Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 48
^\yglýsinga- síminn er 2 24 80 imngpiigtMftfetft LAl'íiARDAÍilJK (i. NOVEMBEK 1982 ^^skriftar- síminn er 83033 ISAL-starfsmenn fá 11,7% hækkun DEILUAÐILAK í kjaradeilu slarfsmanna Islenzka álfélagsins, ISAL, «!> fyrirtækisins, samþykktu sáttatillögu (luölaugs horvalds- sonar, ríkissáttasemjara, á fundi aöila i fyrrinótt, en þá haföi samn- ingafundur staóió yfir í liólega hálfan sólarhring, og verkfall starfsmanna skollió á. Sáttatillagan gerir ráö fyrir 6,5% • grunnlaunahækkun til starfsmanna strax, en síðan kemur til 2,3% áfangahækkun 1. janúar og 2,5% hækkun 1. marz nk., eöa samtals um 11,7% hækkun, sem er nokkru meira en gert er ráð fyrir í heildar- kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá því í sumar, en samkvæmt hon- um fá félagar ASÍ á bilinu 9—9,5% hækkun á samnings- tímanum. Auk grunnlaunahækkunar- innar gerir sáttatillaga ríkis- Coldwater Seafood Corp: 16% söluaukn- ing í október SÖLIIAIIKNING hjá Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtæki Sölumióstöóvar hraófrystihúsanna í Bandaríkjunum. var 16% í októher síóastliónum mióaó við sama mánuó í fyrra. - Að sögn Guðmundar H. Garð- arssonar hjá SH var salan í októ- ber síðastliðnum góð, alls nam hún 16%. Aukning í sölu fiskflaka nam 5% og aukning í sölu á verk- smiðjuframleiddum vörum var 26%. sáttasemjara ráð fyrir aldurs- hækkunum og flokkatilfærslum starfsmanna ÍSAL, en þeir eru hátt á sjöunda hundrað, í níu stéttarféiögum. Starfsmenn ÍSAL höfðu gert kröfu um 18%. grunnkaupshækkun, auk breyt- inga á bónusútreikningi og fleiri atriðum. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á bónusútreikningi samkvæmt sáttatillögu ríkis- sáttasemjara. Sáttatillagan var samþykkt með eðlilegum fyrirvara um samþykki félaga og var verkfalli starfsmanna frestað um óákveð- inn tíma. Patreksfjördur: Starfsfólk Kópaness í Framkvæmdum við hið nýja borgarleikhús í Nýja mióbænum mióar nú vel áfram, og er þegar búió að steypa sökkla, kjallara og grunnplötu fyrstu hæðar. Hér sjást nokkrir smióir á plötunni, þeir standa raunar á opinu sem veróa mun undir hringsviói leikhússins. Ljósm.: óiafur K. Magnússon. setuverkfalli I íslenzki farskipaflotinn: FIMMTÁN starfsmenn fisk- vinnslufyrirtækisins Kópaness á l'atreksfirói hafa nú verið í setu- verkfalli alla þessa viku. Hcfur fólkió ekki fengió greidd laun fyrir tvær og hálfa viku. Setuverkfall starfsfólksins hófst síðastliðinn mánudag, en þá átti það inni laun fyrir eina og hálfa viku. Mætti fólkið til vinnu á mánudag en sat auðum höndum til að knýja á um launagreiðslur. Fór svo fram alla þessa viku en laun höfðu ekki verið greidd í gærkvöldi er starfsfólkið hélt heim. Síldarsöltun nánast lokið: Alls saltað í 202.000 tunnur Skipum fækkaði um 20 á tveimur árum NU HEFIIK verið saltað í 202.000 tunnur á yfirstandandi vertíó og á þá aócins eftir aó salta hluta af sérvcrkuóum síldarflökum. Er því er lokið veróur söltun upp í gerða sölusamninga lokið. Þrjár hæstu söltunarstöðv- arnar eru Síldarvinnslan í Nes- kaupstað með 18.438 tunnur, Auðbjörg á Eskifirði með 18.020 og Fiskimjölsverksmiðja Horna- fjarðar með 12.509. Hæstu sölt- unarstaðirnir eru hins vegar Eskifjörður með 39.269 tunnur, Reyðarfjörður með 20.070 tunn- ur og Grindavík méð 19.849 tunnur. „A SIÐASTLIÐNtlM tveimur árum hefur fa‘kkaó um 20 skip í farskipa- flota Islendinga og þaó þýóir aó þar hafa horfið um 100 stöðugildi undir- manna. Þetta er alvarleg þróun á sama tíma og vió horfum upp á þaó aö skip eru hér á kaupleigusamning- um meó erlendum áhöfnum auk þess sem flutningsálagapunktum er mætt meö erlcndum leiguskipum. Þessa þróun erum við ekki alveg sáttir við,“ sagöi Guómundur Ilall- varósson, formaóur Sjómannafélags Kevkjavíkur, í samtali viö Morgun- blaóió. „Við teljum að viðskiptaráðu- neytinu, sem gefur út þessi leyfi, beri að kanna það, áður en leyfi til erlendra leiguskipa eru veitt, hvort til séu skip undir íslenzkum fána, sem gætu annað þegsum flutningum og þá að settur verði einhver hámarks leyfilegur tími, sem skip fengju.að vera á kaup- leigusamningi með erlenda áhöfn. Það má benda á að Skipaútgerð ríkisins hefur allt frá 1968 verið með skip á leigu hjá sér, á tímabili Þýðir fækkun um 100 stöðugildi undirmanna tvö, en nú eitt á sama tíma og búið er að leggja Heklunni. Þá finnst manni, að það þurfi að koma frek- ari rök fyrir því af hverju og hvers vegna Heklunni sé lagt á sama tíma og erlent skip er hér í strandsiglingum. Það hafa ekki komið nógsamlega fram af ríkis- valdsins hálfu haldbær rök fyrir þessu máli. Við horfum með ugg til þessarar þróunar. Þó við skiljum það, að frjáls samkeppni milli skipafélaga sé eðlileg, finnst okkur það óeðli- legt, að skipafélögin séu að reyna að stíga hvort á annað með því að taka erlend skip á leigu,“ sagði Guðmundur. Utflutningsbætur: Bændur segjast eiga eftir að fá 20—30 millj. HI'ÞGJÖKI til bænda vegna sauó- fjárslátrunar haustið 1981 er ekki enn lokió, en eins og fram hefur komið í Mbl. hefur Framleiósluráó landbúnaóarins nýlega séó ástæóu til aö senda sláturleyfishöfum skeyti til aó minna þá á þaó aó banna þeim Kosning forseta FIDE: Campomanes hefur mest fylgi — segir skákmeistarinn Raymond Keene í samtali við Morgunblaðið „EINS og sakir standa hefur Campomanes mest fylgi af fram- bjóóendunum til forseta FIDE og ég held aó Kazic standi höllum fæti. Friórik Olafsson veröur að vinna höróum höndum þá viku, sem eftir er þar til kosningarnar fara fram — hann hefur aóeins viku,“ sagði Kaymond Keene, fyrirliói enska skákliðsins, meðal annars í samtali vió blaóamann Morgunblaósins í Luzcrn í Sviss í gær. Keene sagði ennfremur, að Friðrik yrði að fara meira út á meðal fólksins, meðal keppenda og forystumanna einstakra sambanda og kynna sig og stefnu sína. Hann hefði mjög nauman tíma, en engu að síður teldi hann að kosningarnar yrðu tvísýnar. „Friðrik hefur ekki verið gagnrýndur fyrir slaka frammi- stöðu, þvert á móti, hann hefur reynzt farsæll. Hins vegar hef- ur Campomanes unnið hörðum höndum og virðist ætla að upp- skera í samræmi við það. Hann hefur ferðast víða og komið vel fyrir. Þá má einnig benda á það, að í vikunni hélt Canpomanes til handa stuön- og þar mikla veizlu ingsmönnum sinum mættu 153 manns frá 23 lönd um eða fjórðungur atkvæð- anna,“ sagði Raymond Keene ennfremur. Sjá ennfremur á miðopnu blaðsins í dag ásamt frekari fréttum frá skákmótinu í Sviss. aö greióa fullt verð til bændanna fyrr en uppgjöri væri lokió hjá Fram- leiósluráóinu. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs, sagði í samtali við Mbl., að fyrir- hugað hefði verið að ganga frá upPRÍöri sauðfjárslátrunarinnar í fyrra á fundi Framleiðsluráðsins fyrir síðustu helgi en það hefði ekki verið hægt vegna þess að vantað hefði skýrslur frá 4—5 sláturleyfishöfum og eins væri ekki hægt að ákveða verðskerð- ingu fyrr en vitað væri hvað ríkið greiddi endanlega mikið í útflutn- ingsbætur. Hann sagði, að ríkis- sjóður hefði greitt það sem til þessa hefði verið ætlað á fjárlög- um og eitthvað umfram það, en enn vantaði 20—30 milljónir til að bændur fengju það í útflutnings- bætur sem þeir teldu sig eiga rétt á samkvmt lögum. Hagstofan ætti að leggja mat á þá upphæð, en hún hefði enn ekki lokið því verki. Sagðist Gunnar reikna með að hægt yrði að ganga frá uppgjörinu um miðjan nóvembermánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.