Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.06.1983, Blaðsíða 41
( MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 41 fclk í fréttum Abba ásamt Stikkan Anderson, sem hefur stýrt sameiginlegum fjármálum þeirra og fjárfest í hverju fyrirtækinu á eftir öðru. Abba kaupir útgáfufyrirtæki + Þau í sænska söngflokknum Abba eru um þessar mundir að kaupa hlutabréf í sænska út- gáfufyrirtækinu Saxon & Lindström fyrir um 50 millj. sænskra króna, um 180 millj. ís- lenskra króna. Er það fyrirtæki þeirra, Polar, sem kaupin ann- ast. Saxon & Lindström gefur út ýmis timarit í Svíþjóð og Noregi, t.d. Svensk Damtidning, Saxon, Lektyr, Alle Menn, Express og P.S., en sum þessara rita hafa veriö gefin út með töluverðum halla aö undanförnu. Mikil óein- ing hefur auk þess rikt meöal fjölskyldunnar sem á meirihluta hlutafjárins, og þess vegna er hún tilbúin til að selja 75% hluta- bréfanna á hálfviröi, fyrir 50 miilj. sænskra kr., en þau eru virt á 100 millj. Starfsmenn blaðanna eru hins vegar mjög óhressir meö kaupin og telja Abba aöeins vera á hött- unum eftir auöfengnum gróöa. Segja þeir, aö Abba-fyrirtækiö Polar hafi fyrr ráöskast meö fyrir- tæki í gróöaskyni og ekki skeytt neinu um hag starfsmanna þeirra. Þess vegna hafa starfs- menn Saxon & Lindström efnt til mikilla mótmæla fyrir utan aðal- skrifstofur Polar, sem þeir kalla braskfyrirtæki Abba. John Wayne vildi skjóta sig + „Pat, heyrðu mig nú. Farðu heim og náðu í byssuna mína. Ég ætla að senda sjálfum mér kúlu í gegnum höfuðið." Þetta gæti verið setning úr einhverri vestramynd meö John Wayne, og það var líka hann sem sagði þetta. Að vísu ekki í kvikmynd, heldur í raunveruleikanum, eftir því sem segir í bók eftir einkarit- ara hans og ástkonu, Pat Stacy. „Hertoginn: Ástarsaga", heitir bókin og er nýkomin út. Síöustu tíu ár ævi sinnar þjáöist John Wayne af krabba- meini og gekkst undir margar kvalafullar læknisaögerðir. Undir lokin var hann oröinn svo þreyttur á þessum þjáningum, aö hann vildi svipta sig lífi til aö binda enda á þær. Pat neitaði aö veröa viö bón Waynes og þá brást hann hinn versti viö: „Skilurðu þaö ekki? Ég vil Ijúka þessu af. Þaö er best fyrir þig og þaö er best fyrir mig,“ sagöi Wayne. Pat lét sig þó ekki og John Wayne gerði ekki fleiri tilraunir til að taka fram fyrir hendurnar á örlögunum. Hann lést áriö 1979. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. 'Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR fyrir báta, skip og iðnað Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miöstööin getur tekiö viö og sýnt bæöi frost og hita, t.d. Celcius +-200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast með afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og „man ekki fleira í bili“ í einu tæki. Lofaöu okkur aö heyra frá þér. ®8tu»rfmo8Mr cJ&iniæsoin) & (S® REYKJAVIK, ICELANO Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280. SPUNNIÐ UM STAUN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 47 Minning, 1953. ngi drengurinn, sem kynntist Rússlandi af Straumlygnri Don, er nú orðinn blaðamaður við stærsta dagblað á fslandi. Hann situr og skrifar frétt um dauða Stalíns uppúr BBC í London og af frétta- skeytum frá NTB-Reuter. Hann les skeytin hægt, punkt- ar innihaldið hjá sér á blað og semur svo upp úr punktun- um frétt á forsíðu blaðsins. Stalín er að vísu ekki dauður, en hann er meðvitundarlaus og liggur á banabeði. Fréttin, sem blaðamaðurinn er að skrifa, kallar fram margar minningar í huga hans. I stríðinu keypti faðir hans, auralítill millistéttarmaður, stórt landabréf af austurvígstöðvunum og þegar hann kom heim úr vinnunni færðu þeir feðgar litla pappírsfána Þýzkalands og Svoétríkjanna fram og aftur á kortinu eftir því, sem útvarpið sagði, að staðan væri hverju sinni. Þeir voru oft broslcitir, jafnvel hamingjusamir, þegar þeir gátu fært rauðu fánana vestur á bóginn. Drcngurinn dáði hetjuskap rússnesku þjóðarinnar og óskaði henni sigurs. Hann mundi vel eftir dagskipunum Stalíns, sem lesnar voru í útvarpið, og þótti mikið til um. Kannski hefur hann verið farinn að trúa því, að Stalín væri mikilmenni. En það skipti ekki lengur máli. Nú var hann að deyja. Það eru einungis skáldsagnapersónur, sem deyja ekki, hugsar hann. Við hin erum kölluð burt af síðum sögunnar. Það er eins og einhver komi með stóran klút og þurrki hvíta krít af svartri töflu. En Stalín verður samt áfram á þessum síðum, það veit hann. Þegar hann hættir að vera til, breytist hann í sögulega skáldsagnapersónu og þannig mun hann lifa, svo lengi sem nokkur man þessa voðalegu tíma. Ungi blaðamaðurinn er 23ja ára gamall. Hann er trú- lofaður og stundar nám í háskólanum. Þar tekur hann þátt í félagslífi stúdenta og slæst við kommúnista. Áður hafði hann verið í nokkrum vafa, en ekki lengur. Ástæðan er sú, að hann hefur verið sjómaður og m.a. siglt til Sovétríkjanna, þar sem hann var bólusettur til frambúðar. Hann lítur á fréttaskeytin. Það er ekki um að villast. Stalín er að dauða kominn. Það er fimmtudagur 5. marz 1953. Hann lítur á forsíðu Morgunblaðsins, les: Stalín marskálkur var enn meðvit- undarlaus seint í gærkvöldi. Öll rússneska þjóðin fylgist með dauðastríði hans ... Seint á miðvikudagskvöld hafði ekki verið send út ný tilkynning um heilsu hans eftir heilablæðinguna á sunnudag . . . Fyrsta tilkynningin um, að hinn 73 ára gamli einræðisherra hefði fengið slag og lægi meðvitundarlaus og að nokkru lamaður, var gefin út í Moskvu snemma á miðvikudagsmorgun. Eftir heilablóð- fallið lamaðist Stalín hægra megin og mátti eigi mæla . . . Hugsanir blaðamannsins sveiflast milli gamalla minn- inga og fréttaskeytanna, sem hann les nú hvert af öðru. Hann sér, að heilsu Stalíns hrakar jafnt og þétt. Sam- kvæmt síðustu tilkynningu þeirra lækna, sem stunda ein- valdann, á hann erfitt um andardrátt. Þennan dag eru gefnar út þrjár tilkynningar um líðan hans, undirritaðar af heilbrigðisráðherra landsins og þeim níu læknum, sem stunda marskálkinn. Hann lifir á súrefnisgjöf. Engum dettur annað í hug en hann sé að kveðja þetta líf. Og hvað skyldi bíða hans? hugsar blaðamaðurinn með sjálfum sér. Skyldi Búkharin taka á móti honum hinum megin(!) Eða Trotsky(!) Hann brosir með sjálfum sér. Heldur áfram að FRAMHA1.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.