Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
45
Frá fyrsla fundi nýkjörinnar stjórnar INSÍ.
Deilur í Iðnnemasambandi íslands:
Hín hliðin á málinu
SigríAur Helgadéttir, Kópavogi,
skrifar 20. október:
„Velvakandi.
I Mbl. 20.10. sl. birtist viðtal
við Gunnar Tryggvason vara-
formann INSÍ. Mér finnst hann
ekki segja rétt frá málum og
langar til að fram komi eftirfar-
andi atriði:
Hann segir að þarna sé um að
ræða hóp ungs fólks með það að
markmiði að endurreisa iðn-
nemahreyfinguna. Ég veit ekki
betur, og sat ég þó alla fundi
sambandsstjórnar INSÍ í vetur,
en hún hafi starfað af fullum
krafti og sambandsstjórnarmeð-
limir unnið fullir áhuga að mál-
um iðnnema. Ekki varð ég vör
við að pólitík kæmi þar neitt við
sögu, enda hefðu margir í sam-
bandsstjórninni ekki sætt sig við
það.
Ég er hissa á að þessi maður
skuli láta svona nokkuð frá sér
fara. Hann er greinilega eitt-
hvað ruglaður í tíma þegar hann
fer að tala um það sem gerðist
fyrir tveimur árum. Ástæðan
fyrir því að stjórnarmenn drógu
sig til baka var að þeir treystu
sér ekki til að vinna með Haraldi
Kristjánssyni sem formanni og
kallar hann það ábyrgðarleysi.
Er það ekki ábyrgðarleysi af
Haraldi Kristjánssyni að rjúka
upp og segja af sér eftir að úrslit
lágu fyrir og þingið fór í upp-
lausn?
Tryggvi segir ennfremur að
það hafi verið „vinsamleg til-
mæli“ að sambandsstjórn yfir-
gæfi húsnæðið fyrir kl. 12.00 á
hádegi næsta dag. Ég veit ekki
betur en stjórninni hafi verið
settur sá eini kostur að vera
komin út kl. 12.00 og taka starfs-
manninn með sér, en hafa verra
af ella.
Ég er hissa á þessum mönnum
að haga sér eins og þeir gera.
Það er engu líkara en að þetta sé
þeirra einkamál, en ekki sameig-
inlegur hagur iðnnema. Það er
ekki búið að slíta þingi og málin
eins og þau eru í dag, óljós. Með
því að haga sér svona koma þeir
í veg fyrir að þing geti fram
haldið því það fæst engin lausn á
málum með þessu áframhaldi.
Það mætti halda að þeir væru
hræddir við að stuðningsmenn
þeirra hefðu snúið við þeim baki.
Og þessi firra að ætla að leita
réttar síns fyrir dómstólum
finnst mér alveg út í hött, því
það er ekki búið að kjósa fulla
stjórn; það er verk þingsins.
Þessir menn ættu að sýna sóma
sinn í að stuðla að því að þingið
geti haldið áfram störfum og ef
þeir fá sín mál á hreint eiga þeir
þessi sæti með fullum rétti. Ég
segi þetta því ég kalla það ekki
að vera með sín mál á hreinu að
skilja við þingið í upplausn.
Það var greinilegt að fólk var
farið að skoða hug sinn upp á
nýtt enda kaus það að láta fresta
þingi. Ég segi fyrir mig að ég
treysti ekki svona mönnum fyrir
mínum málum. Þeim væri nær
að vinna að lausn sem allir sætta
sig við fremur en að haga sér
eins og píslarvottar.
í þessu máli er um hag allra
iðnnema að tefla og það er nauð-
synlegt að við stöndum saman.
Ég vona að þessar línur verði
birtar, því að þetta er hin hliðin
á málinu."
Rjúpnaskyttur:
Stelist
ekki til
að drepa
fuglana
mína
Guðrún Kristín Magnúsdóttir
skrifar:
„Velvakandi.
Hvað veiddirðu?
Eina rjúpu og tvo bændur.
Þessi brandari er ekkert fynd-
inn. Það er ekki gott að þurfa að
skríða um á jörð sinni á rjúpna-
veiðitímanum til þess að vera ekki
skotinn i misgripum fyrir jóla-
steik. Það er ekki fallegt að horfa
á óðar rjúpnaskyttur murka lífið
úr fuglunum rétt fyrir utan húsið
sitt, en þetta er því miður til.
Rjúpnaskyttur athugið: í lögum
um fuglaveiðar og fuglavernd nr.
33/1966 er skotveiði aðeins heimil
á afréttum utan landareigna lög-
býla og á löndum lögbýla með leyfi
landeigenda. Virðið þetta og stel-
ist ekki til að drepa fuglana mína.
Ég vil láta þá lifa."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann sagði að horfur séu góðar.
Oftast færi betur: Hann sagði að horfur væru góðar.
Hins vegar: Hann segir að horfur séu góðar.
nyy
ILJI
Bláskógar
ÁRMÚLI 8
SÍMi: 86080
Forstofukommóöur
meö speglum
Viöartegundir: eik, mahóný og fura.
yfk 20 geröir.
Kommóöur úr furu
Litir: fura, brúnbæsaö.
Ýmsar stæröir.
Eldhúsgögn úr birki
Litir: brúnbæsaö og ólitaö
G()óan daginn!