Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 plnrgiw Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. Stöðnuð olíuviðskipti Af mikilvægustu olíuvörum sem fluttar eru til lands- ins, bensíni á bíla, olíu fyrir skip og til húsahitunar, koma um 75% frá Sovétríkjunum, eða 328.909 tonn af 442.945 á árinu 1982. Þau 25% sem eftir eru koma að mestu frá Portú- gal, en þau viðskipti eru til- tölulega nýhafin. Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, rifjaði þessar tölur upp í grein hér í blaðinu fyrir helgi, þar sem hann vakti athygli á þeirri stefnu aðildarlanda Evrópubandalagsins (Efna- hagsbandalags Evrópu) að dreifa sem mest áhættunni af orkukaupum og vera engum einum of háður í því efni. Mönnum eru í fersku minni deilur milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsþjóða vegna gasleiðslunnar miklu frá Sov- étríkjunum, jafnvel var talið varasamt að gerast háður Sov- étríkjunum að því marki sem þar um ræðir í orkuneyslu, sem svarar þó aðeins til 4% af heildarokunotkun landanna. Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni vakið máls á nauð- syn þess að dreifa áhættunni í olíuviðskiptunum. Það er alls ekki heppilegt að vera jafn háður einum aðila og raun ber vitni, síst af öllu Sovétríkjun- um. Eftir miklar umræður á árinu 1979, þegar Svavar Gestsson var viðskiptaráð- herra og neitaði meira að segja að fara til Moskvu til að leita eftir hagstæðari olíu- verðsamningum, var gerð til- raun með innflutning frá breska ríkisolíufyrirtækinu, BNOC. Þau viðskipti voru því miður ekki hagkvæm, en við- brögð ýmissa vegna þeirrar niðurstöðu, jafnvel opinberra embættismanna, hafa vakið undrun jafnt innan lands sem utan. Tómas Árnason, fyrrum við- skiptaráðherra, lét eins og hann ætlaði að stuðla að þátt- töku íslands í Alþjóðaorku málastofnuninni. Áhugi ham á málinu var þó ekki meiri er það, að hann gerði ekkert ti að ýta á eftir frumvarpi uir málið sem þó var lagt fram é alþingi. Var framlagningir augljós sýndarmennska al hálfu ráðherrans, þeir aðilai sem best hafa kynnt sér þessi mál telja þó aðild að Alþjóða- orkumálastofnuninni mikils virði. Þrátt fyrir að viðskiptin við BNOC stæðu aðeins yfir í skamman tíma, er síður en svo ástæða til að hætta að líta í kringum sig á olíumarkaðnum í því skyni að losna undan ofurþunga Sovétviðskiptanna. Skynsamlegasta leiðin út úr stöðnuðum olíuviðskiptum er sú, að ríkið hætti að hafa þar milligöngu og viðskiptin verði alfarið í höndum olíufélag- anna sem leiti sjálf fyrir sér um samninga við þá aðila sem selja vöruna á hagkvæmasta verði. Slíkt frumkvæði af hálfu olíufélaganna væri hæfi- legt svar af þeirra hálfu við þeim vinstra áróðri, að þau séu í raun baggi á þjóðinni og best sé með þjóðnýtingu að steypa þeim saman í eitt ríkis- fyrirtæki. Ferðamenn eða óvinir? að er oft skammt öfganna á milli í viðbrögðum stjórnvalda hér á landi. Frétt- irnar af því hvernig ætlunin er að taka á móti ferjunum tveimur sem koma frá útlönd- um til Seyðisfjarðar og Reykjavíkur nú í vikunni bera það helst með sér, að þær flytji óvinveittar furðuverur en ekki ferðamenn sem koma hingað til að kynnast landi og þjóð. Nefndir á vegum ríkisins vinna að því að finna „glopp- ur“ í lögum og reglum, líklega til að unnt sé að stjórna ferð- um fólksins og væntanlega mataræði í einu og öllu. Lýs- ingarnar benda til þess að næst fái nátturuverndarráð skriðdreka og vígalegar þyrlur til að verja landið. Allan þennan gauragang má rekja til þess að á liðnum vetri hefur verið vakið máls á því' meðal annars hér á þessum stað, að nauðsynlegt sé að bæta umgengni í óbyggðum. Leiðin til úrbóta í því efni er ekki að fylla „gloppurnar" með reglugerðum og fyrirmælum um smátt og stórt. Ýmislegt fleira þarf að standa vörð um en náttúruna, til dæmis ferða- frelsið. Það er spor í rétta átt, að strax á leiðinni til landsins í ferjunum er ferðamönnum sagt frá því hve annt íslend- ingum er um hinn viðkvæma gróður og varnarlausa íbúa óbyggðanna. Fræðsla, vinsam- legar ábendingar og vel samd- ir kynningabæklingar sam- hliða hófsömu en markvissu aðhaldi þar sem ágangurinn er mestur, þetta eru úrræðin en ekki reglugerðafargan og opinber smámunasemi. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Heldur Joe Clark velli? LEIÐTOGI kanadíska íhaldsflokksins verður valinn á landsfundi flokks- ins í Ottawa á morgun, miðvikudag, og töluverðar líkur eru á því að hann verði næsti forsætisráðherra Kanada. Samkvæmt skoðanakönnunum hef- ur íhaldsflokkurinn helmingi meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Pierre Elliot Trudeaus forsætisráðherra. Búizt er við að Trudeau segi af sér áður en næst verður gengið til kosninga, sennilega á næsta ári. Joe Clark fyrrverandi forsæt- isráðherra taldi sig fá svo dræman stuðning á landsfundi íhaldsmanna í Winnipeg í janú- ar að hann ákvað að kalla saman sérstakan landsfund í júní til þess að velja nýjan flokksleið- toga. Clark var óþekktur þing- maður frá Alberta þegar hann var fyrst kjörinn flokksleiðtogi 1976. Hann var málamiðlunar- frambjóðandi og sigraði naum- lega í fjórðu atkvæðagreiðslu. Blaðið Toronto Star birti frétt um kosningu hans undir fyrir- sögninni „Hvaða Jói?“ Clark sigraði Trudeau í þing- kosningunum í maí 1979, þá 39 ára að aldri, og varð yngsti for- sætisráðherrann í sögu Kanada. En hann var aðeins níu mánuði við völd, því að í nóvember um haustið beið stjórn hans ósigur þegar borin var fram tillaga um vantraust á hana út af fjárlaga- frumvarpi John Crosbie fjár- málaráðherra. Það var Clark mikið áfall þegar Trudeau komst aftur til valda í þingkosningun- um í febrúar 1980 og kunnur stjórnmálasérfræðingur hefur jafnvel sagt um hann: „Enginn stjórnmálamaður hefur verið hafður jafnmikið að háði og spotti." Hann hafði átt sinn þátt í ósigrinum, en á landsfundi íhaldsmanna 1981 greiddu 66% fulltrúanna atkvæði gegn því að kosið yrði um nýjan leiðtoga og hann leit á þetta sem umboð til að halda áfram starfi flokksleið- toga. Margar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að víkja honum frá völdum í flokknum, en hann hef- ur sigrazt á þeim öllum og sýnt mikla þrákelkni. Smám saman hefur hann getið sér orð fyrir að vera skeleggur leiðtogi og síðan í maí í fyrra hefur íhaldsflokkur- inn haft verulegt forskot fram yfir Frjálslynda flokkinn sam- kvæmt skoðanakönnunum. Hann hefur lært frönsku með góðum árangri og verulega bætt stöðu íhaldsflokksins í héraði frönskumælandi manna, sem eru fjórðungur þjóðarinnar. En stíll hans er gagnrýndur og margir cfast um að hann geti leitt flokk- inn til sigurs eftir þau áföll sem flokkurinn hefur orðið fyrir und- ir hans stjórna. Þetta á einkum við ef Trudeau lætur af embætti og við af honum tekur nýr for- ystumaður, sem hefur ekki verið viðriðinn áföll sem Kanadamenn hafa orðið fyrir í efnahagsmál- um upp á síðkastið. Áhrifamikil og fjársterk öfl í íhaldsflokknum hafa haldið uppi harðri baráttu gegn Clark og á landsfundinum í janúar ákvað hann að „hreinsa loftið" með því að efna til leiðtogakjörsins, þótt hann fengi nánast sama fylgi og á landsfundinum 1981. Hann lét af starfi flokksleiðtoga og þing- leiðtoga, en fékkst til að gefa kost á sér til endurkjörs til að skáka tveimur voldugum flokks- leiðtogum, Peter Lougheed, for- sætisráðherra í Alberta, og William Davis, forsætisráðherra Ontario. Þriðjungur Kanadamanna býr í Ontario og Davis nýtur mikilla vinsælda, en hann ákvað að gefa ekki kost á sér og hefur fylgzt með baráttunni að tjaldabaki. Um 3.000 fulltrúar sækja lands- fundinn og margir hávaðasamir fundir hafa verið haldnir í öllum kjördæmum í baráttunni um val þeirra. Gagnkvæmar ásakanir hafa komið fram um vafasamar aðferðir í baráttunni og nýjum mönnum hefur óspart verið smalað í flokkinn. Tveir menn eru helzt taldir koma til greina í leiðtogastöðuna auk Clarks: Brian Mulroney, 44 ára kaupsýslumaður frá Mont- real, og John Crosbie, fyrrver- andi fjármálaráðherra Clarks. Crosbie er 52 ára, auðugur þing- maður frá Nýfundnalandi og var lengi vel ekki talinn í hópi þeirra sem helzt kæmu til greina, en sigurlíkur hans hafa aukizt stöð- ugt að undanförnu. Það þykir hins vegar há honum að hann kann ekki frönsku, en þegar hann var spurður um þennan veikleika fyrir skömmu sagði hann: „Ég er ekki glæpamaður þótt ég tali ekki frönsku reip- rennandi." Crosbie sagði að frönskumæl- andi Kanadamenn mættu ekki líta á sig sem nokkurs konar „að- al“ og telja sjálfsagt að allir helztu leiðtogar þjóðarinnar væru valdir úr þeirra hópi. Á það er líka bent að dregið hefur úr stuðningi við aðskilnaðar- stefnu f Quebec og að fylgi íhaldsmanna þar sé svo lítið að nú geti þeir vel hugsað sér að kjósa flokksleiðtoga, sem tali ekki frönsku. Mulroney er jafnvígur á ensku og frönsku, en hefur enga stjórn- málareynslu. Hann gerði tilraun til þess að verða kjörinn flokks- leiðtogi fyrir sjö árum, en til- raunin fór út um þúfur og hann var forstjóri járngrýtisfyrirtæk- is unz hann lét af störfum í marz til þess að gera aðra tilraun. Hann hefur verið sakaður um að reyna að ná æðstu völdum í flokknum án þess að hafa boðið sig fram til þings, en hann hefur svarað því til að hann hafi hjálp- að öðrum stjórnmálamönnum í baráttu þeirra allt frá háskóla- árum sínum og því verið lengi „í skotgröfunum“. Ef Mulroney nær kjöri er talið að einn af þingmönnum íhaldsflokksins segi af sér og Mulroney bjóði sig fram í aukakosningu. Stefnuágreiningur hefur lítið komið við sögu í baráttu fram- bjóðendanna. Þó hefur áskorun Crosbies um nánari samskipti við Bandaríkjamenn verið gagn- rýnd og ýmsir hafa haldið því fram að Clark sé ekki nógu mik- ill íhaldsmaður til að vera leið- togi íhaldsflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun styðja 1.100 hinna 3.000 fulltrúa a flokks- þinginu Clark, Mulroney er í öðru sæti og Crosbie þriðji. Sérfræðingar telja að hvorki Clark né Mulroney fái meiri- hluta í fyrstu atkvæðagreiðslu og að staða þeirra muni lítið batna í síðari atkvæðagreiðslum. Helzt mælir gegn Clark að al- mennt er talið að þeir fulltrúar, sem greiða atkvæði gegn honum í fyrstu atkvæðagreiðslu, muni ekki snúast á sveif með honum í síðari atkvæðagreiðslum. Ef þrátefli verður má vera að Crosbie eigi bezta möguleika á því að ná kjöri, eða sá frambjóð- andi sem lendir í fjórða sæti. Fimm menn eru í kjöri auk Clarks Mulroneys og Crosbies. Þessir frambjóðendur eru: Peter Pocklington, kaupsýslu- maður frá Alberta, sem vill selja flest ríkisfyrirtæki og láta 20% nefskatt koma í staðinn fyrir tekjuskatt, David Crombie, fyrrverandi ráðherra og borgar- stjóri í Toronto, og tveir aðrir þingmenn frá Toronto: John Gamble og Michael Wilson, og Neil Fraser, embættismaður sem var rekinn í fyrra fyrir að berjast gegn þeirri fyrirætlun sambandsstjórnarinnar að taka upp metrakerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.