Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl 1983 7 Túnþökur Góöar vélskornar túnþökur til sölu. Skjót afgreiösla. Landvinnslan sf., •ími 78155 á daginn og 45868,17216 á kvöldin. Allt á skrifstofuna A SkrifborA ★ Skjalaskápar ★ Tölvuborð ★ Veggeiningar ★ Norsk gæðavara ★ Ráðgjöf við skipulagningu E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 NÝ SENDING LEÐURJAKKAR OG KÁPUR FRÁ PENTIK PELSINN Kirkjuhvoli-sími 20160 Finnlandi Greiösluskilmálar íslenzkt íþróttafólk austan og vestan Atlantsála Það gerðist svo að segja samtímis í endaða liðna viku að íslenzkt frjálsíþróttafólk gerði garðinn frægan á banda- rísku háskólameistaramóti, er Einar Vilhjálmsson náði fimmta bezta spjótkastsárangri í veröldinni á þessu ári og Atli Eðvaldsson skoraði fimm mörk fyrir Dusseldorf gegn Frankfurt — og varð annar hæsti einstaklingur í skoruðum mörkum þýzku keppninnar. Afrek íslenzks íþróttafólks á erlendum vettvangi þjóna stærra hlutverki í kynningu þjóðarinnar út á viö en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Bandaríska háskólamótið Bandaríkin eni í fromstu víglínu frjálsra íþrótta í veröldinni. Þaö er því saga til næ.sta bæjar að sjö Is- lendingar skuli keppa í úr- slitum handaríska háskóla- mótsins, sem gjarnan vek- ur heimsathygli. Þar af vinna þrír íslendingar til verðlauna. Afrek Kinars Vilhjálmssonar í spjótkasti er frábært og gefur vissu- lega vonir um, að þar sé á ferð einstaklingur sem enn eigi eftir að auka umtals- vert hróður lands síns á vettvangi alþjóðaíþrótta. — Þá er það ekki svo lítið af- rek hjá Þórdísi Gísladóttur að verða þrjú ár í röð „bandarískur háskóla- meistari" í hástökki. Hér er á ferð fólk, sem jafnframt því að vinna sér nöfn á vettvangi íþrótta úti í hinum stóra heimi, stund- ar tímafrekt háskólanám, til að búa sig undir væntanlegt lífsstarf. Það gerir afrek þeirra enn at- hyglisverðari. Islenzkir knattspyrnu- menn, sem haslað hafa sér völl hjá ýmsum góðum keppnisliðum á meginlandi Evrópu, hafa einnig verið eins og lifandi auglýsing fyrir land sitt út á við. íþróttir eru fyrirferðar- miklar í fjölmiðlum dags- ins í dag og ná með einum eða öðrum hætti til mikils manngrúa. Það vekur því meira en litla athygli að jafn fámenn þjóð skuli eiga jafn marga afreksmenn jafn víða erlendis og raun ber vitni. Þetta er ómetanleg land- kynning, samtímis því að slík afrek hljóta að beina athygli ungs fólks að íþrótt- um sem skemmtilegum og heilbrigðum farvegi fyrir tómstundir þess og fram- tak. Kaupgjald, útflutnings- framleiðsla og verölagsþróun Um langan aldur hefur sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, verið undirstaða atvinnu og afkomu flestra þéttbýlisstaða í landinu — og raunar þjóðarbúsins sem heildar. Langstærstur hluti útflutnings- og gjald- eyristekna þjóðarinnar hef- ur verið til sjávarútvegs sóttur. Það kann því ekki góðri lukku að stýra þegar þessi undirstöðuatvinnu- vegur er rekinn langtímum saman með tapi, vegna öfugþróunar í efnahagslífi hér á landi og aflasam- dráttar, sem að stærstum hluta á rætur í ofveiði, þ.e. veiðisókn umfram veiðiþol nytjafiska. I tflutningsframleiðsla okkar hefur þurft að sæta sölusamkeppni við fram- leiðslu annarra ríkja, sem búa við 5—10% árlegar til- kostnaðarhækkanir (verð- bólgu), á sama tíma sem íslenzkir atvinnuvegir hafa sætt 60—100%. verðbólgu. Til þess að halda útflutn- ingsframleiðslunni á floti hefur því annarsvegar ver- ið gripið til gengislækkana til að breyta erlendu sölu- verði, sem stendur í stað eða hækkar óverulega í er- lendri mynt, í fleiri en smærri íslen/.kar krónur að kaupgetu — og hinsvegar með því að safna skuldum, þá m. erlendis. Þessar er- lendu skuldir hækka síðan með hverri gengislækkun. Það skekkir enn rekstr- arstöðuna. <)g nú er at- vinnusamdráttur farinn að segja til sín. Kauptaxtar hafa hækkað mörg hundruð prósent — í krónum talið — sl. áratug, en kaupmáttur hefur engu að síður staðið í stað, jafn- vel rýrnað, ekki sízt síðustu þrjú, fjögur árin. „Kaup- hækkanir“ hafa, sökum vélræns, sjálfvirks víxlkerf- is, runnið út í verðlagið (gengið nær alfarið til greiðslu hækkandi verð- lags), svo að segja um leið og til hafa orðið, og á stundum hert á víxlgeng- inu. Mönnum er smám sam- an að verða það Ijóst, að öllu máli skiptir eins og nú er komið, að ná niður verð- bólgu, skapa stöðugleika í efnahagslífi, styrkja rekstr- ar- og samkeppnisstöðu at- vinnuvega, stuðla að grósku í framleiðslugrein- um og skjóta nýjum stoð- um orkuiðnaðar undir at- vinnu og afkomu lands- I manna. SEX 6 bóka- og ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæöinu. TIL DAGLEGRA N0TA Hópferðabflar 8—50 farþega bílar í lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Símar 37400 og 32716. ^Vskriftar- síminn er 830 33 Ath.: Vantar nýlega bíla á staöinn. SÝNINGARSVÆDI ÚTI OG INNI TS'ítamaltiadulinn ^-t-tettiíifctu i 2 - 1S LADA SPORT 1982 Beis. Ekinn 4 þús. Verö 260 þús. Athoga skipti. SUBARO-82 4x4-H LD D-Græn Eklnn 24 þús. Verð 320 þús. Sklptl mðflulefl. SCOUT 11 TRAVELLER 1979 PONTIAC FIREBtRD FORMULA 1976 Hvitur, aklnn 62 þú*. Allur ratdrltlnn. Topp bill Verð 220 þúa. TALBOT HORIZON 1982 Blár, ekinn 15. þús. Lítill en rúmgóóur. Verö 175 þús. Brúnn. Sjálfskiptur. 8 cyl. 305 cub., ek- inn aöeint 13 þur Verö 300 þús. VOLVO 244 DL 1978 Grænn, sjálfsk. Ekinn 63 þús. Varö 170 þús. DATSUN CHERRY 1981 Rauöur. ekinn 26 þús. Aklæöi á sætum. Verö 165 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.