Morgunblaðið - 17.02.1983, Page 34

Morgunblaðið - 17.02.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Hafskip: Opna eigin skrifstofur í Kaupmannahöfn og Hamborg HAFSKIP mun á næstu vikum opna tvær nýjar erlendar skrifstofur í Kaupmannahöfn í Danmörku og Hamborg í Vestur-Þýzkalandi. A síö- asta ári opnaöi Hafskip tvær eigin skrifstofur til aö annast umboös- rekstur fyrir félagiö erlendis, í Ips- wich í Bretlandi og New York í Bandaríkjunum. Þann 1. marz nk. opnar Hafskip skrifstofu í Kaupmannahöfn og verður forstöðumaður hennar Árni Árnason, viðskiptafræðing- ur, en hann hefur dvalið við störf og framhaldsnám í Danmörku undanfarin ár. Skrifstofan verður staðsett að Skudehavnsvej 2 í Norðurhöfninni, en á sama tíma verður vöruafgreiðsla félagsins flutt í samliggjandi vörugeymslur úr Fríhöfninni, þar sem Hafskip hefur haft aðsetur um árabil. Hafskip mun siðan opna eigin skrifstofu í Hamborg 1. apríl nk. t Sveinn Kr. Pétursson fyrrverandi deildarstjóri markaðsdeildar félgsins mun veita henni forstöðu. Sveinn hefur verið á vegum fé- lagsins í vetur í Hamborg þessu til undirbúnings. Skrifstofan verður staðsett í Chilehus, þar sem er miðstöð ýmissa flutningaþjón- ustufyrirtækja við jaðar hins um- fangsmikla hafnarsvæðis í Ham- borg. Skip Hafskips lesta í hverri viku í Kaupmannahöfn og Hamborg og hafa erlend umboðsfyrirtæki séð um þjónustuna hingað til. Að sögn Páls Braga Kristjóns- sonar hjá Hafskip er tilgangur fé- lagsins með eigin skrifstofurekstri að auka þjónustu við viðskipta- menn sína, stuðla að lækkuðum erlendum kostnaði og að þjálfa ís- lendinga til starfa tengt íslenzk- um hagsmunum á erlendri grund. Arni Árnason Sveinn Kr. Pétursson Um 12% samdráttur í flutningum Eimskips HEILDARFLUTNINGAR Eimskipa félags íslands á síöasta ári voru samtals um 566 þúsund tonn, eöa um 12% minni en áriö á undan. Inn- flutningur jókst um 2% en útflutn- ingur dróst hins vegar saman um 15%, einkum vegna samdráttar í út- flutningi á sjávarafurðum og afurð- um stóriðju. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegu fréttabréfi Eim- skips. Flutningar fyrri hluta ársins voru mjög miklir, en á seinni hluta árs fór að gæta vaxandi samdráttar sem endurspeglaöist af ástandi efna- hagsmála hér á landi. Á heildina litið verður árið 1982 að teljast allgott ár fyrir Eimskip. Afkoma félagsins var góð framan af, en mikið gengisfall íslenzku krónunnar var þess valdandi, að gengistap félagsins af erlendum skuldum er óvenjulega mikið. Niðurstöður bókhalds vegna ársins 1982 liggja ekki fyrir, en bráðabirgðatölur gefa til kynna, að rekstur ársins verði ekki halla- laus, segir í fréttabréfinu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sagði í samtali við Mbl., að endanlegar tölur um afkomuna á síðasta ári lægju enn ekki fyrir. Hörður gat þess ennfremur, að að- alfundur félagsins yrði haldinn í lok marzmánaðar. Hvernig geta Flugleiðir komið til móts við full- borgandi farþega sína? BJÖRN THEÓDÓRSSON, framkvæmdastjóri markaössviös Flugleiða, hefur sent stórum hópi viðskiptamanna félagsins í viðskiptalífinu eftirfarandi bréf vegna þjónustu Flugleiða við þá: Við hjá Flugleiðum erum að kanna með hvaða móti við getum komið betur til móts við þá far- þega okkar, sem borga fullt far- gjald á millilandaleiðum félagsins. Við höfum þegar bryddað upp á aukinni þjónustu við þessa far- þega, en þar verður ekki látið staðar numið. Okkur þykir því eðlilegast að fá álit farþega á mik- ilvægi þjónustuliða, sem hug- myndir hafa verið uppi um, og hvaða viðbótarþjónusta kæmi sér best. Því höfum við sett fram til- lögur hér að neðan og biðjum þig vinsamlegast að merkja við þær með tölustöfunum 1—10 eftir mikilvægi að þínu áliti. Það er að segja, þjónusta, sem þú telur skipta mestu máli yrði númer eitt og svo framvegis. .... Möguieiki á að bóka ákveðið sæti í flugvélinni um leið og farpöntun er gerð. .... Sérstakt innritunarborð á Keflavíkurflugvelli fyrir fuliborgandi farþega. .... Aðskilið farrými um borð í flugvélunum. .... V a 1 á milli kjöt- og fisk- rétta á þeim leiðum, sem fram er borin full máltíð. .... A u 11 sæti við hlið þíns sætis þegar það er mögulegt. .... T ó n 1 i s t í sérstökum heyrnartólum. .... Póstkassi um borð í vél- unum fyrir bréf, sem eiga að fara í póst á ákvörðunarstað vélarinnar. .... K v i k m y n d a s ý n - i n g a r meðan á flugi stend- ur. .... F 1 e i r i íslensk blöð og tímarit tii lestrar meðan á flugi stendur. .... F 1 e i r i erlend tímarit um borð í flugvélunum. Annað: ......................... Rétt er að undirstrika, að við ætlum að auka þjónustu við þá farþega, sem ekki geta notfært sér afsláttar- og sérfargjöld, en ekki draga úr þjónustu við farþega, sem ferðast á þeim fargjöldum. Þegar þú hefur lokið við að merkja við atriðin hér að framan og bætt við tillögum ef þú kærir þig um, biðjum við þig að skrifa nafn og heimilisfang fyrir neðan og senda blaðið í meðfylgjandi umslagi. Ef þú vilt síður láta nafn og heimiiisfang fylgja, þá tökum við svarið engu að síður gilt. Gjaldeyrisstaða Seðlabankans: Skuldir í frjálsum gjald- eyri jukust um 274,2% 1982 Nettógjaldeyrisstaða rýrnaöi um liðlega 8,7% á árinu GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka íslands var um síðustu áramót um 2.441 milljón króna og haföi aukizt um 29,15% á árinu, en foröinn var um 1.890 milljónir króna um áramótin 1981 — 1982. Þessar upplýsingar er aö finna í Hagtölum mánaðarins fyrir febrúar. Gulleign Seðlabankans var um áramótin um 31 milljón króna og hafði aukizt um 93,75% á árinu, en gulleignin var um 16 milljónir króna um áramótin 1981—1982. Frjáls gjaldeyrir Seðlabankans var um síðustu áramót um 2.374 milljónir króna og hafði aukizt um 35,27% á árinu, en hann var um 1.755 milljónir um áramótin 1981-1982. Skuldir Seðlabankans í frjálsum gjaldeyri voru um 947 milljónir króna um áramótin og höfðu þær aukizt verulega á árinu, eða um 274,3%. Skuldirnar voru um 253 milljónir króna um áramótin 1981-1982. Nettógjaldeyrisstaða Seðla- bankans var um áramótin um 1.494 milljónir króna og hafði rýrnað um liðlega 8,7% á árinu, en í árslok 1981 var staðan um 1.637 milljónir króna. Erlendar eignir viðskiptabank- anna voru um áramótin um 373 milljónir króna og höfðu aukizt um 119,41% á árinu, en þær voru í árslok 1981 um 170 milljónir króna. Erlendar skuldir viðskiptabank- anna voru í árslok um 194 milljón- ir króna og höfðu aukizt um 100% á árinu, en þær voru í árslok 1981 FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR jókst um 1,5% í Noregi í janúarmán- uöi sl. og er um 10,1% hærri en hann var fyrir ári síðan, samkvæmt upp- lýsingum norsku hagstofunnar. Þessi hækkun jafngildir 19,6% verö- bólguhraða. Framfærsluvísitalan var 147,8 stig í janúar, borið saman við 145,6 stig í desember, en miðað er við grunninn 100 á árinu 1979. Viðskiptajöfnuður Norðmanna fyrstu ellefu mánuði ársins 1981 um 97 milljónir króna. Nettóstaða viðskiptabankanna var því upp á 179 milljónir króna um áramótin og hafði batnað um 145,21%, því hún var um 73 millj- ónir króna í árslok 1981. Gjaldeyrisstaða bankanna, þe. Seðlabanka og viðskiptabankanna, var því um 1.673 milljónir króna um áramótin og hafði rýrnað um 2,2% á árinu, en staðan var um 1.710 milljónir króna í árslok 1981. var hagstæður um 5,1 milljarð norskra króna, borið saman við hagstæðan viðskiptajöfnuð upp á 13 milljarða norskra króna á sama tíma árið 1981. Vöruskipta- og þjónustujöfnuð- ur voru hagstæðir um 18,4 millj- arða norskra króna, samanborið við hagstæðan vöruskipta- og þjónustujöfnuð upp á 24,7 millj- arða norskra króna á sama tíma árið 1981. Verðbólguhraði 19,6% í Noregi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.