Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Minning: Kristinn Bergþórs- son stórkaupmaður Fæddur 6. júlí 1922 Dáinn 29. maí 1983 Látinn er Kristinn Bergþórsson eftir mjög harða og erfiða baráttu sem stóð yfir með litlum hléum í rúmt ár. Hann var maður mikillar atorku og athafna og átti sér margvísleg hugðarefni, jafnt í leik sem starfi og var hann hvergi meðalmaður. Eftir nær aldar- fjórðungssamstarf er margs að minnast og af mörgu að taka. Ég vil með þessum orðum mínum þakka honum þennan tíma og senda honum mína hinstu kveðju. Sú kveðja verður óneitanlega tengd og tileinkuð bridgespila- mennsku hans. Þar kynntumst við og um hana þykist ég geta talað, þar sem Kristinn var alltaf and- stæðingur minn í spila- mennskunni, að undanskildu minningarmóti um Þorgeir Sig- urðsson, sem ungur lést úr sjúk- dómi, sem læknavísindunum tókst ekki að ráða við, ekki frekar en við þann súkdóm er felldi Kristin að lokum. Við Kristinn vorum sammála um ákveðin boðorð, sem þarf að hafa að leiðarljósi til þess að hægt sé að ná góðum árangri í bridge. Eitt þeirra er m.a.: Lærðu að þekkja andstæðing þinn. Enda er það ef til vill helst á þann veg, sem maður kynnist manneskjunum best, hvort heldur er í lífi eða leik. A meðan bridgespilari er virkur keppnismaður, sem ætlar sér að ná langt, verður hann að líta á sjálfan sig með besta spilarann. Kristinn var þessa sinnis, enda náði hann árangri: Hann varð margoft íslandsmeistari, svæð- ismeistri og félagsmeistari í öllum tegundum keppnisbridge. Hann var margoft valinn í landslið ís- lands og sýndi árangur íslands á þeim mótum, þar sem hann var þátttakandi, að ekkert meðal- menni var þar á ferð. í því sam- bandi nægir að nefna 3. sætið sem íslendingar hrepptu á Evrópu- meistaramótinu í Brighton 1950, sem er besti árangur sem íslend- ingar hafa náð í alþjóðlegum keppnum. En hvað var það, sem gerði Kristin að svo miklum spilara um 40 ára skeið? Ekki var hann mikið lesinn í bridge á nútímamæli- kvarða, svo ekki bjó hann að því. Hvað var það þá? Jú, hann hafði sterkari sigurvilja en nokkur ann- ar spilari, sem ég hef þekkt og þar skipti sköpum, því án sigurviljans verður enginn stórspilari. En hann einn dugir skammt — meira skal til. Kristinn hafði óvenju næmt brjóstvit og sérstakt minni um spilara, stöður í spilum og ríka reynslu í íeikjum. Ur öllu þessu vann hann sem tölva og var hreint ótrúlegt, hve fljótur hann var að átta sig á öllu og ljúka spilinu, hvort heldur var í sókn eða vörn. Áður en varði smituðust andstæð- ingar hans af leikhraðanum og mörgum spilanna landaði hann á hraðanum sem vörnin átti kost á, hefði hún tekið sér meiri tíma, en því gleymdi hún, því hana langaði að sigra hann á sama hraða og hann notaði. En þeir spilarar verða taldir á fingrum annarrar handar er það gátu. Kristinn er eini ísiendingurinn, sem ég veit að hefði getað haslað sér völl sem atvinnuspilari, því hann náði kannski enn meiri árangri sem rúbertuspilari en sem keppnisspilari, og er þá mikið sagt. Að loknum vinnudegi átti hann stundum til að segja: „Aura- fátt er í vorri buddu, ég ætla í klúbbinn." Þá var sama hvaða spil var gripið í, enda var hann vígur á þau öll. Eitt er víst, þeir ganga ekki með aurana hans Kristins, strákarnir sem spilað hafa við hann um ævina, og þá skiptir engu hvaða spil er talað um, því eins og Torfi Halldórsson segir í bók sinni „Klárir í bátana" um Lomberspil- ara: „Smátt og smátt fór það svo að allmargir afbragðs bridgespil- arar t.d. Kristinn Bergþórsson, sem öll spil spilaði vel, hætti að mestu við bridge, en nú spilar hann Lomberinn af sinni alkunnu atorku í frístundum sínum." Síðar segir Torfi i Palladómum um Lomberspilara: „Fyrst skal frægan telja Kristin Bergþórsson, afbragðs góðan spil- ara og fljótan að finna hvað við á, hvort heldur í sókn eða vörn.“ Þessi dómur lýsir vel hverju því, sem Kristinn gekk að. Það var snemma tekið eftir ríkum spila- hæfileikum hans, sem hann nýtti sér ávallt til fulls jafnt í keppni sem leik. Og nú þegar hann er all- ur stendur eftir minningin um hann, hinn aðsópsmikla jötunn græna borðsins. Að endingu send- um við Eyja, Löllu, börnunum, aldraðri móður, systkinum og ætt- ingjum okkar innilegustu kveðjur. Agnar Jörgensson Að morgni 29. maí sl. kvaddi Bói frændi minn þennan heim. Hann var sextugur að aldri, en ungur í anda. Það ber vinahópur hans með sér, en í honum eru menn á öllum aldri. Frá því að ég var lítil stelpa leit ég alltaf upp til hans. Hann var athafnamaður mikill, sem byggði velgengni sína í lífinu á vinnu, en sjálfur sagði hann heppni hafa fylgt sér. En lífið var ekki bara vinna; hann kunni líka að meta þau gæði, sem lífið hafði upp á að bjóða. Hann var mikill unnandi lista og var umtalsverður stuðningur hans við tónlistarmál- efni. Sjálfur var hann söngmaður góður, og er nýlega komin út plata, sem hann söng inn á. Bói frændi átti gott safn bóka er hann hafði lesið margsinnis sumar hverjar. Einnig var hann bridge- spilari mikill, og á sumrin stund- aði hann laxveiði og golf. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast Bóa sérstaklega vel, er ég var við nám á deild þeirri á Borgarspítalanum, er hann var í skyndi lagður inn á fyrir 13 mán- uðum. Það var stórt stökk fyrir mann, sem alla tíð hafði verið mikili útivistarmaður og sjálfur stjórnað lífi sínu, að vera lokaður inni á sjúkrastofu fárveikur í 6 vikur. En það kom sér vel, að hann var hraustur til sálar og líkama, og ekki síst, að hann var baráttu- maður, sem var ekki vanur að láta í minni pokann. Hann ákvað frá upphafi að berjast af krafti, og það einkenndi þessa erfiðu sjúkra- húslegu hans sem og þær, er fylgdu í kjölfarið. Þá hafði það sitt að segja traustið, er hann bar til læknis síns. Þær voru ófáar sög- urnar, sem hann sagði mér úr bók- um sínum, og mikill sá fróðleikur, sem lífið hafði veitt honum, en einna vænst þótti mér að heyra hann segja frá æskuárum sínum hjá foreldrum sínum, afa mínum og ömmu að Ölvaldsstöðum í Borgarfirði. Bói frændi taldi sig hafa lifað gæfusömu lífi, og það getum við öll, sem þekktum hann, áreiðan- lega tekið undir. Hann hafði getu og vilja til að hjálpa jafnt vinum og vandalausum og gerði það óspart, jafnvel meðan hann lá sjálfur fyrir dauðanum. Ég votta ykkur Lalla, Pilla og Bolli, inni- lega samúð mína um leið og ég þakka fyrir samverustundirnar og allt, sem Bói frændi gerði fyrir mig. Það hefði verið gaman að fá að endurgjalda. Blessuð veri minning hans. Anna Sverrisdóttir Sólríkan og fallegan sumardag hringir Lalla í mig og færir mér þá sorglegu frétt að Kristinn sé farinn frá okkur. Það var með söknuði og döprum huga að ég sagði Sigga syni mínum, að afi hans væri dáinn og farinn til guðs. Kristinn Bergþórsson lést að morgni 29. maí, eftir hetjulega baráttu við veikindi sín. Þetta var mikið áfall fyrir Sigga, þar sem afi hans hafði alltaf reynst honum sérstaklega vel. í hugann koma ótal minningar frá síðastliðnum 10 árum, um alla þá hugulsemi er Kristinn og Lalla sýndu sonarsyn- inum. Siggi var ekki orðinn hár í lofti er sunnudagsferð með Kristni afa varð fastur liður, sem beðið var eftir með tilhlökkun. Tengslin sem þær mynduðu gerðu þá tvo að félögum og fékk þá oft leikurinn að ráða, mátti vart á milli sjá hvor var áhugasamari. Ekki veit ég mikið um hvað þeir tóku sér fyrir hendur í þessum ferðum, en tvímælalaust áttu þær ekki síður að vera til gagns en gamans. Kristinn sýndi Sigga alla tíð mikla umhyggju og væntumþykju, og mun Siggi eiga ljúfar endur- minningar um afa sinn Kristinn. Að lokum þökkum við Siggi Kristni afa allt sem hann gerði fyrir okkur og sendum Löllu ömmu og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Ásta Siguröardóttir. Kveðja frá Lionsklúbbi Reykjavíkur Traustur og góður félagi okkar er horfinn. Kristinn Bergþórsson, stórkaupmaður, andaðist í Borg- arspítalanum sunnudagínn 29. maí rúmlega sextugur að aldri. Kristinn háði um meira en eins árs skeið harða baráttu við erfið- an sjúkdóm, sem að lokum dró þennan þrekmikla og góða dreng til dauða. Meðan þessi hrylliega harða barátta stóð yfir, komu stundir milli stríða, sem glæddu vonir í þá átt að bati væri í sjón- máli, en snögglega skipti yfir til hins verra á ný, og að lokum mátti kempan Kristinn Bergþórsson láta alfarið undan síga. Okkur félögum Kristins er á kveðjustund efst í huga þakklæti fyrir ótal unaðsstundir með þess- um góða og kappsama dreng, ekki síst þegar hann skemmti okkur með ljúfum söng sínum ásamt góðvininum Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi. Kristinn var traustur Lions- maður, sem leggja vildi góðum málum lið, og var stuðningur hans jafnan mikils virði, sakir dugnað- ar hans og rausnar. Fjölskyldu Kristins vottum við einlæga samúð. F.h. Lionsklúbbs Reykjavíkur, Björgvin Schram. Góður vinur er genginn, langt um aldur fram. Hann veiktist af banvænum sjúkdómi, sem hann háði hetjulega baráttu við um eins árs skeið. Lífslöngunin var sterk og honum fannst margt ógert, þó hann hefði áorkað miklu er hann lézt rúmlega sextugur að aldri. Kristinn Bergþórsson var fædd- ur að Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu og dvaldist þar öll sín bernsku- og unglingsár. Vandist hann ungur að taka til hendi í búi foreldra sinna. Síðan lá leið hans til Reykjavíkur í atvinnuleit, eins og svo margra ungra manna í þann tíð. Hann stundaði þar í nokkur ár ýmis störf. Það átti ekki vel við skapferli hans að vera annarra þjónn, svo hann sneri sér fljótlega að kaupsýslustörfum, stofnaði sitt eigið fyrirtæki, smátt í sniðum í fyrstu, því engan átti hann bak- hjarlinn. Varð eingöngu að treysta á mátt sinn og megin. Nú er þetta orðið að stóru og traustu fyrirtæki enda hafði hann marga kosti kaupsýslumanns, skarpgreindur, skjótráður og orðheldinn svo að af bar. Kynni okkar hófust snemma og urðu að vináttu sem hélst til ævi- loka hans eða rúm 40 ár. Var það fyrst og fremst vegna sameigin- legs áhuga okkar á bridgeíþrótt- inni. Urðum við samherjar um áratuga skeið á bridgemótum, bæði heima og erlendis. Hann var afbragðs góður spilamaður og fljötur að finna beztu leiðina hvort sem var í sókn eða vörn. Það leiddi af sjálfu sér að það var ekki eingöngu við spilaborðið sem við áttum góðar stundir saman. Bera þar hæst veiðiferðirnar sem við fórum í á hverju sumri ásamt góð- um félögum og var þá gaman að geta gripið í spil, ef ekki vildi veið- ast. í þessum ferðum sem og annars staðar var Kristinn hrókur alls fagnaðar, kunni frá mörgu að segja, enda víðlesinn og minnugur vel. Víst er um það að við spila- og veiðifélagarnir munum sakna vin- ar í stað. Gaman var að heimsækja þau hjón, Löllu og Bóa, á góðum stund- um. Hann hafði yndi af söng, enda sjálfur ágætur söngvari. Vildi gjama er hann bauð til fagnaðar hafa góða söngvara í samkvæm- inu. Þá var söngurinn ekki af verri endanum þegar hann og söngfé- lagar hans tóku lagið. Nú fyrir skömmu gáfu nokkrir vinir hans út plötu sem hann söng inn á og eiga þeir þakkir skilið fyrir það framtak. Þykir mér sem gerast muni dauflegri gleðistundirnar, er hann er frá horfinn. Gunnar Guðmundsson. Á útfarardegi Kristins vinar míns Bergþórssonar langar mig til að minnast hans nokkrum orðum. Ég mun ekki rekja æviferil Krist- ins, því ég ætla að það muni aðrir gjöra. Fyrir u.þ.b. tíu árum bar fundum okkar saman fyrst. Var það á nokkuð fjölmennum fundi en þá vakti hann samstundist at- hygli mína. Ekki var mér þá ljóst hversu náið ég ætti eftir að kynn- ast þessum manni, en þau sam- skipti snerust síðar upp í vináttu. Kristinn var fjarska athygiisverð persóna, hann var karlmannlegur og hávaxinn og er hann talaði lögðu flestir eyrun við og hlust- uðu, en hann var einn af þessum persónum er sópar að, og fylla upp það rúm er þeir eru í, eru þessir menn oftast miðdepill, þegar á mannafundi er komið. Eins og margir íslendingar, sem eru fæddir á fyrstu þremur ára- tugum þessarar aldar, þá fæddist Kristinn í sveit, eða nánar tiltekið á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði, var einn af afkomendum þess ágæta fólks er lagt hefur til svo marga góða menn er hafa gjörbreytt Is- landi á skömmum tíma. Kristinn var fæddur á tímabili þessarar aldar, þegar ungt fólk hafði ekki sömu tækifæri til menntunar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.