Morgunblaðið - 07.06.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983
45
VEI^AKAíÍdI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Orðsending til
uppfinningamanna
Alf Káre BoLscth, fulltrúi Heið-
merkur- og Upplandadeildar Fé-
lags norskra uppfinningamanna
(Norsk oppfinnerforening), sendir
okkur bréf og biður fyrir orðsend-
ingu til íslenskra stallbræðra
sinna. Hann segir m.a.:
„Þegar deild okkar ætlaði að
setja sig í samband við félag upp-
finningamanna á íslandi, kom-
umst við að raun um það með
ærnu erfiði, hringingum og fyrir-
spurnum, að ekkert slíkt félag
væri til í landinu. En þar sem ég
vissi að á íslandi eru margir
dugmiklir uppfinningamenn,
fannst mér leitt að heyra þetta.“
Alf Káre Bolseth gerir síðan
grein fyrir margvíslegum erfið-
leikum, sm uppfinningamenn eiga
við að stríða, m.a. við að koma á
framfæri eða í framleiðslu góðum
hugmyndum eða uppfinningum,
eða þó ekki sé annað en að fá lagt
mat á það sem þeir hafi fram að
færa. Þá bendir hann á að til þess
að greiða úr þessum vanda, komi
til greina að stofna félag þeirra
sem í hlut eiga. Hann rekur stutt-
lega, hvernig þessi mál hafi þróast
í Noregi, þjóðfélaginu og viðkom-
andi einstaklingum til gagns.
Loks segir Alf Káre Bolseth:
Alf Káre Bolseth.
„Þess vegna óska ég þess af heil-
um hug, að íslenskir uppfinn-
ingamenn stofni með sér félag og
að samvinna á þessu sviði geti tek-
ist á milli landanna. Kær kveðja."
„P.s. Morgunblaðið hefur heim-
ilisfang mitt og síma, vilji viðkom-
andi leita aðstoðar minnar við
stofnun félagsins."
Að hanga á
boltanum
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar:
„Undanfarna daga hefur þjóðin
orðið vitni að hinu undarlegasta
sjónarspili í sambandi við stjórn-
armyndanir, sem um getur. Verð-
ur farsi sá, er Svavar Gestsson
setti á svið, lengi í minnum
hafður.
1. Leikurinn hófst með hinum
fáránlega spurningaþætti Svav-
ars, og vekur það undrun, að hinir
greindari menn í flokknum skyldu
ekki koma í veg fyrir slík vinnu-
brögð, enda sjá þeir mjög eftir því
nú, að hafa ekki stöðvað það að
flokkurinn yrði á þennan hátt til
athlægis.
2. Næsti þáttur hófst með yfir-
lýsingu Svavars um ótakmarkað-
an tíma hans sjálfs, enda kvaðst
hann ætla að vanda vinnubrögðin,
og fannst ýmsum slíkt undur mik-
il eftir að hafa horft á subbuleg
vinnubrögð hans í sambandi við
húsnæðismál og hina frægu neyð-
aráætlun Svavars frá næstliðnu
hausti.
3. Að þessu loknu tók við það
tímabil, er minnir mjög á hand-
knattleikslið, sem reynir að hanga
á boltanum, þ.e.a.s. reynir að
koma í veg fyrir að andstæðingur-
inn nái í knöttinn. Jafnvel eftir að
Svavar sá að málið var vonlaust,
reyndi hann að „hanga á umboð-
inu“, og ræddi þá ákaft um „form-
legar stjórnarmyndunarviðræð-
ur“?
5. Kommarnir hafa löngum tal-
að með takmarkaðri virðingu um
þá, sem eru umboðsmenn af ein-
hverju tagi, og kallað slíka menn
„umba“. Síðasti þáttur Svavars
var einna líkastur því, sem hann
teldi sig „eiga umboðið"?
6. Tjaldið fellur, og leikstjórinn
sendir vinstri flokkunum skæting
í kveðjuskyni, — að því er virtist
fyrir að vilja heldur semja við
„íhaldið", sem nokkrum dögum
fyrr var raunar ekki verri en svo,
að Svavar vildi ólmur komast í
stjórn með því.
Virðingarfyllst, með þökkum
fyrir birtinguna."
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur' þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja ðllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Anægjulegur fundur
Sneitt hjá
sönglögum í
sjónvarpinu
Sjónvarpsnotandi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
hef oft undrast það með sjálfum
mér, hve vandlega sjónvarpið
virðist sneiða hjá því að flytja ís-
lensk sönglög inn á heimili lands-
manna, t.d. á milli dagskráratriða
eða í dagskrárlok með myndum af
íslensku landslagi. Þó er úr miklu
safni öndvegisverka að velja og
ætti stofnunin að eiga hægt um
vik að miðla almenningi af þessari
auðiegð, ef nokkur vilji væri til
þess. Má í því sambandi benda á
umfangsmikið plötu- og segul-
bandasafn ríkisútvarpsins, sem
sjónvarpsmenn hljóta að eiga að-
gang að. Ég vona, að á þessu verði
breyting til batnaðar.
Kftirlaunamaður í V.R. skrifar.
„Velvakandi.
Sl. laugardag bauð Verslunar-
mannafélag Reykajvíkur öldruð-
um félögum til fundar að hótel
Sögu, þar sem þeim var öllum boð-
ið til kaffidrykkju.
Var þetta mjög ánægjulegur
fundur og vil ég þakka stjórn V.R.
og þá fyrst og fremst formannin-
um, Magnúsi L. Sveinssyni, fyrir
þessa framtakssemi.
Hápunktur fundarins var þó er-
indi Margrétar Thoroddsen, deild-
arstóra hjá Tryggingastofnun
ríkisins, um málefni aldraðra í
tryggingakerfinu. Tókst henni
með eindæmum að leiða fólk í
gegnum þennan frumskóg trygg-
ingakerfisins með látlausum og
prúðmannlegum flutningi.
Tryggingastofnunin getur verið
hreykin af að eiga slíkan fulltrúa
innan sinna veggja."
GÆTUM TUNGUNNAR
Ýmist er sagt: tveim og þrem eða tveimur og þremur.
Hvorttveggja er rett.
BILLINN
BÍLASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI
Ódýru og fallegu
Hafa-baöskáparnir úr furu eru
komnir aftur. Fást í 3 litum.
Verö aöeins 2140.-
VjP
VALD. POULSENI
Suðurlandsbraut 10. Sími 86499.
Innréttingadeild 2. hæð.
ÞU SMÍÐAR
EIGIN
INNRÉTTINGU
og sparar stórfé!
Björninn býður þér allt efni til smíða á eigin fataskápum
og eldhúsinnréttingu. Hurðaeiningar eru úr dönskum
úrvals viði. Það er ekki svo lítið, að spara allt að helmingi
með því að smíða eigin innréttingu!
Við veitum fúslega allar nánari upplýsingar í síma 25150