Morgunblaðið - 15.02.1983, Side 38
46
Akureyri:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983
ALLTI
MÚRVERKIÐ
B.B. BYGGINGAVÖRUR HF
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Stofnuð landssam-
tök um jafnrétti
milli landshluta
Akureyri, 14. fcbrúar.
STOFNUÐ voru í gær á Hótel KEA
hér í bæ landssamtök um jafnrétti
milli landshluta. Boóaóir voru til
þessa fundar áhugamenn af öllu norö-
anverðu landinu. Ekki voru þó mættir
menn lengra að en frá Hvammstanga.
Komið var á fót undirbúnings-
nefnd að stofnun félaga í öllum
kjördæmum. Þegar hefur verið
unnið að stofnun slíkra félaga, og
verið haft samband við all marga
einstaklinga víðs vegar um landið.
Er þess vænst að félög þessi verði
stofnuð á næstunni.
Kosin var bráðabirgðastjórn.
Formaður er Pétur Valdimarsson
Akureyri, varaformaður Bjarni
Guðleifsson Möðruvöllum, og ritari
Árni Steinar Jóhannesson frá Dal-
Húsavík:
Gæfta- og
aflaleysi
llúsavík. 14. febrúar.
GÆFTA og aflaleysi til sjávarins
hefur verið hér síðan um áramót, svo
útlit er fyrir að bátar sem héðan ætl-
uðu að stunda róðra fari til Suður-
eða Suðvesturlands.
Rauðmagaveiði er hafin, en lítið
stunduð ennþá, svo um veiðihorfur
er ekki unnt að spá.
— Fréttaritari.
vík. Aðrir í stjórn voru kosnir Ingv-
ar Ingvarsson, Þórarinn Lárusson,
Víkingur Guðmundsson, Þorgerður
Hauksdóttir, Kristbjörg Gestsdótt-
ir, Halldór Bachmann, Sigurður Jó-
hannesson, Ármann Rögnvaldsson.
Landssamtökin berjast fyrir jafn-
rétti milli fólks, óháð því hvar það
býr á landinu. Aðalbaráttumálið nú
er að berjast gegn fyrirhugaðri
breytingu á atkvæðavægi, meðan
ekki er talað um leiðréttingu á öðru
misrétti. Samtökin hvetja þing-
menn til að standa gegn því sam-
komulagi, sem flokksstjórnirnar
virðast vera að ná samkomulagi
um. Á stofnfundinum var samþykkt
eftirfarandi ályktun:
„Fundurinn lýsir yfir óánægju
með það hve seint stjórnarskrár-
nefnd skilaði skýrslu um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar og þá
fljótfærnislegu afgreiðslu, sem
þessu stórmáli er ætluð, og að
mestu án almennrar umræðu. Þá
átelur fundurinn þau vinnubrögð,
að telja meira vægi atkvæða á
landsbyggðinni eina misréttið, sem
þörf sé á að leiðrétta. Fundurinn
bendir á að höfuðborgarsvæðið nýt-
ur umfram aðra landshluta marg-
víslegra forréttinda, sem einnig
þarfnast leiðréttingar. Enn fremur
telur fundurinn að fjölmiðlar hafi
fjallað einhliöa og jafnvel villandi
um málið, þar sem sjónarmið ann-
arra landshluta en höfuðborgar-
svæðisins hafi lítið komið fram. Þá
álítur fundurinn svokallaða skoð-
anakönnun, sem nú fer fram á höf-
uðborgarsvæðinu, ólýðræðislega og
hreina misnotkun á því hugtaki."
- V.G.
ASÍ skorar á Alþingi
að samþykkja lög um
málefni fatlaðra
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Alþýðusambandi íslands varðandi
málefni fatlaðra:
í tengslum við lausn kjara-
deilunnar á liðnu sumri gaf rík-
isstjórnin út yfirlýsingu varð-
andi málefni fatlaðra. Þar heitir
ríkisstjórnin því m.a. að lagt
verði fram á Alþingi frumvarp
um málefni aldraðra og frum-
varp um málefni fatlaðra og að
beita sér fyrir því að bæði þessi
frumvörp verði gerð að lögum
nú á yfirstandandi þingi.
í framhaldi af þessu sam-
þykkti miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands eftirfarandi
ályktun samhljóða á fundi sín-
um 10. þessa mánaðar:
„Miðstjórn ASf fagnar því að
sett hafa verið lög um málefni
aldraðra. Jafnframt fagnar mið-
stjórnin því að frumvarp um
málefni fatlaðra hefur verið lagt
á ný fram á Alþingi og skorar á
alþingismenn að tryggja fram-
gang málsins á yfirstandandi
þingi með því að samþykkja
frumvarpið og koma þannig
þessu mikilvæga hagsmunamáli
í höfn.“
Vistheimiliö í Gunnarsholti. Átökin urðu á hlaðinu við enda hússins lengst til hægri. i.jósmynd Mbi. kök
Vistheimilið f Gunnarsholti:
Þrír ölóðir vistmenn
voru til vandræða
— otuðu hnífum að starfsmönnum og einn særðist í átökum
BlENDr.
L'<
*«SIN) LOfT9LfNÍ*f
PKÍK af vislmönnum á vistheimilinu í
(lunnarsholti urðu til vandræöa þar sl.
laugardagskvöld í ölæði, en þeir höfðu á
einhvern hátt komist yfir áfenga drykki.
Otuðu þeir m.a. hnífum að gæzlumanni
um nóttina og í átökum sem urðu á hlaði
Gunnarshoits um nóttina stakkst vasa-
hnífur í læri lögregluþjóns sem var
gestkomandi á staðnum, en kom til
hjálpar. Einnig brákaðist rifbein í að-
stoðarforstöðumanninum. Mbl. heim-
sótti Gunnarsholt til þess að ræða við
forstöðumenn og sagðist Porsteinn Sig-
fússon, forstöðumaður, hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum, því hann hefði gert
sér góðar vonir um þessa þrjá pilta, þeir
hefðu allir verið á seinna fallinu á vist-
hcimilinu og einn hefði ætlaö til fram-
haldsmeðferðar, en hér var um að ræða
þrjá menn um tvítugt sem komu í endur-
hæfingu vegna áfengisvandamáls. Hörð-
ur Valdimarsson, aðstoðarforstöðumað-
ur, lenti fyrstur í ryskingum við mennina
þrjá og við ræddum við hann um atvikið.
„Ég var látinn vita um kl. 1 um
nóttina að menn í einu herberginu á
staðnum væru undir áhrifum. Eg fór
strax á vettvang og hitti fyrir tvo
menn í einu herberginu og sá strax
hvers kyns var og þeir viðurkenndu
strax að þeir hefðu drukkið rakspíra.
Þeir voru þó rólegir og prúðir og ég
sagði þeim að þeir skyldu ganga til
náða og við létum nóttina líða áður en
við ræddum málið nánar. Jafnframt
hvatti ég þá til þess að mæta á AA-
fund daginn eftir og gæta þess að vera
búnir að gera sig klára fyrir þann
fund. Frammi á gangi hitti ég þriðja
manninn undir áhrifum og vissi einn-
ig af þeim fjórða, sem var þá sofnaður
í sfnu herbergi. Aðrir komu ekki við
sögu.
Klukkan fjögur um nóttina var ég
sofnaður, en þá var hringt til mín og
vaktmaður tilkynnti um drykkju og
læti hjá fyrrgreindum mönnum. Ég
fór þegar á staðinn og gætti að. Voru
þeir þrír þá allmikið undir áhrifum og
hafði ég engin orðaskipti við þá en tók
lykilinn úr hurðinni að herberginu,
fór niður og kallaði á lögreglu. Ég fór
síðan upp aftur og inn til þeirra en þá
réðust þeir að mér, tveir þeirra með
vasahnífa sem þeir otuðu og hörfaði
ég út úr herberginu og eftir ganginum.
Eg kallaði á vaktmann og bað um að
láta ná í forstöðumanninn. Um stund
gat ég haldið aftur hurð svo þeir kæm-
ust ekki ýt. en skömmu síðar kom
Þorsteinn forstöðumaður á vettvang
og með honum Hrafn Marinósson,
lögreglumaður, sem var gestkomandi.
Mennirnir þrír komust út úr húsinu,
en við reyndum að sefa þá og róa og
spyrja þá hvað þeir vildu um leið og
við bentum þeim á þau mistök sem
þeir væru að gera. Þetta tókst ekki og
þegar einn þeirra, sem var með vín-
flösku reyndi að brjóta hana á harð-
fenninu, missti hann flöskuna og við
náðum þá að yfirbuga hann. Hrafn
tókst á við annan þeirra sem var með
hníf, en sá þriðji hvarf út í myrkrið. í
átökunum stakkst vasahnífurinn í
læri Hrafns, en skömmu síðar var
einnig búið að yfirbuga þann mann.
Lögreglan sótti síðan mennina, sem
höfðu brotið af sér, en líklega hafa
þeir kveikt eld í herberginu um leið og
þeir fóru þar út, því eldur var laus í
rúmfötum og dýnu. Aðrir vistmenn
urðu varir við það og náðu að slökkva
eldinn áður en stórskaði hlaust af.
Þetta atvik er einsdæmi f starfinu
hér á staðnum, hér er yfirleitt sér-
staklega friðsælt og rólegt, menn
prúðir og sáttir við að vera hér og
hugsa sitt ráð, en hér gilda ákveðnar
heimilisreglur sem menn gangast
undir af fúsum og frjálsum vilja. Með-
ferð áfengis er bönnuð og ofnotkun
lyfja, en vistmenn eru hér yfirleitt í
2—3 mánuði. Það sorglegasta við
þennan atburð er það, að allir þessir
strákar áttu mjög erfitt þegar þeir
komu hingað, en voru búnir að ná svo
miklum árangri að athygli vakti, þeir
voru rólegir og yfirvegaðir og þess
vegna varð þetta mikið áfall fyrir
okkur starfsmennina."