Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 15 Afmæliskveðja: Sigríður Guðjónsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir, Háa- leitisbraut 103 hér í borg, varð átt- ræð 19. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðjón Jónson bóndi á Litlu-Brekku í Geiradal og kona hans Guðrún Magnúsdóttir úr Tungusveit í Steingrímsfirði. — Guðjón, f. 8. febrúar 1870, var son- ur hjónanna Jóns Finnssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Sigríður móðir hans var dóttir Jóns Guðna- sonar er bjó á Galtará og Kletti í Geiradal. Jón maður hennar og faðir Guðjóns, var bóndi á Hjöll- um, f. 2. maí 1830, d. 1916, Finns- sonar bónda og hreppsstjóra á Eyri og á Hjöllum, Arasonar á Eyri, Magnússonar, Pálssonar bónda á Kletti í Kollafirði Grímssonar prests á Stað Jóns- sonar. Það er kölluð Eyrarætt. Bróðir Finns á Hjöllum var Jón í Djúpadal, faðir Jóns þar, föður Björns ráðherra og ritstjóra. (Meðal bræðra Guðjóns á Litlu- Brekku voru Ari Arnalds, sýslu- maður og Kristján, bóndi á Skerð- ingsstöðum, faðir Sigurðar er lengi var prestur á Isafirði). Þórð- ur bóndi á Hallsteinsnesi. Guðrún móðir Sigríðar og kona Guðjóns var dóttir Magnúsar, f. 1840, d. 1921, bónda í Tungugröf í Tungusveit Guðmundssonar bónda á Gestsstöðum Sveinssonar. Kona Magnúsar var Guðbjörg, d. 1915, Eyjólfsdóttir bónda i Húsa- vík í Kirkjubólshreppi Gíslasonar. Jón á Hjöllum, faðir Guðjóns, var hæglætismaður, skarpgreind- ur og fríður sýnum. Annar sonur hans var Ari Arnalds, sýslumað- ur. Þriðji þeirra bræðra var Kristján, bóndi á Skerðings- stöðum. Fjórði Þórður, bóndi Hallsteinsnesi síðar í Hlíð í Þorskafirði. Guðjón og Guðrún bjuggu á Brekku í Geiradal frá 1902 til 1937 að þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Sigríður dóttir þeirra ólst upp í foreldrahúsum öll sín ungdómsár, sem þá var títt til sveita, og gekk að öllum algengum sveitastörfum. Ung að árum leggur hún land und- ir fót og fer til ísafjarðar og nem- ur þar karlamannafatasaum og mun það hafa verið næsta eins- dæmi í þá tíð að ungar stúlkur legðu út í slíkt nám. Að því námi loknu hverfur hún aftur heim til foreldraranns síns. Næst fer hún til Reykjavíkur og fer þar í Ljós- mæðraskólann og er starfandi ljósmóðir í Reykhólahreppi yfir 20 ár. Þá voru samgöngur að öllu leyti þurslegri en þær eru í dag, aðeins vegaskorningar eftir hesta, hver lækjarspræna óbrúuð og þó árnar væru ekki vatnsmiklar gátu þær orðið illfærar að vetri til í leysingum svo og þegar settist í þær krap að hausti til. Oft þurfti Sigríður að fara til kvenna, sem áttu von á sér, all löngu fyrir tímann, því þegar tók að nálgast fæðingu, var altént víst að veður væru með öllu ófær bæja á milli, og hygg ég að þá hafi hún ekki setið auðum höndum meðan sú bið stóð yfir, og þá komið sér vel karlmannafatasaumanámið frá ísafirði svo lengi sem hægt hefur verið að finna nokkra pjötlu til að bæta með eða sauma úr. Því ekki var allsstaðar auður í ranni, allt smátt í sniðum hjá konu og manni, svo allt þurfti að nýta sem unnt var. Ég held að Sigríður hafi oft innt mikið starf af hendi fyrir lág laun, en oft gert það með sömu velvildinni og alúðinni, sem var og er hennar fegursta veganesti sem henni hlotnaðist á langri lífs- göngu sinni. Það var ekki hennar einasta lífsstarf að vera ljósmóðir. Hún var ástrík móðir tveggja sona sinna og fósturmóðir 7 fóstur- barna. sem þau væru hennar eigin börn. Hún dvaldi oft hjá hjónun- um í Bæ í Króksfirði, þeim Jó- hönnu Hákonardóttur og Magnúsi Ingimundarsyni. Með Jóhönnu heitinni og Sigríði ríkti mikil vin- átta. Eftir tveggja ára búsetu í Bæ varð Magnús fyrir þeirri þung- bæru raun að missa eiginkonu sína, en græðismyrsli á dýpstu sárin var þegar við hendina þegar Sigríður vafði allan barnahópinn hlýjum ástarörmum, sem besta móðir og gekkst þeim svo sannar- lega í móðurstað. Þannig heiðraði hún sína föllnu vinkonu með merki, sem engum mun úr minni líða sem til þekktu, svo snilldar- lega leysti hún það af hendi sem og öll önnur verk sem hún tók sér fyrir hendur. Sigríður eignaðist tvo syni með Magnúsi, báða mestu atgervismenn og drengi góða, og heldur hún hús með eldri syni sín- um, Ólafi Magnússyni, á Háaleit- isbraut 103 hér í borg. Ráðskonan í Bæ hafði sannar- lega stóru heimili að stýra, þar var alltaf margt fólk. Fyrst og fremst rak Magnús stórt bú. Þar að auki var hann hreppsstjóri og vegavinnuverkstjóri. Það má segja að það hafi alltaf staðið hlaðið borð frá árdægri til óttu. Þar var enginn kotbúskapur á einu eða neinu sviði, bæði ræktu sín störf vel af hendi, ráðskonan og hús- bóndinn. Svo var Magnús þannig gerður að honum fannst það vera sjálfsögð skylda að allir, sem leið áttu hjá kæmu til greiðaveitinga en færu ekki hjá. Það var oft langur vinnudagur hjá henni Sigríði í Bæ. Þegar Magnús hætti búskap og synir hans tóku við búsforráðum, stóð Sigríður fyrir búi hjá Ólafi syni sínum, uns hann hætti bú- skap og fluttist til Reykjavíkur ár- ið 1972. Mér er ekki fullkunnugt við hvað Ólafur vinnur. Sigríður hefur átt við mikla vanheilsu að stríða hin síðustu ár og furðar það engan eftir svo langa lífsgöngu, sem einkenndist af fórnfýsi og einstakri artarsemi öðrum til handa. Ég vil fyrst og fremst þakka Sigríði fyrir hennar hlýhug sem hún sýndi móður minni þegar hún var að hníga til foldar eftir erfiðan og langan vinnudag. Það er eitt af mörgum góðverkum sem fylla hennar fagra minningasjóð og Guð einn getur launað henni og glatt hana á hennar ævikvöldi. Fegursta aftanskin hennar verður að sjálfsögðu synirnir og fóstur- börnin sem unna henni að verð- leikum. Sigríður, ég árna þér allra heilla um ókomna tíma og bið þér allrar blessunar um ókomin æviár. Guðmundur A. Jónsson. Gódan daginn! Pioneer. Bíltœki vekja athygli HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 HLJOM*H£IMILIS*SKRIFSTOFUTffKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.