Morgunblaðið - 06.11.1982, Qupperneq 23
’o
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
23
Vcgna einangrunar og hugmyndafrædilegs ofstækis hafa litlar framfarir orðið í efnahags- og atvinnumálum í
Albaníu. Á þessari mynd sést hvar verið er að planta út hrísgrjónum undir umsjón norður-kóreskra ráðgjafa en
við þá hafa Albaníumenn nú engin samskipti frekar en við aðrar þjóðir.
Rýfur Albanía
einangrun sína?
Miklar deilur sagðar innan kommúnistallokksins um afstöðuna til Vesturlanda
ALBANÍA er lokað land og svo einangrað í samfélagi þjóðanna, að það
heyrir til undantekninga ef þaðan berast fréttir, sem eftirtekt vekja. Af
þessum sökum vakti það mikla athygli þegar albönsk stjórnvöld skýrðu
frá því i september sl., að her landsins hefði brotið á bak aftur og
„upprætt" harðsnúiö lið „örvæntingarfullra glæpamanna", sem gert
heföu innrás í landið. Nú er kommúnistastjórnin í Albaníu kunn fyrir allt
annað en skjótan fréttaflutning og þess vegna hafa þeir, sem best fylgjast
með alhönskum málefnum, dregið þá ályktun af yfirlýsingunni og fleiri
atriðum, að ríkisstjórnin eigi við alvarlega erfiðleika að etja i innan-
landsmálum.
Tuttugasta og sjötta septem-
ber sl. barst skothríð til eyrna
íbúanna á grísku eyjunni Korfu í
fimm klukkustundir látlaust og
var almennt álitið, að albanski
herinn væri að æfingum á
ströndinni hinum megin við
sundið. Daginn eftir kom alb-
anska ríkisstjórnin hins vegar
þeirri yfirlýsingu á framfæri í
gegnum sendiráð sitt í Vín, að
„örvæntingarfullir glæpamenn"
hefðu gert tilraun til að taka
land á ströndinni en verið strá-
felldir af öryggissveitum stjórn-
arinnar. Sagt var, að innrásar-
mennirnir hefðu haft í fórum
sínum albanskan, ítalskan og
bandarískan gjaldeyri, verið vel
búnir sjálfvirkum vopnum og
stjórnað af manni að nafni
Xhevdet Mustafa, miklum vini
síðasta Albaníukonungs, sem ít-
alskir fasistar ráku í útlegð árið
1940.
I yfirlýsingu Albaníustjórnar
var ekkert um það sagt hvaðan
mennirnir hefðu komið en
nokkrum dögum eftir atburðinn
var ítalska sendiráðinu í Tirana
tilkynnt, að ekkert gæti orðið af
fyrirhugaðri sýningu á málverk-
um Leonardo da Vinci, menning-
arviðburði, sem ekki hefði átt
neinn sinn líka í Albaníu frá því
að kommúnistar komust þar til
valda. Þegar ítalir spurðu um
ástæðuna var þeim gefið það
svar, að „innrásarmennirnir"
hefðu komið frá héraðinu Apulia
á Italíu. Þeirri fullyrðingu vísa
ítölsk stjórnvöld algerlega á bug.
Svo vill til, að nokkrum dögum
fyrir „innrásina" flutti Ramiz
Alia, félagi í stjórnmálanefnd
kommúnistaflokksins, ræðu í
ríkisútvarpinu í Tirana og talaði
þar opinskátt um „óvini þjóðar-
innar innanlands". Þegar orða-
leikir kommúnista eru hafðir í
huga er líklegt, að hann hafi átt
við óeiningu og valdabaráttu
innan sjálfs kommúnistaflokks-
ins enda er Ramiz þar öllum
hnútum kunnugur, einn dyggasti
lærisveinn Envers Hoxha, aðal-
ritara og einræðisherra í Alb-
aníu.
í desember sl. lést Mehmet
Shehu, forsætisráðherra Alb-
aníu, af skotsárum og fer mis-
jöfnum sögum af dauðdaga hans.
Opinberlega er sagt, að hann
hafi svipt sig lífi vegna þung-
lyndis en eftir júgóslavneskum
heimildum er haft, að hann hafi
verið skotinn á fundi miðstjórn-
ar kommúnistaflokksins þegar
til heiftarlegs rifrildis kom milli
hans og andstæðinga hans.
Raunar fylgdi það fréttinni, að
Shehu hefði verið vopnaður og
ætlað að verða fyrri til að jafna
um mótherja sína en fallið þá
fyrir skothríð öryggisvarðanna.
Albaníusérfræðingar, einkum
Júgóslavar, ítalir og Frakkar,
sem hafa sendiráð í Tirana,
Bandaríkjamenn og Rússar, sem
láta ekki sínar upplýsingar
liggja á glámbekk, telja, að þess-
ir atburðir bendi til að mikið
uppgjör fari nú fram innan
kommúnistaflokksins. Því til
stuðnings er bent á í fyrsta lagi,
að Enver Hoxha er orðinn aldr-
aður og sagður sjúkur og í öðru
lagi, sem er kannski mikilvæg-
ara, að eftir að Albanir slitu
sambandinu við einu vinaþjóð
sína, Kínverja, hafa erfiðleik-
arnir í efnahags- og atvinnumál-
um þjóðarinnar stóraukist enda
nýtur hún nú einskis stuðnings
erlendis frá.
ítalskir sendiráðsmenn halda
því fram, að deilurnar innan alb-
anska kommúnistaflokksins
snúist fyrst og fremst um afstöð-
una til Vesturlanda, hvort Alb-
anir eigi að kyngja þeim stóra
bita að leita þangað eftir tækni-
legri aðstoð við vinnslu málma
og annarra jarðefna, eins og t.d.
olíu. Ekki er að undra þótt slíkar
hugmyndir veki deilur í Albaníu
þar sem það er beinlínis bannað
í stjórnarskránni að taka erlend
lán og í trúarhugmyndum alb-
anskra kommúnista eru Vestur-
lönd jafnan útmáluð sem sam-
nefnari alls hins illa í þessum
heimi.
A Vesturlöndum hafa menn
nokkrar áhyggjur af þróun mála
í Albaníu og óttast, að þeir menn
kunni að verða ofan á, sem vilja
endurnýja vinskapinn við Sov-
étmenn. Ef svo færi yrði þess
ekki langt að bíða, að Rússar
kæmu sér upp flotastöð við
Jónahaf. Hvorki Júgóslavar né
Atlantshafsbandalagsríkin
hlakka til að sjá þá martröð
verða að veruleika. Sv-
Mér er ekki
skemmt
Athugasemd í tilefni
fréttar í Morgunblaðinu
EJftir Magnús
Oskarsson
Velsæmisvarzla er ekki hlut-
verk, sem líklegt er að forsjónin
hafi ætlað mér öðrum fremur.
Samt neyðist ég til þess, eftir
lestur Morgunblaðsins í dag, að
biðja það að gjöra svo vel að
gæta betur velsæmis en þar er
gert. Ég á við pistil í ramma á 2.
síðu blaðsins undir fyrirsögn
svohljóðandi:
„FÉKK MBL. SÍMANÚMER
GUDMUNDARJ. HJÁ ÓLAFI
RA GNARI?“
Það er kapítuli útaf fyrir sig,
að tilefni fréttarinnar skuli vera
ræðuhöld á löggjafarsamkomu
þjóðarinnar um „dugnað Morg-
unblaðsins" við að „finna" Guð-
mund J. Guðmundsson. (Með
leyfi að spyrja. Var Guðmundur
týndur?)
Morgunblaðið, sem velur þetta
fréttaefni til uppsláttar, virðist
géra það í því skyni m.a. að koma
til skila „dugnaði" sínum við að
finna eftir vafasömum leiðum
símanúmer á hótelherbergi, sem
allir menn eiga rétt á að gista í
friði fyrir fréttamönnum.
Ekki nægir að koma þessu
höggi á pólitískan andstæðing
heldur þarf endilega að fylgja
þung ásökun á ótilgreinda síma-
stúlku Alþingis, sem í frásögn
Mbl. af síðari ferð varaformanns
Sjálfstæðisflokksins í ræðustól
af þessu mikilvæga tilefni hljóð-
ar svo:
„... vaknaði sú forvitnilega
spurning, hver hefði lekið
símanúmeri hans (þ.e. G.J.G.) í
Luxemborg í Morgunblaðið. Þá
gall við í Olafi Ragnari, að það
hefði símastúka Alþingis gert
og hló eftir stutta þögn, sem og
þeir, sem á hlustuðu. “
Ég þekki ekki húmorsmekk
Ólafs Ragnars, (er reyndar ekki
viss um að hann hafi húmor),
þaðan af síður veit ég hvað þarf
til að kitla hláturtaugar ótil-
greindra hlustenda í þinghúsinu.
En: „We are not amused," sagði
Viktoria drottning og ég verð því
miður að segja hið sama: Mér er
ekki skemmt.
Ef Morgunblaðið vill fræða
þjóðina um dugnað sinn við að
eyðileggja orlofsfrið manna,
(sem ekki verður réttlætt nema í
neyðartilvikum), færi betur á þvi
að blaðið segði afrekasögu sína
án milligöngu Ólafs Ragnars
Grímssonar. En meðan Morgun-
blaðið kýs að láta árás Ólafs
Ragnars á simastúlku Alþingis
ómótmælt, í stað þess að upplýsa
milliliðalaust það sem blaðið eitt
getur gert, tek ég allt þetta hjal
sem markleysu. Svona dylgjur
hæfa ekki virðulegu og metnað-
arfullu dagblaði, og verða ekki
réttlættar með því að vitna í
húmorlausa orðháka á Alþingi.
Vegna vinnu minnar kunni ég
margar aðferðir til að ná í Guð-
mund J. í orlofi hans í sumar og
gæti þess vegna hafa „lekið". Svo
er örugglega um marga aðra, en
fyrir fram tel ég simastúlku
ólíklegasta til að bregðast trún-
aði, hafi hún verið um hann beð-
in.
Morgunblaðinu hefur vafa-
laust ekki fipast í því að segja
satt um það sem sagt var á Al-
þingi í gær. Umræðuefnið var
hins vegar fyrir neðan virðingu
þingmanna og um leið Morgun-
blaðsins. Við bætist hversu _ná-
lægt sjálfu sér blaðið heggur, er
það gerir þessi vinnúbrögð að
fréttaefni.
Ég kann illa við persónulega
áreitni í blöðum, hver sem í hlut
á. Hvernig sem á því stendur þoli
ég þetta hvað verst, þá sjaldan
það kemur fyrir í Morgunblað-
inu. Bið ég því blaðið mitt að
virða á betri veg þessar athuga-
semdir og hafa í huga, að sá er
vinur, er til vamms segir.
Reykjavík, 4. nóvember, 1982
Magnús Óskarsson.
Aths. ritstj.:
Morgunblaðinu þykir gott að
fá svona ádrepur frá vinum sín-
um. En rétt er þó að það komi
fram, að blaðið á sér engan narc-
issusar-spegil og sjálfshól var
ekki ástæða fréttarinnar, heldur
sú staðreynd, að fyrrgreindur at-
burður átti sér stað á Alþingi og
það er kjarni málsins. Morgun-
blaðið ber að sjálfsögðu ekki
ábyrgð á orðum Ólafs Ragnars
Grímssonar eða „virðingu" ein-
stakra þingmanna.
55,5% telja Israela ekki ábyrga
Tel Aviv, 3. nóvember. Al*.
FLESTIR ísraelar telja að þjóð þcirra
beri enga ábyrgð á fjöldamorðunum á
palestínsku flóttamönnunum í Bcirút,
ef marka má niðurstöður skoðana-
könnunar er birtist í ísraelska dagblað-
inu Haaretz í dag.
Af þeim 1.200 manns sem spurðir
voru töldu 55,5 prósent að ísraelar
bæru enga ábyrgð á fjöldamorðun-
um, en 25,4 prósent sögðu svo vera.
Aðrir höfðu ekki skoðun á málinu,
eða kusu að bíða með að mynda sér
skoðun á málinu þar til yfirheyrsl-
um rannsóknarnefndarinnar lýkur.
Nýttu þér nýjustu tækni í likamsrækt!
Nú getur þú bætt vöxt þinn - aukið þrek þitt og vellíðan í sérhannaðri aðstöðu og líkamsræktar-
tækjum Æfíngastöðvarinnar á mun skemmri tíma en áður. Til viðbótar fjölbreyttum æfingum,
undir stjórn þjálfara, þá hefur þú aðgang að sturtum, saunaböðum, ólgupottum, hárþurkum
og krullujárnum í okkar huggulegu baðaðstöðu.
Sérþjónusta: Sólbaðssamlokur og nuddtímar allan daginn frá kl. 8:00-21:00
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TÍMAPANTANIR í SÍMA 46900
Æfingastöðin Engihjalla 8 Kópavogi Sími 46900