlegt væri að taka á málum miðbæjarins í heild og sagði hann að það ætti að gera af myndar- skap. Varðandi vanda eigenda húsa í Grjótaþorpi sagði Davíð, að borgarsjóður væri hægt og bítandi að éta upp eignir þeirra sem þar ættu hús, þeir gætu ekki nýtt hús- in sem skyldi en þyrftu að borga hæstu gjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.