Morgunblaðið - 06.11.1982, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
Karólína í einu af uppáhalds myndumhverfi sínu; íslenskri náttúru.
Myndina tók Kmilía Björg Björnsdótlir.
— Hvernig færðu hugmyndir
að verkum þínum?
„Ég á nú ekki mjög gott með að
útskýra það, og það er líka mjög
mismunandi. Oft fæ ég hugmynd-
ir, þar sem ég sé fyrir mér full-
gerða mynd, sem ég þarf nánast
aðeins að fá tíma til að koma á
léreft. Oft eru þetta líka einhverj-
ar minningar, eitthvað fólk sem ég
man eftir, og finnst ég þurfi að
setja á mynd. Þetta er svona alla
vega, engin nein sérstök „formúla"
eða regla um það hvernig hug-
myndir verða til og enda sem mál-
verk.“
íslcnskt landslag
svo sérstætt
— íslenskt landslag er áber-
andi í mörgum mynda þinna, þótt
þú búir erlendis. Ér það af söknuði
eftir Islandi sem þú málar þann-
ig?
„Mér finnst gaman að koma
hingað, og geri það of sjaldan, en
þó finnst mér ég ekki sakna ís-
lands, ekki á þann hátt að minnsa
kosti, sem margir halda. En ís-
lenskt landslag er afskaplega sér-
stætt, og það er það sem ég nota í
myndunum. Þetta er íslenskt
landslag og íslensk náttúra eins og
ég man hana og sé fyrir mér. I
Hið óvænta heillar mig
Rætt við Karólínu Lárusdóttur, sem í dag opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöðum
Eftir að fréttir bárust af því að hingad til lands væri
væntanleg með mikla sýningu, Karólína Lárusdóttir listmál-
ari, hefur nokkurrar spennu gætt meðal myndlistaráhuga-
manna. Karólína er vafalítið í röð fremstu íslenskra listmál-
ara um þessar mundir, en hér heima hefur hún ekki haldið
sýningu síðan árið 1968, enda búsett úti í Knglandi. En nú er
Karólína komin heim, og í farteski sínu hefur hún gífurlega
mikla sýningu; hátt á annað hundrað vatnslitamyndir, olíu-
málverk og grafíkmyndir.
Blaðamaður hitti hana að máli þar sem hún var önnum
kafin við að bera málverkin inn á Kjarvalsstaði með góðri
aðstoð (>uðmundar Axelssonar í Klausturhólum, og einnig
var hún byrjuð að sjá hvernig verkin tækju sig sem best út í
Vestursal KjarvaJsstaða, og svo þurfti að huga að römmun-
um.
Listin mikið einkamál
„Mér finnst ákaflega erfitt að
ræða um list mína, eða útskýra á
„gáfulegan" hátt hvað ég sé að
fara í einstökum verkum, eða hver
boðskapur þeirra eigi að vera.
Bæði er ég lítið hrifin af lista-
mönnum sem tala of mikið um
slíka hluti, og svo er mér listin
mjög mikið einkamál, þótt ein-
hverjum kunni að þykja það öfga-
kennt með listamann sem heldur
opinbera sýningu! En þannig er
það nú samt, ef það getur útskýrt
þetta eitthvað, þá held ég að mér
veitist oft álíka erfitt að ræða
þessa hluti, og öðru fólki að út-
skýra trú sína, eða tala um kynlíf.
Ég skal þó reyna hvað ég get,“
sagði Karólína brosandi, er blaða-
maður ætlaði að fyllast örvænt-
ingu um að viðtalið væri þegar á
enda, eða yrði öllu heldur ekki að
neinu.
„Ef til vill á ég erfitt með að
tala um það sem ég er að gera
hverju sinni, eða um það sem ég
hef gert, vegna þess hve mér
finnst málverkin sem ég hef lokið
við, fljótt tilheyra fortíðinni. Ég
vinn hratt, oft að mörgum mynd-
um í einu, en þegar ég hef lokið við
málverkin, þá vil ég láta þau frá
mér, og helst ekki sjá þau aftur.
Það kemur oft fyrir að fólk er að
bjóða mér heim, fólk sem á mynd-
ir eftir mig, en ég hef ekki gaman
af slíkum heimsóknum, ef ég þarf
að horfa á eða ræða um þessi mál-
verk. í rauninni líður mér hálf illa
við slíkar aðstæður, svo gjörsam-
lega hef ég losað mig við þessi
verk.“
— Svo þú hengir ekki myndir
þínar upp á vegg heima hjá þér?
„Veggirnir eru alltaf fullir af
myndum sem ég er að vinna að þá
og þá stundina. Eins og ég sagði,
þá er ég oft að vinna að mörgum
verkum í einu, kannski tíu mynd-
um, þá hanga þær uppi! Ég reyni
þá oft að koma fyrstu hugmynd-
unum á léreftið eða blaðið, og full-
vinn myndirnar síðan á eftir."
Unnió mikið að
undaníornu
— En myndirnar á þessari sýn-
ingu, hvenær eru þær gerðar?
„Þær eru að mestu leyti málað-
ar á síðustu mánuðum, á þessu ári
og í fyrra. Ég hef málað mjög inik-
ið að undanförnu, hef haft til þess
betri tíma en áður, þegar synir
mínir voru litlir. Ég hef eiginlega
verið að mála frá morgni til
kvölds, og mér finnst ég aldrei
hafa nægan tíma. Mig langar til
að mála alla skapaða hluti, og síð-
ar meir vildi ég koma oftar hingað
til íslands, vinna jafnvel hér
nokkra mánuði á ári.“
„Hér hef ég málað fólk úti í landslagi, hér er fólkið ekki saman, en þó svo
nálægt hvort öðru, eins og alltaf þegar maður sér fólk úti í náttúrunni."
Hér hefur Karólina brugðið á leik i kunnu umhverfi: Sjálft Stjórnarráðshúsið
er horfið, en ísbjörn kominn inn á sviðið í staðinn. Fjær sjást stytturnar og
Esjan í baksýn.
flestum tilvikum eru þetta ein-
hverjir ókunnir staðir, staðir sem
líklega finnast ekki, fjöll sem ekki
eru til, en þó dæmigert íslenskt
landslag. Fólk á að sjá að þetta er
íslenskt fjall, en það þekkir ekki
Esjuna, Keili eða eitthvað annað,
þannig hugsa ég það að minnsta
kosti ekki! Þetta er landslag sem
ég sé í huganum, og fólkið er
eitthvað fólk sem kemur til mín,
og ég set í myndirnar. Annað ekki.
Er ég nú kannski farin að tala
voðalega gáfulega eins og allir
listamenn, eins og ég ætlaði ekki
að tala?“
— Hvað ræður því, hvort þú
málar eitthvert tiltekið efni, eða
einhverja hugmynd, í vatnslitum
eða olíu, og hvaða myndir koma í
grafík?
„Þessar hugmyndir sem ég fæ,
og ég sagði þér frá; þegar myndir
standa mér fyrir hugskotssjónum
tilbúnar, þær mála ég yfirleitt í
olíu. En svo fer þetta einnig eftir
hvað ég er að fást við í það og það
skiptið. Best finnst mér að taka
tarnir í hverri tækni; ég er með
olíuliti í tvo mánuði, tek síðan
fyrir vatnsliti og síðan grafík, og
svo framvegis, án þess að nokkur
regla sér þar á. Þetta kemur til af
því að mér finnst gott að breyta
til, og svo er það líka töluvert
fyrirtæki að taka upp olíuliti, og
þó enn frekar allt sem þarf til
grafíkmyndagerðar. Annars hef
ég ekki hugsað mikið útí hvað hér
ræður ferðinni, þetta kemur allt
af sjálfu sér. En í þessu öllu, þá
finnst mér alltaf sem mig skorti
tíma, ég h'ef aldrei nægan tíma til
að gera það sem ég vil og hef
áhuga á. En þetta er víst eins alls
staðar, hvort sem maður er blaða-
maður, listmálari eða eitthvað
annað. En áður en ég hætti að tala
um það hvernig myndirnar verða
til, og hvaða tækni ég nota, þá má
ég til með að koma því að, að það
er oft svo erfitt að átta sig á þí
hvernig myndir á endanum verða,
sem maður vinnur að. Þetta á
fyrst og fremst við um grafíkina.
Maður gerir einhverja mynd,
vinnur hana eins og hún á að vera,
en síðan þegar hún er þrykkt, þá
verður hún aldrei alveg eins. Það
er oft spennandi að sjá hver út-
koman verður, og góð grafíkmynd
getur af þessum sökum oft verið
tilviljun. Það er þetta „element og
surprice" sem heillar mig, hið
óvænta í listinni," sagði Karólína
að lokum.
Glæsilegur ferill
og viðurkenningar
Karóína Lárusdóttir á um
margt glæsilegan og sérstæðan
feril í list sinni, og henni hefur
verið margvíslegur sómi sýndur
erlendis. Fyrsta einkasýning
hennar var í Casa Nova í Reykja-
vík 1968. Þá tók hún þátt í sýningu
í Royal Society of Painter-Étchers
í London 1978, og sumarsýningu í
Royal Academy í London 1979, og
í sýningu hjá Essex Artists hjá
Michael Rothenstein 1979. Þá
sýndi hún á samsýningu með fjór-
um myndlistarmönnum í Harlow
Playhouse Gallery í Englandi 1980
og hún hélt einkasýningu á vatns-
litamyndum í Whitehall College
fyrr á þessu ári, og samsýningu
með öðrum listamanni í Regency
Gallery skömmu síðar. Verk Karó-
línu hafa verið keypt á listasöfn í
Englandi, og hún er félagi í þeim
kunna félagsskap Royal Society of
Painter-Etchers.
Karólína er fædd í Reykjavík
1944 og varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1964. Þá fór
hún til Englands til listnáms, var í
Sir John Cass College 1964 til
1965, Ruskin School of Art í Ox-
ford 1965 til 1967, og síðan í Bark-
ing College of Art 1977.
Hin stóra sýning Karólínu á
Kjarvalsstöðum verður opnuð
klukkan 14 i dag, laugardag.
Anders Hansen