Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 Fólk og fréttir í máli og myndum íslandsmeistarar Víkings: Endanlega gengió frá ráðningu Havlíks GENGIÐ hefur verid endanlega frá samningum milli handknattleiks- deildar Vtkings og fyrrum landsliösþjálfara Tékka, Rudolf Havlík, um aö hann þjálfi hjá Víkíngi næstu tvö ár a.m.k. Hann tekur við af Pólverjanum Bogdan Kowalczyk, sem lét af störfum hjá Víkingi í vor eftir 5 ára árangursríkt starf. Rudolf Havlík er einn kunnasti handknattleiksmaður Tékka fyrr og síðar. Hann hóf aö leika meö Dukla Prag árið 1957 og lék með liðinu til ársins 1971. Alls lék hann hvorki meira né minna en 1.514 leiki meö Dukla og skoraöi á því tímabili 4.521 mark. Þá lék hann 125 landsleiki fyrir Tékkóslóvakíu og skoraði 382 mörk. Hann varð heimsmeistari með Tékkum í HM í Svíþjóð 1967. Havlík byrjaði að þjálfa 21 árs landslið Tékka árið 1976 og gegndi því starfi til 1978, er hann varö landsliösþjálfari. Því starfi gegndi hann til 1982. Sendiherra Tékkóslóvakíu á ís- landi, Josef Rajchart, hafði milli- göngu um ráðningu Havlíks til Vík- ings og veitti félaginu ómetanlega aðstoð í því sambandi. Havlík byrj- ar störf hjá Víkingi í byrjun ágúst nk. Ljóst er, að nokkrar breytingar munu verða á liði Víkings, þar sem nokkrir eldri leikmenn munu leggja skóna á hilluna, en jafnframt koma nýir leikmenn i staöinn, t.d. einn fyrrverandi Víkingur, Gunnar Gunnarsson úr Fram, og Heimir Karlsson úr Stjörnunni. • Rudolf Havlík, hinn nýi þjálfari Víkings. Davies skoraði Noröur-írland tapaöi á heimavelli sínum 0:1 fyrir Wales í bresku meistara- keppninni í fyrrakvöld. Gor- don Davies skoraöi eina mark leiksins — og var þetta fyrsta tap íranna á heima- velli í fjögur ár. • Á meöfylgjandi myndum sjá- um viö hvernig Hansi Milller, Int- er, sparkar af öllum mætti í mag- ann á andstæðingi sínum og svo hvernig dómarinn reynir að halda aftur af honum. Hansi MUIIer hef- ur greinilega látið eitthvað fara í taugarnar á sér, því að öllu jöfnu er hann mjög kurteis leikmaður. Nýtt tennismót ALÞJÓÐASAMTÖK atvinnu- manna í tennis skýröu frá því fyrir skömmu, að árið 1985 hæfi nýtt mót göngu sína og næmu verð- launin í því alls 1,5 milljónum dollara. Keppt verður bæöi ( kvenna- og karlaflokki og mun mótið standa í um tvær vikur. Maraþon kvenna RÚMLEGA þúsund konur taka þátt í maraþonhlaupi í Bandaríkj- unum um helgina. Þetta mót er hugsað sem úrtökumót fyrir maraþonkonur sem keppa munu á heimsmeistaramótinu í frjáls- um íþróttum sem fram fer í Hels- inki í ágúst. Elsti þátttakandinn er 74 ára gömul og sú yngsta er aöeins 14 ára, en sjö úr hennar fjölskyldu taka þátt í þessu hlaupi. Sigurstranglegastar eru taldar þær Julie Brown frá San Diego og Joyce Smith frá Englandi. Besti tími Brown er 2:28,33 og er hún talin þriðja besta í heiminum ( dag, en tími Smith, sem er talinn í níunda sæti, er 2:29,43. • Stórsigur Manchester United í seinni úrslitaleik FA-bikarkeppninn- ar í höfn, og Bryan Robson getur því leyft sér að brosa örlítið um leið og hann hampar bikarnum. United sigraði Brighton í þessum leik, 4—0, eins og menn muna eflaust. Stór nöfn á Bislet-leikunum HEIMSMETHAFARNIR Sebastian Coe og Steve Ovett veröa meðal keppenda á „Bislet“-leikunum, sem fram fara á samnefndum leikvangi í Ósló seinni hluta júní. Tilkynnt hefur verið, að Coe muni keppa í 1500 hlaupi og Ovett í 3000 eða 800 metrum. Bandaríski spjótkastarinn Petranoff verður einnig meðal keppenda, en eins og kunnugt er, kastaði hann spjótinu 99,72 metra á móti í síðasta mánuði, en það er þremur metrum lengra en skráö heimsmet. • Þessi mynd er tekin af Standard Liege, Belgíumeisturunum í ár, fyrir þeirra 100. Evrópubikarleik og var þá leikiö gegn Juventus á þeirra heimavelli, Stadio Communale i Torino. Af þessum hundrað leikjum hefur Standard unnið 52, tapað 33 og gert 15 jafntefli. Þeir eru meö 50 mörk í plús, hafa skorað 172, en fengið á sig 122. Þorvaldur þriðji á Norðurlöndunum ÞORVALDUR Þórsson grinda- hlaupari úr ÍR hefur náð þriðja bezta árangri Norðurlandabúa í 400 metra grindahlaupi á þessu ári, og hlýtur því aö eiga ein- hverja möguleika á að verða val- inn ( liö Noröurlandanna, sem keppir viö Noröurlandaúrval í næsta mánuði. Þorvaldur hefur i vor hlaupiö á 51,38 sekúndum, en betri eru Sví- arnir Sven Nylander með 51,15 og Crister Gullstrand meö 51,25. Ny- lander setti sænskt met í fyrra, hljóp á 49,64 sekúndum og varö sjöundi á Evrópumeistaramótinu og 20. bezti í heiminum. Gullstrand á 49,73 sekúndur frá 1979 og var við 50 sekúndna múr- inn í fyrra. Þorvaldur kynntist báö- um í Kaliforníu í vetur, þar sem þeir stunduöu æfingar um tíma, en Þorvaldur er námsmaöur viö há- skólann í San Jose. — ágás. Jón hljóp 800 á 1:52,13 mín. „ÉG VAR þungur á mér, erfitt 10 kílómetra götuhlaup þremur dög- um áöur sat í mér, en mér finnst ég vera í góðri æfingu og býst við góðum árangri þegar ég fer að slaka á og minnka álagið fyrir mótin,“ sagði Jón Diðriksson hlaupari úr UMSB í samtali viö Mbl. um helgina. Jón tók þátt i 800 metra hlaupi á BonnSieg héraösmeistaramótinu, Nýr Svn varpar yfir 20 m NÝR sænskur kúluvarpari bættist í hóp 20 metra kastara um helgina, er Yngve Wallander frá Hagen í Skövde varpaði 20 metra slétta. Hann varö þar meö fjóröi Svíinn sem varpar kúlu 20 metra eöa lengra. Wallander átti bezt 18,55 í fyrra og framfarirnar eru því miklar. — ágás. sem haldiö var í Bonn á laugardag, og varö þriðji á 1:52,13 mínútum. „Mér fannst ég sprækur á fyrri hring, hljóp hann á 53 sekúndum, en þá fór mjólkursýran frá því á miðvikudag að segja til sín og voru síðustu 150 metrarnir erfiöir," sagöi Jón. — ágás. Norðmenn stórtækir NORÐMENN hafa undanfarin tíu ár haldið „túrneringu“ fyrir yngri flokkana í knattspyrnu og verður ein slík haldin fyrstu vikuna í ág- úst í sumar. Alls eru 1.190 lið skráð til keppni og koma þau frá 610 félögum í 16 löndum. Sum þessara liða þurfa að ferðast talsvert langt til aö sækja þetta mót hjá frændum vorum og má þar nefna Saudi-Araba, Brasilíu- menn og lið frá Nígeríu. Þátttak- endur hafa aldrei verið fleiri en í ár og er talið að alls muni 23.600 unglingar sparka bolta í Noregi á meðan á þessu móti stendur og mun það vera eitt fjölmennasta mót í heimi. Zoff leggur skóna á hilluna DINO Zoff, fyrirliði heimsmeistar- anna, sem nú er fertugur, sagöi á blaöamannafundi í síöustu viku að hann ætlaöi aö leggja skóna á hilluna þegar samningur hans viö Juventus rynni út, en það mun vera núna í lok júní. Zoff hóf feril sinn hjá Udinese árið 1961, en þekktur varð hann ekki fyrr en á árunum sem hann lék með Napólí og auövitaö eftir aö hann hóf aö leika með Juventus, en það var árið 1972. Síöan hefur hann aldrei misst úr deíldarleik með þeim, og geri aðrir betur. Zoff sagöi, aö þrátt fyrir aö hann ætlaöi aö hætta aö leika knatt- spyrnu, væri ekki þar með sagt aö hann væri hættur afskiptum af henni. „Þeir hjá Juventus hafa boðið mér aö sjá um þjálfun markvaröa hjá sér, en ég hef ekki haft tíma til aö hugsa máliö ennþá og hef því ekki tekiö neina ákvöröun um hvaö ég geri í fram- tíöinni." Ekki er vitaö hver veröur eftir- maöur Zoff í landsliöinu, en talið er aö Ivano Bordon frá Inter Milan, Giovanni Galli frá Fiorentina og Franco Tancredi frá Roma séu lík- legastir. Þaö þarf vart aö taka þaö fram, aö mikill sjónarsviptir veröur aö Zoff, en fréttaskýrendur segja, aö hann hafi kosiö aö hætta áöur en hann færi aö dala, þó svo ítalskir fótboltaunnendur kalli hann ennþá „Suser Dino“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.