Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra GEIR H. Haarde hagfrædingur var í gær ráðinn aöstoðarmaður Alberts . Guðmundssonar fjármálaráðherra. Geir er fæddur í Reykjavík árið 1951, sonur hjónanna Önnu Steindórsdóttur Haarde og Tóm- asar Haarde símafræðings. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1971, BA- prófi í hagfræði frá Brandeis- háskóla í Massachusetts í Banda- ríkjunum 1973, MA-prófi í al- þjóðastjórnmálum frá Alþjóða- málastofnun Johns Hopkins- háskóla í Washington DC 1975 og MA-prófi í hagfræði frá Minne- sota-háskóla 1977. Geir hefur starfað sem hag- fræðingur við alþjóðadeild Seðla- banka íslands frá 1977. Hann er núverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og skip- aði 10. sæti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu Al- þingiskosningar. Þessi mynd var tekin ki. 16.10 á sunnudaginn. Ský voru yfir öllum vestari helmingi Vatnajökuls en rofaði til annað slagið yfir Grímsvötnum. Gosið hefur náð upp á yfirborðið og hefur myndast lítil eyja í vökinni og á henni miðri er smá gígur. Gufu leggur upp af eyjunni. Morgunblaðið/Björn Rúriksson. Forsetinn í opin- bera heimsókn í Barðastrandarsýslur Miðhúsum, 6. júní. Frá frcttaritara Morgunblaðsins í A-Barðastrandarsýslu. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, kemur í opinbera heimsókn í Barðastrandarsýslu dagana 21.—23. júní. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður tekur á móti forseta og fylgdarliði á sýslumörkum Dala- og Austur- Barðastrandarsýslu. Þaðan verður ekið í Hótel Bjarkarlund og há- degisverður snæddur. Frá Bjark- arlundi fer forseti til Reykhóla og skoðar Þörungavinnsluna. Frá Reykhólum verður haldið út í Flatey og skoðuð menningarverð- mæti þar. Forseti og fylgdarlið gistir í Flókalundi og tveimur næstu dögum eyðir hún í Vestur- Barðastrandarsýslu. Annars mun dagskrá forseta ekki verða full- gerð í öllum atriðum og erfitt verður að velja og hafna, þar sem viðdvöl er mjög takmörkuð á hverjum stað. Sveinn Meginástæðan gengissig og síðan gengisfelling - segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri um hækkanir á olíu og benzíni Geir H. Haarde hagfræðingur. „MEGINÁSTÆÐAN fyrir þessum hækkunum á benzíni og olíum er geng- issigið frá síðustu verðákvörðun og síð- an gengisfellingin," sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, ( samtali við Mbl. „Meðalverð á benzínbirgðum í landinu er nú 293 dollarar fyrir hvert tonn, en var við síðustu verð- ákvörðun 275 dollarar, hefur hækkað um 6,6% í dollurum. Síðan hefur dollarinn hækkað um 30% milli verðákvarðana, eða samtals um Akranes: Togari verður fyrir vélarbilun Akrancsi, 6. júní. Frá frctlaritara Morgunblaðsins. TtXíARINN Óskar Magnússon AK 177 varð fyrir alvarlegri vélarbilun síð- astliðinn föstudag og var dreginn til hafnar af björgunarskipinu Goðanum. Ekki er fullvíst hve mikil bilunin er, en líkur eru jafnvel taldar á því að skipt verði um vél í skipinu. Þetta er mikið áfall fyrir atvinnulífið á Akranesi, því búast má við því að hluti áhafnarinnar missi skiprúm sitt meðan viðgerð fer fram, auk þess sem tvö af frystihúsum bæjar- ins missa stóran hluta af hráefni sínu. J-G. 38,4%. Til frádráttar þessari hækk- un við verðákvörðun kemur síðan sú staðreynd, að ákveðið hefur verið að frysta gengið, en áætluð hækkun þess hefur jafnan verið tekin inn í ákvörðun um verðhækkun," sagði Georg Ólafsson ennfremur. Georg Ólafsson sagði einnig, að inni í umræddri hækkun á benzíni væri hækkun ríkisins á vegaskatti um 67 aura, úr 3,40 í 4,07 krónur, eða um 19,7% í samræmi við hækkun byggingarvísitölu, en slíkt er heimilt samkvæmt reglugerð. Hækkunin væri í raun meiri, þegar margföld- unaráhrif söluskattsins kæmu inn í dæmið, eða um 85 aurar. Hlutur ríkisins í 3,10 króna hækkun hvers lítra nú ‘er um 1,72 krónur, eða 55,5%. Meðalverð á birgðum gasolíu í landinu er nú 251 dollari hvert tonn, en við síðustu verðákvörðun var verðið 279 dollarar, eða hefur lækk- að um 10%, sem kemur til frádráttar um 30% hækkun á gengi dollarans, sem veldur síðan áðurgreindri 15% hækkun. Meðalverð á svartolíubirgðum í landinu er nú 195 dollarar, en var við síðustu verðákvörðun 190 dollarar, eða hefur hækkað um 3%. Síðan koma áhrif hækkunar á gengi krón- unnar um 30% til, þannig að hækk- unarþörfin er mun meiri í svartolíu en gasolíu. Þess má geta, að hver lítri benzíns kostaði 9,45 krónur 6. júní í fyrra, en kostar nú 19,30 krónur, eða hefur hækkað um 104,2%. Verð á hverjum lítra gasolíu á sama tíma í fyrra var 3,65 krónur, sem þýðir að hver lítri hefur hækkað um liðlega 130%. Þá kostaði hvert tonn af svartolíu 6. júní í fyrra 2.470 krónur, eða hefur hækkað um 181,4%. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, var inntur eftir ástæðu þess, að fisk- verð hækkar nú um 24 —25%. „Ástæðan er sú, að 8% hækkun hef- ur orðið á fiski upp úr sjó, en síðan kemur til frádráttar 7% olíugjald, sem hefur verið fellt niður, en til viðbótar koma síðan áhrif af hinu nýja 29% gjaldi, sem fiskkaupendur verða að greiða útgerðinni,“ sagði Georg Ólafsson. Seyðisfjörður: Norröna í fyrsta skipti til landsins FÆREYSKA skipið Norröna, sem kemur í stað ferjunnar Smyrils, kemur til Seyðisfjarð- ar í fyrsta skipti á morgun. Aætlaður komutími skipsins er klukkan 13.00 og verður ýmis- legt gert til hátíðabrigða í til- efni af komu skipsins. Seyð- fírðingar munu fara út á fjörð- inn á bátum sínum og taka á móti skipinu með færeyska og íslenska fána. Eftir að skipið hefur lagst að bryggju er ráð- gert að það verði opið bæjar- búum til sýnis, en klukkan 15.00 hefst móttaka um borð í skipinu fyrir bæjarstjórn og hluthafa, en fyrirtæki og ein- staklingar á Austurlandi hafa gerst hluthafar í skipinu. Töluverðar framkvæmdir hafa verið á Seyðisfirði vegna þessarar nýju ferju og er sú aðstaða stórbætt, þar sem afgreiðsla skipsins fer fram. Rennan þar sem skipið leggur að hefur verið breikk- uð, þar sem þetta skip er tölu- vert breiðara en Smyrill var. Ferjan Norröna getur flutt 1000 farþega og 250 bíla i einu. Björgvin Bjarnason útgerðarmaður látinn Björgvin Bjarnason, útgerðarmaö- ur á ísafirði um árabil, lést í gær í sjúkrahúsi í Óðinsvéum í Dan- „Minnislisti“ rfkisstjórnarinnar um sérstök athugunarverkefni: Þingmenn séu ekki forstöðu- menn fjármálastofnana r _ - „Minnislistinn er ekki bindandi,“ segir Tómas Arnason forstjóri Framkvæmdastofnunar ,ÉG TÓK þátt í þessum samningum cn ég tel þetta ekki bindandi. Hann er eingöngu til athugunar fyrir ríkisstjórnina, en ekki í stjórnarsáttmálan- um. Það stendur til að endurskoða lögin um Framkvæmdastofnun og ríkisstjórnin ætlar að gera það, en þessi minnislisti er ekki bindandi,“ sagði Tómas Árnason forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins, er Mbl. spurði hann, hvort sú staðreynd, að hann hefði farið beint úr ráðherrastól í forstjórastöðu Framkvæmdastofnunar væri ekki í trássi við „minnis- lista“, sem stjórnarfíokkarnir gengu frá um leið og stjórnarsáttmálanum. Á listanum eru rakin þau atriði sem ríkisstjórnin ætlar að taka til sérstakrar athugunar en einn liðurinn fjallar um að þingmenn skuli ekki gegna störfum forstöðumanna fjármálastofnana. Steingrímur Hermannsson fárra daga. Steingrímur sagði forsætisráðherra tók í sama streng og Tómas og sagði að á meðan ekki væru ákveðnar breytingar hvað varðaði Fram- kvæmdastofnun væru hlutirnir auðvitað í sama horfi og verið hefðu. Hann sagðist aftur á móti hafa í hyggju að taka Fram- kvæmdastofnunina til endur- skoðunar og myndi hann skipa nefnd til þess verks innan ör- einnig, að það gæti orðið flókið mál að setja lög um áð þingmenn megi ekki sitja í slikum stofn- unum og að hann hefði t.d. ein- vörðugu verið með tilmæli á rík- isstjórnarfundi um að ráðherr- arnir gegndu ekki launuðum störfum hjá lánastofnunum, en því hefði verið mjög vel tekið. Þá sagði forsætisráðherra að engin lög væru í landinu sem bönnuðu þingmönnum að vera bankastjórar, en það hefði hins vegar orðið að þegjandi sam- komulagi við bankana og þing- flokkana að það yrði ekki gert. Varðandi forstjórastöðu Tómas- ar sagði Steingrímur: „Ég lít ekki á það sem óeðlilegan hlut að Tómas hafi farið í þessa stöðu og tel reyndar fulla þörf á því að hafa þarna mann sem þekkir til þar sem Sverrir er farinn út. Það verður ekki gripinn upp maður á stundinni. Hins vegar veit ég að Tómas er sammála þessari hugmynd á minnislistanum, en það verður að bíða þess tíma að málið verði tekið fyrir og athug- að.“ Tómas Árnason sagði að- spurður um hvort hann væri sammála þessari hugmynd að þingmenn veittu lánastofnunum ekki forstöðu: „Þegar um það er að ræða hvað alþingismenn mega gera og hvað ekki, þá finnst mér mörg störf koma til greina. Ég get til dæmis nefnt kennslustörf, sem margir al- þingismenn stunda. Það er nátt- úrlega kjörinn vettvangur til að misnota aðstöðu sína með áróðri, ef menn vilja. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar að ástæða sé til þess að alþingismenn gegni slíkum störfum. í sambandi við Framkvæmdastofnun er þetta þannig að forstjórar þar ákveða enga lánveitingu. Hver einasta lánveiting verður að samþykkj- ast af sjö manna stjórn. í bönk- unum aftur á móti ákveða bankastjórar lánveitingar. Á þessu er geysilegur munur." Björgvin Bjarnason mörku, eftir aö hafa gengist þar und- ir skuröaögerö. Björgvin var fæddur 14. ágúst 1903 á bænum Nolli í Suður- Þingeyjarsýslu, elsti sonur hjón- anna Bjarna Bjarnasonar vega- verkstjóra og Auðar Jóhannes- dóttur. Fárra ára fluttist hann með foreldrum sínum til ísafjarð- ar, þar sem hann ól mestan sinn aldur síðan. Þar stundaði hann út- gerð í fjölda ára. Árið 1951 fluttist hann til Reykjavíkur og átti og rak rækjuverksmiðju á Langeyri við Álftafjörð frá 1959—1973. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Björgvin Bjarnason var giftur Elínu Samúelsdóttur, sem lést ár- ið 1971. Þau eignuðust einn son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.