Morgunblaðið - 06.11.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.11.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 Basar Kvennadeild- ar Rauða krossins KVKNNADEILI) Reykjavíkurdeild ar RauAa krossins heldur hinn ár- lega hasar sinn í Félagsheimili Fóstbræðra aó Langholtsvegi 109 sunnudaginn 7. nóv. og hefst hann kl. 2 e.h. Þar verða konurnar með á boðstólum margs konar handa- vinnu, heimabakaðar kökur, jóla- kort félagsins og margt fleira. Allur ágóði rennur til bóka- kaupa fyrir sjúklingabókasöfn spítalanna. — Myndin sýnir nokkra af munum þeim sem á boðstólum eru. Fiskiþing hefst á mánudaginn FERTUGASTA og fyrsta Fiskiþing hefst mánudaginn 8. nóvember nk. kl. 14.00 í húsi Fiskifélagsins, Höfn við Ingólfsstræti. Már Elísson fiskimálastjóri set- ur þingið og að því loknu mun sjávarútvegsráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, ávarpa þing- fulltrúa. Þingfulltrúar eru 33, þ.e. 22 frá deildum og fjórðungssamböndum Fiskifélagsins og II frá sérsam- böndum sjávarútvegsins, svo sem útvegsmanna, sjómanna og fisk- framleiðenda. Undanfarnar vikur hafa deildir og fjórðungssambönd Fiskifélags- ins haldið aðalfundi sína og þá jafnframt fjallað um margvísleg málefni sjávarútvegsins. Mikill áhugi hefur ríkt á þessum fundum og fjölmörg hagsmunamál sjávar- útvegsfólksins í landinu verið rædd og um þau gerðar samþykkt- ir til Fiskiþings. Höfuðmál Fiskiþingsins verða þessi: Stjórnun fiskveiða og niðurstöð- ur kvótanefndar, gæði fiskafla og afurða, verðjöfnunarsjóður sjáv- arútvegsins, rekstrarvandi sjávar- útvegsfyrirtækja, öryggismál sjó- farenda og starfsemi Siglinga- málastofnunar. Mörg önnur mál, sem varða sjávarútveginn, munu koma fram á þinginu. Stefnt er að því að þing- inu Ijúki föstudaginn 12. nóvem- ber. Hver hefur rétt til þess að bera eld að rótum lýðræðisins? eftir Jónas Bjarnason Hver heldur á eldinum? I umræðu um kosningarétt og vægi atkvæða á íslandi ber nokk- uð á því sjónarmiði, að þéttbýlis- fólk megi ekki krefjast sama at- kvæðavægis og dreifbýlisfólk hef- ur vegna þess, að það endi með ófriði milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þess vegna eigi R-kjördæmiri að halda sér á mottunni. I þessu sambandi er nauðsyn- legt að skoða málið ögn nánar. Er það stríðsyfirlýsing að krefjast jafns atkvæðisréttar fyrir alla kjósendur á íslandi? Nei, vissu- lega ekki! Það er stríðsyfirlýsing að berjast gegn réttlæti í þessum málum. Þegar reynt er að beita rökstuðning um efnahagslega mis- munun eftir búsetu gegn réttlæti í grundvallarmannréttindum, er verið að bera eld að rótum lýðræð- isins í landinu, hvorki meira né minna. Almennar reglur um efna- hagsmál eða félagslega þjónustu setur þjóðþing í samræmi við sið- ferðisástand og réttlætiskennd, en slíkar reglur hafa ekki þýðingu, nema að þeim standi jafn réttháir menn um land allt. Það er til lítils að krefjast þess, að reglur verði haldnar í spili, ef vitlaust var gef- ið í upphafi. Ilver situr á rétti fólks? Af fregnum frá stjórnarskrár- nefnd í fjölmiðlum má ráða, að fjöregg lýðræðisins, atkvæðisrétt- ur landsmanna, gangi nánst kaup- um og sölum. Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri og nefndármaður í stjórnarskrárnefnd, skrifar heila blaðsíðu í Tímann nýlega. Hann ræðir fram og aftur um algjör aukaatriði og reynir að láta líta svo út, að hann sé að ieysa vanda- málin. Forskriftin er sú, að kjós- endur R-kjördæmanna eiga að fá 40% atkvæðisrétt í stað 20—25% Jónas Bjarnason. eins og hann er nú. Þetta er síðan rökstutt með ýmsum flokkslegum málatilbúnaði eða „þingmanna- atvinnutryggingarsjónarmiðum". Það er augljóst mál, að þingmenn eru vanhæfir til að fást við þetta mál meðan þeir líta á það frá eigin sjónarmiði. Halda þeir, að þeir hafi heimild til að „gefa“ þjóð sinni stjórnarskrá eins og konung- ur gerði forðum 1874? Er hér um þingmannavandamál að ræða eða hvað? „Hvurslags" er þetta? Full- trúar almennings taka að sér að skammta fólki rétt úr hnefa og semja um málin fyrir lokuðum dyrum. Algjör þögn og trúnaður á að ríkja! Til umræðu eru grund- vailarmannréttindi. Þetta ætti að vera opnasta mál, sem til er. Trúnaðarbrestur og upplýsingaskortur Skoðanakönnun DV um kjör- „Enginn haldbær rökstuðn- ingur hefur verið settur fram fyrir ójöfnum kosningarétti, en almenningur hefur tapað áttum í öllu moldviðrinu og smáskammtatillögunum. Hvernig á fólk að skilja þetta allt saman? Er umræða um einföldustu mannréttindi að- eins á færi sérfræðinga til að skilja? dæmamál hefur örugglega komið stjórnarskránefnd og fulltrúum atkvæðamisréttis í opna skjöldu. Fjórir fimmtu íslendinga vilja jafna atkvæðaréttinn! Á meðan rita menn heilu blaðagreinarnar um eitthvað „smotterí" og vilja flytja nokkra þingmenn til, en minnast aldrei á sjálfa höfuð röksemdina, jafnan kosningarétt. Enginn haldbær rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir ójöfnum kosningarétti, en al- menningur hefur tapað áttum í öllu moldviðrinu og smáskammta- tillögunum. Hvernig á fólk að skilja þetta allt saman? Er um- ræða um einföldustu mannrétt- indi aðeins á færi sérfræðinga til að skilja? Svo furða menn sig á þverrandi virðingu Alþingis og vaxandi trúnaðarbresti milli al- mennings og þjóna þeirra, þing- mannanna. Hvar er þetta fólk í dreifbýlinu, sem vill standa gegn jöfnum atkvæðaþunga? Ætli það séu ekki atvinnu- stjórnmálamennirnir og einstakir valdapólar í kring um þá? Það er hættulegt ástand, þegar stjórn- málamenn og almenningur sigla í sitt hvora áttina og kallast á með þokulúðrum. Hvers virði er réttlætið? eftir Gísla Jónsson, menntaskólakennara Kristján konungur 8. gaf út til- skipun árið 1843 „um stiptun sér- legrar ráðgefandi samkomu fyrir Island, er á að nefnast Alþing". I 13. grein tilskipunarinnar seg- ir svo: „Sérhver af landsins 19 sýslum á að vera eitt kosningarumdæmi, og fyrir hvert af þessum skal einn fulltrúi kjósast til alþingis. Kaup- staðurinn Reykjavík með því byggðarlagi, er heyrir til staðar- ins lögsagnar, er sömuleiðis eitt kosningarumdæmi, sem nefnir einn alþingismann." Annarstaðar í þessari tilskipun segir: „Sömuleiðis viljum Vér tilskilja Oss, eptir kringumstæðunum, að nefna allt að 6 meðal landsins embættismanna, 2 andlega og 4 veraldlega, til meðlima nefndrar samkomu." Þetta er hin svokallaða enilur- reisn alþingis, það er stofnun ráð- gæfs fulltrúaþings sem kæmi Gísli Jónsson saman í Reykjavík í stað dóm- þings þess sem flutt var frá Þing- völlum við Öxará 1798 og lagt niður að fullu árið 1800. Urðu þingmenn samkvæmt þessu 26 og engu skeytt hvort sýslur voru fámennar eða fjölmennar; hver hafði einn þingmann, enda þótt bæði Jón Sigurðsson og Brynjólfur Pétursson hefðu barist fyrir því að þingmannafjöldinn skyldi fara eftir fólksfjöldanum. Alkunna er hversu lengi stóð sá siður að sýsl- urnar skyldu vera kjördæmi að gömlum konunglegum geðþótta. Þegar hið „endurreista" alþingi kom saman 1845 voru Islendingar 57.229 talsins. Þingmennirnir voru 26, eða 0,045 af hundraði. Með stjórnarskrá um „hin sér- staklegu málefni íslands" 5. janú- ar 1874 var tala þjóðkjörinna þingmanna ákveðin 30. Verstu agnúarnir af fyrri skipan voru og sniðnir með því að gera fjölmenn- ustu sýslurnar að tvímennings- kjördæmum. Þá voru landsbúar 70.595, og hinir 36 þingmenn 0,050% af þjóðinni. Það hlutfall hefur ekki orðið hærra síðan. Með nýjum stjórnskipunarlög- um 3. október 1903 var þingmönn- um fjölgað um fjóra til þess að laga versta misvægi kosningarétt- ar. Reykjavík var gerð að tvímenningskjördæmi og þrír kaupstaðir sérstök kjördæmi, Ak- ureyri, ísafjörður og Seyðisfjörð- „Ég sagði í grein hér í blað- inu ekki fyrir löngu, að mig skipti engu hvort þingmenn væru 60 eða 70, ef kosninga- réttur manna yrði jafnaður svo að viðunandi væri. Þetta hefur sumum misþóknast. En ég hef ekki skipt um skoðun. Ef þingmenn hefðu verið 70 árið 1981, væri það aðeins 0,030% af þjóðinni, lægstá hlutfall frá „endur- reisn alþingis“.“ ur. Þingmenn verða 40 alls af 79.632 íbúum, en það er sama hlutfallog 1874. Líða nú fram langar stundir, svo að ekkert gerist til bóta. Allar tilraunir Hannesar Hafsteins til þess að lagfæra kjördæmaskipun- ina og jafna kosningaréttinn mis- tókust. Það var ekki fyrr en með lögum 18. maí 1920 að sú litla lag- færing fékkst, að þingmönnum Reykjavíkur fjölgaði í 4. Þingmenn urðu 42 af 94.436 íbúum, eða 0,044%. Með nýjum stjórnskipunarlög- um frá 24. mars 1934 fjölgaði þing- mönnum í 49, enda var þá margs konar misrétti minnkað. Islend- ingar voru þá 114.743, og urðu þingmenn 0,042% af þjóðinni. Næst gerist það í réttlætisátt, að þingmönnum Reykjavíkur er fjölgað í 8 og Siglufjörður gerður að sérstöku kjördæmi 1942, og við það fjölgar þingmönnum í 52- íbú- ar landsins voru 123.996, og þing- menn 0,041% af þjóðinni. I kjör- dæmabyltingunni 1959 var rétt- lætið framkvæmt með því að fjölga þingmönnum í 60. Lands- menn voru þá 173.855, og þing- — menn verða 0,034% af þjóðinni. ■ Hlutfall þeirra heldur áfram að lækka þótt talan hækki. Ég sagði í grein hér í blaðinu ekki fyrir löngu, að mig skipti engu hvort þingmenn væru 60 eða 70, ef kosningaréttur manna yrði jafnaður svo að viðunandi væri. Þetta hefur sumum misþóknast. En ég hef ekki skipt um skoðun. Ef þingmenn hefðu verið 70 árið 1981, væri það aðeins 0,030% af þjóðinni, lægsta hlutfall frá „endurreisn alþingis". Þá er það kostnaðurinn. Myndi það verða þjóðarbuinu ofvaxið að gjalda þingmönnum laun, þótt þeim fjölgaði að tiltölu minna en þjóðinni í heild? Halda menn að þingmannslaun séu einhver ósköp? Hver eru meðallaun al- þingismanna? Þau eru ítæp 20 þúsund á mánuði á því herrans ári 1982. Frá því alþingi var „endurreist" 1845 hefur misrétti í kjördæma- skipun og kosningarétti sex sinn- um verið leiðrétt, ef sleppt er smá- ræðum sem svo sem engu skipta. í öll þessi skipti hefur leiðréttingin fengist með fjölgun þingmanna. Fjölgunin hefur þó ekki verið meiri en svo að hlutfall þing- manna af þjóðarheildinni hefur lækkað. Það myr.di enn lækka, þótt réttlætið fengist fram með fjölgun þingmana nú í t.d. 70. Á fyrrgreindum tölum sést hvað það myndi kosta. En hvað kostar mis- réttið og hvers virði er réttlætið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.