Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
35
l*órir S. (iiióhcr^sson
N urnd Yirkni W llíóan
Ar aldraóra \l\
Hver er réttur lífeyrisþega?
Fyrir skömmu sagði mér kona
að faðir hennar hefði verið skor-
inn upp við augnsjúkdómi í báð-
um augum og hefði því þurft að
fá gleraugu. I upphafi var við-
komandi sagt að tryggingar
tækju ekki þátt í kostnaði við
gleraugnakaup og væri það al-
menn regla. Hins vegar kom síð-
ar í ljós að í einstaka tilvikum er
veitt undanþága frá þessum
reglum og glerin greidd hjá við-
komandi.
Það leiðir aðeins hugann að
því sem áður hefur verið nefnt
hér í þessum greinum: Athuga
þarf vandlega í hvert skipti hver
réttur lífeyrisþegans er.
1. Tannlækningar
Mörgum öldnum vex í augum
að fara til tannlæknis, ekki
vegna hræðslu við að bora eða
spólun heldur vegna kostnaðar.
Stundum hefur undirritaður
jafnvel heyrt haft á orði: Ég er
búinn að draga það í mörg ár að
fara til tannlæknis, ég hef heyrt
það væri svo dýrt.
Sem betur fer heyrist slík yfir-
lýsing æ sjaldnar og með betri
fræðslu og meiri upplýsingum til
almennings um tannvernd og
hollustu hefur mörgum öldnum
lærst að best er að fara sem
fyrst til tannlæknis eins og ann-
arra lækna ef eitthvað er að og
gera það reglulega.
Hins vegar kemur svo kostn-
aður, hjá honum verður aldrei
komist. En þær almennu reglur
gilda um tannlækningar fyrir
lífeyrisþega að þær eru greiddar
að hálfu, þannig að lífeyrisþeg-
inn þarf ekki að greiða nema
50% sjálfur.
I þessu sambandi ber sérstak-
lega að benda á sérstakan bækl-
ing frá Tryggingastofnun ríkis-
ins sem fjallar um tannlækn-
ingar þar sem reglur þessar eru
skýrðar nánar.
2. Undanþága frá
greiðslu afnotagjalda
Margir lífeyrisþegar hafa
spurt undirritaðan af hverju all-
ir fái ekki undanþágu frá
greiðslu afnotagjalda útvarps og
sjónvarps eða síma. Og hvernig
standi á því að það þurfi að gera
alla hluti svo flókna og erfiða.
Alls staðar séu umsóknareyðu-
blöð, vottorð og yfirlýsingar.
Ekki er nema eðlilegt að spurt
sé á þennan hátt ekki síst af
efnalitlum lífeyrisþegum sem
auk þess eru ekki vanir að
standa í „neinu veseni".
Almenna reglan um undan-
þágu frá greiðslu afnotagjalda
útvarps og sjónarps og undan-
tekningarlaus er sú að einungis
þeir lífeyrisþegar sem njóta upp-
bótar á lífeyri (sem rætt var um í
síðustu grein) geta fengið
afnotagjöldin felld niður og auk
þess gildir þessi regla einungis
um þau sjónvörp og útvörp sem
þeir einir hafa afnot af.
Stundum búa lífeyrisþegar hjá
börnum sínum, aðstandendum,
vinum og kunningjum og eru þá
oft fleiri aðilar sem njóta hljóð-
varps og sjónvarps. I þeim tilvik-
um eru afnotagjöld ekki felld
niður.
Vottorð um uppbótargreiðslur
fást hjá Lífeyrisdeild Trygg-
ingastofnunar eða í umboðum
stofnunarinnar utan Reykjavík-
ur og veita starfsmenn þeirra
allar nánari upplýsingar.
Svipaðar reglur gilda um af-
notagjöld á síma og undanþágu
frá þeim. Þeir einir geta fengið
1982
undanþágu sem njóta fullrar
tekjutryggingar frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og hafa auk
þess einir aðgang að þeim síma
sem sótt er um niðurfellingu á.
Nánari upplýsingar og eyðu-
blöð hér að lútandi er unnt að fá
hjá pósti og síma á hverjum stað.
3. Fasteignagjöld
Þó að margir aldnir hafi ekki
haft möguleika til þess að eign-
ast „þak yfir höfuðið" um ævina
vegna ýmissa orsaka og erfið-
leika þá eru það þó talsvert
margir sem eiga sitt eigið hús-'
næði og þurfa að greiða af því
opinber gjöld og halda því við.
Það er stundum hrikalegra en
orð fá lýst hvað sumir aldraðir
hafa þurft að ganga í gegnum í
húsnæðismálum. Ég hef aðeins
lýst því áður hvað húsaleiga er
víða orðin há miðað við lífeyri
frá Tryggingastofnuninni. Þó
munu margir aldnir greiða al-
eigu sína fyrir öruggt húsaskjól.
Aðeins ef þeir fengju að vera í
friði og vissu að þeim yrði ekki
sagt upp. Allur flutningur og
breyting er flestum erfið og
sennilega erfiðara eftir því sem
við eldumst. Það gengur þó mis-
munandi mikið á þegar lífeyris-
þegum er sagt upp eða jafnvel
hótað að bera þá út á götuna
með látum og ósköpum. Ég ætla
þó ekki að tíunda það nánar hér,
en segja ykkur af einu dæmi um
áttræða konu. Hún sótti um
íbúðir aldraðra fyrir fáeinum ár-
um, kurteis og þakklát fyrir allt
sem hafði verið gert fyrir hanp
En hún sagðist reyndar vei
orðin ósköp þreytt á þessum eii
ífu flutningum. Hún myndi
reyndar ekki hvað hún hefði
flutt oft á undanförnum 40 árum
síðan hún kom til höfuðborgar-
innar, svo að ég athugaði það hjá
Manntalsskrifstofu Reykjavíkur.
Og var það von nema gamla kon-
an væri orðin þreytt á að flytja.
Hún hafði flutt 27 sinnum.
Hvað um það. Þeir sem eiga
sitt eigið þurfa líka að standa
skil á ýmsum hlutum og geta
vissulega átt í miklum erfiðleik-
um ekki síst þegar veikindi og
aðra erfiðleika ber að höndum.
Nú er sveitarstjórnum heimilt
að lækka fasteignaskatta sem
efnalitlum lífeyrisþegum er gert að
greiða. Þá ber að sækja um siíka
lækkun eða niðurfellingu til við-
komandi sveitar- eða bæjar-
stjórnar.
Stundum kemur upp sú staða
að viðkomandi lífeyrisþegi hætt-
ir vinnu á miðju ári eða jafnvel
fyrr, honum er sagt upp, verður
að hætta vegna heilsubrests
o.s.frv.
Þegar tekjur falla skyndilega
niður af einhverjum orsökum er
einnig unnt að sækja um lækkun
og er það þá á valdi sveitar-
stjórnar að meta aðstæður og
efnahag og dæma út frá því hvað
unnt sé að gera.
4. Hjálpartæki
Tryggingastofnun ríkisins
greiðir eða tekur þátt í kaupum
á gervilimum og hjálpartækjum
eftir sérstökum reglum. Umsókn
og læknisvottorð skulu þá berast
tryggingayfirlækni á eyðublöð-
um Tryggingastofnunar ásamt
kostnaðaráætlun eða reikningi
ef greiðsla hefur þegar farið
fram.
Margt fleira mætti segja um
rétt lífeyrisþega, bætur þeirra
og undanþágur frá greiðslum af-
notagjalda, afslátt í almennings-
vagna, sundlaugar, leikhús
o.s.frv. Allt þetta er góðra gjalda
vert þegar efnahagur versnar
svo hjá fólki að það getur ekki
lengur veitt sér þann „munað"
að fara í leikhús eins og það
langar til, þó að ekki sé miðaverð
leikhúsa hátt miðað við margt
annað í þessu þjóðfélagi. Það er
leitt að geta ekki notið lífsins
eins og mann langar helst til
þegar halla fer undan fæti,
launavinnu er hætt og tími til
frjálsra afnota eykst til muna.
Er ekki sorglegt að einmitt þá
þurfa margir að draga seglin
saman og sitja helst kyrrir
heima?
Er ekki kominn tími til að ör-
yrkjar og lífeyrisþegar geti í orði
og á borði notið sömu réttinda og
annað fólk í þessu þjóðfélagi og
notið þess á einn eða annan hátt
„að vera til“.
Margt hefur batnað á undan-
förnum árum lífeyrisþegum til
handa. En betur má ef duga skal.
Hvernig vildum við að þessi mál
verði fyrir okkar kynslóð?
Með tilkomu lífeyrissjóða
eykst öryggi fólks og fjárhagur
verður tryggari. Við megum
samt ekki gleyma þeim sem nú
eru elstir á meðal okkar. Árið
1980 voru lífeyrisþegar 70 ára og
eldri 15.600 á íslandi eða 6,8% af
þjóðinni.
Athugasemd Blönduósbúa vegna fréttar frá Hvammstanga:
Skora á sjáyarútvegsráðherra að
jafna rækjukvótann á Húnaflóa
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu síð-
astliðinn fimmtudag um skiptingu
rækjukvóta á Húnaflóa og samtals
við tvo menn frá Hvammstanga,
óskar Kári Snorrason, framkvæmda-
stjóri Særúnar hf. á Blönduósi, að
koma eftirfarandi á framfæri:
„I Mbl. á fimmtudag eru hafðar
eftir tveim nýinnfluttum
Hvammstangabúum, þeim Hreini
Halldórssyni og Magnúsi Sigurðs-
syni, nokkrar upplýsingar um
rækjukvóta í Húnaflóa og forsögu
að skiptingu hans á milli byggðar-
laganna við flóann. Telja Blöndu-
ósbúar rétt að koma á framfæri
nokkrum leiðréttingum við sögu-
legar upplýsingar þeirra, enda voru
þeir víðs fjarri þegar vélvinnsla á
rækju hófst við Húnaflóa:
Á Hvammstanga hófst fram-
leiðsla með einni vél haustið 1973,
en afkastagetan var tvöfölduð með
annarri vél á árinu 1977.
Á Skagaströnd var byrjað að
framleiða með einni vél haustið
1972 og afkastagetan tvöfölduð
með annarri vél 1975.
Á Blönduósi hófst framleiðsla
haustið 1974 með tveim vélum. Þar
var ætlunin að byrja vinnslu í
ársbyrjun 1974, en því var frestað
tii hausts sama ár vegna þess,
hversu áliðið var vertíðar, þegar
bátar gátu fengið veiðileyfi.
Vélvinnsla með nýtísku vélum
hófst ekki á Hólmavík fyrr en
haustið 1972, en það ár voru gömlu
vélarnar þaðan fluttar til Drangs-
ness. Mörgum árum síðar var svo
afkastagetan á Drangsnesi stór-
aukin með nýjum og auknum véla-
kosti.
Af þessu er ljóst, að vélvinnsla
með nýtísku lagi byrjar í öllum
þorpum við Húnaflóa á árunum
1972—1974, en síðan eru hinar
ýmsu verksmiðjur að auka afkasta-
getu sína allt fram til ársins 1977.
Fram til hausts 1975 var ekki um
neina kvótaskiptingu að ræða við
Húnaflóa af opinberri hálfu. Ein-
hverjir verksmiðjuframkvæmda-
stjóranna höfðu að vísu reynt að
hafa samráð sín á milli að gefa út
jafnan kvóta á milli þeirra 4 verk-
smiðja, sem þá voru rétt komnar í
gang, augljóslega til að reyna að
hafa þau áhrif að útiloka Blöndu-
ósbúa frá þátttöku í vinnslu rækju-
aflans. En þetta var algjört einka-
framtak þeirra.
Það er ekki fyrr en haustið 1975,
sem aflakvóta er fyrst skipt af
opinberri hálfu á milli hinna fimm
verksmiðja við flóann. Þá ber svo
við, að Hvammstangi fær aðeins
18% aflans og Blönduós aðeins
10%. Þessi skipting, sem haldist
hefur óbreytt síðan, hefur aldrei
fengist rökstudd af hálfu sjávar-
útvegsráðuneytisins.
Steingrímur Hermannsson sjáv-
arútvegsráðherra lét þó þau um-
mæli falla á opinberum fundi á
Blönduósi á sl. vetri, að kvótaskipt-
ingin væri vissulega ekki bundin til
eilífðar. Hana þyrfti að endurskoða
með hliðsjón af breyttum aðstæð-
um.
Þessar breyttu aðstæður teljum
við nú fyrir hendi eins og
Hvammstangamenn. Komnir tveir
skuttogarar til Skagastrandar og
einn til viðbótar rétt ókominn til
Hólmavíkur. Þá minnum við á
kvótajöfnun á milli rækjuvinnslu-
stöðva við ísafjarðardjúp, sem hef-
ur verið við lýði tvær vertíðir. Þar
er afla skipt jafnt á milli sex verk-
smiðja, sem fá 15% hver. Sú
sjöunda fær 10%, enda minni í
sniðum en hinar.
Eftir að þessi jöfnun varð stað-
reynd fyrir atbeina ráðuneytisins
hefur tekist mjög gott samkomulag
um aflamiðlun og hvers konar sam-
vinnu bæði á sjó og í landi við ísa-
fjarðardjúp. Slíkt þarf einnig að
verða við Húnaflóa.
Að endingu viljum við geta þess,
að atvinnutækifæri vegna Blöndu-
virkjunar eru engu meiri á Blöndu-
ósi en í öðrum byggðarlögum á
Norðurlandi og við Húnaflóa. Sem
dæmi má taka, að við vegagerð
undanfarna mánuði vegna Blöndu-
virkjunar hafa unnið þrír flokkar
úr Skagafirði, einn flokkur frá
Hvammstanga (úr vestursýslunni)
og einn flokkur frá Blönduósi (úr
austursýslunni).
Blönduósbúar hafa nánast árlega
mótmælt rækjukvótaskiptingu við
Húnaflóa, sem á engar mannsæm-
andi forsendur. Við skorum á sjáv-
arútvegsráðherra að gangast strax
fyrir þeirri jöfnun sem breyttar að-
stæður kalla á.
[ OpiÓ í dag til kL4]
HAGKAUP
Skeifunni15