Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 1

Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 1
56SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 39. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Stjórn Reagans boð- ar nýja stýriflaug \Vashin((lon 16. febrúar. Al’. RONALD Roagan liandaríkjaforseti og stjórn hans hafa í hyggju að hefja fram- leióslu á nýrri tegund meðaldrægra stýrifíauga og á hún að leysa af þá tegund stýriflaugar sem í notkun er. Hér er um endurnýjað vopn að ræða, fullkomnara en hinar hefðbundnu flaugar, en framleiðsla þeirra myndi hætta. I árlegri skýrslu sem lögð er fyrir bandaríska þingið um útgjöld til hermála og Weinberger varnarmála- ráðherra tók saman að þessu sinni ásamt aðstoðarmönnum sínum, er ekki getið um að fyrirhuguð sé fram- leiðsla á þessum flaugum eftir yfir- standandi fjárlagaár. Skýrsla síð- asta árs gerði hins vegar ráð fyrir 440 stýriflaugum af þessu tagi á yfirstandandi fjárlagaári. Nú er hins vegar talað um 330 flaugar. Talsmenn Hvíta hússins, sem ekki vildu láta nafns getið, sögðu að þing- ið hefði hvatt til þess að talan yrði lækkuð til þess að auðveldara myndi reynast að endurnýja stýriflauga- flotann. Þá gátu þeir þess að þessar flaugar væru ekki inni í dæminu sem Bandaríkjamenn hafa reiknað ásamt bandamönnum sínum á Vesturlönd- um, að koma fyrir 484 meðaldrægum flaugum á föstu landi í Vestur- Evrópu og fjölda annarra á kafbát- um á sömu slóðum. Þessar nýju stýriflaugar, sem kallaðar eru „Stealth“-flaugar, eru að því leyti helst frábrugðnar fyrir- rennurum sínum, að þær bæði endurkasta radarbylgjum og soga þær í sig. Er hugmyndin að þær komist á leiðarenda án þess að óvin- urinn verði þeirra var. Kunni ekki ensku: Var lokuð inni á hæli í 48 ár l’hiladdphia, IVnnsylvania, 16. Tebrúar. Al*. ÚKKAÍNSKUR innflytjandi til Banda- ríkjanna, Cathrine Yasinchuk, lést á hjúkrunarheimili í Fennsylvaníu í gær, 86 ára að aldri. Saga hennar í Banda- ríkjunum var heldur nöturleg. giftist þar manni og átti með honum barn. Er lögreglan kom að henni, hafði hún rétt í því misst bæði mann sinn og barn voveiflega. Haddad í Sídon llppreisnarofurstinn í líbanska hernum, Saad Haddad, greinir frétta- mönnum frá í gær, að hann hafi innlimað borgina Sídon inn í ríki sitt „Frjálsa Líbanon." Blaðamannafundur þessi fór fram á götu úti í Sídon skömmu eftir að sveitir Haddads komu til borgarinnar. Markmið sitt segir Haddad vera að frelsa Líbanon. Símamynd AP. Alþjóðabank- inn lánar til fiskiræktar Washington 16. febrúar. AP. STJORN Alþjóðabankans tilkynnti í gær, að bankinn ætlaði að verja 540 milljónum dollara í lán til fátækra þróunarlanda í því skyni að þau efli fiskirækt og fiskveiðar. Peningunum verður deilt út til 20 aðila fyrir árið 1986, en á árunum 1964 til 1981 lán- aði bankinn aðeins 259 milljónir dollara til sams konar styrkja. Umræddir peningar renna m.a. til rannsóknastofnana um fiskeldi, til fiskiræktar á hrísgrjónaökrum, til krabbaræktar i fenjum og til fiskiræktar í sameiginlegum fiski- tjörnum bæjar- eða sveitarfélaga. Graham Donaldson, yfirhagfræð- ingur bankans, sagði frétta- mönnum að góð viðleitni væri ekki nóg til að fiskurinn félli neytend- um í geð. Hann gat þess til dæmis, að karlmenn í þjóðflokki nokkrum í Kenya myndu fyrr svelta en að snæða gómsætan fisk. Þeir óttast að fiskát geri þá ófrjóa. Donaldson sagði þó aðalvanda- málið vera annað. Hann sagði að samkvæmt könnun sem bankinn hefði staðið fyrir færu 10 milljón tonn af veiddum fiski í súginn ár- lega vegna illrar meðferðar og vinnslu. Umrædd tíu milljón tonn eru hluti af 70 milljóna tonna meðalheildarafla. Bankinn hefur ekki gefið upp hvaða þjóðir hreppi umrædd 20 lán. Það var árið 1921, að lögreglu- menn fundu hana á götu. Var hún móðursjúk og í lögregluskýrslum stóð auk þess að hún hafi talað tóma vitleysu. Ekki náðist samband við hana, en skýringin var sú, að hún kunni einfaldlega ekki ensku. Hún var því lögð inn á geðsjúkrahús Philadelphiu-borgar, þá 23 ára, og þar dvaldi hún eigi færri en 48 ár. Fyrstu sex árin „bullaði" hún, að sögn starfsfólks geðsjúkrahússins, en síðan hætti hún því, ráfaði aðeins um og horfði á veggina. Árið 1969 var gerð tilraun til að ná sambandi við hana og málamenn mæltu til hennar á öllum mögulegum tungu- málum. Það var ekki fyrr en að starfskraftur stofnunarinnar reyndi fyrir tilviljun úkraínsku, að frú Yas- inchuk tók við sér. Kom þá sannleik- urinn í ljós. Hann var í því fólginn, að 15 ára gömul kom hún til Bandaríkjanna, Stjórn Begins stóð af sér 3 vantrauststillögur l<>ruval<>m IR fphni»r AP Jerusalem, 16. febrúar. AI*. MENACHEM Begin og stjórn hans héldu velli í gær, er þrjár van- trauststillögur voru bornar fram á ísraelska þinginu. Það voru Komm- únistaflokkurinn, Verkamanna- flokkurinn og Shinui-flokkurinn sem lögðu tillögurnar fram og at- kvæðagreiðslurnar enduðu allar 64:56 stjórninni í hag. Vafasamur leikur bannaður í N-Mexíkó Alamogordo, Mexíkó, 16. febrúar. Al*. FR/EÐSLURÁÐ borgarinnar Alamogordo í Mexíkó hefur ákveðið að banna ævintýraspilið „drekar og dýflissur", eða dungeons and dragons, eins og það heitir á ensku. Spil þetta hefur átt geysilegum vinsældum að fagna meðal skólabarna í Alamogordo og raunar miklu víðar. Ráðið mælti með banni spils- ins eftir að foreldrar höfðu látið undirskriftalista ganga, en spilið hefur verið kennt eftir skóla á vegum skólans, einkum til að gera félagslífið fjölbreyttara. Spilið er nokkuð flókið og þurfa börnin að nota talsvert hyggju- vitið til að standa sig vel og var það talinn aðalkostur gamans- ins. Drekar og dýflissur gengur út á að hver þátttakandi ræður yfir ákveðinni persónu sem reynir að komast klakklaust gegn um völundarhús undir- heima og dýflissa, þar sem allt morar í ófreskjum, göldrum og fyrirsátum hinna kynlegustu vera. En það var ekki að ástæðu- lausu að foreldrarnir létu til sín taka. í bréfi sem þeir rituðu til fræðsluráðs borgarinnar voru skýringarnar raktar. Þar stóð að spilið gerði það eitt að kenna börnunum djöflafræði, galdra, særingar, morð, nauðganir, guð- last, sjálfsmorð, aftökur, geð- veiki, ónáttúru, kynvillu, vændi, djöfladýrkun, fjárhættuspil og kenningar sálfræðingsins um- deilda, Jung! Eftir afgreiðslu tillagnanna ávarpaði Moshe Nissim dóms- málaráðherra þingið og beindi orðum sínum einkum til stjórn- arandstöðunnar. Hann sagði m. a., að stjórnin myndi, samkvæmt beiðni nefndarinnar sem fjallaði um Beirut-fjöldamorðin, lagfæra þá vankanta sem sýnilegir væru. Hann vísaði á bug hrópum stjórnarandstöðumanna að stjórnin öll segði af sér og sagði að skýrsla nefndarinnar hefði alls ekki gert stjórnina alla ábyrga fyrir morðunum, aðeins tiltekna einstaklinga og búið væri að láta til skarar skríða gegn þeim. Þar átti Nissim fyrst og fremst við Ariel Sharon, sem var sviptur embætti varnarmála- ráðherra. Hann situr enn í stjórninni, ráðherra án embætt- is. Hann fékk að finna fyrir veikri stöðu sinni í gær, er Begin forsætisráðherra, Josef Burg innanríkisráðherra og Yitzhak Shamir sátu lokaðan fund um stöðu Líbanonmálsins. Sharon var ekki boðaður á fundinn. Meðan að þingið afgreiddi van- trauststillögurnar, greindu blöð í Israel frá því að leynilegar um- ræður væru í gangi milli leiðtoga Likud-flokksins og Verkamanna- flokksins. Verið væri að athuga hvort möguleiki væri á stjórn- arsamstarfi þessara tveggja stærstu flokka landsins. Shimon Peres, formaður Verkamanna- flokksins myndi að öllum líkind- um fá stöðu aðstoðarforsætis- ráðherra ef úr yrði, og Yitzhak Rabin valdamikið ráðherraemb- ætti. Talið er að slík stjórn myndi sameina þjóðina á nýjan leik eftir það fjaðrafok sem varð vegna fjöldamorðanna í Beirut. Klofnar PLO í afstöðu sinni til friðaráætlunar? Aljífirsboríí Alsír, 16. febrúar. Al*. SVO getur farið, að PLO, Frelsishreyfing Palestínumanna, klofni í afstöðu sinni til friðaráætlunar Araba sem Bandaríkjamenn styðja. Talsmaður þjóðarráðs Palest- ínumanna sagði á fundi ráðsins að friðaráætlunin yrði „eflaust sam- þykkt" á fundinum þótt í henni fæiist einhliða viðurkenning á Ísraelsríki. Þessi orð urðu til þess að Ahmed Jebril, leiðtogi Alþýðu- fylkingarinnar til frelsunar Pal- estínu (PFLP-GC), sem er vinveitt Sovétríkjunum, tilkynnti að ef svo færi myndi það draga dilk á eftir sér. „Ef það gerist, getum við ekki annað en sagt skilið við PLO og þjóðarráðið,“ sagði Jebril og gagn- rýndi einnig tengsl Arafats við egypska ráðamenn. Talsmenn meirihlutans undir forystu Yasser Arafats gagnrýndu Jebril og harðlínuarm hans á móti, sögðu hann undir óæski- legum æsingaráhrifum frá Sýr- lendingum og Líbýumönnum. Fundir voru fyrirhugaðir i nótt með þeim átta hreyfingum sem standa að PLO og ætlaði Arafat að freista þess að koma á einingu á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.