Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Gagnsókn í E1 Salvador San Salvador, 6. júní. AP. STJÓRNARHERINN í El Salvador náði um helgina aftur á sitt vald hernað- arlega mikilvægu fjalli í norðausturhluta landins eftir harðvítuga bardaga við uppreisnarmenn. Naut stjórnarherinn en mikið mannfall varð hjá báðum. Fjallið, sem um er að ræða, ber heitið Cacahuatique og er það fimm þúsund feta hátt eldfjall í um hundrað og sjötíu kílómetra fjarlægð norðaustur af höfuðborg- inni. Bardagarnir áttu sér stað á sama tíma og sérlegur sendimaður Reagans Bandaríkjaforseta, Rich- ard Stone, átti fund með stjórn- arleiðtogum og hélt hann á laug- ardag áfram til Costa Rica á stuðnings sprengjuflugvéla og þyrlna, kynnisför sinni um svæðið. f fréttum frá Managua, höfuð- borg Nicaragua, segir í dag að þrír bandarískir sendiráðsstarfsmenn hafi verið reknir úr landi fyrir að leggja á ráðin um „glæpsamlega starfsemi" gegn stjórnvöldum í Nicaragua. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni neitaði ásökunun- um harðlega. Ný stjórn tekin við í Portúgal SÓSÍALISTAR og sósíaldemókratar náðu á laugardag samkomuiagi um mynd- un samsteypustjórnar og er þetta í fyrsta sinn, sem flokkar vinstra megin við miðju fara með meirihlutavald í þinginu. Samningaviðræður milli flokk- anna hafa staðið í mánuð en eftir kosningar 25. apríl sl. urðu sósíal- istar stærsti flokkurinn á þingi. Leiðtogi hans og væntanlegur for- sætisráðherra, Mario Soares, sagði við undirritun stjórnarsáttmálans, að þessir tveir flokkar hefðu góðan meirihluta á þingi en þyrftu auk þess á að halda stuðningi fólksins í landinu. Væntanleg ríkisstjórn er sú 15. síðan lýðræði komst aftur á í Portúgal árið 1974. Helsta viðfangsefni stjórnarinn- ar verða efnahagsmálin, sem eru erfið úrlausnar. Meðal þeirra að- gerða, sem ákveðið hefur verið að grípa til, er að opna þjóðnýttar greinar eins og banka- og trygg- ingastarfsemi fyrir einkaframtak- inu; afnema bann við meira en 17% kauphækkun; endurskoða vinnu- löggjöfina og að gera umtalsverðar endurbætur á lögum um eignar- hald á landi. Nýja stjórnin hefur mikinn meirihluta á þingi. Sósíalistar hafa 101 þingmann, sósíaldemókratar 75 og stjórnarandstaðan, kommúnist- ar og kristilegir demókratar, hefur samtals 73. Keisarinn í voryerkunum Hirohito, Japanskeisari, með Panamahatt og í gúmmístígvélum, er hér að planta út hrísgrjónaplöntu í lítinn akur við keisara- höllina. Áður fyrr var keisarinn talinn kominn í beinan karllegg af guðunum og því þótti það til mikillar blessunar fyrir jarðar- gróðann að hann legði hönd á plóginn við vorverkin. AP Lokað fyrir öll veðmál Lundúnum, 6. júní. Frá Magnúsi Sigurðs- syni, frétUmanni Morgunblaðsins. SVO sterkar Ifkur eni taldar á yfir- burðasigri íhaldsflokksins í þing- kosningunum í Bretlandi á fimmtu- dag, að hin fræga veðmálastofa William Hill er hætt að taka við veðmálum um úrslit kosninganna. Talsmaður veðmálastofunnar sagði í dag, að úrslit kosninganna væru augljós og að allir veðjuðu á einn veg, þ.e. að íhaldsflokkurinn sigri. Því hljóti veðmálastofan að tapa stórfé haldi hún áfram að taka við veðmálum um úrslit kosninganna. Venusarfar út af örkinni Moskva, 5. júní. AP. SOVÉTMENN tilkynntu í dag um nýjan könnunarleiðangur í átt til Venusar og sögðu að geimfari því er framkvæma á könnunina hafí verið skotið frá öðrum gervihnetti, sem þegar er á braut umhverfís jörðu. Samkvæmt sovézku fréttastof- unni Tass á geimfarið, Venera-15, að koma til Venusar i fyrrihluta októbermánaðar og bendir orðun tilkynningarinnar til að reynt verði að lenda því mjúklega á yfir- borði reikistjörnunnar. Segir í fréttinni að tilgangur tilraunar- innar sé að halda áfram rann- sóknum á yfirborði og andrúms- lofti Venusar. í mars 1982 lentu sovézkir vís- indamenn Veneru-13 og Veneru-15 með góðum árangri á Venusi og náðu þá fyrstu litmyndunum af reikistjörnunni ásamt jarðvegs- sýnum. Venera-15 mun ferðast 300 milljón kílómetra vegalengd áður en hún nær til Venusar. Við sjáum ekki ástæðu til að lúra lengur á þess- um fjórum Alfabílum sem eftir eru af síðustu sendingu. Við eigum bílana á staðnum og víljum selja þá strax. Þess vegna bjóðum við þessa ítölsku glæsívagna á giafverði: Alfa Sud 1,3 Kr. 289.500 Alfa Sud 1,5 kr. 308.300 Það fara fjórír nýjír Alfa Romeo á götuna í dag verður þú á eínum þeírra? Wm JÖFUR HF U Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.