Morgunblaðið - 17.02.1983, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983
30
Forráðamenn sinfóníuhljómsveitarinnar kynna blaðamönnum síðara misseri starfsársins.
Síðara misseri Sinfóníuhljómsveitar fslands:
Stór hluti verka leik-
in hér í fyrsta sinn
Sinfóníuhljómsveitin á æfingu með Hamrahlíðarkórnum.
Með tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands fimmtu-
daginn 17. febrúar nk. hefst
síðara misseri starfsárs
hljómsveitarinnar, en alls
verða átta tónleikar á þess-
um síðara hluta og mun
Jean-Pierre Jacquillat
stjórna fimm þeirra.
Á fyrstu tónleikunum verða Guð-
ný Guðmundsdóttir, konsert-
meistari og Nina G. Flyer selló-
leikari frá ísrael einleikarar í
konsert fyrir fiðlu og selló eftir
Brahms og La Muse et le Poétée
eftir Saint-Saens en auk þess
verður leikin sinfónía nr. 25 eftir
Mozart. Á öðrum tónleikunum
verður flutt óperan Tosca eftir
Puccini í konsertformi með Sieg-
linde Kahmann, Kristján Jó-
hannsson og Robert Becker í ein-
söngshlutverkum og Söngsveitinni
Fílharmóníu. Priðju tónleikunum
mun Páll P. Pálsson stjórna en
þar verða flutt verkin Snúningur
eftir austurríska tónskáldið
Werner Schulze, en verkið er til-
einkað Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, sinfónía nr. 2 eftir Jean Sib-
elius og trompetkonsert eftir
Haydn. Einleikari á þeim tónleik-
um verður Rolf Smedvig, ungur
bandarískur trompetsnillingur af
norsk/ íslenskum ættum sem læt-
ur mikið að sér kveða í tónlistar-
heiminum vestan hafs, Fjórðu
tónleikarnir verða helgaðir enskri
tónlist með enskan hljómsveitar-
stjóra og enskan tenórsöngvara,
Hljómsveitarstjóri verður Nicolas
Braithwaite, en hann er sonur
Warrwick Braithwaite sem kom
hingað fyrir u.þ.b. 25 árum og
stjórnaði konsertuppfærslu á II
Trovatore eftir Verdi. tenórsöngv-
arinn verður David Rendall og
verkin sem flutt verða eru eftir
Vaughan Williams, Edward Elgar
og Benjamin Britten. Á fimmtu
tónleikunum verður flutt sinfónía
nr. 3 eftir Mendelssohn og Re-
quiem eftir Gabriel Fauré með að-
stöð Söngsveitarinnar Fílharm-
oníu. Stjórnandi á þeim tónleikum
verður Guðmundur Emilsson. Á
sjöttu tónleikunum verður ungur
íslenskur einkeikari, Sigríður
Vilhjálmsdóttir og mun hún leika
einleik í óbókonsert eftir Mozart.
Þetta er í fyrsta skipti sem Sigríð-
ur leikur einleik með hljómsveit-
inni á áskriftartónleikum, en hún
býr í Þýskalandi og starfar þar.
Ennfremur verður flutt tónverkið
Friðarkall eftir Sigurð Garðars-
son og Pastoral-sinfónía Beethov-
ens. A sjöundu tónleikunum fá ís-
lenskir tónleikagestir að heyra
tónverkið Choralis eftir Jón Nor-
dal sem frumflutt var í Washing-
ton í nóvember sl. og vakti mikla
athygli. Gabriel Tacchino verður
einleikari í píanókonsert eftir
Saint-Saéns og tónleikunum lýkur
með hinu sívinsæla Sheheresade
eftir Rimsky-Korsakoff. Á síðustu
áskriftartónleikunum verður flutt
9. sinfónía Beethovens með aðstoð
Söngsveitarinnar Fílharmóníu en
auglýst verður síðar hverjir munu
fara með einsöngshlutverkin.
Auk ofangreindra áskriftartón-
leika mun hljómsveitin standa
fyrir kammertónleikum, heim-
sækja nágrannabyggðir og fara í
tónleikaferð um Vesturland og
Vestfirði svo eitthvað sé nefnt, en
alls munu tónleikar hljómsveitar-
innar á þessu starfs'ári verða
u.þ.b. 70 talsins.
Sala áskriftarskírteina fyrir
síðara misseri stendur yfir þessa
daga í skrifstofu hljómsveitarinn-
ar að Hverfisgötu 50.
Skoðanakönnun
Sinfóníuhljómsveitar
íslands:
Tilgangurinn
er að taka
meira mið af
óskum áheyrenda
Sinfóníuhljómsveit fslands
mun á nokkrum næstu tónleik-
um sínum gangast fyrir skoðana-
könnun. Ætlunin er að kanna
viðhorf fastra áskrifenda til
verkefnavals og gefa þeim kost á
að koma sínum tillögum á fram-
færi. Þá er vonast til að hægt
verði að sjá hvernig hægt er að
ná til breiðari hóps.
Skoðanakönnun þessi, sem
Jón Stefánsson og Páll Ás-
mundsson úr verkefnavals-
nefnd hafa unnið í samráði við
Þorbjörn Broddason gæti haft
áhrif á verkefnval þarnæsta
ár.
Háhyrningar
ófarnir
„Nei, þeir eru ekki farnir ennþá, en
ég vonast til að brottfor þeirra sé alveg
á næsta leiti,“ sagði Jón Kr. Gunnars-
son forstöðumaður Sædýrasafnsins í
samtali við Mbl. í gær.
Jón sagðist eiga von á því að
brottflutningur háhyrninganna
fimm yrði alveg á næstunni. Þeir
eiga að fara til Evrópu og vestur um
haf. Háhyrningarnir fimm hafa ver-
ið geymdir í laug í Sædýrasafninu
frá því í október sl.
Þrír sækja
um prests-
starfið í
Kaupmannahöfn
Umsóknarfrestur um starf prests
íslendinga í Danmörku er runninn
út.
Þrír sóttu um embættið; séra
Ágúst Sigurðsson á Mælifelli í
Skagafirði og tveir prestar, sem
óskuðu nafnleyndar. Þetta emb-
ætti er eina prestsembættið, sem
ekki er kosið til, heldur ræður
biskup íslands í starfið að fengnu
samþykki kirkjumálaráðherra.
Jónas Gíslason gegndi þessu starfi
fyrstur, síðan Hreinn Hjartarson
og loks Jóhann Hlíðar, sem í vor
lætur af starfi samkvæmt reglum
um starfsaldur.
Framboðslisti
Framsóknar á
Reykjanesi
FRAMBOÐSLISTI Kramsóknarflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi fyrir Alþing-
iskosningarnar hefur verið birtur, en
hann skipa tíu menn.
Eftirtaldir skipa listann: 1. Jó-
hann Einvarðsson alþingismaður
Keflavík. 2. Helgi H. Jónsson frétta-
maður Kópavogi. 3. Arnþrúður
Karlsdóttir útvarpsmaður Hafnar-
firði. 4. Inga Þyrí Kjartansdóttir
snyrtifræðingur Kópavogi. 5. Ólafur
í. Hannesson aðalfulltrúi Njarðvík.
6. Þrúður Helgadóttir verkstjóri
Mosfellssveit. 7. Arnþór Helgason
kennari Seltjarnarnesi. 8. Guðmund-
ur Karl Tómasson rafvirkjameistari
Grindavík. 9. Magnús Sæmundsson
bóndi Kjósahreppi. 10. Örnólfur
Örnólfsson sölumaður Garðabæ.
Sjötugur:
Kjartan Ólafsson
frá Strandseli
í dag á sjötugsafmæli Kjartan
Ólafsson, deildarstjóri í Sam-
vinnubankanum Reykjavík. Af því
tilefni vil ég segja frá honum með
nokkrum orðum um leið og ég
þakka honum langt og lærdóms-
ríkt samstarf að sameiginlegum
áhuga- og félagsmálum.
Kjartan er fæddur 17. febrúar
1913 að Strandseli (Strandseljum)
í Ögurhreppi. Foreldrar hans voru
Ólafur Þórðarson bóndi þar og
kona hans Guðríður Hafliðadóttir.
Kjartan ólst þar upp í stórum
systkinahópi við sveitastörf þeirra
tíma. Kjartan fór á héraðsskólann
á Laugarvatni og tók þar próf
1931. Síðan fór hann í Samvinnu-
skólann og útskrifaðist þaðan eft-
ir tveggja vetra nám vorið 1933.
Þá lá leiðin aftur á heimaslóðir við
Djúp. Þetta ár féll faðir hans frá
og næstu árin nokkur er Kjartan
þar heima með fjölskyldu sinni við
búskap.
Kjartan kvæntist 14. maí 1935
Kristjönu Guðrúnu Bjarnadóttur
frá Ögurnesi. Kristjana er fædd
11. nóv. 1911, næstelst af tíu börn-
um Bjarna Einars Einarssonar
fiskmóttökumanns þar og Hall-
dóru Sæmundsdóttur konu hans
(Arnardalsætt). Tvö fyrstu börn
þeirra Kjartans og Kristjönu
fæddust í Strandseli, en síðan lá
leiðin suður, í átt til fleiri tæki-
færa og betri atvinnu er skóla-
námið kynni að veita aðgang að.
Kjartan hóf störf hjá Kaupfé-
lagi Árnesinga, og síðan má segja
að störf hans hafi verið á vegum
Samvinnufélaganna. Hann vann
að verzlunarstörfum og stjórn um
tuttugu ára skeið hjá Kaupfélagi
Árnesinga Selfossi og síðar hjá
Kaupfélagi Hafnfirðinga Hafnar-
firði. Þegar Samvinnubankinn var
stofnaður gerðist hann starfsmað-
ur þar og hefur unnið þar síðan.
Hér er starfssaga sögð í stuttu
máli og mætti þar mörgu við bæta
af þeim er til þekkja, en ég sleppi
því, enda eru kynni okkar Kjart-
ans á öðru sviði.
Það var 29. febr. 1948 að ég var
staddur niðri í miðbæ Reykjavík-
ur, framan við Góðtemplarahúsið.
Ég stóð þar úti fyrir og beið
manna er ég vænti þangað. Þá ber
þar að mann, hvatan í spori og
einarðlegan. Við heilsumst og
kynnum okkur, en vissum þó óljós
deili hvor á öðrum. Aðkomumaður
spyr hvort hér sé ekki að hefjast
samkoma? Jú, segi ég, hér á að
fara að stofna stúku. — Þar lang-
ar mig til að taka þátt í, segir
Kjartan, en sá var maðurinn. Síð-
an gengum við inn í húsið. —
Þennan dag hófst samstarf okkar
í stúkunni Andvara nr. 265 sem
staðið hefur síðan óslitið til þessa
dags, eða rétt hálfa ævi hans. Það
er þetta samstarf sem mig langar
til að þakka honum fyrir, nú á
þessum degi. — Kjartan var eng-
inn nýgræðingur þá í félagsskap
templara. Hann hafði áður verið í
stúku, en slitnað úr tengslum
vegna flutninga. Ég var búinn að
starfa í annarri súku um árabil en
gekk nú að þessari stúkustofnun.
Kjartan hefur innt af hendi
margvísleg störf fyrir stúkuna
okkar öll þessi ár, er hafa ein-
kennst af fórnfýsi, traustum heið-
arleika og þegnskap, — og fyrir
félagsskap templara í heild sinni.
Kjartan sat í framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar í sautján ár og þar
af í fimmtán ár framkvæmd-
astjóri Stórstúkunnar og stórrit-
ari. Hann hefur verið fulltrúi
Reglunnar á mótum og þingum
erlendis, og um skeið var hann í
stjórn Norræna bindindissam-
bandsins. Hann hefur einnig um
árabil verið í stjórn Musteris-
riddarareglunnar.
Kjartan Ólafsson er maður heil-
brigðra lífshátta. Hann ann úti-
vist og ferðalögum og hefur ferð-
ast mikið um landið okkar. Hann
kann skil á hverjum vogi og firði,
mörgum dal og sveit, þekkir nöfn
fjalla og áa og fjölda bæjarnafna.
Hann hefur einnig ferðast mikið
utanlands. Lengi mun ég minnast
ferðar er ég fór með Kjartani eitt
sinn í þrjátíu manna hópi suður
um Evrópu, allt til Feneyja. Tók-
um við bíl á leigu í Danmörku og
fórum þaðan á eigin vegum og
hafði Kjartan forsjón alla og far-
arstjórn, þótt fleiri ágætir menn
kæmu þar til skjala, og tókst það
allt með ágætum, þó okkur virtist
stundum hann hafa merkt dag-
leiðirnar í lengra lagi.
Kjartan er traustur maður og
vandaður og drengur góður. Hann
er þéttur fyrir ef gengið er á hlut
þess sem honum er trúað fyrir, —
fórnfús og ósínkur á tíma og fjár-
muni til lausnar þeim málefnum
er hann hefur tekið tryggð við.
Þau hjón sáu gildi bindindismáls-
ins og hafa þar innt af höndum
mikið starf, og ljúft er að minnast
góðrar samvinnu í áratugi, þar
sem hvergi ber á skugga.
Kjartan og Kristjana eiga fimm
börn, vel mennt myndarfólk, er öll
hafa stofnað heimili í Reykjavík
og grennd, — og barnabörnin trúi
ég að séu tólf. Þau hjón hafa átt
heimili að Birkihvammi 8 í Kópa-
vogi í aldarfjórðung eða svo og þar
hefur Kjartan ræktað garðinn
sinn. Öllum sumarstundum sínum,
þeim er hann má við koma, unir
hann þar við umhirðu trjáa og
blóma.
Nú þegar líður að verkalokum á
hinum opinbera starfsvettvangi,
óska ég Kjartani vini mínum þess,
að hann megi eiga margar stundir
með móður náttúru meðal grasa
og blóma í garði sínum eða úti í
náttúrunni fjarri ys og þys þar
sem mosinn er mjúkur undir fæti
og loftið heiðblátt og anganríkt.
Þau hjónin eru að heiman í dag.
Indriði Indriðason