Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 + Faðir minn, RUNÓLFUR RUNÓLFSSON fré Bræðratungu, Veatmannaoyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. júní. Útför hans verður gerö frá Landakirkju laugardaginn 11. júní kl. 16.00. F.h. barna hins létna, Jón Runólfsson. t Eiginkona mín og móöir okkar, ÞÓRA GUORÚN FRIÐRIKSDÓTTIR, Austurgeröi 3, Kópavogi, lóst í Landspítalanum að kvöldi 4. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Friðriksson og börn. Faðir okkar, BJÓRN J. ANDRÉSSON, Leynimýri viö Reykjanesbraut, er látinn. Edda Björnsdóttir, Bragi Björnsson. + Eiginmaöur minn, faðir og afi, GUNNAR B. SIGURÐSSON, forstjóri, Túngötu 16, Álftanesi, lést föstudaginn 3. júní. Fyrir hönd vandamanna, Vilfríöur Steingrímsdóttir. + Faöir okkar, ÞORBERGUR Á. JÓNSSON, Hólsgötu 8, Neskaupstaö, andaöist í Landspítalanum 5. júní. Börnin. + Mágkona mín og frænka, SIGURLAUG SOFFÍA INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR, fré Bakka, í Siglufiröi, lézt aö Elliheimilun Grund, 3. þ.m. Fyrir hönd ættingja, Soffía Sveinsdóttir, Ásta Snorradóttir. + Móðir okkar, GUÐRÚN STEINSDÓTTIR fré Karlsskéla í Grindavík, tést í sjúkrahúsi Keflavfkur 5. júní. Börnin. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BJARNI HÁLFDÁNARSON, Tunguseli 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum aöfararnótt 5. júní. Laufey Markúsdóttir, Markús Sígurgeir, Béra Magnúsdóttir, Höröur Sævar, Lilja Siaurgeirsdóttir, Hélfdén, Vigdfs Olafsdótir, Jóhanna Halldóra, Gíali Sigurjónsson, Svanfríöur Guörún, Eyþór Oskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móöir okkar, VILBORG SVEINSDÓTTIR, Neavegi 51, lést á Vífilsstaöaspitala sunnudaginn 5. júni. Einar L. Nielsen, Svanhildur Jóhannesdóttir, Edith Nielsen Warner, Robert Warner, Björn Nielsen, Þórdís Andrésdóttir, Alfhild P. Nielsen, Erling Jóhannesson og barnabörn. Þórður Marel Jónsson — Minning Fæddur 15. apríl 1908. Dáinn 1. júní 1983. Hann Þórður afi er dáinn. Eftir löng veikindi er góður Guð nú bú- inn að taka hann til sín. En við munum ekki gleyma honum afa okkar. Heima hjá afa og Möggu ömmu á Baldursgötu höfum við ætíð átt öruggt skjól. Hlýja brosið hans og sterka, vinnulúna höndin hans, sem blíð- lega klappaði okkur á koll, eða kenndi okkur eitthvað gagnlegt. Það var líka gaman að vera ná- lægt afa þegar hann var að smíða eða dytta að einhverju, því hann var svo rólegur og þolinmóður. Afi elskaði landið sitt, fjöllin, blómin og fuglana. Einu sinni sagði hann okkur sögu um lítinn þröst, sem flaug um í garði einum sem afi sá um. Hann fór að rabba við þröstinn, tala til hans í hvert sinn sem hann settist nálægt honum. Að lokum varð fuglinn svo hændur að afa að hann elti hann hvert fótmál í garðinum. Og þarna undu þeir sér vel saman, vinirnir, innan um rós- ir og runna. Við kveðjum nú elsku Þórð afa, en eftir lifir minningin góða og vissan um að nú líði honum vel, í garðinum hjá Guði. „Vertu nú ydr og allt um kring meú eilífri hles.sun þinni, sa nginni^fir minni.“ Árni Þór og Kristján Örn. Þórður Marel Jónsson er látinn. Fjölskylduröðin hefur riðlast, og við sem eftir stöndum, þjöppum okkur saman og reynum að fylla auða skarðið minningum um þann, sem okkur var svo kær. Hann tilheyrði kynslóðinni sem man eftir moldargólfum á æsku- heimilum sínum og við, sem nú lifum við allsnægtir, trúum varla að geti verið satt. Hann var einn margra íslend- inga sem sleit barnsskónum við sveitastörf og þá var nauðsyn, en er nú flestum börnum sumarleyfi frá malbikinu. Hann var sjómaður, einn þeirra manna sem muna kulda, vosbúð og vinnuþrælkun, og bera þess ævi- löng merki bæði á sál og líkama. Hann var verkamaður, gjarnan kallaður Þórður í ölgerðinni, þar sem hann eyddi flestum starfsár- um sínum, ánægður með sitt hlutskipti, trúr sínu starfi og vel liðinn, enda hagleiksmaður mikill. Hann kvæntist Margréti Guð- nýju Árnadóttur, sem hann dáði, virti og elskaði á þann hátt sem þeim einum auðnast, er geta gefið allt það góða sem í þeim býr. Hann var ferðamaður fram á efri ár, og unni landinu sínu eins og þeir gera, er strjúka viðkvæm- um fjallagróðri blíðlega við skoð- un í stað þess að slíta hann upp til að sjá betur. Hann valdi líka fagurt ferðaveð- ur til fararinnar miklu, og við kveðjum hann með söknuði þar sem við stöndum í röðinni okkar og veifum. Fjölskylda hans færir læknum og hjúkrunarfólki Vífilsstaðaspít- ala alúðarþakkir fyrir þeirra góðu aðhlynningu, þar var allt gert sem gott fólk getur gert fyrir sjúkl- inga, ég sá það sjálfur, því hann var faðir minn. Jón Þórðarson. Fyrsta júní kvaddi hann sitt jarðneska líf í morgunheiðríkju vorsins og lífsins. Þessi fagri vor- t Úför.mannsins míns, fööur okkar og sonar, KRISTINS BERGÞÓRSSONAR, Bjarmalandi 1, veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavik í dag, þriöjudaginn 7. júní, kl. 15.00. Aöalbjörg Ásgeiradóttir, Sybil Gréta Kriatinsdóttir, Ásgeir Bolli Kristinsson, Ásgeröur Skjaldberg. Faöir minn, tengdafaöir og afi,^ ■B GÚSTAV ADOLF GUÐMUNDSSON, Skipholti 28, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju miövikudaginn 8. júní kl. 15.00. Sigríóur Gústavsdóttir, Karl Ásgrfmsson, Gústav Adolf Karlsson, Þóra Sigríður Karsdóttir, Ásgrfmur Karl Karlsson. Droplaug Einarsdóttir, + Útför JÚLÍUSAR KR. ÓLAFSSONAR, fyrrv. yfirvélstjóra, áöur til heimilis aö Öldugötu 30, Reykjavík, veröur gerö frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, miövlkudaginn 8. júní kl. 13.30. F.h. aöstandenda, Sigrún Júlíusdóttir. Faðir okkar, tengdafaöir og afi ÁLFUR ARASON, Grensésvegi 47, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá kirkju Óháöa safnaöarins fimmtudaginn 9. júní kl. 13.30. Ingibjörg Álfsdóttir, Sigurður A. Álfsson, Sigríöur Álfsdóttir, Ólöf Álfsdóttir, Magnea Álfsdóttir Curran, Jón Álfsson, Ágústa Álfsdóttir Sígurösson, Magnús Álfsson, Árni Jóhannsson, Guórún Jónsdóttir, Jónas Guömundsson, Guörún Álfsdóttir, Jim Manus Curran, Inga Jónsdóttir, Margeir K. Sigurösson, Aðalheiöur Magnúsdóttir. og barnabörn. dagur mátti heita spegilmynd lífs- brautar hansog sú lífsmynd er hann motaði sér og sínum. Hann var sólarbarn, gæfu og birtu meg- in á brautum lífsins. Þórður var fæddur 15. apríl 1908 á Núpum í Ölfusi. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Símonardótt- ir og Jón Þórðarson. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í glöðum og sérlega samhentum systkina- hópi. Mikið ástríki ríkti á heimil- inu, enda var trú, kærleikur, mannvirðing og félagshagsýni þar í fyrirrúmi, það besta sem foreldr- ar geta gefið börnum sinum sem veganesti út í lífið. Þórður vann við almenn sveita- störf, var um árabil til sjós, aðal- lega á togurum, en síðan vann hann við iðnaðarstörf. Féll honum það best, enda gerði hann þau að sínu lífsstarfi. Hann var einn af þessum sjálfmenntuðu, velgerðu mönnum, sem las mikið, var hag- leiksmaður til allra verka, svo að allt sem hann höndlaði lék í hönd- um hans. Öll hans framkoma var hlý, glöð og aðlaðandi og geri það hvern vinnufélaga hans glaðari og betri, þannig að allir vildu hafa hann nálægt sér og njóta starfa hans. Lengst af vann hann hjá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar. Þar var hann strax virtur og sýnt fyllsta traust hjá forstjóra og ráðamönnum fyrirtækisins og hafður í vandasömum 'störfum, sem kröfðust verkhyggni, hand- lagni og snyrtimennsku. Gæfudagur lífs hans var er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Árnadóttur, 6. ágúst 1948. Á Baldursgötu 7 bjó hann heimili með sinni elskuðu konu, sem reyndist dugandi ráð- holl húsmóðir og kærleiksrík móð- ir. Þau eignuðust þrjú elskuleg og vel gefin börn. Voru hjónin sam- hent í að búa börnum sínum fag- urt og traust heimili og sjá til þess að veganeti þeirra út í lífið yrði ríkulegt. Það voru því sólríkir gleðidagar á heimili þessara góðu hjóna í hvert sinn, er börnin náðu sínum lærdómsmarkmiðum. Elst- ur er Jón, lyfjafræðingur, kvæntur Svölu Karlsdóttur, hjúkrunar- fræðingi, dóttur undirritaðs, en við hjónaband þeirra bundust fjöl- skyldur okkar óvenju sterkum vin- áttuböndum. Næst er Líney, hjúkrunarfræðingur og yngstur Árni, tannlæknir. Þetta sýnir best hvað lífsstarf hans hefur verið mótand fagurt. Þessi stórmynd- arlegu og elskulegu hjón hafa fært þjóðfélaginu öll börn sín vel- menntuð til starfa. Sú lífsmynd, sem hann hefur mótað og skilur eftir, er því fögur, björt og hrein. Þegar heilsan brestur er lífs- geislinn slokknaður, og þá kemur best i ljós hvað viðkomandi hefur verið búinn að leggja inn hjá sín- um nánustu skyldmennum til endurgjalds. Enda kom það strax í ljós með Þórð, er hann missti heilsuna og þurfti að vistast á sjúkrahúsi, hvað fjölskylda hans var samhent í að eyna að létta veru hans þar, með föstum heim- sóknum og nærveru. Það mátti heita, að konan hans kæmi hvern dag að hvílu hans til síðasta dags, sem sýnir hennar óbilandi ást og tryggð. Þegar þjáningar eru orðn- ar langdregnar og engin batavon, er dauðinn líkn og umskiptin verða söknuður, en ekki sorg. Þá koma aftur á móti hinar himin- tæru og fögru mnningar upp í hugann til að ylja sér við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.