Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983
Hvers vegna kjós-
um við konur?
— andsvar við erindi Bryndísar Schram —
eftir Einar Braga
Þ6 að þátturinn „Um daginn og
veginn" sé tekinn töluvert að
blikna í seinni tíð, þá legg ég við
hlustir þegar jafngóður drengur
og Bryndís Schram kveður sér þar
hljóðs. I mörgu mæltist henni vel
á mánudaginn var (14. mars), en í
öðru verr en mig hefði getað grun-
að.
Hún notaði þennan ræðustól
þjóðarinnar til að ráðast gegn
kynsystrum sínum, sem í nauð-
vörn eru að undirbúa sérstaka
kvennalista við næstu alþingis-
kosningar, taldi það tímaskekkju:
þær ættu greiða leið til áhrifa inn-
an flokkanna. Það þarf ótrúlegan
barnaskap — eða meiri ósvifni en
Bryndísi Schram er ætlandi — til
að halda þvílíku og öðru eins fram
einmitt þessa dagana, þegar fram-
boðslistar flokkanna eru að birt-
ast hver af öðrum og sýna svart á
hvítu, að hlutur kvenna er eins
hraklega lítilsvirtur og ávallt áð-
ur: 5% þingsæta er þessum helm-
ingi þjóðarinnar ætluð, 95%
hremma karlgammarnir.
Það var líka eins og Bryndísi
hvarflaði í hug, að röksemdir
hennar væru ekki alls kostar
sannfærandi, því hún spurði líkt
og til að sætta konur við orðinn
hlut: „Hvað er svona merkilegt við
það að vera þingmaður?" Mætti
ekki eins spyrja: Til hvers voru
konur að berjast fyrir kjörgengi
til alþingis? Gátu þær ekki látið
sér nægja atkvæðisréttinn? Hann
hefur hvort eð er reynst lítið ann-
að en réttur til að kjósa karlmenn
á þing.
Að mér læddist sú hugsun, að ef
til vill hefði Bryndís verið búin að
varpa þessari spurningu fram inn-
an veggja heimilisins eða reyna
ótilkvödd að svara henni sjálf á
fjölskylduhátíð á Broadway án
viðhlítandi niðurstöðu og því borið
hana upp við þjóðina. Það er síður
en svo ámælisvert, og ég vil fyrir
mitt leyti reyna að svara því, sem
um er spurt.
Raunar er Aiþing íslendinga ein
hin merkilegasta stofnun, sem um
getur, og ætti því ekki að þurfa að
spyrja þannig. Samt er því ekki að
neita, að áliti þingsins er svo kom-
ið í augum margra landsmanna,
að spurningin kemur ekki á óvart,
þegar um karlmenn er að ræða.
Um konur gegnir allt öðru máli.
í margar aldir var alsiða, að
konur riðu til þings og stundum
býsna fjölmennar. Þær áttu þang-
að einkum tvö erindi: 1. að þola
dóm og vera drekkt i Drekk-
ingarhyl (oftast fyrir að hafa
eignast börn, jafnvel með þing-
mönnum), 2. að vera til sýnis álit-
legum ungum mönnum og síðan
seldar eins og hross, ef góður
kaupandi bauðst.
Ef það gerðist nú eftir meira en
þúsund ára feril þessarar merku
stofnunar, að konur tækju að
mæta til þings jafn fjölmennar og
karlar — sem alþingismenn,
réttkjörnar til að ráða málum
þjóðarinnar, þá væru það þátta-
sídl i íslandssögunni samanlagðri.
Einar Bragi
„Kæra Bryndís! Þér
hafa orðið á mikil mis-
tök, en ekki óbætanleg.
Engum dylst, að konur
eru hin kúgaða stétt í
íslensku þjóðfélagi. Þær
eru farnar að hrista
klafann, og það er vel.
Þið ættuð allar að snúa
bökum saman næstu
vikur og fylkja ykkur
um kvennalistana, því
nú er Iag.“
Svo merkilegt getur það verið að
vera þingmaður.
En maður kýs ekki konu á þing
bara af því að hún er kona, segir
margur og þykist þar með hafa
fundið snjalla afsökun fyrir að
una misréttinu. En eins og málin
horfa við í raun og veru, er það
flótti frá veruleikanum.
Þetta sést óðar, ef menn spyrja
sjálfan sig og svara af hreinskilni:
hvers vegna eru kcr.ur béiitar jafn
yfirgengilegri rangsleitni og raun
ber vitni? Treystir einhver sér til
að færa að því rök, að þær hafi
minni gáfur eða verra hjartalag
en karlmenn og sé þess vegna verr
trúandi en körlum fyrir stjórn
þjóðmála? Því svara áreiðanlega
allir neitandi — flestir af sann-
færingu, sumir máski af heiguls-
hætti eða yfirdrepsskap, af því að
þeir þora ekki eða telja óhyggilegt
að halda slíkri fjarstæðu fram.
Hvort sem menn velta málinu
fyrir sér lengur eða skemur, fæst
ekki nema eitt svar: réttur kvenna
er fyrir borð borinn, af því að þær
eru konur. Þeir sem ferðinni ráða
hafa stillt málum þannig upp, og
fram hjá því verður ekki komist.
Það er ekki æskileg vígstaða að
láta andstæðinginn hasla sér völl.
En það er vesæl afsökun fyrir að
flýja af hólmi. Þeir sem eru jafn-
réttissinnar í raun og sannleika,
þeir sem styðja mannréttindabar-
áttu kvenna sem annarra eiga I
þetta sinn að kjósa kvennalistana
— og einmitt af því að það eru
konur sem að þeim standa. Fram-
undan eru tvennar kosningar áður
langt um líður. Ef konur risu upp
úr vonlausu háðungarsætunum á
flokkslistunum og kvennalistarnir
ynnu stórsigur í fyrri kosningun-
um, yrðu öll framboð flokkanna
með allt öðrum og gæfulegri brag
í þeim síðari. Að öðrum kosti mun
allt sitja við hið sama og verið
hefur.
Ömurlegast var að hlýða á
mæta konu tyggja upp þessa eld-
gömlu fordóma, sem lengi hefur
verið klifað á konum til óþurftar:
„Konur eru konum verstar."
Kannski finnst einhverjum, að
hún hafi með málflutningi sínum
fært manni heim sanninn um það.
En þetta eru ósannindi. Ég gæti
afsannað það með óteljandi dæm-
um, en nefni aðeins fá og gríp
fyrst til þeirra sem eru hendi
næst. Ég hef að undanförnu verið
að huga að sögu eins af verka-
kvennafélögum landsins. Þetta
var alltaf fámennt félag og fátækt
mjög. En það gerðist aldrei í ára-
tugasögu þess, að það brygðist
traustinu, ef íconur leituðu eftir
liðveislu þess. Ber þá fyrst að
nefna, að félagið var gagngert
stofnað og starfaði alla tíð með
það meginmarkmið fyrir augum
að bæta kjör kvenna, og gerði það
svo um munaði. En fleira má telja:
„Formaður félagsins ... skýrði
frá, að frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir
og Aðalbjörg Sigurðardóttir hefðu
* hyggju að stofna kvennablað, og
var samþykkt, að félagið legði til
25 kr. úr félagssjóði," segir í einni
fundargerðanna. Þetta var stór
hluti af sjóði félagsins. í fundar-
gerð 19. desember 1920 stendur:
„Var þar framlögð skilagrein fyrir
innkomnu fé frá böggiauppboðinu,
sem haldið var 18. desember og
peningarnir taldir, ágóðinn nam
alls kr. 573,35. Var þá samþykkt
að verja þessari peningaupphæð
til styrktar og læknishjálpar
veiku konunni NN...“ Þannig
gæti ég haldið áfram að rekja úr
þessari einu bók hvert dæmið af
öðru um, að konur eru konum
bestar í raun. Og hvað þá ef farið
væri í gegnum bækur allra
verkakvennafélaga, kvenfélaga
eða kvenréttindafélaga á íslandi?
Mun ekki mála sannast, að allt hið
markverðasta sem áunnist hefur í
mannréttindamálum kvenna hef-
ur náðst fram einmitt vegna þess,
að konur voru hver annarri góðar:
stóðu hlið við hlið í baráttunni
fyrir sjálfsögðum rétti sínum?
Síst af öllu vil ég gleyma þeim
góðverkum sem hvergi eru skráð,
þó unnin hafi verið um víða veröld
frá upphafi vega og aldrei muni
þverra. Um þau hefur Jón úr Vör
ort snilldarkvæði:
Konur, sem bera mjólkurkönnu
undir svuntu sinni í hús
nágrannans, þegar börn
eru veik,
konur, sem lauma í rökkrinu
nýskotnum fugli eða fisk-
spyrðu inn um eldhúsgætt
grannkvenna sinna, ef
farið hefur verið á fjörð,
konur, sem senda börn sín til að
segja: Ekki vænti ég; að
{)Ú búir svo vel að geta
lánað henni mömmu hálf-
an bolla af brenndu kaffi,
konur, sem rífast síðan næsta dag
út af hænsnunum eða
börnum sínum og sættast
á morgun,
góðar konur.
Kæra Bryndís! Þér hafa orðið á
mikil mistök, en ekki óbætanleg.
Engum dylst, að konur eru hin
kúgaða stétt í íslensku þjóðfélagi.
Þær eru farnar að hrista klafann,
og það er vel. Þið ættuð allar að
snúa bökum saman næstu vikur og
fylkja ykkur um kvennalistana,
því nú er lag.
Við karlmennina vildi ég að
endingu segja: Allir erum við af
konu fæddir og blessum þær fyrir
að hafa alið heiminum þvílíka höf-
uðsnillinga. Flestir höfum við átt
langömmur eða ömmur sem fengu
ekki að læra að skrifa nafnið sitt,
hve vel sem þær voru af guði gerð-
ar. Margir höfum við nælt okkur í
kostakonur og erum að vonum
drjúgir af, því hver maður fær þá
konu sem hann á skilið. Stoltir er-
um við af dætrum okkar göfgum
og gáfuðum, því hvert ætli þeim
bregði nema beint til hans pabba
síns? Sumir eigum við systur
prúðar, og síst má gleyma sonar-
eða dótturdætrunum, sem við
dáum og eiga að erfa jafnréttis-
ríkið. Allar þessar góðu konur eiga
það inni hjá okkur, að við leggj-
umst nú einu sinni á sveif með
þeim, þegar mikið liggur við. Og
þegar allt kemur til alls er engum
tamara en okkur að kjósa konur,
af því að þær eru konur. Eða hvað?
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
A SKÍDUM 1983___________1, JANUAR — 30. APRIL
Skráningarspjald
Allt sem gera þarf er að fara fimm
sinnum á skíði á tímabilinu, eina
klukkustund í senn.
Hver einstaklingur er talinn með í keppn-
inni.
Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á
svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru
tveggja.
Nafn Heimilisfang Héraö Hve oft
Skilið skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíðastað eða til annarra aðilja sem verða
auglýstir síðar.
SENDA MÁ SPJALDIÐ MERKT SKÍDASAMBANDI ÍSLANDS,
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖDINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK.
NORRÆN
FJÖLSKYLDULANDS-
KEPPNI Á SKÍÐUM
1983