Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 21 1 • Atli Eðvaldsson gerði það heldur betur gott um helgina. Á laugardaginn skoraði hann fimm mörk fyrir Fortuna Dilsseldorf í þýsku Bundesligunni — flaug síðan heim til íslands með Arnarflugi — og skoraði sigurmark fslands gegn Möltu í Evrópukeppninni á sunnudag. Þetta var aðeins í sjöunda skipti frá upphafi knattspyrnuiðkunar í Þýskalandi að sami leikmaður skorar fimm mörk í leik í Bundesligunni. Metið á Dieter MUIIer, en hann skoraði sex mörk fyrir Köln er liðið vann Bremen 7:2 árið 1972. Skapti Hallgrímsson, blaðamaður Morgunblaöisins, fylgdist með leik DUsseldorf og Frankfurt á laugardag og er frásögn hans og myndasyrpa á bls. 22 og 23. Ljótmynd skapti Haiigrímsson. • Einar Vilhjálmsson er kominn í röö mestu afreksmanna íslands í frjálsum íþróttum frá upphafi. Um helgina varð hann bandarískur háskólameistari í spjótkasti og setti nýtt ís- landsmet í undanrásunum, 89,98 metra, en það er fimmti besti árangur í heiminum í dag. „Virkilega ánægður með útkomuna á þessu móti“ „Ég er virkilega ánægður með útkomuna á þessu móti,“ sagöi Einar Vilhjálmsson frjálsíþrótta- maður úr UMSB í samtali við Mbl. eftir aö hann haföi tryggt sér sig- urinn í spjótkasti á banduríska háskólameistaramótinu á laug- ardag. Einar kastaöi 89,36 metra í úrslitunum og kastaði rúmum sjö metrum lengra en næsti maöur, og bar því ægishjálm yfir aöra keppendur. Frammistaöa hans á mótinu er stórglæsileg, en í und- ankeppninni kastaöi hann 89,98 metra, sem er fimmti bezti árang- ur ( heiminum í ár og gott vegar- nesti fyrir Einar á heimsmeistara- mótið í Helsinki í ágústmánuöi. í úrslitunum sýndi Einar aö risa- kastiö í undankeppninni var eng- in tilviljun. „Fimm mínútum fyrir úrslita- keppnina hófst allt í einu mikiö þrumuveöur meö viöeigandi eld- ingum og helliregni. Ég var því hálf skeptískur til aö byrja meö, þar sem maöur rennblotnaöi og var óvanur aöstæöum af þessu tagi. En ég reyndi aö einbeita mér vel aö fyrsta kasti, náöi rúmlega 81 metra og var í forystu eftir fyrstu umferð. í annarri umferð náöi kastari aö nafni Steven Stocken hins vegar forystunni af mér meö 82,40 metra kasti. Ég kastaði tæpa 82 rétt á eftir, og þótt veöriö væri farið aö lægja leiö mér ekki vel vegna gíf- urlegs hita og mikils raka. í þriöju umferöinni tókst mér hins vegar betur upp og náöi for- ystu meö 84,90 metra kasti. Síðan þurftum viö í fyrri riölinum aö bíöa um stund meöan lokiö var fyrstu þremur umferöunum í seinni riölin- um. Þegar því var lokiö var staöan óbreytt, en tveir kastarar til viö- bótar komnir yfir 80 metra strikiö, Bretinn Keith Bradstock og Kan- adamaöurinn Laslo Vadic, sem báöir köstuöu tæpa 81 metra. Þeir beztu úr báöum riölum köstuöu síðan saman síöustu þrjár umferöirnar. Ekkert markvert geröist í fjóröu umferö keppninnar, ég kastaöi tæpa 82 metra, en í næstsíöustu náöi ég 85,36 og siö- an 89,36 í sjöttu og síöustu um- ferðinni. Aörir bættu sig ekki. í restina var veöriö orðiö gott og kominn hagstæöur mótvindur. Þetta var frekar erfiö keppni. Hún tók þrjár stundir, langur tími leið milli kasta, og maöur því orö- inn hálf dreginn og þvældur þegar upp var staöið,“ sagöi Einar. Eins og Mbl. skýröi frá á laug- ardag er árangur Einars á banda- ríska háskólameistaramótinu sá fimmti bezti í heiminum í ár. For- ráðamenn háskólans í Austin eru ánægöir meö frammistööu hans, þar sem skólinn hefur ekki átt sig- urvegara í spjótkasti á mótinu frá 1956. Einar varö fimmti á þessu móti í fyrra meö 78,68 metra, en þá vannst greinin á 83,72 metra. „Ég keppi næst á móti í Van- couver í Kanada 16. júní, dvelst í millitíöinni hjá Óskari Jakobssyni í Texas, kem síðan heim á íslands- meistaramótiö, en aö því búnu taka heimsleikar stúdenta viö í júlí- byrjun," sagöi Einar. Sigurður Einarsson Ármanni, námsmaöur í Alabama, varö tíundi í spjótkastinu meö 72,86 metra. Siguröur var meö 14. bezta árang- ur eftir undanúrslitin, 72,40, og vann sig þvi upp á viö í úrslita- keppninni. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.