Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Blaðburöarfólk óskast! Of veikburða fyrir okkar aðstæður Pomagalsky-lyftuna töldu bæði verkfræðingarnir og fulltrúar Blá- fjallastjórnar ekki koma til greina. Hún væri á ýmsan hátt of veik fyrir aðstæður í Bláfjöllum, enda bauð fyrirtækið lyftu sem það nefnir „Junior" og raunar höfum við af því fregnir að þetta fyrirtæki framleiði sterkari, vandaðri og þá dýrari lyft- ur. En að sjálfsögðu varð að bera saman þær lyftur sem boðnar voru skv. reglum og siðfræði við útboð. Enda voru tilboðin nægilega sund- urgreind og skýr. Mótorinn í Poma- galsky-lyftunni er til dæmis að upp- settu afli 55 kw, sá minnsti af þeim sem boðnir voru. Þegar sagt er að svona veikur mótor muni duga, því stólarnir Of annað í lyftunni sé svo léttbyggt, þá er því til að svara að við erum einmitt ekki hrifin af ör- yggisástæðum af léttavigtarhlutum í þeim veðurham, sem við þekkjum svo vel í Bláfjöllunum. Tala turna í tilboðinu er 7 á móti 9 í Doppel- mayer-lyftunni og okkur þótti hafið nokkuð langt milli staura. Hitt franska fyrirtækið, Montanz, sem bauð svipaðan strekkibúnað og er í lyftunni sem valin var, tók sérstak- lega fram að það teldi þann búnað sem Pomagalsky bauð ekki nægilega góðan við íslenzkar aðstæður, hvað svo sem til er í því. Við vorum ekki ánægð með rúllurnar, en sá útbún- aður er sérstakt íslenzkt vandamál hér vegna ísingar. Húsið sem boðið var lítur ágætlega út, en við töldum hæpið að það og klæðningin þyldi óbreytt íslenzkan veðurham. Margt fleira mætti telja. Þetta er sjálfsagt góð lyfta þar sem hún á við, en að mati fagmanna hér og okkar i stjórninni voru of margir þættir veikir til að við teldum hana geta hentað okkar aðstæðum í Bláfjöll- um. Og öll þekkjum við og starfsfólk skíðasvæðisins nú nokkuð til að- stæðna, en að sjálfsögðu voru Stef- án Kristjánsson, íþróttafulltrúi og Þorsteinn Hjaltason með í ráðum. Lyfta sem kostar I, 4 millj. í allt Niðurstaðan varð semsagt sú að best hentaði okkur ein af fjórum lyftum, sem Doppelmayer-fyrirtæk- ið bauð okkur. Lyfta sem flytur yfir 1200 manns á klst., en Pomagalsky- lyftan var mun afkastaminni. Eftir síðustu gengisfellingu stendur verð á uppsettri og fullfrágenginni lyftu í II, 6 milljónum króna, sem greiðist á tveimur árum og skiptist kostnaður á 7 sveitarfélög, auk þess sem lög- boðinn hluti kemur úr íþróttasjóði. Þegar eitt skiðafélag kveinkar sér ekki undan verðinu og finnst það þess virði að fá vandaða og örugga gripi, held ég að skíðafólk í sveitar- félögunum sjö geri þá kröfu að þarna sé ekki sparað á kostnað t.d. öryggis. Sú lyfta sem næst kom til greina hefði orðið 5% ódýrari, en þá kemur á móti að Bláfjallafólkvang- ur á aðra svipaða lyftu með jafn- sverum vírum, svo að hægt er að nota sömu hjól, stóla og alla vara- hluti í báðar saman, auk þess sem reynslan af þessari og hinum líklega um 20 lyftunum frá fyrirtækinu er mjög góð við íslenzkar aðstæður og veður. Að lokum. Að sjálfsögðu tökum við ekki boði eins söluaðilans um utanferð á skíðastað, eins og Philip Moreau virðist vera að impra á. Ef þörf hefði krafið hefði að sjálfsögðu verið sendur á okkar vegum maður með sérþekkingu á lyftum til að at- huga ákveðna hluti. Önnur viðskipti við ísland almennt eða boðuð minnkandi viðskipti koma að sjálf- sögðu ekki inn í skíðalyftukaup Bláfjallastjórnar. Þegar 12 fyrirtæki bjóða dýra vöru í samkeppni verða að sjálf- sögðu 11 óánægð með að fá ekki söl- una. Einn er ánægður. Mesta furða hve vel 10 hafa borið sig, við höfum ekki heyrt í þeim. Úthverfi Hjallavegur Austurbær Freyjugata 28—49. fttfttlplSI Vandað val á skíðalyftu — Söluaðila svarað eftir Elínu Pálmadóttur, formann Bl áfjallaatjórnar Það er mikið vandaverk að velja skíðalyftu úr tilboðum frá 12 framleið- endum um allan heim, sem bjóða sum- ir upp í sex valkosti. Og enn meira þarf að vanda það val, þegar ekki er um að ræða dráttarlvftu þar sem skíðafólk stendur lostum fótum í snjónum, heldur stólalyftu þar sem notendur svífa í allt að 10 m hæð og hún á að auki að notast f íslenzkri vetrarveðráttu. Ég fullyrði og mun finna þeim orðum stað, að ákaflega vel var unnið og vandað til vals á stólalyftu þeirri, sem nú er verið að kaupa til uppsetningar í Bláfjöllum á næsta sumri. Það er eðlilegt að söluaðilar mæli af miklum krafti með dýrri vöru, sem þeir eru að bjóða. Það gerir kunningi minn Monsieur Moreau, verzlunarfulltrúi, en tvær franskar lyftur voru meðal sölutilboðanna, enda hans starf að koma frönskum vörum inn á íslenzkan markað. (Frakkar reka hér sérstaka við- skiptaskrifstofu með verslunar- fulltrúa annars staðar en í sendiráð- inui. En kappið gengur nokkuð langt þegar fulíyrt er í blöðum, þeg- ar kaupendur telja sér ekki hag í að kaupa aðra hvora frönsku lyftuna að það sé bara vegna þess að ís- lenzku verkfræðingunum þyki þægi- legra að velja þá lyftu sem þeir þekktu og til er hér á landi. Og gefið í skyn að allur sá stóri hópur, sem að valinu stóð, sé bara að sóa því fé sem þcim er trúað fyrir. Ekki efa ég að Pomagalsky-fyrirtækið franska sé ágætt fyrirtæki. En ekki gátum við nú valið skíðalyftu eftir frægð fyrirtækisins eða af því að einhver íslenzkur hestamaður varð svo upp- numinn yfir að stórmenni á borð við sjálfan Pomagalsky kom til landsins eða þá til þess að flugfélög og hótel gætu grætt á því að fulltrúar fyrir- tækisins mundu þá koma til lands- ins, en það virðist Moreau telja inn- legg í málið. Af þessu tilefni tel ég nauðsynlegt að upplýsa hvernig staðið var að valinu eftir að útboðs- frestur var útrunninn og opnuð til- boðin frá fyrirtækjunum 12, með öllum valkostunum. Verkfræðingar báru saman öll atriðin Næstu vikur unnu þeir verkfræð- ingarnir Stefán Hermannsson frá Reykjavíkurborg og Stefán Örn Stefánsson, vélaverkfræðingur, að því að bera saman þessi flóknu til- boð, sem ekki var hlaupið að. Svo ólík voru þau og misjafnt hvað var innifalið í boðinu. Eftir að hafa far- ið ofan í hvert atriði, settu þeir upp töflu okkur hinum til hægðarauka, þar sem bera mátti saman auk verðs í ísleri/.kum krónum afköst, hraða og hraðabreytingar, bilið milli stóla, og stólafjölda, afl, vira, rúllur og rúllu- fjölda, varaafl, lyftuhús o.fl. Eftir að hafa farið með þeim yfir kosti og lesti hverrar lyftu, skipaði stjórn Bláfjallafólkvangs úr sínum hópi þrjá fulltrúa til að fara enn betur með þeim ofan í saumana á þessu, þá Olaf Nilsson, endurskoðanda, Guðmund Bjornsson, mælingaverk- fræðing og Kristmund Halldórsson, deildarstjóra, sem allir eru vanir skíðamenn. Þekkja skiðalyftur hér- lendis og erlendis, enda hafa þeir allir fyrir ekki alllöngu staðið í að velja skíðalyftur frá sumum þessara sömu fyrirtækja fyrir skíðafélög sín og í Bláfjöllin. Þá voru teknar út þær lyftur sem til greina gátu kom- ið, franska Pomagalsky-lyftan enn þar með vegna þess hve ódýr hún var. Enn var farið yfir kosti og lesti í stjórninni í öllum liðum. Voru allir sammála, verkfræðingar og stjórn- arfólk, um að taka bæri eina stóla- lyftuna frá Doppelmayer-fyrirtæk- inu, ekki þó þá ódýrustu frá þeim. Það féllst Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar á, eftir að málið var þar kynnt. Einnig meirihluti borgar- stjórnar Reykjavíkur. Auk Davíðs Oddssonar og flestra sjálfstæð- ismanna Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson, svo fólk haldi ekki að valið hafi verið eftir flokks- línum. 000 000 PLUS IHJ 0 0 aCATERPILLAR SALA S ÞJÓNUSTA Caterpillar, Cat ogCBeru skrásett vörumerki Til sölu Caterpillar 966 C hjólaskófla árg. 1974, lítið notuö, í fyrsta flokks ástandi og til afgreiðslu strax. HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 0 0 0 0 0 0 0 0 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.