Morgunblaðið - 06.11.1982, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 __________________________________X______ Ellert B. Schram: Hef ekki tekið ákvörðun enn „í:U ■ IKF ekki tekiö ákvöróun um þaö ennþá,“ sagði Kllert B. Schram, ritstjnri I)V og fyrrum alþingismaður í samtali vió Morgunblaóió, en hann var spuróur hvort hann myndi taka þátt í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins fyrir na'stu alþingiskosningar, en prófkjörió fer fram í lok þessa mán- -------------V----------------------- aóar. „Ég tel mit; þurfa að líta á ýmsa hluti áður en svona stór ákvörðun verður tekin. Ék hef meðal annars talið mig þurfa að sannfærast um það hvort ég hafi einhvern stuðn- intí í þetta framboð. Þess vegna er éu í biðstöðu," saf<ði Ellert. Fréttastofa Ríkisútvarpsins: Telur ekki þörf á ráðningu þriðja fréttamannsins! KRÉTTASTOFA Rikisútvarpsins hefur tilkynnt útvarpsráói, aó vió könnun á mannaflaþörf á fréttastof- unni, hafi komió í Ijós aó ekki sc talin þörf á fleira fólki til starfa en þar er nú. Kyrir skömmu var Gunnar K. Kvaran ráöinn í fasta stöðu frétta- manns við útvarpió, og voru þá laus- ar þrjár stöóur lausráðinna frétta- manna. Allmargar umsóknir bárust, og mælti fréttastofan meö þvi aö ráóin yróu þau Kinar Sigurðsson, Katrín l’álsdóttir og Stefán Jóh. Stefánsson. útvarpsráð mælti á hinn bóginn með því aó ráóin yrðu þau Kinar Sigurösson, Katrín l’álsdóttir og Atli Steinarsson. Kékk Kinar 7 atkvæói í útvarpsráói, Katrín einnig 7, Atli 4 atkvæói, en Stefán Jóh. 3. Skömmu síðar var gengið frá lausráðninKU þeirra Katrínar og Einars, og hóf Katrín störf, en Einar hélt áfram vinnu sinni á fréttastofunni, þar sem hann hafði unnið í sumar. Ekkert frétt- ist á hinn bóginn af þriðju stöð- unni, uns fyrirspurn um hana var löjíð fram í útvarpsráði. Kom þá í Ijós, sem áður sagði, að fréttastof- an teldi ekki þörf á að ráðið yrði í þá stöðu. — Fjármálastjóri út- varpsins sagði einnig á útvarps- ráðsfundi, að hann vissi ekki betur en Stefán Jóh. Stefánsson myndi hætta 1. desember næstkomandi, er ráöningartímr hans rynni út. Mál þetta varð tilefni allnokk- urra umræðna á útvarpsráðs- fundi. Kom fram í máli sumra út- varpsráðsmanna, að furðu gegndi að fréttastofan skyldi gefa yfirlýs- injíp sem þessa, þar sem hún hefði árum saman barist fyrir fjölgun fréttamanna við Ríkisútvarpið. — Nú síðast hefði það verið áréttað við breytta tilhögun á kvöldfrétta- tímanum. Ræddu nokkrir út- varpsráðsmanna um, að óþolandi væri að fréttastofan eða stjórn hennar, neitaði skyndilega að ráða til starfa það fólk er útvarpsráð hefði mælt með, eingöngu vegna þess að ekki hefði verið ráðið það fólk sem í uppáhaldi væri á frétta- stofunni. Flokksþing Alþýðuflokksins: Forystumenn flokks- ins verða kosnir í dag Nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík lögóu i gær upp í sólarhrings róóur á Tjörninni í Reykjavík, en tilgangurinn meö þessu uppátæki er að vekja athygli á happdrætti ólympíuncfndar. Auk þess láta mennt- skælingar inntekt af áhcitum, sem safnað var í sambandi viö róðurinn, renna í sjóó til styrktar væntanlegum þátttakendum Islands í ólympíuleikjunum 1984. MorcunhlaðiA óiafur k. Magnússon Róiö fyrir ólympíunefndina Er leyniákvæði í frum- varpi um lengingu orlofs? ---vnrpiö uinjéngingu orlofs lagt fram:_ Nauðsynleg leiðrétting i Almennt verkafólk hefur tú þessa haft styttra orlof en aðrir, sagði Guðmundur J Fyrirsögn á forsíöufrétt Þjóðviljans 4. nóvember. í frumvarpinu um lengingu orlofs felst ekki „nauðsynleg leiörétting“ vegna styttra orlofs almenns verkafólks. í UMRÆÐIJM á Alþingi miöviku- daginn 3. nóvember um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lengingu orlofs, kom það fram í ræðu Guó- mundar J. Guömundssonar, þing- manns Alþýðubandalagsins og for- manns Verkamannasambands Is- lands og Dagsbrúnar, aö meö frum- varpinu væri verið aó samræma icngd orlofs hjá almennu verkafólki og öðrum er njóta lengra orlofs en þaó. Slær Þjóóviljinn þcssu upp á forsiðu á fimmtudag. í bréfi, sem Vinnuveitendasam- band íslands afhenti Svavari Gestssyni félagsmálaráðherra 20. október segir meðal annars, þegar rætt er um efnisatriði orlofs- frumvarpsins, sem ráðherrann flutti á Alþingi: „Athygli vekur, að áform stjórnvalda beinast ekki að því, að jafna orlofsrétt launþega, því samkvæmt yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar mun hún stefna að fjögurra til fimm daga orlofsleng- ingu til handa öllum. Gildir þar einu hvort orlofsrétturinn er 24 eða 30 dagar." í greinargerð með frumvarpi fé- lagsmálaráðherra er þess ekki getið, að með því sé verið að sam- ræma lengd orlofs. Þar segir hinsvegar: „Meginbreytingin frá gildandi lögum er sú, að í 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að laugardagar teljist ekki orlofsdag- ar, fremur en sunnudagar og aðrir helgidagar." « Raðsmíðaverkefnið: Framleiðendum og kaupendum heimilt að taka 20% vörukaupalán 41. KLOKKSÞING Alþýöunokksins var sett í húsi íslenzku óperunnar í gær. Þingió stendur yfir þar til ann- aó kvöld. í dag fara fram kosningar formanns, varaformanns og annarra forystumanna flokksins. Kjörorö þingsins er frelsi, friður, framtíð. Við þingsetninguna í gær sem hófst kl. 17 flutti Kjartan Jó- hannsson ávarp, þá voru .dagskráratriði í umsjón ungs fólks. Þinginu var framhaldið á Hótel Loftleiðum kl. 21 og fór þá fram kosning embættismanna, auk þess voru fluttar skýrslur. gerð grein fyrir reikningum o.fl. Forseti þingsins var kjörin Rann- veig Guðmundsdóttir, Kópavogi, varaforsetar: Stefán Matthíasson, Akureyri, og Ragna Bergmann, Reykjavík. I dag verða almennar umræður og starfshópar fja.Ha um afmörk- uð málefni. Síðdegis fara fram kosningar, en í þeim býður Vil- mundur Gylfason alþingismaður sig fram sem varaformann á móti Magnúsi H. Magnússyni alþing- ismanni, sem nú er núverandi varaformaður. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum 4. nóvember sl. aö heimila þeint aöilum, er smiöa og kaupa skip samkvæmt raösmíöa- verkefninu, aö taka erlent vörukaupalán, sem nemur 20% af smiöaverði hvers skips. Vörukaupa- lánin til raðsmiði fiskiskipa eru tek- in hjá Norska útflutningslánasjóðn- um og eru með 8,75% vöxtum. Ennfremur verður hægt að nota þessi lán vegna fjármögnunar á meiriháttar viðgerðum innan- lands, að því tilskyldu að efni og tæki séu keypt frá Noregi. Þá samþykkti Seðlabankinn í lok ág- úst sl., að innlendar skipasmíða- stöðvar fengju framleiðslulán vegna nýbygginga og meiri háttar viðgerða. Þessar ráðstafanir gera það að verkum, að fjármagnskostnaður á smíðatíma fiskiskipa lækkar tölu- vert. Á seinasta Alþingi voru sam- þykkt lög er heimila ríkisábyrgð á smíði fjögurra skipa hverju sinni samkvæmt raðsmíðaáætluninni á árunum 1982—1985, án kaupenda, allt að 80% af smíðaverði skips. Ríkisábyrgðarheimildin nær til smíði tveggja skipa hverju sinni hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri, eins hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og eins hjá Stálvík hf. í Garðabæ. Fjármögnun við nýsmíði rað- smíðaðra fiskiskipa verður þá þannig, að Fiskveiðasjóður mun lána 60% af smíðaverði, lán Norska útflutningslánasjóðsins verður 20%, lán úr Byggðasjóði væntanlega 5%, og eigið framlag kaupenda 15%. Lán úr Byggða- sjóði og Fiskveiðasjóði eru háð samþykki viðkomandi sjóðstjórna. Forkastanlegur þjóftiaður — segir Karl Steinar Guðnason varafor- maður Verkamannasambands íslands um verðbótaskerðinguna 1. desember nk. „ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar um að skerða vrðbætur um helm- ing nú rétt fyrir jólin er auðvitað forkastanlej. Þetta þýðir, að þeir hnupla 9'í úr launaumslögum verkafólks. Þessi aðgerð, þessi þjófnaöur, kemur til framkvæmda 1. desember nastkomandi og þá fer fólk að finna fyrir því hve mik- ið er um að ræða. Ofan á þetta eru allar vörur ha'kkaðar hrikalega," sagði Karl Steinar Guðnason, vara- formaður V erkamannasambands íslands, er Mbl. leitaði álits hans á væntanlegri vísitöluskerðingu I. desember nk. Karl Steinar sagði einnig: „Þetta er ekki eina skerðingin á undanförnum árum. í samtals 14 skipti hefur þessi ríkisstjórn skert verðbætur, bæði með beinni skerðingu og svo Ólafs- lögum, sem til dæmis Alþýðu- bandalagið heldur fast í, enda samþykktu þeir þau lög á sínum tíma. í orði hafa þeir sagst vera andvígir þeim. Þeir hafa haft þrjú ár til að afnema þau, en ekki viljað. Eina úrræðið sem þessir herrar hafa er að ráðast á lífskjör launafólks, ekkert hafa þeir annað lagt til málanna. Þeir tala nú um lengingu orlofs samhliða þessi kjararáni en undanfarin þrjú ár höfum við Alþýðuflokksmenn flutt tillögu um það mál á Alþingi. í öll skipt- in hafa þessir herrar verið á móti orlofslengingu. Launþegar vilja ekki kaupa sjálfsagðar rétt- arbætur með kjararáni." Karl Steinar sagði í lokin: „Annars hef ég þungar áhyggjur af framtíðinni. Verkalýðshreyf- ingin er niðurlægð af ríkisvald- inu í hvert sinn eftir að samn- ingar eru gerðir. Það sem samið er um er hrifsað aftur og meira til. Þetta er blekkingarleikur sem verkalýðshreyfingin mun ekki una lengur. Á sínum tíma við sömu aðstæður var blásið til útflutningsbanns. Við Suður- nesjamenn neituðum að taka þátt í því, við töldum það póli- tíska aðgerð. Ég tel að hefði verkalýðshreyfingin ekki oft á tíðum hagað sér eins og pólitísk- ur vindhani, væri staða hennar til áhrifa og mótunar betri efna- hagsstefnu sterkari í dag.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.