Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Mun ekki taka sæti á listanum — segir Soffía Guðmundsdóttir, varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra „NIÐIJRSTTÓÐUR liggja fyrir, þær hafa komið í hlöðum og ég hef engu við þær að bæta,“ sagði Soffía Guðmunds- dóttir, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins á Akureyri, þegar Morgunblað- ið talaði við hana í gær, en hún varð í fjórða sæti I forvali Alþýðubanda- lagsins í Noröurlandskjördæmi eystra um síðustu helgi. Aðspurð um það hvort hún myndi taka það sæti á listanum, sem hún hlaut í forvalinu, sagði Soffía: „Ég Siglufjörður: Rækjuvinnsla er hafin hjá Siglósfld RÆKJUVINNSLA hófst hjá Siglósfld á Siglufirði í gær og verða fyrst um sinn unnar 100 lestir af rækju sem keypt var af Rússum í maí í fyrra, að sögn Daníels Thorarensen framkvæmda- stjóra Siglósildar. Rækjan veröur seld til V-Þýzkalands. tjáði félögum mínum í uppstillingar- nefnd það þegar í gær, að ég myndi ekki taka sæti á listanum. Mér fannst það liggja beinast við eftir þessi úrslit." „Það liggur ljóst fyrir að kosning Steingríms í fyrsta sæti er mjög ein- dregin og persónulega get ég vel við unað,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir, kennari á Dalvík, en hún hlaut ann- að sætið í forvalinu. „Ég held við getum litið björtum augum til komandi kosninga. Við er- um með ungt og nýtt fólk á lista í þessu kjördæmi, en hér eru afskap- lega litlar breytingar á listum yfir- leitt," sagði Svanfríður Jónasdóttir ennfremur. Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri, varð í þriðja sæti í forvalinu. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um úrslitin, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann i gær. Steingrímur Sigfússon, sem varð í fyrsta sæti í forvalinu, er erlendis og tókst Morgunblaðinu ekki að ná sambandi við hann í gær. f- s Trillukarlar fara að huga að rauðmaganum Senn líður að því, að trillukarlar á Ilalvík fari að huga að rauðmaganum og skömmu síðar verða grásleppunetin lögð. í vetur hefur afli verið rýr á innanverðum Eyjafirði, en með betri tíð gera menn sér vonir um aukinn afla. Morgunblaðið/Trausti „Við förum rólega af stað,“ sagði Daníel. Hann bjóst við að milli fimm og sex vikur tæki að vinna Rússa- rækjuna. Hvað við tæki þegar niður- suðu Rússarækjunnar lyki, væri óljóst, en útvegun frekari rækju væri til athugunar, m.a. hjá Sölu- stofnun lagmetis. Einnig væri til at- hugunar að hefja djúprækjuveiðar í auknum mæli. Daníel sagði að rækjuveiðar yrðu stundaðar frá Siglufirði í sumar. Alusuisse svarar iðnaðarráðherra: Lýsir mikilli undrun yfir hótun um einhliða aðgerðir ráðherra óskar enn eftir sérfræðingafundi Daníel sagði að við rækjuvinnsl- una myndu starfa um 25 manns þeg- ar fullum afköstum yrði náð. „Okkur lízt vel á þetta. Og það er ánægjulegt að geta skýrt frá því að við erum með mjög fullkominn útbúnað til af- þíðingar og niðurlagningar sem var hannaður og smíðaður hér á landi,“ sagði Daníel. Daníel Thorarensen tók við fram- kvæmdastjórastarfi hjá Siglósíld af Pálma Vilhjálmssyni, sem veitt hafði fyrirtækinu fórstöðu um ára- bil. Pálmi er tekinn við stjórn sölt- unarstöðvarinnar Stemmu á Horna- firði. „VÉR lýsum yfir mikilli undrun á þeirri orösendingu yðar, að þér hafnið frekari samningavið- ræðum. Frá upphafi hefur það legið ótvírætt fyrir, að Alusuisse vill semja,“ segir í skeyti sem Hjörleifi Guttormssyni, iðnað- arráðherra, var sent í gær af dr. Paul Miiller, forseta fram- kvæmdastjórnar Alusuisse, og aðalsamningamanni þess í við- ræðunum við íslendinga. í upphafi skeytisins vísar dr. P. Muller til skeytis frá iðnað- arráðherra frá 4. febrúar 1983, þar sem ráðherrann skýrir frá því að einhliða aðgerðir séu í undirbúningi. Jafnframt minnir dr. P. Múller á það, að af hálfu Alusuisse hafi hinn 10. nóv- ember 1983 verið lagður fram skriflega grundvöllur að sam- komulagi. Þá segir í skeytinu að Alu- suisse hafi borist ný skýrsla um verð á orku sem álbræðslur greiði. Sé nauðsynlegt að sér- fróðir fulltrúar fyrirtækisins og iðnaðarráðherra hittist til að ræða þessa skýrslu og aðrar upplýsingar. Er minnt á það, að þegar hafi verið gerð tillaga um slíkan fund í skeyti til ráðherr- ans frá 21. janúar 1983. Telur Alusuisse að á slíkum fundi kæmi í ljós, að röksemdir ráð- herrans um gjörbreyttar for- sendur frá því að fyrri orku- samningar aðila voru gerðir fái ekki staðist. Þá hafi ráðherrann engar lagalegar forsendur til að hækka raforkuverð til Álversins í Straumsvík einhliða, um það efni séu ákvæði í samningi aðila sem hafi lagagildi. Grípi ráð- herrann engu að síður til ein- hliða aðgerða áskilur Alusuisse sér allan rétt til gagnráðstafana og ekki einungis þann rétt sem er samningsbundinn, að vísa málinu til alþjóðlegs gerðar- dóms. Dr. Paul Múller segist munu verða á íslandi í mars næstkom- andi og vonar að hann geti þá daga sem hann verður hér, 22. til 25. mars, kynnt ráðherranum skýrsluna um orkuverðið. Telur hann mjög æskilegt, að sérfræð- ingafundur um orkuverðið verði haldinn fyrir 22. mars. í lok þessa skeytis vísar dr. P. Múller til þess að hinn 11. febrú- ar 1983 hafi Alusuisse fengið skeyti frá iðnaðarráðherra þess efnis, að framleiðslugjaldið hafi verið endurskoðað, segist hann munu svara því í sérstöku skeyti. Sérframboð sjálfstæðis- manna á Vest- fjörðum ákveðið Á FUNDI á fsaflrði í fyrradag fór fram leynileg atkvæöagreiðsla um hvort vilji væri fyrir sérframboði sjálfstæð- ismanna fyrir komandi Alþingiskosn- ingar. Fundinn sátu um 60 manns, 33 voru fylgjandi sérframboði, 14 á móti og sjö skiluöu auðu. Ákvörðun var tek- in í framhaldi af því að bjóða fram sérstakan lista. Á fundi í gærkvöldi var unnið að undirbúningi skoðanakönnunar um röðun á þennan lista. Að sögn Sigur- laugar Bjarnadóttur er hugmyndin sú að skoðanakönnun fari fram í öllu kjördæminu, þátttaka í henni verði heimiluð sjálfstæðismönnum og óflokksbundnum, þeim er undirrita stuðningsyfirlýsingu við sérfram- boðið. Auk Sigurlaugar Bjarnadótt- ur hefur Guðmundur Ingólfsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ísafirði unnið að undirbúningi sér- framboðs. Hann var fundarstjóri á fundinum í fyrrakvöld. Vísitölumálið: Hörkudeila stjórnarsinna um stjórn- arfrumvarp forsætisráðherra Þessi fyrirsögn var yflr þvera síðu Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, í gær þegar sagt var frá umræóum á alþingi um vísitölufrumvarp forsætisráð- herra, sem hann flytur sem stjórnarfrumvarp. í Tímanum var þetta haft eftir Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins: „Alþýðubanda- lagsmenn hafa átt mikinn þátt I undirbúningi nýja viömiðunarkerflsins og það veldur vonbrigðum að þeir sjá sér ekki fært að standa að samkomulagi ura að leggja það fram.“ RÁÐHERRAR Alþýðubandalagsins og formaður þingflokks þess hafa lýst því yflr, að forsætisráðherra hafl gerst brotlegur við stjórnarsáttmál- ann með því að leggja fram vísitölu- frumvarpið á alþingi mánudaginn 14. febrúar síðastliðinn. Og f tilefni af þessu sama frumvarpi sagði Ólaf- ur R. Grímsson, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, í Þjóðviljanum á þriðjudag: „Athæfl Framsóknar- flokksins og offors við að troða þess- ari vísitöluskerðingu í gegn er slíkt, að þeir brjóta allar þingvenjur og hefðir.“ 1 forystugrein Þjóðviljans á þriðjudag sagði að forsætisráð- herra hefði gerst brotlegur við eft- irfarandi ákvæði stjórnarsáttmál- ans með því að leggja fram vísi- tölufrumvarpið: „Ríkisstjórnin mun hins vegar ekki setja lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkisstjórninni séu um það sam- mála ..." Síðan rökstyðja alþýðu- bandalagsmenn mál sitt á þann veg, að þeir hafi ekki samþykkt frumvarp forsætisráðherra og því hafi hann gerst sekur um stjórn- arsáttmálabrot. í Þjóðviljanum í gær er haft eftir Ólafi R. Gríms- syni, þingflokksformanni: „Ef vísi- tölufrumvarpið verður hins vegar samþykkt göngum við samstundis út. Alþýðubandalagið tekur ekki þátt í þessari árás á lífskjör al- mennings." Samkvæmt þessum ummælum mun „brot“ forsætis- ráðherra ekki leiða til stjórnar- slita af Alþýðubandalagsins hálfu fyrr en alþingi hefur samþykkt vísitölufrumvarpið. Enn veit eng- inn hvaða afgreiðslu það fær á þingi, en hins vegar missir frum- varpið marks nái það ekki fram nægilega tímanlega til að unnt sé að fella niður greiðslu vísitölubóta á laun 1. mars næstkomandi. í greinargerð með vísitölufrum- varpinu er því lýst hvað gert var í nefnd ríkisstjórnarinnar til að ná samkomulagi milli allra aðila að stjórnarsamstarfinu. Meðal þess var að falla frá áformum fram- sóknarmanna um að reikna vísi- tölubætur á laun aðeins tvisvar á ári og var þess í stað ákveðið að þær komi til útreiknings og leggist á laun þrisvar sinnum á ári í stað fjögurra skipta nú. Á þessa tilhög- un féllst Þröstur Ólafsson, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, en hann var fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í nefndinni. Hins vegar var hann ósammála dagsetningu gild- istökunnar. Vildi hann fækka vísi- töludögunum eftir að bætur hefðu verið greiddar 1. mars næstkom- andi eftir óbreyttu kerfi. Þá sam- þykkti Þröstur einnig nýskipan frádráttarreglna frá vísitölunni, hann vildi þó hlutfallslegan frá- drátt í stað þess að frádráttarlið- um væri fjölgað eins og tillaga er gerð um í frumvarpi forsætisráð- herra. í forystugrein Tímans, mál- gagns Framsóknarflokksins, er í gær vikið að því að upplausn ríki „á heimili Alþýðubandalagsins um þessar mundir, en einkum þó hjá þingflokknum." Og Tíminn segir: „Ömurlegasta dæmið er þó það, að Alþýðubandalagið hleypur frá samkomulagi, sem búið var að gera í ríkisstjórninni um vísitölu- málið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.