Morgunblaðið - 17.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983
33
Bráðabirgðayfirlit Seðlabankans um þróun peningamála 1982:
Útlánageta innlánsstofnana
er lítil um þessar mundir
— Útlán jukust um 86% og innlánin um 60%
Morgunblaðinu barst í vikunni
eftirfarandi bráðabirgðayfirlit Seðla-
banka íslands um þróun peninga-
mála 1982.
Bráðabirgðatölur úr reikning-
um bankakerfisins sýna að gjald-
eyrisstaða bankanna í árslok var
aðeins helmingur þess sem hún
var í upphafi árs, enda þótt er-
lendar lántökur, sem að öðru jöfnu
bæta gjaldeyrisstöðuna hafi verið
meiri á árinu 1982 en dæmi eru
um á einu ári, þegar undan er skil-
ið árið 1971, sem var ár óvenju-
mikillar fjármunamyndunar. Þá
var lausafjárstaða innlánsstofn-
ana lakari í lok ársins en hún hef-
ur verið á áramótum siðan í lok
ársins 1968, þrátt fyrir verulega
fyrirgreiðslu Seðlabankans í formi
skuldabreytinga og stóraukinna
endurkaupa. Þessi niðurstaða á að
nokkru leyti rætur að rekja til
samdráttar útflutningstekna, en
hlýtur einnig að teljast afleiðing
óhóflegra útlána, en aukning
þeirra stuðlaði ásamt öðru að því,
að útgjöld þjóðarinnar minnkuðu
ekki til samræmis við tekjurnar.
Síðustu misseri hefur stjórn pen-
ingamála beinst að því að draga úr
aukningu útlána hjá innlánsstofn-
unum og hemja þannig eftirspurn,
einkum eftir innfluttum vörum.
Seðlabankinn beitti í þessu skyni
sérstakri innlánsbindingu til við-
bótar hinni hefðbundnu og herti
auk þess reglur um yfirdrátt við
bankann. Viðskiptabankar gerðu
og með sér samkomulag um tak-
mörkun útlána. Engu að síður
varð útlánaaukning um 86% eða
langt umfram verðlagshækkanir.
Ráðstöfunarfé innlánsstofnana
gaf engan veginn tilefni til svo
mikillar aukningar útlána, enda
þótt innlánaaukning hafi verið
talsverð, eða um 60%.
Reikningar Seðlabankans
Reikningar Seðlabankans sýndu
mikið útstreymi fjár til innláns-
stofnana allt árið. Kröfur Seðla-
bankans á ríkissjóð og ríkisstofn-
anir lækkuðu um 81 m.kr. á árinu
og innstæður ýmissa sjóða jukust
verulega. Utanríkisviðskipti höfðu
og mikil samdráttaráhrif á pen-
ingamyndun, eins og þróun gjald-
eyrisstöðu ber með sér, og á heild-
ina litið varð aukning grunnfjár
tiltölulega lítil, eða rúm 49%,
þrátt fyrir mikil lán Seðlabankans
til innlánsstofnana.
Sjá töflu 1.
Innlánsstofnanir tóku veruleg
yfirdráttarlán í Seðlabankanum á
árinu, þrátt fyrir háa refsivexti
slíkra lána. í október nam yfir-
dráttur þeirra samtals 1161 m.kr.,
á móti 6 m.kr. í ársbyrjun, en til
ársloka lækkaði hann aftur í 344
m.kr. Munaði hér mest um víxillán
til allt að 6 mánaða, sem Seðla-
Tafla 1. Úr reikningum Seölabankans SuAa
í m.kr.
31/12Hreyfingar í m.kr.
1982 1981 1982
1. Erlendar eignir til skamms tíma, nettó 1489 425 + 1221
(endurmat v/gengis, ótalið í 1. línu) (301) (1080)
2. lán til innlánsstofnana 4514 485 2925
3. Lán til annarra, að frádr. innstreðum +560 +200 +383
Ríkissjóður og ríkisstofnanir 115 + 118 +81
Fjárfestingarlánasjóðir + 148 48 + 160
Sjóðir í opinberri vórslu +527 + 129 + 142
4. Ýmsar eignir — ýmsar skuldir + 1653 306 +68
5. Grunnfé (l.+2.+3.+4.=6.+7.) 3790 1016 1253
6. Seðlar og mynt í umferð 531 176 135
7. Innstæður innlánsstofnana 3259 839 1119
Tafia 2. Staða innlánsstofnana gagnvart Seðlabanka ásamt
lausafjárstöðu við útlönd Staða í m.kr.
31/12Hreyfingar í m.kr.
1982 1981 1982
1. Lausafjárstaða + 161 +60 +920
(þar af gagnvart Seðlabanka) (+860) (+51X4-1050)
2. Bundnar innstæður v/bindiskyldu 2810 837 1032
3. Aðrar innsUeður 238 64 111
4. Endurkaup 2935 400 1543
5. Verðbréf 508 96 358
6. Heildarstaða (1+2+3+4+5) + 1056 345 + 1677
Tafla 3. Innlán og peningamagn su«> t
m.kr.
1. Veltiinnlán 31/12 llreyfingar í % 1982 1981 1982 1568 54,4 28,1
2. Almenn spariinnlán 5064 82,7 57,2
3. Bundin spariinnlán 4012 62,4 81,2
þar af verðtryggð 2846 — 191,3
4. Heildarinnlán 10644 69,9 59,8
5. Seðlar og mynt í umferð 531 80,0 34,1
6. Peningamagn, M1 (1.+5.) 2099 60,1 29,6
7. Peningamagn, M2 (1-+2.+5.) 7163 74,5 48,0
8. Peningamagn, M3 (1.+2.+3.+5.) 11175 70,5 58,4
Tafla 4. Útlán innlánsstofnana Staða í
m.kr.
31/12 Hreyfingar í %
1982 1981 1982
Heildarútlán 11394 69,5 86,2
Lán til opinberra aðila og sjóða 891 86,3 81,8
Lán til einstaklinga 2122 90,8 58,2
Lán til fyrirUekja 8381 62,2 95,5
ljindbúnaður 1272 50,4 59,0
Sjávarútvegur 3110 59,4 115,8
Iðnaður 1342 76,3 96,2
Olíufélög 562 22,8 236,5
Önnur verslun 1404 72,2 76,8
Önnur fyrirtæki 691 79,4 72,3
á síðasta ári
banki veitti innlánsstofnunum
þegar nýjar reglur um yfirdrátt
gengu í gildi hinn 1. nóvember.
Voru þá jafnframt gerðir samn-
ingar um útlánahámörk viðkom-
andi stofnana á lánstímanum.
Verðbréfakaup bankans vegna
skuldabreytinga í sjávarútvegi,
samtals 283 m.kr., bættu einnig
stöðu inniánsstofnana.
Afurða- og rekstrarlán sem
Seðlabankinn endurkeypti jukust
afar mikið á árinu, eða um 111%.
Tiltölulega mest varð aukning
endurkeyptra lána vegna iðnaðar,
17%, enda bættust allmörg iðnfyr-
irtæki í hóp þeirra sem fá fram-
leiðslulán. Endurkaup vegna sjáv-
arútvegs jukust um 119%, og staf-
ar mikil aukning þeirra af birgða-
þróun og miklum breytingum
gengis.
Sjá töflu 2.
Á árinu 1981, fyrsta ári nýrrar
krónu, jukust seðlar og mynt í um-
ferð um 80%, samanborið við um
42% verðlagshækkanir það ár. Á
síðastliðnu ári varð aukningin
hins vegar aðeins 34,1%, þegar
verðlag hækkaði um 60%. Séu
bæði árin tekin saman hafa seðlar
og mynt í umferð aðeins aukist um
6% umfram verðlagshækkanir.
Um áramótin var verðmæti nýju
krónunnar aðeins um 42% þess
sem var við gjaldmiðilsbreyting-
una fyrir tveimur árum, ef miðað
er við breytingu lánskjaravísitölu.
Þarf því að greiða með 2.38 kr. nú
fyrir það sem kostaði 1 kr. þá.
Innlán innlánsstofnana
Áukning heildarinnlána á síð-
asta ári varð um 61% hjá við-
skiptabönkum og um 55% hjá
sparisjóðum, en um 60% hjá inn-
lánsstofnunum í heild, eða mjög
svipuð verðlagshækkunum. Sam-
anborið við næsta ár á undan er
þetta tiltölulega lítil aukning, en
þá var hún líka með eindæmum
mikil. Mest varð aukning verð-
tryggðra innlána eða yfir 190%,
en að nokkru leyti stafar það af
flutningi fjár af öðrum bundnum
innlánsreikningum (vaxtaauka-
reikningum). Bundin innlán í
heild hafa þó aukist verulega, eða
um rúm 81%, en almenn spari-
innlán jukust minna og minnst
varð aukning veltiinnlána, 28%.
Miðað við áætlaða þjóðarfram-
leiðslu hækkaði hlutfall ársmeð-
altals heildarinnlána og þjóðar-
framleiðslu í um 28% árið 1982 úr
27,0% árið á undan. Hlutfallið var
í lágmarki, 21,5%, árið 1978, en
hefur hækkað síðan og er nú mitt
á milli þess sem var árin 1973 og
1974.
Sjá töflu 3.
Útlán innlánsstofnana
Útlán viðskiptabanka jukust um
91,5% á árinu 1982, sparisjóða um
57% og innlánsstofnana í heild
um 86%. Verulegan hluta þessar-
ar aukningar má rekja til erfið-
leika í sjávarútvegi vegna ytri
áfalla, birgðasöfnunar og kostnað-
arhækkana. Ennfremur er stór
hluti útlána næmur fyrir verð-
lags- og gengisbreytingum, svo
sem afurðalán og viðbótarlán út á
þau, þar sem andvirði lána er
ákveðið með hliðsjón af verðmæti
birgða. Ef skoðuð eru útlán við-
skiptabankanna árið 1982 án
endurseljanlegra afurðalána,
reglubundinna viðbótarlána og
lána til olíufélaga, kemur í ljós að
aukningin var mjög veruleg eða
78%. Það er því ljóst að látið var
undan almennri lánaeftirspurn,
sem fór vaxandi eftir mitt ár 1981.
óvenjumikil innlánaaukning árið
1981 hefur líklega villt stjórnend-
um innlánsstofana sýn, þrátt fyrir
að sérstakri sveigjanlegri inn-
lánsbindinu væri beitt til að veita
aðhald. Um eins árs bil frá miðju
ári 1981 var áberandi hve lánsfé
beindist í ríkum mæli til einstakl-
inga á sama tíma og innflutningur
jókst verulega. Eftirspurn eftir
lánum fór vaxandi þegar verð-
lagshorfur dökknuðu og raunvext-
ir stuttra lána lækkuðu og þá ekki
síst þegar ljóst varð að gengis-
breytingar urðu með nokkuð jöfnu
millibili. Á síðustu mánuðum hef-
ur hins vegar dregið mjög úr út-
lánaaukningu til einstaklinga og
nam hún á árinu í heild um 58%.
Eins og fram kemur í eftirfarandi
yfirliti réðu lán til sjávarútvegs og
olíufélaga mestu um útlánaaukn-
inguna á árinu 1982, en lán til
annarra greina jukust einnig mik-
ið, en þó sýnu minnst til landbún-
aðar, 59%.
Sjá töflu 4.
Lausafjárstaða
innlánsstofnana
Eins og fram kemur í töflu 2,
rýrnaði lausafjárstaða innláns-
stofnana um 920 m.kr. á árinu
1982. í lok ársins námu stutt víx-
illán innlánsstofnana frá Seðla-
bankanum 727 m.kr. og yfirdrátt-
ur 344 m.kr. en á móti námu sjóð-
ur og innstæður á viðskiptareikn-
ingum 211 m.kr. Þegar við bætist
jákvæð lausafjárstaða gagnvart
útlöndum um 199 m.kr., nemur
lausafjárstaðan í heild +661 m.kr.,
sem jafngildir +6,2% af heildar-
innlánum samanborið við +3,9% í
ársbyrjun. Aðeins eitt dæmi er um
lakari lausafjárstöðu á áramótum,
en það var í lok árs 1968 þegar
samsvarandi hlutfall var +7,5%.
Ljóst er að útlánageta inn-
lánsstofna er lítil við þessar að-
stæður, þar sem þær hljóta að
kappkosta að bæta lausafjárstöðu
sína þegar færi gefst. Víxillánin
frá Seðlabankanum þarf að endur-
greiða á næstu mánuðum og um
yfirdrátt gilda nú mun strangari
reglur en mestan hluta nýliðins
árs. Refsivextir yfirdráttar eru
stighækkandi frá 70% til 150%.
Með svo fráhrindandi vöxtum er
stefnt að því að yfirdráttur við
Seðlabankann myndist aðeins í
undantekningartilfellum og sé
álitinn algjört neyðarúrræði, enda
stenst peningakerfi þjóðarinnar
ekki til lengdar svo óhóflegt pen-
ingaútstreymi sem yfirdrátturinn
hafði í för með sér á síðasta ári.
Prófkjör Sjálfstæöisflokksíns
í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983
Stuðningsmenn
Ólafs G. Einarssonar
hafa opnað skrifstofu aö Skeiöarási 3,
Garðabæ (húsi Rafboöa hf.).
Skrifstofan verður opin kl. 17—22
virka daga og kl. 13—19 um helgar.
Sími 54555
PotyfiUa
exteríor
PolyfiUa
FYLLIEFNI
ÚTI — INNI
POlYSmPPA
LAKK OG MÁLNINGAR-
UPPLEYSIR
ÞJALIR
MIKIÐ ÚRVAL
TRÉRASPAR
þJALABURSTAR
MÁLBÖND
2—50 MTR.
•
BOLTAJÁRN, galv.
BAKJÁRN, galv.
SKRÚFUZINK
KETILZINK
HENGILÁSAR
fjölbreytt úrval
MARLÍN-TÓG
LÍNUEFNI
BLÝ-TEINATÓG
FLOTTEINN
NÆLON-TÓG
LANDFESTAR
•
BAUJUSTENGUR
ÁL, BAMBUS, PLAST
BAUJULUKTIR
ENDURSKINSHÓLKAR
ENDURSKINSBORÐAR
LÍNUBELGIR
NETABELGIR
BAUJUBELGIR
ÖNGLAR — TAUMAR
MÖRE-
NETAHRINGIR
NETAKEÐJA
NETALÁSAR
NETAKÓSSAR
LÓÐADREKAR
BAUJUFLÖGG
NETAFLÖGG
PLASTKÖRFUR
VÍRKÖRFUR
FISKGOGGAR
FISKSTINGIR
FLATNINGSHNlFAR
FLÖKUNARHNÍFAR
BEITUHNÍFAR
KÚLUHNÍFAR
SVEDJUR
STÁLBRÝNI
HVERFISTEINAR
í KASSA, OG LAUSIR
RAFMAGNS-HVERFISTEINAR
•
SALTSKÓFLUR
ÍSSKÓFLUR
KLAKASKÖFUR
VÉLATVISTUR
l' 25 KG BÖLLUM
HVÍTUR OG MISL.
VÆNGJADÆLUR
NO. 0, 1, 2
h Ifl
>
Ananaustum
Sími 28855
Opið laugardaga 9—12.