Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 48
Veist þú um einhverja góóa frétt? H ringdu þá í 10100 ftfgptttlrifafeifr ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNI 1983 Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki -=vf V erðhækkanir á bilinu 12—30% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag, að heimiia 19% hækkun á benzíni, sem hefur í fdr með sér, að hver lítri hækkar úr 16,20 krónum í 19,30 krónur. Verðlagsráð samþykkti enn- fremur, að heimila 15% hækkun á gasolíu, sem hefur í för með sér, að hver lítri hækkar úr 7,30 krón- um í 8,40 krónur. Þá samþykkti Verðlagsráð, að heimila 29,9% hækkun á verði svartolíu, sem hef- ur í för með sér, að hvert tonn hækkar úr 5.350 krónum í 6.950 krónur. Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum, að heimila 24 — 25% hækk- un á útsöluverði á fiski, sem m.a. hefur í för með sér 24% hækkun á ýsuflökum. Verðlagsráð samþykkti að heimila 12—17% hækkun á svo- kölluðum vísitölubrauðum, 22% hækkun á smjörlíki og loks sam- þykkti ráðið, að heimila 8% hækk- un á útseldri vinnu í samræmi við hækkun launa um mánaðamótin. Sjá frásögn um verð- lagsmál bls. 2 J' Formannaráðstefna ASI: Fyrstu aðgerðir upplýsingamiðlun FARA verður aftur til ársins 1952 til I segir meðal annars í ályktun for- I gerðir verkalýðssamtakanna þess að finna dæmi um lakari kaup- mannaráðstefnu ASÍ, sem haldinn hljóti að vera markviss upplýs- mátt kauptaxta verkafólks og samn- var í gær, um þá kjaraskerðingu sem ingamiðlun til félagsmanna sinna, ingar í byrjun næsta árs yrðu að stefnt er að með bráðabirgðalögun- þar sem stjórnvöld hafi kosið að tryggja 40% kaupmáttaraukningu ef um. gera hvergi grein fyrir afleiðing- ná ætti kaupmáttarstigi ársins 1982, | f ályktuninni segir að fyrstu að- | um bráðabirgðalaganna. Verka- fólk verði að þjappa sér saman í skýrt mótaðri andstöðu gegn ráðstöfununum. Aðgerðir stjórnvalda feli í sér tvennt, afnám samningsréttar og kjaraskerðingu. Um fyrrnefnda atriðið segir, að afnámi samnings- réttar verði ekki saman jafnað við neinar íhlutanir stjórnvalda á síð- ari tímum. Með afnámi hans sé brotið eitt frumlögmál lýðræðis- þjóðfélagsins og því verði ekki trú- að að meirihluti Alþingis sé reiðu- búinn að ganga gegn því að ísland sé samfélag frjálsra manna, sem hafi rétt til að vinna að hags- munamálum sinum. Aðgerðir stjórnvalda séu ein- hliða kaupskerðing og á engan hátt reynt að stemma stigu við verðhækkunum. 8% kauphækkun- in 1. júní sé þegar uppétin hjá flestum áður en hún kemur til út- borgunar og gagnráðstafanir stjórnvalda til að létta þunga ráðstafananna samsvari í heild ekki nema 2‘A% í kaupi, ef allt sé talið. Kjaraskerðingin sé þreföld á við áætlaða rýrnun þjóðartekna. Mynd Mbl. Skapti Hallgrímsson. Yngsti landsliðskappinn Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður af Akranesi, varð á laugardag yngsti leikmaður til þess að leika með íslenzka landsliðinu, aðeins 16 ara gamall, en hann verður 17 ára 27. september næstkomandi. Þar sló Sigurður met Ásgeirs Sigurvinssonar, sem lék sinn fyrsta landsleik 17 ára gamall. ^j| Ljðsm. Mbl. Guðjón. Svo vildi til á bænum Melabergi nærri Sandgerði f Miðneshreppi að hryssa kastaði tveimur folöldum, sem bæði lifa. Minni en 1% líkur eni á að meri kasti tveimur, hvað þá að bæði afkvæmin lifi, að sögn Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðunauts. Merin, sem heitir Móa, er af hreinræktuðu Uxahryggjarkyni undan Tígli frá Uxahrygg. Folöldin, sem eru meri og hestur, komu i heiminn aðfaranætur 28. og 29. maí. Annað folaldið flæmdist i fyrstu undan móðurinni og saug aðrar merar, en telja má að það hafi orðið því til lífs. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Meirihlutinn vill þinghald í sumar „ÞINGFLOKKURINN hefur falið ráðherrutn sínum að ræða við samstarfs- flokkinn um möguleika á að kalla saman þing. Það eru breytilegar skoðanir á því hvort það sé skynsamleg aðgerð. Ég legg áherslu á, að þetta er ekkert deilumál, hvorki innan þingflokksins né við samstarfsflokkinn, en það eru fleiri en færri sem telja rétt að kalla þingið saman núna sem fyrst,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í lok þing- flokksfundar í gærkvöldi, en þar var m.a. rætt um samkomudag Alþingis. Eins og Mbl. hefur skýrt frá eru skiptar skoðanir meðal stjórnar- liða hvort kalla eigi saman þing nú strax í sumar eða ekki fyrr en á reglulegum tíma í haust, og var málið til umræðu í þingflokknum í gær. Ólafur sagði nánar aðspurður um hvernig þeir, sem vildu þing- hald í sumar, hugsuðu sér það. Hann sagði: „Þá ganga menn út frá ákveðnum forsendum sem eru þær að verkefni þingsins núna verði í fyrsta lagi þau að kjósa í trúnaðarstöður, í öðru lagi að ræða og afgreiða bráðabirgðalög- in, þá að þinghaldið standi helst ekki lengur en í þrjár vikur og síð- ast en ekki síst, að um þetta verði samkomulag milli allra þingflokk- anna. Þetta eru meginforsendurn- ar sem menn tala út frá.“ Uppboð í Danmörku: Hæsta tilboð í íslenzka mynd erlendis MÁLVERK Jóns Stefánssonar af Þingvöllum var selt fyrir 300 þús- und krónur til íslands á uppboði í Danmörku fyrir skömmu. Var þetta hæsta verð sem boðið var fyrir mál- verk á uppboðinu, en jafnframt hæsta tilboð sem gert hefur verið í íslenzkt málverk erlendis. Á voruppboðinu í Oddfellow- höllinni í Danmörku var verk Jóns Stefánssonar listmálara af Þingvöllum slegið á 100 þúsund danskar krónur, sem er hæsta tilboð sem gert hefur verið í ís- lenzka mynd erlendis. Myndin var metin á 35 þúsund danskar krónur. Á uppboðinu var einnig verk Þorvalds Skúlasonar, Gríma, selt fyrir 32 þúsund danskar krónur til Þýzkalands. Þá seldust verk danska listmál- arans Asger Jorns dýru verði, en í heild varð söluverðmæti list- muna á þessu uppboði langtum meira en áætlað hafði verið. „Veldur manni alltaf gleði að geta gert öðrum greiða“ - segir Guðjón Pálsson, skipstjóri á Gullberginu „ÞAÐ veldur manni náttúrlega alltaf gleði að geta gert öðrum greiða," sagði Guðjón Pálsaon, skipstjóri á Gullberginu frá Vestmannaeyjum, þegar Morgun- blaðið náði tali af honum seint í gærkveldi skammt út af Bretlandsströndum og spurði hann hvernig tilfinning það væri að bjarga mönnum úr sjávarháska, en eins og sagt hefur verið frá í fréttum kom Gullbergið að sökkvandi skipi á sunnudagsmorgun og tók fjóra menn um borð úr því. „Við komum að dönsku skipi sem hét Tramp í gærmorgun um klukk- an 9. Þá var áhöfnin komin í lífbát- ana og við tókum þá upp og biðum síðan eftir að skipið sykki. Þetta var 400 tonn fraktskip og það sökk ekki fyrr en um tvöleytið," sagði Guðjón. Guðjón sagði að danska skipið hefði verið á leið til Skotlands frá Fuglafirði í Færeyjum og áhöfnin hefði verið aðeins fjórir, allt ungir menn, tveir undir 18 ára aldri og skipstjórinn sennilega um þrítugt. „Það kom leki að vélarúminu og hann var kominn það djúpt þegar við komum að, að það var þýð- ingarlaust fyrir okkur að reyna að bjarga honum. Það var ágætisveð- ur þegar þetta var og við sigldum bara fram á þá, en þó vissum við að það var neyðarkall í gangi í gegn- um Færeyjaradíó," sagði Guðjón ennfremur. Guðjón Pálsson, skipstjóri. Gullbergið er á leið til Grimsby i fisksöluferð og siglir þangað með Danina sem það tók upp. Bjóst Guðjón við að þeir yrðu komnir þangað inn um tvöleytið í dag. „Þeim varð ekkert meint af volk- inu og voru bara hinir hressustu miðað við aðstæður. Tramp var 33 ára gamalt skip og virtist vera í "tjög góðri hirðu. Þeir eru svo fáir á að þeir urðu ekki varir við lekann fyrr en vélin drap á sér. Sá sem er vakthafandi í brú fylgist líka með vélinni. Þeir fara niður í vél á 2ja tíma fresti og urðu ekki varir við neitt fyrr en vélin drap á sér. Þá var kominn svo mikill sjór í skipið að ekki var hægt að setja dælurnar í gang, en annars hlýtur þetta að koma fram í sjóprófum nánar,“ sagði Guðjón að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.