Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐURIMEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐL 126. tbl. 70. árg.ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Kosningar í Bretlandi á fimmtudag: Ekkert fær nú stöðvað breska íhaldsflokkinn Lundúnum, 6. júní. Frá Magnúsi Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaósina. ALLAR líkur eru taldar á því, að breski íhaldsflokkurinn meö frú Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, í broddi fylkingar, muni vinna yfirburðasigur í kosningun- um, sem fram eiga að fara hér í Bretlandi á fimmtudag. Forskot íhaldsflokksins virðist heldur fara vaxandi en hitt, því að í sjö skoð- anakönnunum, sem gerðar voru um helgina, hafði íhaldsflokkur- inn að meöaltali 16% forskot á helsta keppinaut sinn, Verka- mannaflokkinn. „Ekkert getur stöðvað Thatcher nú,“ sagði í aðal- fyrirsögn Daily Mail í dag. Þau orð hafa aldrei hljómað meira sann- færandi en einmitt núna. Kosningabaráttan hér í Bret- landi er annars alls ráðandi í öll- um fjölmiðlum. Þannig var eitt síðasta dagskráratriði sjónvarps hér í gærkvöldi spurningaþáttur, þar sem þeir sátu fyrir svörum Geoffrey Howe, fjármálaráð- herra, af hálfu íhaldsflokksins og Peter Shore fyrir Verka- mannaflokkinn. Klukkan níu í morgun var svo klukkustundar- langur símaþáttur í sjónvarpi, þar sem Michael Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði fyrirspurnum kjósenda víðs veg- ar af landinu. Varð hann þar að svara nær viðstöðulaust spurn- ingum af margvísulegu tagi, s.s. hver væri framtíðarstefna Verkamannaflokksins í atvinnu- I inn myndi halda fast við núver- og skólamálum og hvort flokkur- I andi stefnu sina í varnarmálum, „Magga er sigurvegari“ segir á risastórum hanska, sem eiginmaður Margrét- ar Thatcher, forsætisráðherra, hefur sett upp í kosningabaráttunni. Fáir draga orðin á hanskanum í efa. simamynd AP. en hún er að draga úr kjarnorku- vopnum en leggja þeim mun meiri áherslu á hefðbundin vopn. Blöð og útvarp gefa svo sjón- varpi ekkert eftir í þessu efni. Þrátt fyrir nokkur stóryrði stjórnmálamanna í garð and- stæðinganna virðist kosninga- baráttan fara fram átakalaust. Þó er talið að til meiriháttar tíð- inda geti dregið annað kvöld en þá er fyrirhugað að frú Thatcher fari til Liverpool og tali þar á útifundi. En einmitt í Liverpool er atvinnuleysi mjög mikið og andstaða við Thatcher og stefnu hennar mikil í sumum hópum samfélagsins. Kosningabaráttan virðist hins vegar ekki hafa nein teljandi áhrif á daglegt líf hér í London. Hvergi sjást skilti né borðar á byggingum með áskorunum til fólks um að kjósa þennan flokk- inn eða hinn. Hægt er að ganga Oxford-stræti á enda án þess að nokkuð minni á, að kosningar standa fyrir dyrum. Sá mikli fjöldi ferðamanna sem nú streymir til London, bæði frá Evrópu og Ameríku, virðist láta sér kosningarnar í léttu rúmi en leggur þeim mur. meiri áherslu á að skoða hvað heims- borgin London hefur upp á að bjóða. Aukin spenna í Líbanon: Efiit til verkfalla í minningu innrásar Uaimt C i.'iaí 4 1» ^^ /N 1. . 1 . 1 ..11 T~v • I / Damaskus, Beirút, 6. júní. AP. HÁTTSETTUR sýrlenskur embættismaður skýrði í morgun frá því, að Sýr- lendingar myndu ekki taka á móti George P. Schultz ef hann færi um Miðausturlönd. Hann bætti því jafnframt við, að ekki einu sinni styrjöld myndi leiða til þess að Sýrlendingar kölluöu herlið sitt heim frá Líbanon. Eina konan í ríkisstjórn Sýr- lendinga, menningarmálaráðherr- ann Najah Attar, sagði ennfremur í langorðri yfirlýsingu, sem gefin var út í dag, að fásinna væri að ætla, að Sýrlendingar tækju á móti Schultz fremur en Habib. Líbanska þingið hóf í dag mik- ilvægar umræður um samkomulag Libana og ísraela um brottflutn- ing herliðs þeirra síðarnefndu, eftir að mótmælaverkföll höfðu lamað hluta landsins í dag, er þess var minnst að ár er nú liðið frá innrás fsraela. Varnarmálanefnd þingsins, svo og nefndir þær er fjalla um utan- ríkismál, dóms- og efnahagsmál, hittust á fundi í morgun fyrir luktum dyrum til þess að ræða samninginn, sem tókst á milli þjóðanna fyrir tilstilli Banda- ríkjamanna, Wazzan forsætis- ráðherra og Salem utanríkisráð- herra sátu báðir fundinn og vörðu samkomulagið, sem sætt hefur mikilli gagnrýni af hálfu Sýrlend- inga. Lögreglan í Beirút handtók í morgun 21 árs gamlan vinstri- sinna, sem grunaður er um morð- tilraun á hæstsetta diplómat Líb- ýumanna í Beirút í gærkvöld. Haft er eftir óstaðfestum heimildum í útvarpi, að Khaled Osman Alwan hafi viðurkennt að hafa hleypt af sjö skotum að Abdel-Khader Abdel-Khader Ghoka. Símamynd AP. Ghoka í gærkvöld. Diplómatinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Abdullah Bin Abdul-Aziz, krón- prins Saudi-Arabíu, ræddi seint í gærkvöld við Hafez, Sýrlandsfor- seta, um leiðir til þess að binda endi á innbyrðis deilur þær, sem ógnað hafa framtíð Frelsissam- taka Palestínumanna. A sama tíma funduðu háttsettir aðstoð- armenn hans með fulltrúum PLO. Lítill fögnuður ríkti í ísrael í dag yfir ársafmælis innrásar þeirra inn í Líbanon. Stríðinu, sem í upphafi var talið að aðeins stæði í nokkra daga, er enn ekki lokið og hefur kostað a.m.k. 100 ísraela líf- ið. Tass-fréttastofan sovéska sagði í dag, að innrás ísraela hefði enn ekki náð að brjóta andspyrnu PLO á bak aftur, en virtist í auknum mæli skapa sundrungu á meðal þeirra sjálfra. Prentsmiðja Morgunblaðsins Káre Willoch á fund Noregskonungs: Leggur ráöherra- lista fram Osló, 6. júní. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunbladsins. KÁRE WILLOCH, forsætisráðherra Noregs, gengur á morgun á fund Ólafs konungs með ráðherralista hinnar nýju þriggjaflokka ríkisstjórn- ar Norðmanna. Með myndun þessar- ar nýju stjórnar fá Norðmenn meiri- hlutastjórn á ný. Flokkarnir þrír, sem eiga aðild að ríkisstjórninni, eru Hægriflokkur- inn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn. Þeir hafa þegar komið sér saman um stefnu stjórn- arinnar, en áhöld eru um hvernig skiptingu ráðherraembætta skuli háttað. Miðstjórnir Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins lögðu um helgina blessun sína yfir sam- komulagið, sem flokkarnir höfðu komist að í síðustu viku, og þar með var síðustu hindrununum rutt úr vegi. Aðaldeila flokkanna snýst sem fyrr segir um skiptingu ráðherra- embætta og þá einkum hver fái embætti utanríkisráðherra. Hægri- flokkurinn er harður á þeirri skoð- un sinni, að Svenn Stray skuli halda embættinu, en hinir flokkarnir tveir girnast þetta embætti. Þeir segja ennfremur, að ótækt sé að Hægriflokkurinn fái embætti for- sætis-, fjármála- og utanríkisráð- herra. Ekki virðist leika á því nokk- ur vafi, að Willoch verður áfram forsætisráðherra og Rolf Presthus, fj ármálaráðherra. I hnattferð á víkingaskipi Aberdeen, 6. júní. AP. NÁKVÆM eftirlíking þúsund ára gamals víkingaskips kom í dag til Aberdeen frá Noregi. Skipstjórinn er Ragnar Thors- eth og er siglingin til Aberdeen fyrsti áfanginn á leið hans um- hverfis hnöttinn á þessu skipi. Thorseth, sem m.a. ætlar að koma við í Reykjavík á næsta ári á leið sinni til Bandaríkj- anna, fékk góða fylgd síðasta spölinn til Aberdeen, þar sem hnísa slóst í för með honum og sigldi í kjölvatninu i þrjá tima. Thorseth ætlar sér þrjú ár til hnattferðarinnar. Frá Aberdeen helkdur hann áleið- is til Lundúna síðar í þessari viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.