Morgunblaðið - 26.10.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 26.10.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 19 Armando Valladares á fréttamannafundi í París í g*r ásamt Mörtu konu sinni. AP-símamynd. Var sveltur, er hann hafnaði pólitískri „endurhæfíngu“ l'arís, 25. október. AP. EFTIR að mér var sleppt úr ein- angrunarklefa, var mér leyft að lesa, en arteins visst efni, þaö er blöö kúbanskra stjórnvalda og nokkrar „leyföar** bækur. Aðeins örsjaldan tókst mér að komast yfir erlent tímarit, sem þá var smyglað til mín meö þvi aö fela þau inn á milli kommúnistablaöanna, sem mér voru ætluð. Þannig komst kúbanska Ijóðskáldið Armando Valladares m.a. að orði í dag við franskt blað, er hann lýsti fangels- isdvöl sinni í heimalandi sínu. Valladares, sem er 44 ára gamall, var fangelsaður á Kúbu 1960 og hefur æ síðan dvalizt þar í fangelsi eða í 22 ár. Það var ekki fyrr en í síðustu viku, sem hann var látinn laus og þá fyrir atbeina Francois Mitterrands Frakklandsforseta. í fangelsinu orti Valladares ljóðabók, sem honum tókst að smygla út með leynd. Bar hún nafnið „Úr hjóla- stólnum", en vegna illrar með- ferðar í fangelsinu lamaðist hann á fótum um skeið. í viðtali við blaðið Le Monde í dag skýrði skáldið frá því, hvernig fætur hans hefðu lam- azt, eftir að hann og aðrir fangar í fangelsinu neituðu að taka póli- tískri „endurhæfingu", því að þá var honum og öðrum neitað um mat. Stóð svo í 66 daga, að hann fékk ekki mat nema af mjög skornum skammti og svo fór að lokum, að hann lamaðist á fót- um. Eftir það var farið með hann á sjúkrahús í Havana til læknismeðferðar. En skömmu síðar voru fyrstu ljóð hans birt og þá allri læknismeðferð hætt. Læknismeðferð var hins vegar tekin upp að nýju í ágúst 1980, en þá hófust ýmis alþjóðleg sam- tök, eins og Amnesty Inter- national, handa um að fá hann lausan úr fangelsi. — Það var trú mín, sem gaf mér styrk til þess að þola 22 ára fangelsisvist, sagði Valladares ennfremur. — Ég óttaðist aldrei dauðann, vegna þess að ég var með hreina samvizku og ég vissi, að guð var með mér. Hann neit- aði því sem alröngu, að hann hefði hafnað boði kúbanskra stjórnvalda 1979 um að láta hann lausan og leyfa honum að flytjast til Bandaríkjanna. í við- tali við blaðið Le Matin í París í dag sagði hann, að það væri sín fyrsta ósk nú, að fram fari hjónavígsla þeirra Mörtu. — Ég hef alltaf reynt að lifa í sam- ræmi við kristna trú, enda þótt ég hafi ekki séð prest í 22 ár. Þá kvaðst hann óska þess að fá að lifa rólegu og eðlilegu lífi í fram- tíðinni. — Líf mitt í framtíðinni verður ekki notað til þess að hagnast á þeim árum, sem ég var í fangelsi. í París dvelst Valladares ásamt konu sinni á heimili spánska leikritaskáldsins Fern- ando Arrabal. Við komuna til Parísar sl. föstudag var Valla- dares fyrst fluttur á hersjúkra- hús, þar sem hann gekkst undir læknisskoðun. Var haft eftir Arrabal í dag, að Valladares væri haldinn nokkrum heyrnar- og talerfiðleikum eftir fangelsis- dvölina á Kúbu, en allar vonir stæðu þó til þess, að Valladares tækist að ná sér með réttri lækn- ismeðferð. Vaxandi óvissa um framtíð Hong Kong Hong Kong 25. október. AP. ÍBÚAR bresku nýlendunnar Hong Kong hafa af þvi vaxandi áhyggjur að Kína hafí hug á að sölsa nýlenduna undir sig. Bretar eru með Hong Kong „á leigu“ til ársins 1997 og alllengi hefur ríkt óvissa og uggur mcöal ibúa Hong Kong um hvað taka muni við eftir það. Eftir heimsókn Margrétar Thatcher til Peking í september og viðræður hennar við kínverska ráðamenn jókst uggur margra Hong kong-búa, margir óttast jafnvel að til kínverskrar yfirtöku komi fljótlega. Eru margir fúsir að pakka saman og flytjast á brott ef þeir geta selt eigur sínar, en undir þessum kringumstæðum er ekki hlaupið að því. Áður en Thatcher ræddi við Kínverjana var almennt álitið í Kína, að eftir 1997 myndi Hong Kong áfram lúta brezkri vernd, en með talsverðum breytingum þó. Eftir fund Thatchers í Peking var hins vegar frekar um það spurt hvort Kínverjar myndu hreppa Hong Kong fyrir 1997 eða eftir þann tíma. Þá hefur einnig komið fram sú tillaga að Kínverjar hreppi Hong Kong, en stjórni eyj- unni áfram með „kapítalískum" hætti. Til þess að róa Hong Kong-búa gáfu Thatcher og kínversku ráða- mennirnir út þá yfirlýsingu eftir fundarhöldin, að það væri einlæg- ur vilji beggja að Hong Kong fengi að dafna eins og verið hefur. Vart höfðu Hong Kong-búar tekið gleði sína á ný við þessar yfirlýsingar er ónefndur embættismaður í Kína lýsti því yfir að Kínverjar hefðu mikinn hug á að sölsa Hong Kong undir sig og breytingar yrðu þá miklar og stórar á daglegu lífi þar. Flestir þeirra Kínverja, sem búa í Hong Kong, hafa engan áhuga á því að flytjast til Kína og þar með hafa þeir ekki áhuga á því að búa áfram í Hong Kong ef Kínverjar taka þar völdin. Vandamálið er í því fólgið að þeir geta fátt farið, því að flest vestræn ríki eiga við verðbólgu og atvinnuleysi að stríða og hafa þar af leiðandi hert reglur um innflytjendur. Þeir eru ekki margir Hong Kong-Kínverj- arnir sem uppfylla þær kröfur er lönd eins og Kanada, Bandaríkin og Ástralía setja sem skilyrði. Efnamenn geta fengið dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt í löndum eins og Dóminíkanska lýðveldinu, efnamenn með hreint sakavottorð eru velkomnir þangað, en Hong Kong-búar eru sagðir lítt hrifnir af Suður-Ameríku. Thailendingar eru sagðir reiðubúnir að hafa á móti hinum auðugu, en spurning er hvað þeir verða lengi auðugir, því óvissan um framtíðina hefur haft í för með sér talsvert verðfall á verðbréfamarkaðnum. Það gæti aukist áður en langt um líður. Þess vegna eru margir af auðkýf- ingum Hong Kong nú þegar að ráðgera landflótta. Thatcher enn í miklum London, 25. október. AP. ÍHALDSFLOKKUR Margaret Thatcher forsætisráðherra hefur 10% meira fylgi en andstöðuflokkar ríkisstjórnarinnar. þótt venjulega séu ríkisstjórnir óvinsælar í Bret- landi þegar líða tekur á kjörtímabil þeirra. Samkvæmt skoðanakönnun Marplan í blaðinu The Guardian styðja 44,5% kjósenda íhalds- flokkinn, 34% Verkamannaflokk- inn og 19% bandalag sósíaldemó- krata og frjálslyndra. Samkvæmt skoðanakönnun, sem The Observ- er skýrði frá í gær, styðja 45% íhaldsflokkinn, sem þar með hefur 13% meira fylgi en Verkamanna- flokkurinn og 24% meira fylgi en sósíaldemókratar og frjálslyndir. Þegar meðbyr bandalags sósíal- demókrata og frjálslyndra var mestur í fyrravetur, naut það stuðnings 44% kjósenda og það hefði gert þeim kleift að mynda ríkisstjórn. Almennt er búizt við að frú Thatcher efni til þingkosn- inga næsta haust. Fylgi hennar var mest eftir Falklandseyjastríð- ið í júní, þegar flokkur hennar hafði 20% meira fylgi en Verka- mannaflokkurinn. Fimmtíu af hundraði telja frú Thatcher „góðan" eða „mjög góð- an“ forsætisráðherra og 66% telja hana góðan flokksleiðtoga. Staða Michael Foot er sem fyrr verri en nokkurs annars leiðtoga Verka- mannaflokksins eftir heimsstyrj- öldina: aðeins 15% telja að hann yrði góður forsætisráðherra og helmingurinn telur að hann yrði „slæmur" eða „mjög slæmur." Skoðanakannanirnar spilla stöðu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir tvennar aukakosningar, sem Veður víða um heim Akureyri 0 léttskýjað Amsterdam 13 heiðskirt Aþena 24 heiðskírt BrUssel 13 skýjað Chicago 14 heiðskíil Oyflinni 16 sólskin Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 12 heiðskírt Genf 10 rigning Helsinki 11 skýjað Hong Kong 24 skýjað Jerúsalem 23 heiðskírt Jóhannesarborg 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 skýjað Las Palmas 23 téttskýjað Lissabon 20 heiðskirt London 15 skýjað Los Angeles 27 heiðskirt Madrid 17 heiðskirt Malaga 20 heiðskirt Matlorca 21 skýjað Mexíkóborg 21 heiðskírt Miami 24 skýjað Moskva 7 skýjað Nýja Delhí 33 heiðskírt New York 11 skýjað Osló 8 skýjaö Paris 15 rigning Perfh 17 heiðakírt Rio de Janeiro 39 skýjað Reykjavík 1 él Rómaborg 19 rigning San Francisco 18 rigning Stokkhólmur 11 skýjað Sydney 20 heiðskirt Tel Aviv 26 heiðskfrt Tókýó 17 heiðskirt Vancouver 13 rigning Vinarborg 17 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað meðbyr fara fram á fimmtudaginn. Til þess að öðlast aftur trú kjósenda verða sósíaldemókratar að standa sig vel í öruggu Verkamanna- flokkskjördæmi, Peckham, í Suð- ur-Lundúnum. Verkamannaflokk- urinn vonast til að sigra íhalds- flokkinn í Birmingham-kjördæm- inu Northfield, þar sem frambjóð- andi ihaldsmanna sigraði með litl- um mun árið 1979. Tugir tróðust undir Moskvu, 25. október. AP. TIJTTIJGU manns fórust og margir slösuðust meira og minna i miklum þrengslum sem urðu á knattspyrnuleikvangi í Moskvu. Sovézka knattspyrnu- félagið Spartak Moskva lék gegn hollcnzku liði og átti atvik- ið sér stað er heimaliðið skoraði mark á síðustu sekúndum leiks- ins. Fjöldi áhorfenda var á leið út af leikvanginum er markið var skorað og reyndu þá marg- ir að hlaupa til baka til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Mikil hálka var á pöllunum, snjór og sex stiga frost, þannig að áhorfendaskarinn bókstaf- lega rann af stað og tróðust þá margir undir. Hollenzkir knattspyrnu- ráðsmenn gagnrýndu vallar- stjórnina á leikvanginum, sögðu aðeins hafa verið selda miða í eina áhorfendaálmu á 100.000 manna vellinum. Áhorfendur voru um 15.000 og var þeim öllum troðið á lítið afmarkað svæði. Sættir kommún- istaflokka Peking, 25. október. AP. KÍNVERSKU og frönsku kommúnista- flokkarnir hafa nú sæst heilum sáttum á ný, en þeir slitu sambandi árið 1965 er deilur Kína og Sovétríkjanna komu upp á yfirborðið og franski Dokkurinn Tylgdi Sovétmönnum að málum. 17. þessa mánaðar hófu flokkarnir for- mlega samband á ný með heimsókn franska kommúnistaforingjans Georg- es Marchais til flokksforingjans í l*ekj ing, Deng Xiaoping. Þeir áttu vinsamlegan fund og að honum loknum höfðu fréttamenn eftir Marchais: „Skoðanaskipti eiga alls ekki að koma í veg fyrir góða samvinnu á öðrum sviðum, við erum bræður eftir sem áður.“ Deng gaf út yfirlýsingar i sama dúr og bætti auk þess við: „Við víkjum nú fyrri skoð- anaágreining til hliðar, kommúnist- ar allra landa ættu að gera það og horfa fram á veginn." Þess má geta, að skoðanaágreiningurinn er fólginn í viðhorfum til Sovétríkjanna, Afg- anistan og Viet nam. Mörg kerti brunnu Klsinorp, Dnnmörku, 25. október. AP. ÞAÐ logaði bókstaflega á mörgum kertum er ASP og Homhlad kerta- gerðin danska varð alelda í gær og brann til kaldra kola. Fjölmennt slökkvilið glímdi við eldinn I sex klukkustundir og tókst ekki að slökkva hann fyrr en flest var brunnið sem brunnið gat. Hafði þá einn slökkviliðsmaður látist við slökkvistörf. Varð hann undir húsvegg er hrundi við spreng- ingu. All margar slikar sprengingar kváðu við meðan eldurinn logaði og voru þær svo öflugar að rúður brotn- uðu í íbúðarhverfum allt í kring.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.