Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 33
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 33 Hrólfur Sturlaugs- son rafvirkja- meistari — Minning Fæddur 15. ágúst 1916 Dáinn 30. maí 1983 f dag er til moldar borinn á Ak- ureyri tengdafaðir minn og vinur, Hrólfur Sturlaugsson. Dauðinn gerir ekki ávallt boð á undan sér og svo var sl. mánu- dagskvöld er hann hafði lokið störfum að hann veiktist skyndi- lega á heimili sínu og andaðist skömmu síðar. Ekki hafði hann kennt sér meins svo aðrir vissu og var á ágætum aldri, aðeins 66 ára gamall. Það er nú með döprum huga að ég minnist hans með nokkrum fátæklegum orðum og á hér við orðtakið „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Fyrir fáum árum kynntist ég Hrólfi og voru þau kynni hin ánægjulegustu og urðu að sannri vináttu. Vissulega hafði ég vænst þess að eiga fleiri samverustundir með honum og njóta mannkosta hans og lífsreynslu, en enginn má sköpum renna. Kristur sagði: „í húsi föður míns eru margar vist- arverur." Ég er sannfærður um að hönd Krists muni leiða hann og búa honum góðan dvalarstað. Ástundun, samviskusemi og greiðvikni voru ríkir þættir í skapgerð hans og mótuðu starf hans alla tíð. Starfið átti hug hans allan og vinnusemin var honum í blóð borin. Á yngri árum stundaði hann íþróttir, útiveru og ferðalög og var það honum mjög að skapi, enda vel á sig kominn til líkama og sál- ar. Hrólfur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Ólafsdótt- ur, árið 1940, hinni elskulegustu ágætiskonu. Þau voru einkar sam- hent og eignuðust hið fegursta heimili að Strandgötu 35, Akur- eyri, þar sem þau bjuggu alla tíð. Börnin urðu þrjú, Olafur Ingi, Hallfríður og Auður. Fyrir þremur árum áttum við samleið um Ítalíu í nokkrar vikur og kom það mér skemmtilega á óvart hversu fróður Hrólfur var um þessi suðlægu lönd og sagði hann mér frá ýmsu sem hann hafði lesið um sögu þessara landa og t.d. um áhrif Rómverja á sögu evrópskrar menningar. í ferð þessari var Hrólfur ávallt glaður og reifur og hinn skemmti- legasti ferðafélagi. Þar komu fyrir tilvik þar sem hann sýndi af sér alveg óvenjulega hugulsemi og nærgætni við aðra ferðafélaga sem fleiri tóku eftir og mun ég ávallt minnast hans með alveg sérstökum hlýhug fyrir það. Er Hrólfur kynntist fjölskyldu minni vann hann hug og hjörtu hennar. Var þeim mikið brugðið er ég tilkynnti andlát hans, því það bar svo snöggt að og oft höfðum við rætt um að nú ættum við að heimsækja Hrólf og Sigríði í sumar. Þegar þau hjónin komu til Reykjavíkur dvöldust þau ætíð hjá okkur og var Hrólfur alltaf boðinn og búinn að hjálpa til og aðstoða. Honum féll aldrei verk úr hendi og var sívinnandi, enda hafði hann búið fjölskyldu sinni hið besta heimili eins og áður sagði. Vinskapur hans og ástríki gagn- vart öllum er hann þekkti er ofar- lega í huga mínum er ég hugsa um hann. Það er erfitt að ætla sér að skrifa um einhverja sérstaka eig- inleika hans, því í alla staði var hann slíkur ágætismaður, vinátta og sterk réttlætiskennd var ríkj- andi í skapferli hans. Ég er sann- færður um að menn sem gæddir eru slíkum mannkostum ávinna sér ávallt hlýhug og elsku ann- arra. Vera hans hér á jörðu verður hvatning til að breyta eins og hann gerði, ganga fordómalaust í gegnum lífið og hjálpa öðrum eins og kostur er. Minningin um Hrólf verður allt- af björt og hrein. Ég votta kærri tengdamóður minni og fjölskyldunni innilegustu samúð mína. Guðmundur Magnússon Frank Anker Engelund t dag verður Frank Anker Enge- lund, prófessor við Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, jarðsunginn. Hann lést eftir skamma sjúkralegu hinn 1. júni sl. Hann var 57 ára gamall. Frank A. Engelund var sonur Anker Engelunds, sem var lengi prófessor í burðarþolsfræðum við sama skóla og hönnuður margra stærstu brúa í Danmörku. Frank A. Engelund var prófess- or í straumfræði. Hann var þekkt- ur um allan heim fyrir fræðastörf sín á sviði sandburðar. Hélt hann - Kveðja fyrirlestra á fjölmörgum þingum og við margar rannsóknastofnan- ir, meðal annars Háskóla íslands snemma árs 1976. Hann var því íslenskum vísindamönnum og verkfræðingum að góðu kunnur, auk þess sem hann var kennari margra íslenskra verkfræðinga. Hann var mikill mannvinur og friðarsinni. Vinum sínum um heim allan var hann mikill harm- dauði. í Kaupmannahöfn skilur hann eftir sig stóran hóp læri- sveina, sem nú eru mikilsvirtir vísindamenn og munu halda nafni hans á lofti um ókominn aldur. Frank A. Engelund lætur eftir sig eiginkonu, Louise Engelund, og þrjár uppkomnar dætur. Jónas Elíasson Guðný Sœmunds- dóttir — Minning Fædd 23. aprfl 1914 Dáin 29. maí 1983 Guðný var fædd 23. apríl 1914 í Hafnarfirði, dóttir Láru Andrés- dóttur og fyrri manns hennar, Sæmundar Vilhjálmssonar. í Hafnarfirði ólst hún upp hjá móð- ur sinni og stjúpa, Steingrími Steingrímssyni ásamt þremur hálfsystkinum sínum, Þuríði, Helgu og Guðmundi, er öll eru á lífi. Einn albróður átti Guðný er Gísli hét, hann dó ungur. Þann 4. des. 1936 giftist hún Haraldi Lárussyni rafvirkja er lést 1964 og eignuðust þau þrjá syni, Örn, Hrafn og Hauk. Guðný, eða Gauja eins og við ævinlega kölluðum hana, lést á Landspítalanum 29. mai sl. eftir erfiða en fremur stutta legu. Margt leitar á hugann er kær móðursystir er kvödd hinstu kveðju, svo sannarlega sitjum við hnípin með söknuð í brjósti. Gauja var sterkur persónuleiki, vönduð og sérstök kona á margan hátt, með sínar ákveðnu skoðanir er erfitt var að hagga. Öll sín störf innti hún af hendi með svo sér- stakri trúmennsku að eftirminni- legt er og veit ég að margir eru henni þakklátir nú fyrir hennar góðu og óeigingjörnu störf. Það var henni hin mesta ánægja að geta gert eitthvað fyrir aðra. Gauja var mjög uppörvandi og lífsglöð manneskja, kunni manna best að njóta lífsins og notfæra sér það sem lífið færði henni í fang. Eftirminnileg er kímnigáf- an, átti hún hana í ríkum mæli og hafði gaman af mörgu spaugilegu í kring um sig. Ég sé Gauju frænku fyrir mér hvíthærða, brosmilda, létta á fæti og umfram allt lífsglaða. Er mér nú minnisstætt okkar seinasta samtal í síma um sl. ára- mót, hún alltaf sama góða um- hyggjusama frænkan, sem ætið var tilbúin að uppörva, segja eitthvað gott og gefa góð ráð. Gauja var dul um eigin hagi, hennar hjartans málum var eigi flíkað. Engum gat dulist er hana þekktu, að hún var mikil tilfinn- ingamanneskja og kunni að njóta fegurðar og lista í ríkum mæli. Veturinn 1968—69 bjó ég hjá Gauju frænku og er henni svo sannarlega þakklát fyrir alla hennar umhyggju, svo mikið er víst að hún stjanaði við mann endalaust en krafðist einskis í staðinn. Þann vetur átti ég náin kynni við Gauju. Man ég eitt kyrrlátt vetrarkvöld er við sátum inni í stofu. Gauja setti plötu á fóninn, fagrir tónarnir liðu fram og rufu kyrrðina, hve ánægjulegt var að hrífast með Gauju inn í heim tóna og fegurðar. Gauja átti gott plötusafn með úrvals klass- ískum tónverkum, það voru gim- steinar í hennar augum. Gauja var unnandi gróðurs og fagurra blóma, alltaf lifðu blómin svo vel hjá Gauju. Er voraði árið 1969 lá leið okkar saman einn hlýjan vordaginn í heimsókn til kunningjafólks hennar sem átti sér það að áhugamáli að eiga hinn fegursta skrúðgarð, þá átti ég ógleymanlega stund með frænku, hve vel hún naut þess að ganga um garðinn og njóta þess, sem fyrir augun bar, léttstíg, glaðvær og full áhuga. Svo margt leitar á hugann er við kveðjum elsku frænku í dag. Úr sjóði minninganna er af mörgu að taka, en hér verður einungis stikl- að á fáeinum atriðum. Með eigingjörnu hugarfari hefð- um við gjarnan kosið að fá að njóta hennar mun lengur, hún var mörgum svo mikils virði. Börnum sínum var hún góð móðir, barna- börnunum góð og umhyggjusöm amma, þau hafa mikið misst. Að lokum til okkar sem eftir lif- um til huggunar og umhugsunar, segir orð Drottins Jóh. 3:16. „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Guð blessi minningu Guðnýjar. Inga. « i BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN Brottfarir í sumar ’83 22. júní. 13. júlt'. 3. & 24. ágúst. 14. september. 5. október. tMffi] lUlLUKJ WORSÍWV AMSBHMM RÓM: ALLA FÖSTU- LONDON: VIKUFERIR ALLA ÞRIÐJU- KORSÍKA: ALLA LAUGARDAGA AMSTERDAM: VIKUFERÐIR ALLA DAGA DAGA ÞRIDJUD./FÖSTUD. HELGARFERÐ- IR ALLA FÖSTUD. NICE CANNES ARMA Dl TAGGIA LUXEMBORG NICE / CANNES: FRANSKA RIVIERAN: ALLA ARMA Dl TAGGIA: ÍTALSKA BLÓMASTRÖNDIN: pLUG OG BÍl I LAUGARDAGGA ALLA LAUGARDAGA SIKILEY: ALLA ÞRIOJUDAGA MAROKKO MAROKKÓ: ALLA LAUGARDAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.